Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
53
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / KÖRFUKNATTLEIKUR
Ford-mótið í körfubolta:
Fossvogsskóli
sigraði örugglega
í körfuboltanum
Nú nýlega stóðu körfuknatt-
leiksdeid og Ford-umboðið,
Sveinn Egilsson hf., fyrir athyglis-
verðu körfuknattleiksmóti. Til þess
var boðið grunnskólunum í Vals-
hverfinu svokallaða. Voru það
Hlíðaskóli, Fossvogsskóli og Æf-
ingadeild Kennaraháskólans. Bæði
Hlíðaskóli og Æfíngadeildin sendu
a- og b-lið til keppni en Fossvogs-
skólinn lét sér nægja að senda eitt
lið til keppninnar.
Keppnin stóð yfir í tvo daga og var
keppnin jöfn og spennandi í flestum
leikjunum. Fossvogsskóli reyndist
þó hafa besta liðið og sigraði örugg-
lega í mótinu.
Eftir keppnina voru valdir bestu
leikmenn mótsins og urðu fyrir val-
inu þeir Ingimar Jónsson frá
Hlíðaskóla, Einar Bjamason frá
Æfingadeildinni og Bjami Jónsson
úr Fossvogsskólanum.
ÚrslH
Fyrridagur:
Fossvogsskóli — Æfingadeild b 39:7
Hlíðaskóli a — Hlíðaskóli b 15:4
Æfingadeild a — Æfingadeild b 32:11
Fossvogsskóli — Hlíðaskóli a 31:4
Æfingadeild — Hlíðaskóli a 18:10
Seinni dagur:
Fossvogsskóli — Hlíðaskóli b 27:6
Hh'ðaskóli a — Æfingadeild b 28:14
Æfíngadeild a — Hlíðaskóli b 22:10
Fossvogsskóli — Æfíngadeild a 31:6
Hlíðaskóli b — Æfingadeild b 28:4
Lið allra akólanna sem tóku þátt
i mótinu.
Morgunblaöiö/Vilmar
ÞaA var oft hart barlat í mótinu. Úr leik Hlíðaskóla og Æfingadeildarinnar.
Sigurlið Fossvogsskóla.
Beatu lalkmonn mótalna, Ingimar Jónsson, Bjami Jónsson og Einar Bjamason.
MorgunblaðifiAilmar
„Valið kom
okkur mjög
á óvart“
- segja leikmenn Ford-mótsins
ÞEIR Ingimar Jónsson úr Hlíða-
skóla, Einar Bjarnason og
Bjarni Jónsson úr Fossvogs-
skóla voru valdir bestu leik-
menn þessa móts Vals og
Sveins Egilssonar.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við strákana eftir út-
nefninguna og spurði hvort þetta
hefði komið þeim á óvart. Piltarnir
litu hver á annan og voru hógværir
i svörum sínum. Allir þrír kváðust
ekki hafa búist við þessari viður-
kenningu. Þeir vom sammála um
að þetta hefði verið gott framtak
hjá Völsurunum og Ford-umboðinu.
Þeir eru allir þrír í öðrum íþróttum
og enginn þeirra hefur æft körfu-
bolta. Ingimar er í handbolta með
Val og Einr.r í fótbolta með Val.
Bjami er úr Kópavogi og spilar því
fótbolta með Breiðabliki.
Ekki voru þeir öruggir um að þeir
myndu fara að æfa körfubolta eftir
þetta mót og þó var Ingimar á því
að hann myndi vilja prófa að mæta
á æfingu.
Nú var farið að bíða eftir köppunum
því Ford-umboðið bauð til veislu
eftir að mótinu lauk þannig að við
þökkuðum strákunum fyrir spjallið
og óskuðum þeim velfamaðar í
framtíðinni.