Morgunblaðið - 05.02.1988, Side 38

Morgunblaðið - 05.02.1988, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 IngigerðurK. Lofts dóttir - Minning Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira: drottinn minn gefi dauðum ró en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Ingigerður Kristín Loftsdóttir fæddist á Krossi í Ölfusi hinn 4. október 1894, og var því á 94. ald- ursári þegar hún lést 30. janúar. Amma var dóttir hjónanna Gróu Gottskálksdóttur, f. 4. október 1853, d. .17. desember 1921, og Lotfs Þorsteinssonar, f. 21. ágúst 1864, d. 17. mars 1900. Ættir þeirra beggja eru úr Ölfusi og af Suðurlandi. Eins og sjá -má var amma fædd á 41. afmælisdegi móður sinnar, yngst þriggja al- systkina, en Gróa átti fyrir eina dóttur, áður en hún giftist Lofti. Þegar amma er á öðru aldursári, 1896, verður hinn stóri Suðurlands- skjálfti. í honum hrundu bæjarhúsin á Krossi og varð amma eitt af hin- um svokölluðu Jarðskjálftaböm- um“, en vegna hamfaranna var foreldrum hennar um megn að hafa hana hjá sér. Það sama gilti um mörg önnur böm á Suðurlandsund- irlendi, en meðan hús voru endur- reist var fjöldi bama fluttur til Reykjavíkur. Ömmu var komið í fóstur í Reykjavík, í Hliðarhúsum, hjá hjónunum Ámunda Ámundasyni fiskmatsmanni og konu hans, Jódísi, en mér er því miður ókunn- ugt um föðumafn hennar. Þessi dvöl átti eftir að hafa mikil áhrif á ömmu, en það teygðist úr henni. í Hlíðarhúsum voru nokkur heimili og mikill fjöldi fólks. Þó amma hafí verið mjög ung þegar þetta dundi yfír, mundi hún óljóst eftir þessum atburðum, og varð oft tíðrætt um þá á síðari hluta ævi sinnar. Foreldmm hennar tókst ekki að koma saman búi aftur eftir þetta, en Loftur dó síðan úr tauga- veiki í Reykjavík snemma á aldamótaárinu. Ekki var Gróu held- ur kleift á þeim tíma að halda ömmu hjá sér, þar sem hún var þá ekkja með ijögur böm og þurfti að sjá fyrir sér og sínum. Af þessum sök- um dvaldi amma áfram í Hlíðar- húsum og var þar til fullorðinsald- urs, en fór síðan að búa með móður sinni um tvítugsaldur. Sem ung kona fór amma að vinna í prentsmiðjunni Isafold, og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Óskari Jónssyni prentara. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar, fyrst bónda á Hlíðarenda í Skaga- fírði, síðar sjómanns í Reykjavík, og Ingveldar Jónsdóttur konu hans. Ættir hans eru úr Skagafirði og Húnaþingi. Amma og afí giftu sig hinn 11. júní 1921 og varð fjögurra bama auðið, en þijú lifa móður sína. Óskar afí var fæddur 2. nóvember 1893, en hann lést 24. maí 1944. Við bamabörnin höfum því ekki þekkt hann í persónu, en hann er ljóslifandi fyrir mér af frásögnum ömmu, því hann var ömmu kær og lifði með henni áfram. Afí var um margt á undan sinni samtíð. Ungur sigldi hann til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í sinni grein, en amma beið hans í festum. Afí var mikill tónlistarunnandi og spilaði á franskt hom, einn manna hér lengi vel. Hann lék upphaflega með Hljómsveit Reykjavíkur, er svo hét þá og varð seinna Lúðrasveit Reykjavíkur. Einnig var hann einn af tólf stofnendum Tónlistarfélags Reykjavíkur. Oft varð ömmu tíðrætt um ferðalög sem þau fóru í með lúðrasveitinni, víða um land. Þessu starfí afa að tónlistarmálum fylgdi ýmislegt félagsstarf, svo sem að leika undir í -leikritum hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó. Afí var einnig mikill laxveiðimaður, en þess má geta að milli 1925 og fram undir seinna stríð fór hann til veiða í Elliðaánum allt sumarið einn dag í viku. Laxveiði á stöng var þá á þessum tíma ekki orðin eins algeng og nú er, og þá síður meðal almenn- ings. Ekki tók amma mikinn þátt í þessum áhugamálum afa, enda ekki kvennasiður á þeim tíma. Amma helgaði sig að öllu leyti umsjón með heimilinu og sínu fólki, sem hún rak með myndarbrag. í Hlíðarhúsum í Reykjavík þar sem amma ólst upp var rekið myndarheimili, höfðingja- setur á þeirrar tíðar mælikvarða. Matseld og rekstur heldri heimila í Reykjavík var um aldamótin eftir danskri fyrirmynd og í Hlíðarhúsum kynntist amma því. Henni var því oft svarað um það, þegar hún var að hneykslast á okkur unglingunum fyrir enskuslettur, að hún ætti að huga að eldhús„bestikkunum“ sínum, en hjá henni í eldhúsinu hétu margir hlutir upp á dönsku, og sáum við ekki mun þar á. Þó hennar hugmyndir um verkaskipt- ingu kynjanna hafí ekki að öllu leyti fallið saman við þær hugsanir sem við yngra fólk höfum í dag, er ekki hægt að álasa henni. Hún var barn síns tíma og gekk heil að sínum störfum. Henni var ætíð mjög um- hugað um að allir fengju það sem þeir ættu að fá, hvort sem það var í mat og drykk eða öðru. Hún var kona sem aldrei vildi troða sér fram, taldi sér lítt til tekna það sem hún gerði, en gerði allt vel. Hún var þó föst fyrir og fór sínu fram. Amma vildi einnig hafa fasta reglu á hlut- um, og að komið væri fram af kurteisi. Með ömmu er gengin enn ein aldamótakonan og smátt og smátt hverfur það þjóðfélag sem byggðist upp hér fyrri hluta aldar- innar. Þess er að vænta að enginn hafí fyrr eða síðar lifað eins mikla breytingatíma og þetta fólk. Að sönnu sér það lífsbaráttuna breyt- ast frá harðri baráttu um að sjá sér fyrir nauðþurftum, í það allsnægta- þjóðfélag sem við lifum við nú. Nægjusemi var ekki bara dyggð, heldur nauðsyn fyrr á tímum. Amma var alltaf í upphlut þegar farið var til veislu, eða þegar hald- ið var upp á hátíðisdaga. Með þessum konum hverfur þessi ein- kennisbúningur, sú ömmuímynd sem við, sem erum fædd um miðja öldina, höfum haft. Þó ekki sé hægt að telja upp langan lista um afrek ömmu í opinberu lífi, skilur hún þó það eftir, að hún vann af trúmennsku og setti sér það hlut- t Elsku dóttir okkar, SIGRÚN LÁRA, verður jarðsungin frá Garðakirkju, föstudaginn 5. febrúar kl. 15.00. Þórey Danielsdóttir, Sigurður J. Ragnarsson. t Öllúm þeim mörgu er sýndu minningu míns hjartkæra eiginmanns, RICHARDS P. THEODÓRS, fyrrverandi skrifstofustjóra, Laugarásvegi 44, virðingu og okkur hlýhug og hluttekningu þökkum við af alhug. Fyrir mína hönd og móður hins látna, Dóra Sigurjónsdóttir. verk í lífinu að hugsa um heimili sitt, ala upp bömin sín og bama- böm, og hafði ætíð í huga sínum alla sína Ijölskyldu og afkomendur. Það er þó ekki svo lítilsvert hlut- verk, en er þó aldrei skráð á bækur sögunnar, heldur situr eftir í hjarta þeirra sem njóta og er sáðkom í akur betra lífs þeim til handa. Amma bjó lengst af vestur á Framnesvegi og var sannur Vest- urbæingur. Það var föst regla þegar var farið í bæinn um helgar, að fara í kaffí til ömmu. Eftir að böm- in komust á fullorðinsár, hélt amma heimili með Herði syni sínum og Þorbjörgu konu hans. Hin síðari ár átti amma heima á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum og fékk þar góða umönnun. Það er gott hve fljótt hún fékk að sofna, því hún sofnaði í orðsins fyllstu merkingu. Hún fékk hægt andlát sem gekk yfír fljótt. Það er líka gott til þess að vita að hún þurfti ekki að líða neinar kvalir. Hún hefur beðið þess Sigrún Lára Sigurð■ ardóttir — Minning Fædd l.júlí 1987 Dáin 30. janúar 1988 Það litla ljós, sem kviknaði sól- skinsdaginn 1. júlí okkur öllum til gleði, slokknaði sviplega þann 30. janúar. Okkur langaði að kveðja elsku dótturdóttur okkar með þess- ,um fátæku orðum. Vertu sæl vor litla hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífí nauða, Ijúf og björt í dauða, lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Amma og afi á Hjaltabakka Hví er þessi beður búinn bamið kæra þér svo skjótt? í dag stíg ég þung spor er ég kveð elsku litlu frænku mína og nöfnu hinstu kveðju. Ekki varð ævi hennar löng, rétt tæp 7 mánaða sofnaði hún svefninum langa og eftir sitjum við helsærð og spyijum „af hveiju", en við verðum að trúa því að æðri máttarvöld hafí ætlað henni annað og meira. En minningamar eigum við bjartar og fagrar sem ylja munu okkur um ókomna tíð. Hvíli elsku hjartans vina í friði. Nú ertu leidd mín ljúfa lystigarð Drottins í þar áttu hvfld að hafa hörmunga og rauna fri. Við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H. Pétursson.) * Guðrún Arnadóttir frá Vogi - Minning Fædd 18. nóvember 1889 Dáin 27. janúar 1988 Þá er langri lífsgöngu ömmu lok- ið. Eitt sinn skal hver deyja og amma hafði sannarlega lengi búið sig undir að hver dagur yrði hennar síðasti. í hvert skipti sem hún heim- sótti okkur á Seltjamamesið hló hún og sagði: „Enn er ég komin, þetta er nú ljóta vitleysan að láta mig lifa svona lengi.“ Þegar hún fór, kvaddi hún okkur með virktum og þakkaði okkur fyrir allt saman svona rétt eins og til vonar og vara. Þó maður sjálfur hafí innra með sér búið sig undir að amma hyrfí úr þessu lífí, þá kemur dauðinn samt alltaf að óvömm. Maður fyll- ist söknuði og trega yfír því sem var og verður'aldrei aftur. En minningin lifír. Minningin um glaða, góða og heilsteypta konu, sem stóð hnarreist, hvað sem á gekk. Konu sem trúði á sinn guð. Auðvitað man ég aðeins lítið brot af hennar löngu ævi, en þegar hug- urinn reikar aftur koma myndimar fram ein og ein, næstum allar fullar af gleði en umfram allt er yfír þeim mikil ró. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa undir sama þaki og afí og amma mín uppvaxtarár. Þó þau hefðu sína íbúð vorum við samt svona eins og stórfjölskylda, afi og amma, pabbi og mamma og stelp- umar. Þetta sambýlisform hefur sjálfsagt sína kosti og galla, en kostirnir fyrir bömin eru ótvíræðir. Ég man hversu notalegt var að koma úr skólanum upp til afa og ömmu í hlýjuna og fískinn, því í þá daga var alltaf fískur. Ekki þurftu leikföngin heldur að vera mikil eða merkileg. Tölumar í töluboxinu hennar urðu að dýrustu djásnum, hvað þá allar gersemamar í saumakassanum- En sennilega standa nú upp úr kvöldin sem öll fjölskyldan fór í gamla leiki og að maður tali nú ekki um öll jólin þegar spilað var púkk, þá var hún amma nú í essinu sínu. Alltaf lauk svo hverjum degi með lítilli bæn. Ef það var ekki mamma, þá var það amma sem bað með okkur stelpunum bænimar á kvöld- in. Ég sá afa og ömmu aldrei á sínum heimaslóðum að Vogi á Mýr- um, en svo margar vom sögumar þaðan, að þegar ég í dag heimsæki Mýramar og Vog hlýnar mér um hjartarætumar og fyllist gleði yfir að vera ættuð frá slíkum stað. Flestar sögumar tengdust lund- anum. Á vorin þegar eyjamar urðu hvítar af fugli og náttúran vaknaði til lífsins, þá var nú gaman að vera til. Svo þegar kom fram á sumar og kofnatekjan stóð yfír var oft mannmargt og mikið um að vera í Vogi, Iundi og kofa í öll mál — hvílíkur herramannsmatur. Annars var iðulega gestkvæmt í Vogi og gestrisni mikil. Ég gleymi í nokkum tíma að fá að yfírgefa okkur, en hún fann að sinn tími var liðinn. Fyrir tæpum fímm ámm þegar ég kvaddi hana og var að fara til tveggja ára dvalar í Kanada með fjölskyldu mína, kvaddi hún mig með þeim orðum, að nú ættum við ekki eftir að sjást aftur. Svo varð þó ekki og að nýju hittumst við. Þykir mér því við hæfí að ljúka þessum orðum með tilvitnun í sálm, sem hún fyrir 15 eða 20 ámm bað mig að sjá til að yrði sunginn yfír sér og lýsir því sem hún á fyrir höndum: Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi’ á lífsins íjöll. (Einar H. Kvaran) Blessuð sé minning hennar. Óskar Einarsson Elsku Þórey og Sigga, mömmu, pabba, Sigrúnu, Skafta og öðmm aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Lára og fjölskylda. ekki þeirri sögu, þegar amma fékk prestinn í heimsókn einu sinni sem oftar. Hann hafði látið ganga boð á undan sér að hans væri von, en einhvem veginn höfðu þau boð mis- farist og ekki náð til ömmu. „Og ég átti bara afganga til að gefa aumingja blessuðum manninum." Það þótti henni verst og sagðist aldrei gleyma hve henni þótti þetta leiðinlegt. Hestar vom í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Auðvitað vom þeir eitt mikilvægasta samgöngutækið í hennar ungdæmi, en hún hafði greinilega átt með þeim margar ánægjustundir. Sagði hún stundum f’ á því með stolti að þegar hún fór í útreiðartúra, hefði oft verið til þess tekið að hún, stelpan, hefði ekkert gefíð strákunum eftir á sprettinum, þótt hún hefði auðvitað riðið í söðli. Nú síðustu árin sá amma orðið mjög illa, þannig að hún gat alls ekki lesið. Hún hlustaði hins vegar mikið á útvarp og ekki síður stytti hún sér stundimar við að hafa yfír vísur og kvæði, lög og ljóð, þar var nú aldeilis ekki komið að tómum kofunum. Amma hafði alla tíð mikið yndi af tónlist og einhveijar bestu stund- imar sem ég átti með henni síðustu mánuðina var þegar við sátum tvær saman, ég glamraði á píanóið og við rauluðum báðar með. Mig langar að kveðja ömmu mína, um leið og ég þakka henni fyrir allt, með þessum vísum Bjama Ásgeirssonar frænda hennar sem hann orti um Vog. Þama minja skartið skín skært frá liðnum árum. Þar fékk ættin þín og mín þrótt úr mold og bárum. Þótt oss örlög flesta frá feðra stöðvum togi, hugann dregur hulin þrá heim að gamla Vogi. Þú mátt stíga á fák og fley, fljúga um víða geima, - hvert sem ferðu, áttu ei annars staðar heima. Gunna Beta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.