Morgunblaðið - 03.02.1988, Side 36

Morgunblaðið - 03.02.1988, Side 36
i6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Sinfóníuhljómsveit íslands, Kveldúlfskórinn og kirkjukór Hvanneyrar- og Reykholtskirkju voru með sameiginlega tónleika í Logalandi í Reykholtsdal. Ánægjulegir tónleikar Kleppjárnsreykjum. Sinfóníuhljómsveit íslands, Kveldúlfskórinn og kirkjukór Hvanneyrar og Reykholtskirkju voru með sameiginlega tónleika í Logalandi í Reykholtsdal 28. janúar. Stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar var Páll P. Pálsson og einleikari var Selma Guðmundsdóttir. Á efnisskrá voru Sinfónía í C-dúr K.V. 551 „Júpíter" eftir W.A. Moz- art, Píanókonsert í Des-dúr eftir A. Khatsjatúijan og Fangakórinn úr „Nabucco" eftir G. Verdi. í lokin sungu kóramir allir saman „Fin- landia" eftir J. Sibelius. Hrifning áheyrenda var svo mikil að endur- taka varð „Finlandia". Um það bil 300 manns voru í húsinu þegar allt var talið, hljóm- sveit, kórar og áheyrendur. Það er mikil upplyfting fyrir okk- ur á landsbyggðinni þegar svona góða listamenn ber að garði og var gaman að fólk sýndi það í verki að mæta svona vel til að hlýða á þá. Allir þeir er fréttaritari ræddi við vom sammála um að þetta sé ein- hver mesta og besta skemmtun sem haldin er- hér um slóðir. Sinfóníuhljómsveitin hefur spilað nokkmm sinnum áður í Logalandi og er ávallt fullt hús. Félagsheimil- ið hefur mjög góðan hljómburð og hefur yfír að ráða flygli af bestu gerð og hafa verið hljóðritaðar nokkrar plötur í félagsheimilinu. — Bemhard ÝSUVERÐIÐ Afmælis SVFÍimnnst á Húsavík Húsavik. AFMÆLIS Slysavamafélags íslands var minnst á Húsavík sl. laugardag bæjarbúum til fróðleiks og skemmtunar. Björgunarsveitin Garðar sýndi tækjabúnað sinn og aðstöðu sem er i tveim húsum úti á Höfða. Þar vom með- limir sveitarinnar til að skýra út fyrir gestum nauðsyn og notkun hinna ýmsu tækja. í stjómstöðinni er uppsett í allstómm mælikvarða björgun- arlína „milli skips og lands“ með tilheyrandi björgunarstól og með manni á leið í land. Einnig sviðsettu björgunar- sveitarmenn þann atburð að .maður féll fýrir borð í flotgalla og flaut á sjónum þar björgun. barst. Kvennadeildin átti sinn þátt í þessum afmælisfagnaði og veitti öllum gestum kaffi og tertur af mikilli rausn. Björgunarsveitin hefur fundi og æfíngar á hverju fímmtu- dagskvöldi og mætir þar ávallt allstór kjami sveitarinnar. Á síðastliðnu ári var sveitin kölluð út fjómm sinnum en í ekkert skiptið var um alvarleg tilfelli að ræða. — Fréttaritari eftírJón Steinar Elíasson Ég vil leyfa mér að mótmæla ákvörðun Verðlagsráðs á þeirri lækkun á ýsu sem orðið hefur. Ég tel þá ákvörðun alranga. Ýsufram- boð seinni hlutann í janúar hefur aldrei verið meira (þ.e. síðan ég byijaði að stunda físksölu). Verð á físki á erlendum mörkuðum hefur algjörlega hmnið þessa dagana. Þar sem við emm að tala um ýsuverð þá er mikið flutt af ferskum ýsu- flökum til Bandaríkjanna og heilli ýsu í gámum til Englands. Þessir markaðir hafa hmnið undanfarið. Samhliða því hefur framboð á ýsu hér heima aldrei verið meira. Verð hér á fískmörkuðum frá því fyrstu vikuna í janúar hefur fallið úr kr. 70—80 pr. kg. niður í kr. 35—45 pr. kg. Þetta verð getur breyst á nokkmm dögum. Ætla þeir þá hjá Verðlagsstofnun að lækka verðið aftur eða eigum við fisksalar ef til vill ekki að eiga þess kost að bjóða neytendum fyrsta flokks físk? Þegar ég tala um fyrsta flokks fisk þá á ég við línufisk sem er alltaf verðmeiri og ekki sambæri- legur netafíski að gæðum. Neytend- ur spyija af hveiju fískurinn lækki ekki þegar svona mikið framboð er. Ég er með fasta línubáta í viðskipt- um sem tryggja mér-ömggt fyrsta flokks hráefni. Fyrir það hráefni borga ég fast verð. Fiskmarkaðimir em góðir út af fyrir sig, en það er ekki komin næg reynsla á þá. Ég get ekki leyft mér gagnvart mínum viðskiptavinum að treysta á físk- markaðina og sleppa landróðrabát- unum úr viðskiptum sem hafa tryggt mér ömggt hráefni ámm saman. Við físksalar fómm fram á 15% verðhækkun sem heimiluð var af Verðlagsráði 11.01.88. Við þá hækkun bættist síðan 10% hækkun vegna söluskattsins. Þessi 15% verðhækkun átti fullan rétt á sér og var sanngjöm. Verð á ýsu hækk- aði síðast í júlí 1987. Á þeim tíma sem liðinn er hefur öll þjónusta, laun og svo til allt sem að rekstri snýr, hækkað. Ég tel ákvörðun Verðlagsráðs að lækka ýsuna ranga og fljótfæmis- lega gerða og ekki nægilega vel að henni staðið. Verð á ýsu á fiskmörkuðum er ekki marktækt þessa dagana, mið- að við ytri aðstæður. Mér fínnst ekki rétt að við, sem öflum ýsunn- ar, oft við erfíðar aðstæður með langan vinnutíma að baki, skulum þurfa að lækka hana þegar ríkið, sem ekkert leggur til framleiðslunn- ar, getur ieyft sér að setja á hana 10% skatt. Ég er mjög mótfallinn þessari verðlækkun og mótmæli henni eindregið. Höfundur er eigandi Toppfisks, sem annast heildsölu á fiski. Sláturhúsa- málin vestra eftírÁrna Jóhannesson Þann 10. janúar sl. fór ég undir- ritaður á Patreksfjörð að sækja kjöt, sem ég hafði pantað fyrir áramót. Kom sláturhússtjóri með mér inn í sláturhús og afhenti kjö- tið. Þegar við voram búnir að vigta kjötið kom rotta skríðandi með- fram veggnum fram við hurðina á kjötklefanum, og fór inn í klefa þar á hæðinni, þ.e. neðri hæðinni, sem notaður er undir kjötumbúðir. Spurði É hvaða skepna þetta væri. Svaraði sláturhússtjóri því engu en roðnaði við. — Þá sagði ég að rotta hefði farið inn í þennan klefa. Gekk hann þá að hurð klef- ans og lokaði henni. — Klefi þessi hefur ekki verið notaður til að geyma matvæli í, en er, sem áður segir, notaður undir umbúðir. Við hliðina á honum er annar klefí sem notaður er undir matvæli. Þann 10. janúar vora þar inni u.þ.b. eitt hundrað kjötskrokkar, svo og hausar, mör og annar innmatur. Hef ég heyrt að sláturhússtjóri hafi fullyrt við fréttamann Morg- unblaðsins að engin matvæli væra geymd á neðri hæð hússins. Sú fullyrðing er röng. En sláturhús- stjóri viðurkenndi fyrir frétta- manni að rotta væri í húsinu. — Rotta þessi var mógul að lit og er af svokölluðum ræsarottustofni, og heldur hún til í ræsum og skolp- lögjium og er hinn versti smitberi. — Tel ég nauðsynlegt að láta vita um þetta. í Morgunblaðinu 22.10. 1987 segir Sigurður Sigurðarson, settur yfírdýralæknir, um sláturhús okk- ar héma á Bíldudal, að niðurfall sláturhússins sé ekki rottuhelt, skolplögn nái ekki út fyrir stór- straumsfjöra, húsið sé ekki afgirt og vatn ónothæft. Lýsingin á frá- rennsli hússins mun geta átt við frárennsli fleiri húsa. — Á Patreks- fírði liggur affallið frá sláturhúsinu rétt út úr vegkantinum, og þaðan era 30—40 metrar niður í stór- straumsfjöra. Og frá skolpinu mun vanta 10—15 metra í stórstraums- §öra. Húsið er ekki afgirt, eða ekki hef ég orðið var við neina girðingu utan um það. í Morgunblaðinu 17.10. 1987 er haft eftir Sigurði Sigurðarsyni dýralækni: „Okkur er skylt að kappkosta að framleiða 1. flokks vöra handa neytendum. Það hefur því legið fyrir að vatnið við Pat- reksfjarðarhúsið er gott við fleiri sýni, þó farið hafí úrskeiðis við sýnitökuna núna.“ Hvað kom fyrir vatnið og hvers vegna er það ekki birt? Sigurður segir í sama Morgun- blaði: „Harður dómur dýralæknis Efnahagsbandalagsins um bestu sláturhús okkar.“ Sigurður minnist svo ekki frekar á þau hús, en fer að staglast á sláturhúsinu á Bíldu- dal. Það hefur aldrei staðið til að „Lýsingin á frárennsli hússins mun geta átt við frárennsli fleiri húsa. — Á Patreksfirði liggur affallið frá slát- urhúsinu rétt út úr vegkantinum, ogþaðan eru 30—40 metrar niður í stórstraumsfjöru.“ sláturhúsið á Bíldudal slátraði til útflutnings. — Ef Sigurður Sigurð- arson, þáv. settur yfírdýralæknir, veit ekki hvaða hús það era sem leyfi hafa til útflutnings, get ég sagt honum það. Það era sláturhús Kf. Borgfírðinga í Borgarnesi, Kf. Skagfírðinga, Sauðárkróki, og Kf. Þingeyinga, Húsavík. Æskilegt væri að við gætum gert sömu kröfur til okkar sjálfra og útlendingar gera sem kaupa af okkur kjöt og önnur matvæli. Það era strangar reglur sem þeir setja okkur, en era ekki eins strangir heima hjá sjálfum sér. — Komið hef ég í sláturhús erlendis_ í þrem- ur löndum. Þar standast ísafjarð- ar- og Flateyrarhúsin fyllilega þær kröfur sem þeir setja sjálfum sér. Ég tek það fram að ég hef ekki komið í sláturhús í Damörku, en ég veit að þeir era öllum fremri í sláturhúsamálum og öðra því sem tilheyrir landbúnaði. Hinn 3.9. 1987 mætti á fundi í félagsheimilinu í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi settur yfírdýra- læknir, Sigurður Sigurðarson, þar sem haldinn var stofnfundur Slát- urfélags Vestur-Barðstrendinga, þ.e. Barðastrandar- og Rauða- sandshreppsbúa, til að taka út sláturhúsið á Patreksfirði og leggja fram skýrslu um ástand þess. — Móttökunefndinni sem tók á móti honum á neðri hæð hússins og inni í frystiklefanum, þ.e. maðka- veitu í ársgömlum kjötleifum, getur hann sjálfur lýst. Á almennum bændafundi á Patreksfírði þann 8.7. 1987, þar sem rædd vora m.a. sláturhúsa- mál, gaf héraðsdýralæknirinn fyrrverandi eftirfarandi upplýsing- ar, orðrétt tilvitnað í fundargerð: „Varðandi húsið á Patreksfírði taldi hann að það væri í því ástandi sem það var þegar það var síðast slátrað í því. Það er óvíst hvort skemmdir hafí orðið á lögnum.“ Eftir ummælum hans að dæma hefur móttökunefndin legið mörg ár í klefanum. Góður heilbrigðis- eftirlitsmaður það. Svo aftur sé vikið að fundinum í Örlygshöfn lagði Sigurður, settur yfírdýralæknir, fast að mönnum raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Hlutabréf til sölu Hlutabréf til sölu í nýlegu og góðu frystihúsi á Vesturlandi. Ársvelta ca 70 millj. Ætlunin er að selja hlutabréf fyrir 10 millj. Upplýsingar veitir iðnráðgjafi Vesturlands í síma 93-71318. Fyrirtæki til sölu Ört vaxandi fyrirtæki í útflutningi á fiskafurð- um. Söluverð 70 milljónir. Húsnæði 2200 fm. Tæki: Frystir, lausfrystir, flökunarvél, lyftari o.fl. Vantar fyrir góða kaupendur fiskbúð og lítið fyrirtæki. Fasteigna- og fyrirtækjasalan, Tryggvagötu 4, Reykavík, sími 11740, hs. 92-14530. Steypumót Til sölu 25 metrar í tvöföldum mótum (Hunnibeck) fyrir krana. Sama lengd í létt- mótum. Dregarar og stoðir fyrir ca 200 fm loftaundirslátt. Allt galvaniserað og vel með farið. Upplýsingar í síma 92-12336 eftir kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.