Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Frændaminning: Björgvin Guðbrands- sonFossá ogElís Hannesson Hlíðarási Björgvin Fæddur 11. ágúst 1906 Dáinn 9. janúar 1988 Elís Fæddur 8. janúar 1942 Dáinn ll.janúar 1988 Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottinn auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (H. Hálfd.) Elsku Sigrún og böm í Hlíðar- ási, Veiga og Eiríkur í Gröf, og aðrir ættingjar, vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vonum að með Guðs hjálp takist okkur öllum að ganga fram á veg, mót hækkandi sól. Fjölskyldan, Langagerði 13. Elís Hannesson í Hlíðarási er failinn í valinn, langt um aldur fram. Nágranni okkar var hann alla tíð, hvort sem við í æsku sóttum hann heim frá næstu bæjum eða leiðimar á fullorðinsárum lágu milli Stíflisdals og Hlíðaráss. Nágranni og traustur vinur. „Til góðs vinar liggja gagnveg- ir.“ Þau fomu orð áttu við um Ella, eins og við kölluðum hann alltaf. Enn er sömu orðum ætlað að styrkja ekkju hans, Sigrúnu Eiríks- dóttur. Hún er ekki ein um sorg sína. Vinarhugir vitja hennar þessa dagana og vinarhugir munu leita hana uppi á komandi tíð. Vinar- hugir stefna til bamanna þriggja, Óðins, Guðveigar og Hilmars, og til allra þeirra, sem þeim eru hjart- fólgnir. Elís Hannesson var fæddur í Hækingsdal í Kjós, sonur Guðrúnar Sigríðar Elísdóttur og Hannesar Guðbrandssonar, bónda þar, bróður Björgvins á Fossá, sem í dag verð- ur jarðsunginn í Reynivallakirkju ásamt bróðursyni sínum. Elli bjó alla tíð á bemskustöðvunum, móð- urlaus drengur frá tveggja ára aldri, en dugmiklum og umhyggju- sömum föður sínum fylgispakur við bústörfín. Síðar bóndi sjálfur á næsta bæ. Náttúrubam var hann að eðli — jarðarbam — fæddur bóndi, áreiðanlegur og öruggur, duglegur svo að af bar. Hann bjó að sínu í kyrrþey og með sóma. Framagimi og hégómaskapur voru honum síst að skapi. Þau Elli og Sigrún í Hlíðarási vom óvenjulega samrýmd og sam- hent í öllu. Heimilið varð traust og gott og einstaklega snyrtilegt. Jörð- ina byggðu þau upp og búið var vélvætt. Einskis var látið ófreistað við að efla staðinn á allan hátt. Hugur þeirra allur heima — við búið og bömin — og árangurinn var í samræmi við athafnimar. Þangað leituðu einnig vinimir í gleði og í mótlæti. Þaðan fór enginn bónleiður. Með árum var loksins hægt að huga að öðru, koma upp garði, fegra umhverfið og bæta landið, sem þau hjónin unnu bæði jafn heitt. Og nú er hann allur, hann Elli — . svo skyndilega .— svo allt of fljótt. Það er eins og minningamar komi allar í einu: Góðar minningar, ævin- lega og undantekningarlaust, horfín andartök, eins og myndirt Elli kemur ríðandi hér utan með Stíflisdalsvatni. Hann þeysir í hlað með bros á vör eða hlæjandi, eins og jafnan áður. Og það er sumar- kvöld eins og þau gerast fegurst og best. Ótrúlegt að eiga ekki von á hon- um framar. „Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé fyrr far- inn.“ Við hjónin áttum sameiginlegan vin, þar sem Elli var. Svó vel vildi til, að skammt var á milli okkar alla tíð. En engar fjarlægðir hefðu megnað að ijúfa vináttuböndin. Svo mun ekki heldur fara nú, þótt Elli sé „fyrr farinn“, eins og komist er að orði í hinu foma kvæði — horfínn okkur sýnum í fjarskann — um óravegu. Hugur okkar mun leita hann uppi — á sama veg og hugur allra hinna, sem stóðu honum miklu nær. Og ef mönnum raunverulega verður að trú sinni — ef það er satt sem mælt er og sem við öll vonum — mun hugurinn brúa bilið milli heimanna tveggja. Og fleira mun gerast, þótt seinna verði. Sjálf munum við fara um brúna yfír djúp- ið mikla einn góðan veðurdag. Sama för er og um síðir fyrirhuguð öllum ástvinum Ella. Þá verður aftur þeyst í hlað með bros á vör. Og það verða sumar- kvöld, eins og þau gerast fegurst og best. Guð blessi minningu Elísar Hannessonar og styrki alla þá, sem hann heitast unni. Guðrún Kristínsdóttir og Halldór Kristjánsson, Stíflisdal. í dag verða frændumir Sigurður Björgvin Guðbrandsson og Elís Hannesson jarðsungnir frá Reyni- vallakirkju. Báðir vora þeir fæddir að Hækingsdal í Kjós. Björgvin var elstur eftirlifandi 6 bræðra er ólust upp í Hækingsdal. Elís var yngstur bræðrabama Björgvins, sonur Hannesar fyrram bónda í Hækings- dal. Björgvin lést í hjúkranarheimil- inu Reykjalundi í Mosfellssveit laugardagskvöldið 9. janúar. Sama dag slasaðist Elís alvarlega. Lést hann af sárum sínum mánudaginn 11. janúar. Sigurður Björgvin fæddist 11. ágúst 1906. Foreldrar hans vora Guðbrandur Einarsson og Guðfínna Þorvarðardóttir. Hann ólst upp hjá foreldram sínum í Hækingsdal og vann þar almenn sveitastörf. Eftir að hann komst til fullorðinsára var hann um tíma við vinnumennsku í Stíflisdal. Hann var starfsmaður sauðfjárveikivama um hríð og nokkrum sinnum fór hann í vetrar- vinnu, meðal annars til Reykjavík- ur. Að mestu vann hann þó við bústörf í Hækingsdal þar til hann hóf eigin búskap. Árið 1939 hóf Björgvin búskap á Fossá ásamt Helga bróður sínum. Guðfínna móðir þeirra sá um heimil- isreksturinn hjá bræðranum til dauðadags, 3. apríl 1942. Úrsúla Gísladóttir (Salla) frá Seljadal var ráðskona hjá þeim bræðram til árs- ins 1966. Þau vora bræðraböm. Eftir lát Helga, árið 1977, bjó Björgvin einn' á Fossá allt þar til hann hætti búskap sökum heilsu- brests vorið 1984. Helgi og Björgvin sáu um uppeldi bróðursonar síns, Sigurbergs Helga Elentínussonar, eftir dauða Elentínusar 1934. Sig- urberg bjó á.Fossá með frændum sínum þar til hann fór í framhalds- skóla. Hefur hann ávallt verið Björgvin sem besti sonur. Björgvin tók miklu ástfóstri við Fossá. Fyrir um tíu áram gengum við saman í fjárhúsinu á fögram vetrardegi. Ég hafði orð á því hve útsýnið væri fagurt þar sem við horfðum yfír spegilsléttan fjörðinn til Þyrilsins. Þá sagði hann mér að honum fyndist fegurra á Fossá, fallegra með hverju árinu sem liði. Ekki spillti að létt var gönguleiðin yfír Iteynivallahálsinn til æsku- stöðvanna í Hækingsdal. Björgvin var mikill dýravinur. Óhætt er þó að segja að féð hafí átt hug hans frekar öðram skepn- um. Hann var afburða fjárglöggur og næmur á alla hegðun sauðkind- arinnar. Hann lagði megináherslu á fjárbúskap er hann bjó á Fossá. Hann rak lengi stórt hænsnabú á mælikvarða þess tíma. Meðal ann- ars annaðist hann alla eggjasölu til Hvals hf. í mörg ár. Einnig var hann alllengi með kúabú. Bræðum- ir Helgi og Björgvin ræktuðu og byggðu jörðina vel upp og ráku myndarbú. Árið 1972 seldi Björgvin Skóg- ræktarfélögum Kópavogs og Kjósarsýslu Fossáijörðina. Hann hélt lífstíðarábúð á jörðinni. Félögin hófust þegar í stað handa um skóg- rækt. Var gaman að fylgjast með vaxandi áhuga Björgvins með tijá- ræktinni sem þó samiýmdist ekki sauðfj árræktinni. Björgvin var mjög félagslyndur. Ávallt var hann hress hvemig sem sótt var að honum. Á yngri áram var Björgvin hrókur fagnaðar á samkomum í sveitinni. Sjálfsagt þótti ungu fólki er bjó við Hvalfjörð- inn að fara fyrst að Fossá áður en farið var á ba.ll á Reynivöllum og síðar í Félagsgarði. Alla tíð var með mjög gestkvæmt á Fossá meðan Björgvin bjó þar. Vora bræðumir og Salla frænka þeirra með af- brigðum gestrisin og var ávallt tekið vel á móti gestum. Fyrstu heimsóknir_ mínar vora í smala- mennsku. Ég hlakkaði ávallt mikið til þeirra daga. Allt hjálpaðist að. Björgvin skipulagði smalamennsk- una með mikilli röggsemi gegnum símann áður en farið var af stað og stjómaði henni af miklum krafti. Honum la hátt rómur. Ekki var síðri tilhlökkunin að njóta veitinga Söllu í eldhúsinu og hlusta á söng sem Björgvin unni mjög. Bamgóður var Björgvin og kom það ekki síst fram hin síðari ár er hann var orðinn einn. Ávallt gætti hann þess að eiga eitthvað gott að gefa bömunum mörgu er komu í heimsókn. Mörg böm og unglingar hafa dvalið á Fossá á sumrin. Eiga þau góðar minningar frá dvöl sinni hjá Björg- vin og Söllu. Björgvin var stór í lund og fastur fyrir. Hann hafði ákveðnar skoðan- ir á flestum málum, jafnt land- búnaði sem pólitík eða menntamál- um. Hann var fróður maður sem fylgdist vel með meðan heilsa ent- ist. Hann hélt nákvæmar fjárbækur í áratugi. Einnig dagbók. Hann var dæmigerður menntamaður hinna eldri kynslóða sem hlutu menntun sína ekki í langskólagöngu. Heldur tók að halla undan fæti hjá Björgvin eftir að hann varð einn. Salla frænka hans sem fluttist til Hafnarfjarðar árið 1966, þá yfir sjötugt, aðstoðaði Björgvin þó eftir föngum allt til ársins 1976 er hún lést. Þrátt fyrir það hve félagslynd- ur Björgvin var lét hann ekki á sér sjá að honum líkaði illa einveran. Víst er að hann naut félagsskapar af vinum sínum dýranum í meiri mæli en áður. Ekki síst heimilis- dýrunum hundi og mörgum köttum. Fyrir um fimm áram tók hann að veikjast af hrömunarsjúkdómi sem leiddi til þess að hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsi allt frá vorinu 1984. Ég og fjölskylda mín sendum starfsfólki Reykjalundar bestu þakkir fyrir góða aðhlynningu Björgvins í veikindum hans. Fleiri eiga þakkir fyrir umönnun Björg- vins síðustu árin. Með þakklæti fyrir hlýjan hug Björgvins í okkar garð biðjum við góðan guð að blessa sálu hans. Elís Hannesson var fæddur í Hækingsdal 8. janúar 1942. Hann var yngstur 8 systkina sem q11 lifa bróður sinn. Faðir hans var Hannes Guðbrandsson bóndi í Hækingsdal og Guðrún Sigríður Elísdóttir. Móð- ir hans lést er Elís var á þriðja ári. Faðir hans lést í hárri elli síðast- liðið sumar. Þegar móðirin lést gekk Hannes bömunum í föður- og móð- urstað, orðinn ekkill í annað sinn. Elstu bömin aðstoðuðu föður sinn við búreksturinn og húshaldið. Það kom ekki síst í hlut elstu systranna að annast húshaldið og umönnun Elísar litla sem þær munu hafa sinnt af stakri móðuramhyggju. Elís fór ungur til sjóróðra í Grindavík. Hann vann ýmis önnur störf, meðal annars á jarðvinnuvél- um á Akranesi þar til hann hóf búskap á Hlíðarási vorið 1966 ásamt konu sinni Sigrúnu Eiríks- dóttur, en þau giftu sig það ár. Hjónin eignuðust þijú böm, Óðin, Guðveigu og Hilmar, sem öll stunda skólanám. Hlíðarás er nýbýli úr Hækings- dalsjörðinni. Birgir bróðir Elísar hóf þar búskap árið 1958. Elís keypti Hlíðarás af Birgi árið 1966. Alla tíð síðan hafa hjónin unnið að upp- byggingu jarðarinnar. Byggt var stórt fjós og íbúðarhús. Ræktað var að heita má allt sem rækta mátti með góðu móti. Vélakosts var aflað svo sem hæfði búskapnum. Gran hef ég um að aldrei hafí verið rasað um ráð fram. Allt var byggt upp smátt og smátt. Minnisstætt er mér að í fyrstu klæddi Elís veggi hlöð- unnar með áburðarpokum. Jámið kom þegar fé var til fyrir því. Að lokum var allt orðið af vönduðustu gerð. Lokahönd var lagt á innrétt- ingar á fallegu íbúðarhúsinu í lok síðasta árs. Garðurinn var settur í stand síðasta sumar. Málningin var tilbúin til að mála mætti útihúsin næsta sumar. Fjölskyldan var sam- hent um alla uppbygginguna. Eiríkur tengdafaðir Elísar á ófá handtökin í Hlíðarási. Ég kynntist Elísi fyrst í sveitinni okkar eins og gengur. Síðar urðu kynni okkar mikil. Við dvöldumst um hríð samtímis hjá Guðbjörgu, systur Elísar. Vel fór á með okkur. Hann var að vísu heldur fundvísari á stríðnistilefni en ég og hafði oft vinninginn í þeim efnum. Allt var það þó vel meint. Síðar gáfust mörg tilefni til að frekari kynna á Fossá, í Hlíðarási og víðar eftir að Elís var orðinn fjölskyldumaður. Elís var vel gefínn og hugsandi athafnamaður. Engum duldist að þar fór maður nútímans. Áhuga- samur var hann um flest málefni og fylgdist grannt með málum sveitar og þjóðar þótt hann hefði sig lítt í frammi. Elís var mikill fjölskyldumaður. Hann var bamgóður svo af bar. Alltaf nennti hann að veita jafnt bömum og unglingum fulla at- hygli. Oft fylgdi góðlátleg stríðni sem fyrst og fremst undirstrikaði athyglina. Nú er skarð fyrir skildi. Það er mikið högg fyrirjitla sveit að horfa á eftir öðram eins athafnamanni og Elís var. Enn meira er áfallið fyrir ættingjana er sjá á eftir kær- um vin í blóma lífsins. Manni sem framtíðin blasti við. Létt er að rifja upp hið fomkveðna að þeir sem guðimir elska deyi ungir. Eftir lifír minningin um góðan dreng. Ég og fjölskylda mín sendum Sigrúnu, bömunum, tengdaforeldr- um og systkinum innilegar samúð- arkveðjur. Megi sál Elísar hvíla í guðs friði. Karl M. Kristjánsson Það var milli jóla og nýjárs fyrir nokkram áram að ungri stúlku úr Reykjavík var boðið „upp í Kjós“ af bóndasyni sem langaði til að sýna henni fallegustu sveit landsins og jafnframt kynna hana fyrir §öl- skyldu sinni. Tíminn leið hratt í sveitasælunni og brátt kom að heimferðinni. Var það sjálfur bónd- inn sem ók borgarbaminu heim aftur. Sú ferð var löng. Hvoragt mæltu orð af vöram og var stúlkan handviss um að ekki litist bóndan- um á tilvonandi tengdadóttur. En er að kveðjustund kom þakkaði hann fyrir komuna og bauð henni að koma fljótt aftur. Var það mik- ill léttir fyrir stúlkuna. Þetta vora mín fyrstu kynni af Elisi, eða Elía eins og flestir kölluðu hann. Hann var fámáll við ókunnuga en það fór fljótt af þegar fólk kynnt- ist honum betur, þá kom í Ijós allt annar maður, hlýr og hjálpfús með sínar ákveðnu skoðanir og mikinn húmor. Ég læt aðra um að rekja hans æviferil en minnist hans sem íslenska bóndans er ann jörð sinni og búskap. Hann hafði þá góðu eig- inleika sem gert hefur íslenskum bændum kleift að beijast fyrir til- vera þjóðar sinnar. Með góðum minningum og þakk- læti skulum við vona að íslenska þjóðin kunni enn um langa tíð að meta starf hans. Svo það verði ekki einungis til upprifjunar þegar íslenski bóndinn er til grafar borinn. „Hafðu bóndann í heiðri því að þeir sem vinna moldarverkin eru Guðs útvöldu." (Thomas Jefferson.) Sigríður Klara Við sameiginlega útfor í dag era bomir til hinstu hvíldar að Reyni- völlum í Kjós frændumir Björgvin Guðbrandsson bóndi á Fossá í Kjós og Elís Hannesson bóndi á Hlíðar- ási í Kjós. Að morgni 10. þ.m. barst mér sú harmafregn að föðurbróðir minn Björgvin hefði látist kvöldið áður í heilsuhælinu að Reykjalundi, þar sem hann dvaldist um nokkurt skeið, og heilsan og þrekið hafði smámsaman dvínað, þannig að sú frétt að hann væri allur kom mér ekki á óvart, en samtímis barst önnur harmafrétt, sem ég átti ekki eins gott að sætta mig við, að frændi minn Elís, hefði orðið fyrir slysi þann sama dag og Björgvin lést og mjög tvísýnt væri um líf hans. Slíkum fréttum er erfítt að trúa og sætta sig við, að menn, sem standa í blóma lífsins fullir starfs- orku og -vilja hverfí frá dagsins önn fyrirvaralaust án nokkurs tilefnis, sem manni er skiljanlegt. Tveimur dögum seinna var frændi minn Elís farinn héðan á fund feðra sinna. Björgvin Guðbrandsson var fæddur í Hækingsdal í Kjós, foreldr- ar hans vora Guðbrandur Einarsson bóndi þar og kona hans Guðfinna Þorvarðardóttir, sem bjuggu þar lengst af sínum búskap. Foreldrar hans vora bæði fædd og uppalin í Kjósinni, faðir hans var frá Vindási en móðir hans frá Hækingsdal. Björgvin var yngstur sex bræðra sem allir era látnir. Hann ólst upp í foreldrahúsum en fór svo um tvítugt í ýmsa vinnu út í frá. Nokk- ur ár var hann vinnumaður hjá Hirti Þorsteinssyni þá bónda í Stífilsdal og á áranum 1937—39 ferðaðist hann á vegum sauðfjár- sjúkdómanefndar um landið, við könnun á útbreiðslu mæðiveikinnar sem var þá nýkomin til landsins. Björgvin var alla tíð mikið gefinn fyrir húsdýr og hirðingu þeirra og hafði næmt auga fyrir líðan þeirra og heilsufari. Þessi eiginleiki hefur komið honum að góðum riotum við leit að sjúkum einstaklingum í fé bænda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.