Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 17 í lagi þegar stílfyrirmjmdimar eru dregnar aftan úr grárri forneskju. Slík vinnubrögð eru líklegust til að geta af sér þessháttar ófreskjur er forsetaritari gerir að umræðu í við- talinu hér að ofan. Sorglegt dæmi um slíkt eru afskipti Karls Breta- prins af byggingarmálum Þjóðlista- safnsins (National Gallery) við Trafalgartorg í Lundúnum en þar hefur annars virðingarverð viðleitni til að varðveita klassíska umgjörð torgsins snúist upp í andhverfu sína og getið af sér skrímsli í húsmynd sem hvorki er sannverðugur vitnis- burður um fortíð né nútíð og verða mun hinni virtu listastofnun til ævarandi háðungar. í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar lagði forseti Islands áherslu á að landsmenn, hver á sínu sviði, gerðu svo til sóma væri það sem þeir hefðu tekið að sér, hvort sem það væri að flaka físk, skrifa bók, baka brauð eða teikna hús. Vitnaði hún í því sambandi í þau orð íslensks heim- spekings, að „menning væri að gera hlutina vel“. Listin að teikna hús hefur oft átt í vök að verjast hér á landi sem annars staðar og ef þessi grein menningar okkar á að ná að dafna og þroskast í samræmi við aðrar menntir þarf að hlúa að henni líkt og öðrum gróðri. í því skyni geta æðstu yfírvöld þjóða sýnt mikilvægt fordæmi. Má minna á þá ákvörðun Francois Mitterand núverandi Frakklandsforseta að fela hinum þekkta hönnuði Philippe Starck að teikna lausar innréttingar í Elysée- höll í París sem verið hefur bústaður forseta franska lýðveldisins allt frá 1873. Einnig má minna á þá ákvörðun Finnlandsforseta að velja hina mjög^vo óvenjulegu og fram- sæknu tillögu arkitektsins Reima Pietila til útfærslu í kjölfar verð- launasamkeppni um forsetabústað Finnlands nú nýverið. Undirritaðir vilja að lokum setja traust sitt á forseta íslands með þeirri frómu ósk að undir hennar forystu megi í náinni framtíð tak- ast að leiða byggingarmál Bessa- staða til lykta á þann hátt að til sóma sé fyrir land og þjóð. Höfundar eru arkitektar. Miðbæjarblús eftirPétur Gunnarsson Ég hef bara einusinni stigið fæti í biðstofu borgarstjóra, búinn að gleyma í hvaða erindagjörðum, enda skiptir það ekki máli heldur maður sem vejrodi bekkina þama á undan mér. Ég held að hann hafí verð eirihvers konar byggingar- meistari og var ekkert að liggja á erindi sínu: hann vildi fá leyfí til að byggja í Hljómskálagarðinum. Það var greinilegt að þetta var ekki fyrsta ferð mannsins á biðstof- una í svipuðum erindagjörðum — fyrst hafði hann verið með háhýsa- byggð í huga en ætlaði nú að taka tillit til flugumferðar og takmarka sig við hverfí einbýlishúsa í staðinn. Þama fannst mér ég skilja af hveiju enginn vildi vera borgar- stjóri (þetta var þegar þáverandi meirihluti fékk mann út í bæ til að létta af sér okinu). Síðan em auðvitað liðin þessi ár sem em liðin og ég veit ekki hvaða úrlausn maðurinn fékk sinna mála, kannski er hann þama enn, kannski með Tjömina í þetta skipti. En það er ekki aðalatriðið, heldur hitt, hvað erindi mannsins er lýsandi fyrir það óvissuástand sem hefur fengið að ríkja í skipulagsmálum borgarinnar. Það er enginn staður óhultur, ekki samkomulag um neitt. Tjömin get- ur farið undir bílastæði og bflastæði undir Tjömina. Amarhóll hefur ekki áunnið sér fastan sess á þess- um ellefuhundmð og fjórtán ámm sem hann er búinn að koma við sögu þessa lands og Esjan skal ekki halda að hún sé neitt sér- stakt. Lækjartórg er farið og Landakotstún komið undir bygg- ingar og bflastæði og Öskjuhlíðin á leiðinni undir hraðbraut og skúra. Það getur meira að segja verið vara- samt að vekja á sér athygli fyrir fegurð eða verðleika, engum er hættara en einmitt slíkum stað. Hér gildir sama lögmál og í kennslustof- unni: láta fara lítið fyrir sér vilji maður ekki vera tekinn upp. Ég held að eitt með öðm sé þessi skortur á hefðbindingu ástæða fyrir því öryggisleysi sem er ríkjandi meðal borgarbúa þegar miðbærinn er annars vegar og m.a. annars til- efni þess að við emm stödd hér í dag. ístöðuleysi sem virðist hijá stjómir þessarar ■ borgar og mér liggur við að segja ónæmi fyrir sögu hennar og sálarlífí. Auðvitað er ásóknin mikil, þetta er besti staðurinn í bænum, hér vilja allir vera, það er slegist um hvert sæti. Líkt og í leikhúsinu þegar góð sýning er á fjölunum. Það er góð sýning hér í miðbænum og mikil stemmning. En ef áhorf- endasalurinn á ekki að leysast upp í ókyrrð og slagsmálum þá verða menn að vera ömggir um sitt sæti. Það dugir ekki að sætavísan komi með síðbúinn áhorfanda og skelli honum í fangið á þeim sem sat fyrir eða tildri upp stólum sem byrgi manni útsýnið. Éða karmellusölum opnaður aðgangur að salnum í miðri sýningu eða menn með auglýsinga- spjöld fái að ganga yfír sviðið þegar atburðarásin er í hámarki eða sölu- maður líftrygginga ferðist hvíslandi um sætaraðimar á meðan á sýningu stendur. Stjóm leikhússins verður að hafa myndugleika til að sjá um að sýningin fari ótmfluð fram og hætta að hleypa inn eftir að það er uppselt. Síðan má setja upp aðr- ar sýningar á öðmm stöðum. Það er sjaldgæft að heyra af ágreiningi um byggingar í öðram bæjarhlutum, t.d. í Nýja miðbæn- um. Menn getur greint á um hvort hús em falleg eða ljót, þörf eða óþörf, en í flestum tilfellum kemur Pétur Gunnarsson „Það ætti að vera sjálf- sagt mál að elsti kjarni Reykjavíkur fái að standa utan við rúm- frekar byggingarf ram- kvæmdir með tilheyr- andi umferðarinnspýt- inguog bílastæðavanda. Sú starfsemi sem vill eiga hér heima verður að laga sig að því sem fyr- ir er og einmitt þessa dagana opnar nýtt Listasafn íslands til sannindamerkis og sýnikennslu um það.“ það manni ekki við frekar en gardína nágrannans. Um sameign gegnir allt öðra máli. Miðbærinn er sameign okkar allra og ekki þverfótandi fyrir sögu og stemmningu. Stemmning er nið- ursoðin saga og verður ekki hrist fram úr erminni. Aftur á móti er á einum eftirmiðdegi hægt að eyði- leggja hana, eins og t.d. þegar Fjalakötturinn var rifínn og safri til tvöhundmð ára sögu Reykjavík- ur með elsta leikhúsi landsins og kannski elsta kvikmyndahúsi Evr- ópu, var jafnað við jörðu. Bara af því bara bflastæði, til dæmis. Það ætti að vera sjálfsagt mál ' að elsti kjami Reykjavíkur fái að standa utan við rúmfrekar bygging- arframkvæmdir með tilheyrandi umferðarinnspýtingu og bflastæða- vanda. Sú starfsemi sem vill eiga hér heima verður að laga sig að því sem fyrir er og einmitt þessa dagana opnar nýtt Listasafn íslands til sannindamerkis og sýnikennslu um það. Ef við viljum hvað sem öðm líður brydda upp á rúmmálsfrekri starf- semi í miðbænum — þá er ótrúlegur kostur í boði. Héma handan við Tjömina er risastór spilda, auð. Hún var tekin frá fyrir flugbrautir af erlendu innrásarliði í heimsstyijöld- inni síðari. Nú er stríðinu lokið, eða það er a.m.k. samdóma álit sérfræð- inga, og hðmám Breta að því er best verður séð á enda og fyrir löngu komið í endurminningamar og meira að segja kominn annar og fullkomnari flugvöllur í næsta nágrenni við Reykjavík og splunku- ný flugstöð sem stendur nánast auð og skjálfandi yfír veturinn. Það er smámál að flytja starfsemi Reylqavíkurflugvallar til Keflavíkur og óþijótandi möguleikar standa eftir til minnismerkjaæfinga fyrir stórhuga menn. Ekki langt frá gef- ur Norræna húsið tóninn í hæversku sinni og kurteisi og bryddar upp á skemmtilegu samtali við fjalla- hringinn með sínum bláa höfuð- búnaði. Hugsanlega mætti á þessu auðfengna landi reisa ráðhús, kannski meira að segja við Tjömina — hinn endann. Höfundur er rithöfundur; grein þessi er byggð á rædu, sem hann fluttiá fundi áhugamanna um vemdun Ijamarsvæðisins 24.jan- úarsl. VÖRUBÍLADEKKIN SEM DUGA /lusturbokki hf. BORGARTÚNI20. SÍMI 2 84 11 __

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.