Morgunblaðið - 23.01.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunniaugur
Guðmundsson
VatniÖ
í dag ætla ég að fjalla um
vatnið og vatnsmerkin, eða
Krabba, Sporðdreka og Fisk.
Eins og áður er athygli les-
enda vakin á því að einungis
er fjallað um sólarmerkið og
hið dæmigerða fyrir vatnið.
Tilfinningar
Vatnið er táknrænt fyrir til-
finningar og næmleika, það
að finna til með öðrum eða
geta sett sig í spor annarra
og fundið til samhygðar.
Vatnsmerkin eru innhverf,
þ.e. lifa mikið í innri heimi, í
heimi ímyndunarafls og
drauma. Það er þvi oft mikið
að gerast í lífí þeirra þó yfir-
borðið virðist rólegt.
Eintal sálarinnar
Hugtak eins og eintal sálar-
innar er skapað til að lýsa
vatninu. Vatnsmaðurinn
gengur rólegur eftir götunni
og í huga hans birtast mynd-
ir. „Ætti ég að stofna fyrir-
tæki? Hvað skyldi gerast? Er
ekki líklegt að gengið verði
fellt og hér komi kreppa og
fyrirtækið fari á hausinii? Það
er aldrei að vita hvemig næsta
ár verður. Nei, það er best
að gera það ekki.“ Og vatns-
maðurinn gerir ekkert. Hann
er þvf oft á tíðum utan við
sig, syndandi og lokaður. í
sumum tilvikum er sem hann
sé fastur inn í sjálfum sér.
Býr til mótstööu
Framangreint dæmi vísar til
þeirrar tilhneigingar vatns-
fólks að ímynda sér að þetta
eða hitt geti gerst og láta
ímyndunina draga úr sér. Það
býr því stundum til ímyndaða
mótstöðu. í sumum tilvikum
er hún rétt, í öðrum ekki.
Vatnsfólkið ætti að láta reyna
svolítið oftar á það hvort
óskimar geti ekki ræst. Það
sakar ekki að reyna eða hvað?
Úr jafnvœgi
Önnur hætta fyrir vatnið er
fólgin í næmleikanum. Þessi
merki láta aðra stundum
koma sér of auðveldlega úr
jafnvægi. Oft vegna smáat-
riða.
Þel
Það jákvæða við vatnið er að
sjálfsögðu að enginn er jafn
skilningsríkur og næmur og
vatnspersónuleikinn. í góðu
formi er hann nærgætinn,
djúpur, blíður og vemdandi.
Hann umlykur þig með mýkt
sinni, hlýju, skilningi og þeli.
Verndun
Sennilega er vatnið einna best
statt ef það getur beint orku
sinni að mannúðarmálum.
Vinna á sálrænum uppeldis-
sviðum, þar sem það getur
fengið útrás fyrir tilfínningar
sínar er oft góð, þó hún megi
á hinn bóginn ekki vera of
átakanleg. Umhverfi vatns-
fólksins verður að gefa kost
á tilfinningalegri útrás.
Skapandi
ímyndunarafl
í öðru lagi, en ekki síður, er
það vatnsfólk heppið sem fæst
við listræn störf þar sem skap-
andi ímyndunarafl getur notið
sín. Málið með vatnsfólk er
nefnilega að það á oft erfítt
með að tjá sig með orðum.
Tjáning í gegnum tónlist,
myndmál og tákn losar því
um einmanaleika þess sem
skilur, fínnur og sér en skort-
ir orðfæmi.
Talandi augu
Hin óbeina tjáning er aðals-
merki Krabba, Sporðdreka og
Fiska. Enda hefur fólk í þess-
um merkjum oft stór, hlý, rök
og talandi augu. Eitt augnatil-
lit og sagan er sögð.
GARPUR
ÍZ/Ð HÖFUM
ZNN/Ð. Z/£> , r
HÖFV/tf HR/ilCIP J,
\pA i Œl/Vl~ ^
SfC/P/Ð
hmwhhh imnmiiinimmmmnmi
TOMMI OG JENNI
UOSKA
—rmi/ —r—:— \\ V • ~i\r ' iiii/'. —t — —i —^ n -i—:—:—-—:—:—
FERDINAND
!H!!!!!!!!!!!!!ii!!!!!!!!!?!!!!i!i!!!!!T!?T?fT!H??!!!?l!!!!!!i!!!i!!ii!!!!!!!!!?!:!!!ii:i!liiii!i‘i:!!!?!li'!!n!!}:li!!!!!!!i!!!!H{!!!iiHi!i!!!
SMÁFÓLK
MOU)' L0N6 P0 YOU THINK YOö'LL BE HAN6IN6 THERE, BI6 3R0THER ? I WA5G0IN6T0 5TART M0VIN6 A FEU) OF MY THIN65 INTO YOUR ROOM...
4II < y\ ■y/
-r—
Hvað heldurðu að þú hang- Ég ætlaði að fara að flytja
ir þarna lengi, stóri bróð- dálítið af minu dóti í þitt
ir? herbergi.
Er þetta ,já“ eða „nei“?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Svavar Bjömsson í sveit Sam-
vinnuferða fann réttu vinnings-
leiðina í eftirfarandi spili úr
úrslitaleiknum við Polaris:
Norður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 65
VÁ106
♦ ÁKDG7
♦ 1087
Vestur
♦ K
VD32
♦ 985
♦ D96542
Austur
♦ D98732
V 9874
♦ 10
♦ ÁK
Suður
♦ ÁG104
VKG5
♦ 6432
♦ G3
Svavar var með spil suðurs,
en í norður var Hrannar Erlings-
son, en AV Símon Símonarson
og Guðm. Páll Amarson:
Vestur Norður Austur Suður
— 1 tígull 1 spaði 1 grand
Pass 2 grönd Pass
3 grönd Pass Pass Pass
Laufliturinn er þægilega
stíflaður fyrir sagnhafa, útspilið
var lauf og Símon og á ÁK og
skipti yfir í smáan spaða.
Svavar á átta örugga slagi
og tvo möguleika á þeim níunda.
Hann getur spilað austur upp á
hjónin í spaða, eða reynt að fínna
Hjartadrottninguna. Eftir
nokkra umhugsun stakk Svavar
upp spaðaás og eftir það gat
hann ekki farið villur vega.
Á hinu borðinu opnaði Karl
Sigurhjartarson á einu grandi
með spil norðurs, Sævar Þor-
bjömsson í suður spurði um
háliti með tveimur laufum, sem
Ragnar Hermannsson í vestur
doblaði. Niðurstaðan varð svo
þijú grönd. Matthías Þorvalds-
son í austur tók tvo efstu í laufi
og skipti yfir í tígul. Karl hafði
ekki spaðaströglið við að styðj-
ast, svo hans vandamál var það
eitt að þefa uppi hjartadrottn-
inguna. Hann fann hana ekki
og spilið fór tvo niður. Sam-
vinnuferðir græddu því 13 IMPa.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á móti í Zurich í Sviss um jólin
kom þessi staða upp í skák Júgó-
slavans Komljenovic og V-Þjóð-
veijans Bayer, sem hafði svart og
átti leik.
30. — Hhl+! og hvítur gafst upp.
Eftir 31. Kxhl (Eða 31. Kg2 -
Dcl) Dcl+, 32. Kg2 — Dgl+, 33.
Kh3 — Dhl+, 34. Kg4 — f5 er
hann mát.