Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988
Sigurður Gunnarsson
á þessu stóra verksmiðjuhúsnæði. Frú
Lovísa Christíansen arkitekt var ráð-
in til að gera tillögur og teikningar
varðandi breytingar og innréttingar
á húsnæðinu. Annaðist hún það verk-
efni af mikilli kostgæfni og smekkvísi
og tókst að breyta þessu verksmiðju-
húsi í einkar vistlegt og fagurt
heimili. Skulu henni hér enn fluttar
innilegar þakkir.
Margir aðilar sýndu rekstrarfélög-
unum mikla vinsemd og rausn með
því að gefa heimilinu smærri og
stærri gjafír og létta þannig róðurinn
að mun. Á engan tel ég hallað, þó
að ég nefni aðeins þann aðilann sem
lagt hefur langmest af mörkum til
Múlabæjar, en það er Kvennadeild
Reylq'avíkurdeildar Rauða krossins.
Flyt ég henni og öllum hinum alúðar
þökk.
Að öllum undirbúningi loknum og
fengnu rekstrarleyfi heilbrigðisráð-
herra, var dagvistarheimilið opnað
formlega og vígt til starfa með við-
höfn þann 27. janúar 1983, að
viðstöddu miklu fjölmenni — eða fyr-
ir fímm árum.
Fimm ár eru ekki langur tími ef
miðað er við meðalævi okkar íslend-
inga. Engu að síður hefur það komið
í ljós, eins glöggt og verða má og
eins og rekstraraðilamir gerðu sér
fulla grein fyrir í upphafí, að þörfín
fyrir slíka starfsemi var mikilvæg og
brýn. Það sannar hin mikla aðsókn
og eftirspum, og hin óblandna án-
ægja vistmanna . og aðstandenda
þeirra með starfsemi og rekstur
stofyunarinnar.
Ástæðan er tvímælalaust sú, að
starfið hér miðar fyrst og fremst að
því að létta einangrun og veita aðra
hjálp og öryggi öldmðu fólki, sem
enn býr á eigin heimilum og gera því
þannig fært að búa þar, eins lengi
og það getur og vill en sú stefna í
öldrunarmálum er nú mjög ofarlega
á baugi og er að mati flestra, sem
um þessi mál ijalla, hárrétt. Þetta
er hliðstætt heimilishjálp við aldraða.
Daglegrar, flölþættrar þjónustu af
ýmsu tagi njóta hér jafnan 48 vist-
menn — og hér er alltaf fullt og
jafnan ekki færri en 40 á biðlista.
Fleiri koma þó hingað vikulega því
að margir eru hér aðeins tvo til þijá
daga í hverri viku, raunar flestir svo
að það em um 120 manns, sem hing-
að koma á viku. Sumir sjá sér sjálfír
fyrir flutningi en stofnunin sækir
flesta og flytur þá aftur heim.
Enginn vafi er á því að Múlabær
á fyrst og fremst vinsældir sínar þvi
að þakka hve vel hefur til tekist með
ráðningu starfsfólks, én þar er valinn
maður í hvetju rúmi. Eins og öllu
lífsreyndu fólki er kunnugt, skiptir
jafnan mestu máli hver heldur um
stjómartauma sérhverrar stofnunar.
Stjóm Múlabæjar hefur notið þeirrar
gæfu að hafa sama forstöðumanninn
þessi fímm fyrstu ár starfseminnar,
Eyfírðinginn unga, Guðjón Bijáns-
son, sem er fágætlega geðþekkur og
vel menntaður áhugamaður um öldr-
unarmál. Væntir stjómin þess að fá
að njóta starfskrafta hans sem lengst
og flytur honum og starfsfólkinu öllu
hugheilar þakkir á þessum tímamót-
um.
Ekki get ég skilið svo við þessa
stuttu umsögn um starfsfólk Múla-
bæjar, að ég drepi ekki aðeins með
örfáum orðum á samstarf okkar
stjómarmanna og forstöðúmanns á
þessu árabili. Það hefur alltaf verið
einstaklega ánægjulegt og ætíð verið
sameiginlegt áhugamál okkar allra
að gera hag Múlabæjar sem bestan
og bæta aðstöðu hans eftir megni.
Ég held ég lýsi samstarfi okkar best
með því að vitna í nokkur orð, sem
ég skráði í 40. fundargerð okkar 18.
desember 1986. Þar stendur þetta:
„Ritari vakti athygli á að þessi
fundur væri sá fertugasti sem stjóm-
in héldi um þessi þörfu og mikilvægu
mái. í því sambandi kvaðst hann vilja
leyfa sér að segja, að hann væri
MILLTEXinnimálning með7eöa20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk
með 20 eóa35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning -
HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og
y húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl -
MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar
stæröir og gerðir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl. ofl.
Kynnið ykkur veröió og fáiö góö ráö í kaupbæti.
uennctoq, viá&aíct eiytta,
Litaval
SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56
Mikilvæg og
merk þjónusta
f tilefni af fimm ára afmæli Múlabæjar
eftirSigurð
Gunnarsson
Múlabær, þjónustumiðstöð aldr-
aðra og öryrkja, tók formlega til
starfa fyrir fímm ámm í húsnæði því
þar sem SÍBS hafði áður starfrækt
vinnuverkstæði, Múlalund.
í fyrstu, eftir að húsnæðið var
opnað, fóru fram viðræður við eigend-
ur um að þar yrði áfram vinnuverk-
stæði, en nú skyldi þar eingöngu
starfa aldrað fólk, 67 ára og eldra,
við létt iðnaðarstörf og yrði ötullega
unnið að því að koma framleiðslunni
á markað, svo að starfsemin bæri sig
að meira eða minna leyti.
Starfsmenn Samtaka aldraðra
höfðu um skeið undanfarið túlkað þá
stefnu og þá sjálfstæðu fram-
kvæmdanauðsyn í ræðu og riti, að
allir þeir sem hættir væru aðalstarfí
vegna aldurs, en væru enn heilsu-
hraustir eins og margir eru nú á
þeim aldri, vildu vinna hlutastarf við
hæfi og halda lengur tengslum við
vinnufélaga og lífræn störf, — já við
lífíð sjálft, ættu ótvírætt að eiga kost
á því.
Nefnd áhugaaðila vann að þessu
verkefni nokkum tíma, hélt fundi og
ræddi við kunnáttumenn. Um þetta
er töluverð saga, sem ekki verður
rakin hér. Égget héraðeins, að niður-
staða þessara jákvæðu og ég vil segja
tímabæru athugana varð neikvæð.
Það þótti ekki fært á þessu stigi að
leggja í þann kostnað að koma upp
slíku verkstæði og auk þess veruleg
óvissa um sölu á framleiðslunni.
Oddur Ólafsson læknir og fyrrv.
alþm., stjómarmaður SÍBS, fylgdist
vel með þessum athugunum. Áttum
við Oddur um þetta langar viðræður
a.m.k. tvisvar sinnum, og var hann
einkar jákvæður eins og vænta mátti.
En þegar fyrir lá neikvæð niður-
staða með vinnuverkstæðið, barst
talið fljótt að því að nýta þetta ágæta
húsnæði á einhvem annan hátt í þágu
aldraðra.
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
kom nú brátt inn í þessar nýju viðræð-
ur og hafði einmitt á stefnuskrá sinni
að vinna að því að koma upp dagvist-
arheimili fyrir aldraða og öryrkja
strax og hentugt húsnæði fengist.
Eftir nokkrar viðræður milli þessara
þriggja aðila, SÍBS, Reykjavíkur-
deildar Rauða krossins og Samtaka
aldraðra, tókust samningar um rekst-
ur dagvistarheimilis fyrir aldraðra og
öryrlqa fímm daga vikunnar á tveim-
ur hæðum í þessu húsi, Ármúla 34,
f 600 fermetra rými og hlaut nafnið
Múlabær. Það var sameiginlegt álit
rekstraraðilanna allra, að þetta
rekstrarform, þessi aðstoð við aldraða
og öryrkja og heimili þeirra, væri
aðkallandi og mikilvæg. Rekstrar-
samningur þeirra var undirritaður 21.
september 1982.
Til skýringar skulu hér aðeins
nefndar 4 greinar úr samningnum:
1. SÍBS leggur til húsnæðið án
•eigugjalds sem eigið framlag til ofan-
greindrar starfsemi.
2. Reykjavíkurdeild RKÍ leggur
fram sem eigið framlag kostnað allan
við breytingar á húsnæðinu, innrétt-
ingar þar og húsbúnað, allt í
samræmi við lauslega áætlun, eða
við stöðu hönnunar hinn 31. maí
1982.
3. Samtök aldraðra verða aðilar
að rekstrinum án sérstaks stofnfram-
lags, en munu af fremsta megni, allt
frá upphafi og meðan samvinna þess-
ara aðila varir, vinna að því að ríkið
og almennir sjóðir leggi sitt af mörk-
um til þess, að hugsjónin um betri
aðbúnað fyrir aldraða nái að rætast,
enda er efnt til þessarar starfsemi í
fullu trausti þess, að því marki verði
náð.
4. Hallarekstur skiptist þannig
milli samstarfsaðila: Samband
íslenskra berklasjúklinga og
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
greiða tvo fímmtu hluta hvor um sig,
en Samtök aldraðra einn fímmta.
U ndirbúningsframkvæmdirnar,
sem urðu víðtækar og fyrirhafnar-
samar og hófust töluvert löngu fyrr,
voru ekki síst fólgnar í gjörbreytingu
bæði þakklátur, hrifínn og stoltur
þegar hann hugsaði til þessa ánægju-
lega og farsæla samstarfs stjómar-
manna — og þá ekki síður við
forstöðumann oggjaldkera, sem jafn-
an sætu fundi stjómarinnar. Kvaðst
hann ekki minnast, að á það góða
samstarf hefði nokkru sinni borið
skugga, og fyrir það vildi hann þakka
af heilum huga.“ Undir þessi orð rit-
ara tóku bæði formaður og forstöðu-
maður og létu einkar hlýleg orð falla
um samstarfíð. Það teyndi sér ekki
heldur að þetta var samróma álit allra
fundarmanna.
Ritari endurtekur hér þessi þakk-
arorð til samstarfsmanna sinna allra
og vill nú gjama bæta því við, að á
þessu ágæta samstarfi hefur ekki
orðið nein breyting, þótt 50. fundar-
gerðin verði skráð innan skamms.
Af þessu má sjá, að stjómin virð-
ist hafa fylgst vel með og vakað yfír
störfum Múlabæjar, þar sem segja
má að hún hafi haft 10 bókaða fundi
á ári um starfsemi hans.
Að öllu samanlögðu, þegar ég lít
yfír þessa fímm ára starfssögu Múla-
bæjar, fínnst mér að hann, Múlabær,
hafí verið sannkallað óskabam
rekstraraðilanna. Vænti ég að félagar
mínir í stjóminni séu mér allir sam-
mála um það — og geri mér vonir
um, að hann verði það sem lengst.
Að lokum vil ég leyfa mér að láta
fáein orð falla um stöðu öldrunar-
mála almennt, eins og þau eru nú
og koma mér fyrir sjónir. Engum,
sem um þau mál hugsar, blandast
hugur um, að vel hefur verið unnið
að þeim málum á margan hátt um
land allt á síðari árum, og ber vissu-
lega að þakka það.
En þar sem öldruðum fjölgar ört
vegna sívaxandi lífaldurs landa okk-
ar, sem vafalaust á rætur að rekja
. til stórbreyttra og ágætra aðstæðna
okkar á flestum sviðum, miðað við
það sem áður var, þarf enn að halda
markvisst áfram að vinna að málefn-
um aldraðra og bæta aðstöðu þeirra.
Skulu hér að lokum nefnd fjögur atr-
iði, sem þurfa að hafa forgang:
í fyrsta lagi: Að allir þeir, sem
hætta aðalstarfí, eru enn við góða
heilsu og vilja gjama vinna hluta-
starf áfram, eigi skilyrðislaust kost
á því. Þegar grannt er skoðað er
þetta það atriðið sem ef til vill vegur
þyngst allra á metum í öldrunar-
málum, og hníga að þvi mörg og sterk
rök.
í öðru lagi: Næsta atriði í mínum
huga sem gera þarf strax stórátak í,
í öldrunarmálum, eru sjúkramál aldr-
aðra. Að þeim málum hefur einnig
nokkuð verið unnið og er stórvirkið
Skjól sameiginlegt átak sterkra fé-
lagasamtaka, stærsta og besta átakið
í þeim efnum. En betur má ef duga
skal. Við getum ekki verið þekkt fyr-
ir það stundinni lengur að láta
aldraða, sem sjúkir eru, liggja heima
við erfíðustu aðstæður og oft sára-
litla eða jafnvel enga umhirðu.
í þriðja lagi nefni ég húsnæðismál
aldraðra sem huga þarf fljótt betur
að en gert hefur verið. Eins og ég
vék að fyrr, er nú stefnt að því að
aldraðir dvelji eins lengi á eigin heim-
ilum og þeir óska og geta og þá með
aðstoð dagvistarheimila og/eða heim-
ilishjálpar. En af ýmsum ástæðum
kjósa margir að flytja úr of stóru
húsnæði sínu í íbúð, sem er í tengsl-
um við svonefndar þjónustumiðstöðv-
ar, sem nú hefur verið komið upp á
nokkrum stöðum hér og vfðar. En til
þess að allir geti eignast slíkt hús-
næði, hvemig sem efnahagur þeirra
er, og fullt jafnrétti ríki í þjóðfélag-
inu, þarf að fá lögfest svonefnt
kaupleigukerfi, sem nokkrir sterkir
áhugaaðilar stefna nú markvisst að
að nái fram að ganga. Vænta allir
áhugamenn í öldrunarmálum að Al-
þingi samþykki sem fyrst um það lög
sem að því stefna.
í fjórða og síðasta lagi nefni ég
nauðsyn þess að komið verði upp
fleiri dagvistarheimilum með fjöl-
breyttri þjónustu eins og hér í
Múlabæ, bæði í Reykjavík og í þétt-
býli út um land. Með því vinnst
margt, sem hefur góða kosti fyrir
aldraða. En þyngst munu þeir tveir
kostir vega, að blessað fólkið fær
aukna möguleika á að dvelja lengur
en ella á eigin heimilum, sem hefur
ótvíræða kosti — og að þar nýtur það
samvista við jafnaldra og margvís-
legrar þjónustu, sem er bæði mikill
heilsu- og gleðigjafi.
Vonandi vinna fleiri áhugaaðilar
sem fyrst að framkvæmd þessa verk-
efnis. _____________________________
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri ogritari stjórnar Múlabæj ar.