Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.02.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 51 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEG! TIL FÖSTUDAGS tíUétOB Hvar er „Himnaríki“? f blaði einu birtist athyglisverð grein er fjallaði um trúarbrögð og hvernig þau koma heim og saman við skoðanir nútímamanna. Ég ætla ekki að gera þessa ágætu grein að umtalsefni, en langar aðeins til að staldra við eitt atriði hennar. Þar segir: „Hvert hvarf þá Jesús þegar hann yfirgaf þennan táradal? Sam- kvæmt gömlu heimsmyndinni hvarf hann upp til föður síns á himnum. Samkvæmt okkar heimsmynd eru þessir himnar hvergi til í alheimin- um.“ Rétt er það, að samkvæmt okkar heimsmynd eru engin ákveðin krist- alshvel uppi yfir jörðunni, eins og sumir miðaldamenn héldu. Samt sem áður verðum við að gera ráð fyrir að himnar fommanna hafi verið raunverulegir staðir í alheim- inum. Þá var ekki vitað hvað stjömur voru. Nú er vitað, að stjöm- ur eru sólir, og fastlega er gert ráð fyrir, að flestum þeirra fylgi reiki- stjömur, og þá má vissulega búast við að margar þeirra séu byggðar þroskuðum og vitibomum vemm. Þar sem biblían talar um himna- ríki og sömuleiðis Edda og fleiri fom trúarrit, þá fínnst mér rökrétt að gera ráð fyrir að hér sé um að ræða byggða hnetti í öðmm sól- hverfum, þar sem lífið er á svo háu stigi þroska, kærleika og góðvildar að í sannleika megi tala um himna og himnaríki og um guðlegar, mátt- ugar vemr, sem þar eigi heima. Upphaf hinna ýmsu trúarbragða mun einmitt vera það, að vitrana- menn fengu sambönd við þessar lengra komnu vemr á öðmm hnött- um. Okkur þarf að skiljast, að himnar löngu horfínna kynslóða em einmitt lífheimar annarra jarðstjama í öðr- um sólhverfum, og að þangað er að leita skýringanna á þeim sam- böndum, þ.e. sýnum og vitmnum, sem sjáendur allra tíma hafa fengið að reyna, þar á meðal þeir, sem urðu upphafsmenn hinna ýmsu trú- arbragða, sem svo mikil áhrif hafa haft á alla sögu mannkynsins. Ingvar Agnarsson Þessir hringdu .. . Mokið snjóinn af tröppunum „Þar sem grasið grær að dymm/ gestrisnin á ekki heima" er endirinn á vísu sem ég hef einhvemtíma heyrt. En þetta tilskrif mitt á nú ekki við grasið heldur andstæðu þess, snjóinn. En hvort tveggja vill verða hvimleitt ef það er látið óá- reitt. Það vekur alltaf undran og furðu hve mikið er um trassa við að moka snjó af tröppum, sjálfum sér til stórskammar og öðmm til skaða og skapraunar. Það er alveg merkilegt og sýnir mikið umburðar- lyndi t.d. hjá þeim sem bera út póst og blöð að hreinlega gera ekki verkfall við hús slíkra trassa. Vil ég endilega skora á þetta fólk að gera það, það gæti orðið til um- hugsunar. Flestir þó sljóir séu vilja ekki missa af bréfum sínum og blöð- um. Ég veit um eldri konu sem datt illa um daginn í einum slíkum tröppum sem vom orðnar ein íshella af niðurtroðnum snjó, sem ekki hafði verið hreyft við dögum sam- an. Ég hef verið að hvetja þessa konu til að höfða skaðabótamál á húseigendur. Svo má sjá í mörgum sambýlishúsum hlægilega verka- skiptingu, þar sem helmingur trappanna er vel mokaður en hinn eins og hlíðar Alpanna. Að lokum væri gaman ef einhver kannast við hendinguna sem tilfærð er hér í upphafí og kynni hana alla. Anna Árnadóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugnr þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend- ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fýlgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. Ljósvakinn - góð útvarpsstöð R.S. hringdi: „Oft er haft á orði að fíjálsu útvarpsstöðvamar séu allar eins en það er alls ekki rétt. Ég hlusta mikið á Ljósvakann og tel að þar sé komin fram athyglisverð nýjung í útvarps- rekstri. Ég hlusta mest á kvöldin og tel músíkina vel valda, ég tel það líka mikinn kost að vera laus við mas í þulum milli laga sem allt of mikið er af á hinum útvarps- stöðvunum. Vonandi heldur Ljósvakinn áfram á sömu braut." Verðlaunapen- ingur Verðlaunapeningur fyrir Kate kate kvenna á íþróttamóti á Húsavík fannst fyrir nokkm. Eigandi hans getur hringt í síma 37706. Skíðastafir Fisher vaccum skíðastafir vom teknir í misgripum í Blá- fjöllum sunnudaginn 24. janúar. Sá sem hefur þá undir höndum er beðinn að hingja í síma 666281. Reiðhjól Svart og hvítt Winter kven- reiðhjól var tekið við Álfheima í nóvember. Þeir sem orðið hafa varir við hjólið em beðnir að hringja í síma 33807 eftir kl. 13. Glæsileg karlmannaföt dökkröndótt o.fl. litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,-og 1.795,-teryl./ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Innilegustu þakkir fœri ég öllum vinum, vanda- mönnum og samstarfsmönnum, er heiðruöu mig á 75 ára afmœli mínu þann 21. janúar sl. meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. GuÖ blessi ykkur öll. Kjartan Guðnason, Sjafnargötu 7. SJÓNVARPS- BINGÓ Sjónvarpsbingó á Stöð 2 mánudagskvöldið 1. febrúar 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HUÓMBÆ, TEGUND XZ1: 60, 53, 1 7, 87, 76, 1 3, 70, 20, 80, 22, 66, 74, 11,58, 1 0, 1 2, 62, 14, 3. SPJALD NR. 20558. Þegar talan 18 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 77, 48, 30, 55, 1 6, 2, 47, 31,15, 41,67,71,89. SPJALDNR. 17116. SÍMAR 673560 og 673561.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.