Morgunblaðið - 02.02.1988, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR EYGLÓ EYJFÓLFSDÓTTIR,
Álfaskeiði 59,
Hafnarfirði,
andaöist á Vifilsstaðaspitala 1. febrúar.
Jóhannes Sœvar Magnússon,
Kristinn Arnar Jóhannesson, Björg Leifsdóttir,
Ármann Jóhannesson, Gunnvör Karlsdóttir,
Anna Kristín Jóhannesdóttir, Þórður Helgason
og barnabörn.
t
Faðir okkar,
JÓN GUÐMUNDSSON
frá Molastöðum,
Háuhlíð 6,
Sauðárkróki,
andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 30. janúar.
Börnin.
t
Eiginmaður minn,
JÓNMUNDUR GUÐMUNDSSON,
Reynimel 58,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu að kvöldi 29. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðalheiður Ólafsdóttir.
t
Móðir okkar,
JÓNÍNA ALBERTSDÓTTIR
frá ísafirði,
andaðist í Landspítalanum föstudaginn 29. janúar.
Jarðsett verður á ísafirði.
Börn hinnar látnu.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Skeljagranda 7,
áður Snorrabraut 34,
lést í Landspítalanum 29. janúar.
Alda Andrésdóttir, Þórarinn Árnason,
Jóhanna Andrésdóttir,
Sigríður Andrésdóttir, Sigurður R. Guðjónsson
og barnabörn.
t
Faðir okkar,
BENEDIKT JÓNSSON,
Aðalbóli,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 30. janúar. Útför hans fer fram frá
Staðarbakkakirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00.
Rútuferð veröur frá Umferðarmiðstöðinni.
Fyrir hönd aðstandenda.
Jón Benediktsson,
Aðalbjörn Benediktsson.
t
Katrín Karls-.
dóttir - Minning
Fædd 10. mars 1935
Dáin 27. febrúar 1988
Katrín Karlsdóttir verður lögð til
hinstu hvílu í Fossvogskirkjugarði
í dag. Hún andaðist á Sólvangi í
Hafnarfirði 27. janúar, eftir að hafa
dvalið þar í 14 ár, lengst af alger-
lega háð umönnun hjúkrunarfólks
og lækna. Engin von var um bata
en allt sem í mannlegu valdi stóð
var gert til að henni liði eins vel
og hægt var.
Það var í febrúar 1970 sem
Katrín varð fyrir því áfalli sem skóp
henni þessi dapurlegu örlög. Bar-
átta hennar var því búin að standa
æði lengi. Fyrst á ýmsum sjúkra-
húsum í Reykjavík og á heimili sínu,
en í desember 1973 kom hún á
Sólvang, þar sem hún naut frábærr-
ar umönnunar frá fyrsta degi og
þar til yfír lauk, undir stjóm Helgu
Benediktsdóttur, hjúkrunarkonu.
Fyrir það er hér komið á framfæri
bestu þökkum.
Katrín var fædd í Reykjavík 10.
mars 1935, dóttir hjónanna Önnu
Bjömsdóttur og Einars Karls
Magnússonar, veitingamanns. Þeg-
ar Katrín var tveggja ára lést faðir
hennar. Anna, móðir Katrínar, gift-
ist síðar Pétri A. Maack, stýrimanni
á togaranum Max Pemberton og
gekk hann Katrínu í föðurstað með-
an hans naut við, en hann fórst
1944. Systur Katrínar em Guðrún
og María, dætur Péturs og Önnu
Maack, og Ester Jónsdóttir, sem
er elst þeirra systra.
Fljótlega eftir að Katrín lauk
skyldunámi fór hún að vinna þau
störf sem buðust hér í bænum. Eitt-
hvað mun atvinnulífið hafa verið
fábreyttara í Reylq'avík þá en síðar
varð og tækifæri færri. A Keflavík-
urflugvelli var mikil vinna á þessum
árum og þar vann Katrín um tíma.
Hún var vinsæl og vinamörg og
unglingsárin liðu þvf fljótt við störf
og leik.
En alvara lífsins var á næsta leiti
og Katrín var tiltölulega ung er hún
festi ráð sitt. Hún giftist Viðari
Jónssyni, vélstjóra, 1. október 1955,
og hófu þau búskap í húsi foreldra
hans á Hverfísgötu 73. Viðar var
þá að ljúka námi og þótt byijað
væri smátt var mikill hugur í þeim
báðum og þau eignuðust fljótt eigið
húsnæði.
En Katrínu leið vel á Hverfís-
götunni og sambúðin við tengda-
fólkið var snurðulaus. Það mat
mannkosti hennar og milli hennar
og tengdamóður hennar, Lilju
Helgadóttur, myndaðist vinátta
sem aldrei bar skugga á.
Katrín og Viðar eignuðust tvö
böm sem lifðu, Önnu Ragnhildi,
fædda 1957 og Jón Viðar, sem
fæddist 1961. Katrín fékk ekki að
fylgja þeim til fullorðinsára en hitt
er þyngra en tárum taki að Önnu
Ragnhildi virðast búin sömu örlög
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
INGIGERÐUR LOFTSDÓTTIR,
lést laugardaginn 30. janúar á Droplaugarstöðum.
Hörður Óskarsson, Þorbjörg Sigtryggsdóttir,
Ingveldur Óskarsdóttir, Einar Sveinsson,
Jón Óskarsson, Katrín Marteinsdóttir.
t Faðir okkar og tengdafaöir,
KRISTJÁN S. HERMANNSSON,
Tómasarhaga 32,
lést í Borgarspítalanum 31. janúar.
Árni Kristjánsson, Lára Clausen,
Guðrún Kristjánsdóttir, Kjartan Jónsson,
Steinunn Kristjánsdóttir, Sigurjón Einarsson,
Hermann Kristjánsson, Rakel Ólafsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SKÚLÍNATH. HARALDSDÓTTIR,
Efstasundi 6,
lést í öldrunardeild Landspítalans laugardaginn 30. janúar.
Fyrir okkar hönd og barnabarnabarna.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BJÖRG HELGADÓTTIR,
Baldursgötu 32,
lést í öldrunardeild Borgarspítalans aöfaranótt 31. janúar.
Erla Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson,
tengdabörn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar og dóttir. ■
DÓRA BJÖRG THEODÓRSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum 31. janúar.
Kristfn Pétursdóttir, Helga Björnsdóttir,
Ragna Jónsdóttir, Theodór Jóhannesson.
Elsku litla dóttir okkar. t SIGRÚN LÁRA,
lést þann 30. janúar. Jarðarförin auglýst síöar.
Þórey Danielsdóttir, Sigurður J. Ragnarsson.
t
Móðir okkar,
ÞURÍÐUR EINARSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 30. janúar.
Sigrfður Guöjónsdóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Ruth Guðjónsdóttir,
Gylfi Guðjónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR STEFÁN GUTTORMSSON,
sem andaöist hinn 22. janúar verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Guðný Benediktsdóttir,
Bjarni Sætran, Steinunn Stefánsdóttir,
Arndís Guðmundsdóttir, Erlingur Hauksson,
Guttormur Guðmundsson,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Ómar Ólafsson,
börn og barnabörn.
og móður hennar, en hún liggur
nú á Landspítalanum.
Katrín Karlsdóttir var mikil
mannkostakona eins og þeir vit'a
sem þekktu hana. Þegar við minn-
umst hennar nú og hugurinn
hverfur til þess tíma þegar hún var
heilbrigð og allt lék í lyndi, þá er
það glaðværðin sem fyrst kemur í
hugann. Hún vildi hafa glaðværð
þegar fólk hittist og hafði einstakt
lag á að vekja slíkt andrúmsloft
hvar sem hún var. En úr miklu
fleiri þáttum var hin trausta skap-
höfn Katrínar ofín. Hún vissi vel
af alvöru lífsins og það var þess
vegna ákaflega ríkur þáttur í fari
hennar hve mikils hún mat gjafir
guðs og hve vel hún vildi gæta
þeirra og alls þess góða sem lífið
gaf. Það var henni mikið alvörumál
að með slíkt skyldi fólk fara varlega
og gæta þess vel að glutra því ekki
niður, heldur hlúa að því.
Ekki minnist ég þess að hún
hafí rætt um þessa hluti, heldur
kom þetta viðhorf fram í verkum
hennar og framkomu. Það var þess
vegna nokkurs vert að vera bundinn
henni skyldleika- eða íjölskyldu-
böndum og öðlast vináttu hennar.
Hún hlúði að vináttunni eins og
öðrum góðum hlutum er henni var
trúað fyrir, og við fjölskyldu sína
taldi hún sig hafa miklar skyldur.
Mestar skyldur taldi hún sig hafa
við bömin sín og reyndist þeim þvf
frábær móðir. En móðir hennar,
fóstri hennar Skúli Árnason, syst-
ur, mágar og böm þeirra nutu
einnig góðs af þessu viðhorfi henn-
ar og umhyggju.
Katrín var svo sjálfri sér sam-
kvæm að þetta lífsviðhorf kom fram
í öllu hennar dagfari. Meðan hún
var heilbrigð fannst henni því að
hver dagur væri of dýrmætur til
þess að hans skyldi ekki notið til
hins ítrasta, og síst til að sífra um
smáatriði sem engu máli skipta.
Hún reis árla úr rekkju hvem dag
til að sinna heimili sínu, bömum
og áhugamálum. Heimili hennar og
böm báru þess líka fagurt vitni.
Hún var sjómannskona og þurfti
því að axla alla ábyrgð sjálf og
reka ýmis erindi um borg og bý.
Hún var því oft á ferðinni í bíl
sínum. Hún notaði tímann vel og
heimsótti vini og ættingja í leið-
inni. Oft til 'að létta undir og gera
fólki greiða, en það var henni eink-
ar ljúft. Hún var því hvarvetna
aufúsugestur sem kom með glað-
værð og hughreystingu.
En hún var líka mjög hreinskilin
kona og óhrædd að segja meiningu
sína, sérstaklega ef henni fannst
eitthvað skorta á hreinskilnina hjá
öðrum. Þá vora spumingar hennar
beinskeyttar og eins gott að fara
ekki undan í flæmingi. Sjálf hafði
hún aldrei neitt að fela og þoldi illa
ef aðrir komu ekki til dyranna eins
og þeir vora klæddir.
Þegar Katrín veiktist 1970 var
öllum mjög bragðið sem þekktu
hana. Óvissan var mikil og óttinn
um hvemig henni myndi reiða af.
Því miður ekki að ástæðulausu, því
aldrei kviknaði von um bata, heldur
seig sífellt á ógæfuhliðina. Það má
því segja að það hafí orðið sem við
óttuðumst mest. En nú hefur þraut-
um hennar linnt.
Guðrún kona mín og ég þökkum
Katrínu, systur og mágkonu, góða
vináttu hennar og umhyggju við
okkur og bömin okkar. Minningin
um hana er björt og fögur. Hún
dofnar ekki þó árin líði.
Sverrir Sveinsson