Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 39 Minning: HalldórKr. Krist- jánsson fræðimaður Fæddur 26. febrúar 1915 Dáinn 25. janúar 1988 Halldór Kristján Kristjánsson fæddist á Hríshóli í Reykhólasveit, sonur Kristjáns Jens Einarssonar frá Kýrunnarstöðum og Kristrúnar Magnúsdóttur frá Þiðriksvöllum í Strandasýslu. Hann ólst upp ásamt Eðvaldínu systur sinni með föður þeirra á Hólum í Hvammssveit. Einar, bróðir þeirra, ólst upp á Leysingjastöðum, en móðir þeirra dó er þau voru í frumbemsku. Skólaganga Halldórs varð styttri en hugur hans tóð til, því að hann var einn af átta nemendum, sem vikið var úr skóla á Laugarvatni vegna stjómmálaskoðana. Hins vegar var hann gáfaður maður og vísindalega sinnaður og hefði getað komizt langt í hveiju sem hann hefði lagt fyrir sig. Hann vann allmörg ár við við- hald saumavéla hjá Rex hf. og Leðurgerðinni, sem vom umfangs- mikil fyrirtæki á sfnum tíma. Upp úr 1950 réðst Halldór til Vélasjóðs ríkisins. Starf hans þar var einkum að halda námskeið í viðgerðum traktora víða um land. Bændur, sem sóttu námskeiðin, komu með traktora sína og gerðu við þá sjálfír undir handleiðslu Halldórs. Hann þurfti þó oft að framkvæma hinar vandasamari við- gerðir, sem bytjendur vom ekki færir um. Vom þessi námskeið vel sótt um árabil, þó að síðar drægi úr aðsókninni. Hin síðustu ár Véla- sjóðs vann Halldór á verkstæði sjóðsíns þar til hann var lagður nið- ur með lögum 1972. Eftir það starfaði Halldór sem húsvörður Þinghólsskóla í Kópavogi þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Halldór var snilldarsmiður á tré og málma. Liggja eftir hann §öl- margir smíðisgripir, askar, blöndu- könnur, brennivínskútar, langspil, rúmfjalir, skildir og margt fleira, allt gert af hinum mesta hagleik og fagurlega útskorið. Hann byggði sér hús við Kárs- nesbraut og vann svo að segja hvert einasta handtak sjálfur við þá bygg- ingu ásamt konu sinni. Dóttir hans, þá 4 ára gömul, var stundum hand- langari. Þegar ég spurði hann, hvemig bamið hefði getað hjálpað honum við múrverk, sagði hann: „Hún setti krókinn í fötumar, sem ég var áður búinn að fylla með múrhræm og sparaði mér þannig ótal ferðir upp og niður stiga; hún færði mér verk- færi eftir þörfum og vissi alltaf, hvar ég hafði lagt þau frá mér.“ ^ Halldór var hið mesta snyrtimenni, fór vel með verkfæri og hélt öllu hreinu í kringum sig og öll verk vann hann af alúð og vandvirkni. Hann ræktaði kartöflur og græn- meti einsog vísindamaður. Kom hann stundum og færði okkur hjón- um grænmeti úr garði sínum, oft það, sem aðrir telja vart geta þrifízt hér á landi. Hann og Einar, bróðir hans, fyrr- verandi skólastjóri, öfluðu sér útsæðis af frostþolnum kartöflum og fleiri afbrigðum frá Sovétríkjun- um og ræktuðu með góðum árangri. Halldór var vinnusamur með af- brigðum en ekki snerist öll tóm- stundaiðja hans að smíðum og ræktun. Hann hafði mjög mikinn ættfræðiáhuga, safnaði að sér ætt- fræðibókum og aflaði sér upplýs- inga og fróðleiks hjá fjölda fólks með samtölum og bréfaskriftum. Hann vann árum saman að niðja- tali Orms Sigurðssonar í Langey á Breiðafírði. Ormsætt verður þriggja binda verk með nöfnum a.m.k. 9000 manna að því er mér er sagt. Halldór var tvígiftur. Með fýrri konu sinni, Himinbjörgu Waage, eignaðist hann fjögur börn. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Inga Gísladóttir og lifír hún mann sinn. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi í 32 ár og eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og Guðborgu. Halldór átti 12 bamaböm og 2 bamabamaböm. Góður maður hef- ur lokið lífsferli sínum. Ég á honum skuld að gjalda fyrir ómetanlega hjálp við húsbyggingu og kæra vin- áttu í áratugi. Vil ég votta konu hans og afkom- endum dýpstu samúð. Haraldur Árnason Dimm eru ský og dapur hugur þinn drúpir hvert blóm og fáni í hálfa stöng. Hljómur frá kirkju klukku til þín berst klökkur og sár og nístir hjarta þitt. (Heiðrekur frá Sandi) Lokið hefur lífsgöngu sinni mág- ur minn og vinur, Halldór Kristinn Kristjánsson, fræðimaður, Kársnes- braut 74 í Kópavogi. Hún hófst á Hríshóli í Reykhólasveit 26. febrúar 1915. Móðir hans var Kristrún Magnús- dóttir frá Þiðriksvöllum, Stranda- sýslu, f. 11. september 1888, d. 15. ágúst 1917. Magnús faðir hennar var Guðmundsson en móðir hans var Þuríður Jónsdóttir, Ormssonar, Sigurðssonar í Fremri-Langey, er uppi var 1748—1834. Er af Ormi kominn mikill ættgarður sem kall- aður er Ormsætt. Móðir Kristrúnar var Guðrún Ormsdóttir í Miðdals- gröf, Oddssonar, Guðbrandssonar á Kjarlaksstöðum. Kona Odds var Þuríður Ormsdóttir Sigurðssonar í Fremri-Langey, er var langafí þeirra hjóna beggja, Magnúsar og Þuríðar. Faðir Halldórs var Kristján Jens Einarsson frá Kýrunnarstöðum, Dal, f. 15. apríl 1861, d. 1. septem- ber 1935. Faðir hans var Einar Einarsson, Einarssonar, Jónssonar, allir bændur á Kýrunnarstöðum, en tvær systur Einars Jónssonar, þær Steinunn og Þuríður, urðu konur Orms Sigurðssonar í Langey, ætt- föðurins áðumefnda. Kristrún og Kristján eignuðust tvö böm auk Halldórs, Eðvaldínu Magneyju, f. 8. ágúst 1913. Hennar maður var Magnús Sigurbjömsson bóndi í Glerárskógum, Dal, f. 23. apríl 1910, d. 19. október 1985. Eftir lát hans hefur Eðvaldína haft vetursetu í Reykjavík. Þau eignuð- ust þijár dætur. Einar f. 15. ágúst 1917. Var kennari og skólastjóri á Laugum, Dal, síðar kennari í Reykjavík. Kona hans er Kristín Bergmann Tómas- dóttir kennari, f. 12. ágúst 1926. Þau eiga tvö böm. Kristrún dó sama dag og Einar fæddist. Hefur það áfall áreiðanlega haft varanleg áhrif á systkinin. Árið eftir, vorið 1918, flutti Kristján með böm sín suður í Hvammssveit. Hann fór fyrst að Sælingsdalstungu með Eðvaldínu og Halldór, en Einar fór í fóstur til frændfólksins á Leys- ingjastöðum. — Að Hólum í Hvammssveit flutti Kristján árið 1921 og bjó þar sem bóndi, síðar húsmaður til dauðadags. Halldór var þar að mestu til tvítugsaldurs, er hann flutti til Reykjavíkur. Sterkar taugar hafði Halldór til Hvammssveitar og heimahaga og fór þangað oft. Þar bjuggu systkini hans og ættfólk margt. Gott sam- band var milli systkinanna og mikið hlakkað til að fá hann í heimsókn. Lengi voru famar árvissar fjalla- ferðir til silungsveiða á Ljárskóga- og Hamrafjall í Laxárdal og vom þær ferðir ævintýri, sem talað var um allt árið. Ekki var veiðin aðalat- riðið, heldur að ganga á vit náttúr- unnar fjarri mannabyggðum. Þótt mágur minn ætti lengst ævi sinnar heima í mesta þéttbýli landsins var hann í eðli sínu náttúrubam. í Reykjavík stundaði Haildór ýmis störf, vann m.a. nokkur ár í Leðurgerðinni Rex. Hjá Vélasjóði ríkisins var hann á annan áratug. Hélt hann þá námskeið í vélavið- gerðum víða um land. Þegar Þinghólsskóli í Kópavogi tók til starfa um 1970, gerðist hann hús- vörður þar og gegndi þvf starfí til 1985. í sambandi við störf sín kynntist Halldór fjölda fólks og átti við það góð samskipti. Með Himinbjörgu Waage, f. 28. mars 1915, eignaðist Halldór þessi böm: Kristján Eðvald, f. 24. febrú- ar 1938, yfírtollvörður í Reykjavík, maki Svanhvít Magnúsdóttir, ljós- móðir, f. 16. febrúar 1941, dóttir Magnúsar Guðmundssonar bryta og Ónnu Magnúsdóttur í Hafnar- fírði; Huldu f. 10. febrúar 1941, maki Eyþór Ólafsson, bóndi og hreppsstjóri á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 20. janúar 1936, sonur Ólafs Grímssonar og Sigurbjartar Jóns- dóttur; Sigurð Birgi, f. 21. des. 1944, búsettur á Höfn í Homafírði; Kristrúnu, f. 20. febrúar 1952, verslunarmaður, búsett í Kópavogi. Árið 1955, 29. desember, kvænt- ist Halldór Ingu Gísladóttur, f. 15. júní 1923, bónda f Galtarvík í Skil- mannahreppi Jónssonar og Guð- borgar Ingimundardóttur frá Staðarhóli í Saurbæ. Dætur þeirra: Guðrún Magney, f. 2. maí 195J, hjúkrunarfræðingur, maki Baldur Jónsson, múrari, f. 4. maí 1939, sonur Jóns Einarssonar og Sigfríðar Georgsdóttur í Reykjavík; Guðborg, f. 14. september 1958, stúdent, skrifstofumaður, maki Ólafur Val- geir Guðjónsson, húsasmiður, f. 19. janúar 1958, sonur Guðjóns Ingólfs- sonar frá Gilhaga og Aðalheiðar Frímannsdóttur, búsett í Hafnar- Þegar mér barst sú frétt 16. jan- úar sl. að Amór Steinason frá Narfastöðum væri dáinn, varð mér hugsað til síðustu samfunda okkar fyrir réttum mánuði, 17. desember 1987. Það var í 90 ára afmæli hans, í samkomusal þar sem hann bauð til veislu með miklum myndarbrag. Þar vom samankomnir margir af- mælisgestir til að samgleðjast honum á þessum tímamótum. Þó hann væri ekki sterkur heilsu þá fór greinilega saman ánægja hans og veislugesta. Þar fékk hann tæki- færi til þess að hitta og tala við marga sveitunga og systkini sín þijú sem eftir lifa af tíu sem náðu fullorðinsaldri. Þá voru mörg systk- inaböm og fjöldi annarra skyld- menna og vina. Allir sem nutu þessa fagnaðar fóru heim glaðir með góð- ar minningar. Arnór var fæddur í Eystra Skor- holti 17. desember 1897, þá voru’ tvær jarðir, Eystra og Vestra Skor- holt, en voru seinna sameinaðar í eina jörð. Alltaf bar Amór sér- stakan hlýhug til fæðingarstaðár síns sem var honum svo kær, að hann gerði sér ferðir til að njóta þess útsýnis sem við vomm sam- mála um að óvíða væri fegurra. Þessar minningar vom honum efst- ar í huga frá bemskuárunum þegar við ræddum saman S lok afmælis- samkomunnar. Amór var í hópi eldri systkina sinna og því ungur farinn að hjálpa til við búverkin. Þannig var líka ástatt með mörg stór bamaheimili, litla bamshöndin kom snemma til hjálpar. Þá var líka algengt að 12 til 14 ára böm fylgdu fullorðna fólkinu í ýmsum verkum, þó einkum í heyskapnum. Þá heyrðust ekki sterkar raddir sem vorkenndu bless- uðum bömunum sem var þrælað svona mikið. Ekki þekktust styrkir fírði. Húsið á Kársnesbraut 74 byggði Halldór með eigin höndum, og ekki aðeins það, heldur einnig marga innanstokksmuni. Heimili þeirra Ingu er mjög hlýlegt og þau góð heim að sækja. Síðustu mánuðir vom mági mínum erfíðir, en hann tók örlögum sínum með þeirri karlmennsku og rósemd, er einkenndi hann. Heyrist að nýju eftir eina stund ómur sömu klukku mildur tónn. Dregur þú fánann upp og í þann mund opnast á himni giuggi fagurblár. (Heiðrekur frá Sandi) Snemma bar á þeim eiginleikum í fari Halldórs sem fylgt hafa mörg- um af Ormsætt, en það var hagleik- ur. Voru smíðisgriðir hans ótrúlega fjölbreyttir og úr ólíkum efnum. Margir hafa glatast, t.d. sleðinn sem hann ungur drengur smíðaði fianda þeim systkinunum í Hólum. Sleðinn var með sætum og stýri og hefur fyrirmynd að slíkum grip ekki verið til staðar á þriðja ára- tugnum. Þama réð hugkvæmni smiðsins unga. Kiukkur og tæki voru tekin sundur, skoðuð og sett saman og marga slíka gripi, sauma- vélar og fleira sem eitthvað var að, fór Halldór um næmum fíngrum og fékk til að ganga á ný. Hrafn- tinnusteinar úr Tungumúla fengu fagrar víravirkisumgerðir í formi hálsmena, eymalokka og næla. Við- arbútar m.a. úr Tunguskógi vom renndir í kertastjaka. Utskurð stundaði Halldór mikið á seinni árum, skar út aska, rúmfjalir, könn- ur, pijónastokka og trafaöskjur. Hugmyndimar vom margar en þeg- ar hann smíðaði eftirmyndir hinna gömlu búsgagna, fór hann á Þjóð- minjasafnið og athugaði munina þar, svo allt væri rétt. Hann smíðaði strokka, einnig nokkur langspil þar sem strengir vom úr hrosshári og hann spilaði stundum á það hljóð- eða nein aðstoð þess opinbera, ríkið var ekki sú gullkista, sem hægt var að ausa úr, þá urðu allir að vinna eins og kraftar leyfðu. Amór var ungur að ámm þrekgóður og eftir- sóttur til margra starfa til lands og sjávar. En landbúnaðurinn átti sterkar rætur í huga hans og varð því hans aðalævistarf. Áður en tún- ræktin og vélvæðingin létti störf bóndans varð að nýta vel þann vinnukraft sem fyrir var, einkum við öflun heyja sem var máttarstoð hvers bónda þó að beit væri vel nýtt. Amór var lengst með þær búgreinar sem algengastar vom, kýr, fé og hross. Hann var líka mikill hestamaður og átti oft góða reiðhesta. Sauðfé var af flestum talin ein arðmesta og skemmtileg- asta búgreinin. Það var því mikið áfall á fímmta áratugnum þegar mæðiveikisfaraldurinn heijaði á sauðfjárstofninn svo að skera varð niður á stómm landshluta. Á Narfa- stöðum var fé í ýmsum litum og ferhymt, sem var fremur sjald- gæft. Það var því mikil eftirsjá að sjá það hverfa því farga varð því sem eftir Var. Fjárlaust var í tvö ár frá 1949 til 1951. Þá vom flutt hingað lömb af Vestfjörðum því þar var heilbrigt fé. Svo skemmtilega vildi til að i þessum lambahópi sem til úthlutun- ar kom á þetta svæði, vom nokkur ferhymd lömb sem var skipt til þeirra sem höfðu átt ferhymt áður. Það var Amóri nokkur sárabót að geta komið upp öðmm stofni, sem hann hélt svo við til þess síðasta er hann gat sinnt fjárgæslu. Eftir að heilsa hans og kraftar fóm þverrandi átti hann að góðan og greiðugan nágranna sem hefur séð um fóðuröflun og hirðingu á því sem hann átti eftir af bústofnin- um. Þessi nágranni hans, Jón færi. Um tvítugsaldur byrjaði Halldór að skrifa um Ormsættina og þegar hann á sl. sumri afhenti handrit sitt til útgefanda, hafði söfnunin staðið í 52 ár. Þetta er stórverk, yfír 9 þúsund nöfn með tilheyrandi ártölum og upplýsingum. Allt var þetta unnið í stopulum tómstundum frá brauðstritinu en ættfræðin var honum mikil lífsfylling. Hamingj- unni sé lof fyrir að honum entust kraftar til að koma þessu áhuga- efni sínu langleiðina í höfn. Halldór var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, karlmannlegur og myndarlegur, með svart liðað hár sem nú var orðið alhvítt og fögur, blá augu — Ormsættaraugu. Hann var vel gefínn, fróður, viðræðugóð- ur, háttvís, gat verið glettinn. Traustur vinur og hjálpfús. Oft varð ég þess vör hve vinsæll Hall- dór var meðal samferðafólks okkar og margir sakna nú vinar í stað. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og eftir 36 ára góð kynni á ég minningar um ánægjulegar samverustundir með mági mínum, við margbreytilegar aðstæður. Á heimilum okkar í ættfræðigrúski, í heita læknum, hellaskoðun í Blá- ijöllum, eða gönguferðir í Henglin- um, alltaf var hann sami góði, trausti félaginn. Við fjölskylda hans höfum misst mikið en við þessi leiðaskil er mér þakklætið efst í huga. Þakkir fyrir að eiga hann að, fyrir líf hans og störf, gripina fögru sem minna á hann og varðveitast beggja vegna Atlantsála og fræði- skrifín sem ókomnar kynslóðir munu njóta góðs af. Fari hann í friði. Vorfuglar syngja blómin breiða út blöðin sín öll á móti hlýrri sól. Lifir og þróast allt sem eitt sinn var upp ris hvert lif sem slegið var í hel. (Heiðrekur frá Sandi) Kristín B. Tómasdóttir Eyjólfsson á Fiskilæk, hefur nytjað jörðina að hluta fyrir sig og hefur það komið báðum til góða. Arnór var síðustu árin á Dvalar- heimilinu Höfða. En alltaf bar hann sama hug til sveitarinnar þar sem hann átti sínar bemskuminningar. Sá maður sem unnið hefur að sjó- mennsku og landbúnaði hörðum höndum öll bestu starfsár ævinnar er búinn að leggja góðan hlut til þjóðarinnar, þó ekki komi fleira til. Við leiðarlok er margt að þakka. Eitt er þó sem af ber. Það er björg- un sex skipbrotsmanna af mótor- bátnum Hegranum frá Borgamesi, sem fórst í Borgarfírði í október árið 1924, en þá var Amór 27 ára. Það kom sér vel að hann hafði feng- ið æfíngu og reynslu í sjómennsku á opnum fiskiskipum og var því færari að standa fyrir björguninni. Svo vel vildi til að þrír röskir piltar 15 til 17 ára vora á næstu bæjum, sem veittu honum aðstoð ásamt einum fulltíða manni sem bættist til hjálpar. Þessi björgun þótti hið n.esta afrek, sem hann hlaut verð- uga viðurkenningu fyrir, sem var heiðursskjal og verðlaunapeningur. Ég kveð Amór með þakklátum hug fyrir góða viðkynningu og vin- semd og með því að koma svo oft í Skorholt og eiga við okkur skemmtilegar viðræður. Ég óska honum fararheilla í eilífðarlandið. Systkinum, frændfólki og vinum óska ég allra heilla og blessunar. Sigurjón Hallsteinsson, Skorholti. Minning: Arnór Steinason Narfastöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.