Morgunblaðið - 03.02.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.02.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 • • Olvaður á stolnum bíl oUiárekstri HARÐUR árekstur varð undir Kópavogsbrúnni um kl. 2.45 aðfaranótt þriðjudagsins. Þar skullu saman bifreið, sem var ekið suður Reykjanesbrautina, ogf bifreið, sem ekið var á öfug- um vegarheimingi frá Garðabæ. Ökumaðurinn sem kom frá Reykjavík sá skyndilega bifreið birtast á mikilli ferð á móti sér á veginum. Bifreiðamar skullu sam- an af miklu afli og eru að öllum líkindum ónýtar. Sá ökumann- anna, sem ók á öfugum vegar- helmingi, er grunaður um ölvun við akstur og einnig um að hafa tekið bifreiðina ófijálsri hendi. Miklar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum og voru þær dregnar af vettvangi. Engan sakaði við áreksturinn. Tillaga kynnt um áningastað við Sætún KYNNT hefur verið i borgarráði, skipulags- Að söng Þorvaldar S. Þorvaldssonar for- verður þar reist opin súlnabygging með útsýnis- nefnd og samþykkt í umhverfismálaráði, stöðumanns borgarskipulags, standa vonir til skýfu. Fremst á palli neðan við bygginguna tillaga um göngustig meðfram Sætúni frá að stígurinn verði lagður um leið og gengið er verður komið fyrir sjónáuka. Þar verða einnig útivistarsvæðinu við Laugarnestanga að endanlega frá Sætúni. Upphaflega var gert ráð bekkir og tröppur niður að sjávarmáli. miðbænum. Gert er ráð fyrir áningastað á fyrir að hann yrði í flæðarmálinu en vegna sjó- Hönnuðir göngustígsins og áningastaðarins leiðinni neðan við göngustíginn til móts við gangs var horfið frá því. eru arkitektamir Bjöm S. Hallsson og Jón Þór Vatnsstíg. Bifreiðastæði verða við áningastaðinn og Þorvaldsson en þeir skipulögðu Skúlagötuhverfíð. Stórstraumsflóð Stórstraumsfjara VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 3.2.88 YFIRLIT í gær: Gert er ráð fyrir stormi á vestur-, norður- og suð- vesturdjúpi. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1030 mb. hæð, en 962 mb. hægfara lægö við Hjaltland. SPÁ: I dag verður norðaustanátt á landinu, víða stinningskaldi eða allhvasst. Áfram verður snjókoma eða éljagangur um norðanvert landið og á Austurlandi en urkomulaust að mestu sunnanlands og á Vesturlandi. Smém saman kólnar í veðri og síðdegis veröur kom- fð frost um mest allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG og FÖSTUDAG: Norðan- og norðaustan- átt, víða nokkuð hvöss. tljagangur um norðanvert landið en úrkomulaust syðra. Frost um allt land og fer heldur harðnandi. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. y Skúrir * A V El Léttskýiað / / / / / / / Rigning — Þoka A 'Céík HáHskýjað / / / * / * = Þokumóða ’, ’ Súld Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur —|- Skafrenningur Alskýiað * * * * Snjókoma * # * [ 7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl vaður Akureyri 0 snjökoma Reykjavík 2 úrk. (gr. Bergen 6 skúr Helslnki +6 snjókoma Jen Mayen -»4 skafrenningur Kaupmannah. 5 rignlng Naraaarsauaq +3 skýjað Nuuk 44 alskýjað Oalð 2 rigning Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 6 skúr Algarve 14 skýjað Amsterdam 8 skúr AÞena 8 skýjað Barcelona 14 skýjað Barifn 8 skýjað Chicago 48 alskýjað Foneyjar 4 alskýjað Frankfurt 7 alskýjað Glaagow 6 skúr Hamborg 7 skýjað Lao Palmaa 20 skýjað London 7 skúrás.klst. LosAngalea 10 rlgnlng Luxemborg 6 skúr Madrfd 8 mistur Malaga 18 skýjað Mallorca 13 skýjað Montreal 43 snjókoma NewYork 14 alskýjað Parfs 8 skýjað Róm 14 akýjað Vfn 4 rlgnlng Waahlngton 16 skýjað Winnipeg 428 alskýjað Valencia 14 skýjað Heilbrigðisþing á f östudaginn Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, efnir til heilbrigðis- þings föstudaginn 5. febrúar næst komandi að Borgartúni 6. Til umfjöllunar verður islenzk heilbrigðisáætlun, sem Ragnhildur Hegladóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, lagði fram til kynn- ingar á Alþingi vorið 1987. Áætlunin var m.a. byggð á ríkissljómar- ákvörðun um landsáætlun í heilbrigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem nefnd var „Heil- brigði allra árið 2000“. Ávörp flytja Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, og dr. H. Mahler, framkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar í Genf. Ráðstefnuna, sem stendur einn dag, sitja um 230 fulltrúar frá löggiltum heilbrigðisstéttum, heil- brigðisstofnunum (sjúkrahúsum o g heilsugæzlustöðvum), ráðu- neytum, þingflokkum, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, Neytenda- samtökunum, samtökum um hagsmunamál aldraðara og ör- yrkja o.fl. Framsögur flytja: Skúli Jo- hnsen, borgarlæknir, formaður vinnuhóps um stefnu í heilbrigðis- málum, Bjami Þjóðleifsson, læknir, formaður vinnuhóps um heilbrigða lífshætti, Öm Bjama- son, forstjóri, formaður vinnuhóps um heilbrigðiseftirlit, Guðmundur Sigurðsson, heilsugæzlulæknir, formaður vinnuhóps um heilsu- gæzlu, tannheilsu, sérfræðiþjón- ustu og geðlækningar, Almar Grímsson, lyfsali, formaður vinnu- hóps um öldrun, -lyfjamál og tryggingamál, Davíð A. Gunnars- son, forstjóri, formaður vinnuhóps um fjármuni og mannafla, og Sig- mundur Guðbjamarson, háskóla- rektor, formaður vinnuhóps um rannsóknir og kennslu. Tillögur og greinargerðir liggja fyrir frá öllum þessum vinnuhópum. Al- mennar umræður verða að framsögum loknum. Pundarstjórar verða Hrafn V. Priðriksson, yfirlæknir, og Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir. Helgarpósturinn: Halldór Halldórs- son hættur störfum HALLDÓR Halldórsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Helgarpóstsins. Að sögn Sigurð- ar Ragnarssonar formánns Goðgár, útgáfufélags HP, varð það að samkomulagi milli Hall- dórs og stjórnarinnar að hann viki úr starfi. Sigurður bar til baka orðróm um að uppsögn Halldórs ætti rætur að rekja til ágreinings um ritsjómarstefnu. „Halldór hefur lengi starfað sem ritsljóri blaðsins við góðan orðstír,“ sagði Sigurður Ragn- arsson, „og það hefur ekki ríkt neinn ófriður um brottför hans héðan.“ Ekki hefur enn verið ráðinn maður í starf Halldórs en auk hans hefur Helgi Már Arthúrsson verið ritstjóri blaðsins. Sigurður kvaðst eiga von á að ritstjóri yrði ráðinn í stað Halldórs og sagði að hvorki væri í vændum samdráttur á blað- inu né breytingar á útliti og efnistökum þess. „Það var ákveðið með sam- komulagi milli mín og stjómar Goðgár að ég léti af störfum," sagði Halldór Halldórsson. „Ég hef unnið lengi við Helgarpóstinn og fannst kominn tími til að hvíla mig á þessu erflða og slítandi starfí.“ Halldór vildi ekki tjá sig um fregn- ir um að ágreiningur við stjóm blaðsins um ritstjómarstefnu hefði ráðið miklu um þessa ákvörðun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.