Morgunblaðið - 05.02.1988, Page 40

Morgunblaðið - 05.02.1988, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1988 Félagsvist^0^ kl. 9.00 Gömlu kl. 10.30 ★ Hljómsveitin 'J'ig/ar if Mióasala opríarkl. 8.30 ★ Góð kvöldverðlaun ★ Stuð og stemmning á Gúttógleði Félag tamningamanna með námskeið í reiðhöllinni: Reiðkennarar í prófraunum Formaður félagsins Benedikt Þorbjörnsson var meðal þátttakenda og situr hann hér gœðing sinn í slökunartíma. Að aflokinni hverri kennslustund sem stóð yfir í fimmtán mínútur hjá hveijum nemanda sögðu kennararnir hvað var vel gert og það sem betur hefði mátt fara og eitthvað virðist þetta þungmelt fyrir Trausta Þór sem bara klórar sér í höfðinu yfir leiðbeiningum Reynis. Magnús Þórir Lárusson (t.v.) var bæði nemandi og kennari en hann sá um kennslu f byggingardómum og hér veitir hann Hinrik Gylfa- syni holl ráð varðandi það hvar taglið skuli vera á hestinum. Sem sjá má var neftóbaksdós Magnúsar ekki langt undan en hann þótti sýna góða frammistöðu í neftóbakstöku. Mónika Kimpfler var að vonum ánægð með frammistöðu sina en hún tók tvo prófataka i sérkennslu í léttri brokkásetu fyrir sjálft prófið. um kennsluna og prófmatið á þessu námskeiði og kom Ejrjólfur gagngert frá Danmörku til að taka þátt í þessu. Þótt hvorugur þeirra hafi þreytt þessi próf fer enginn í graf- götur um kunnáttu þeirra og reynslu í reiðkennslu og er sjálfsagt á engan hallað þótt fullyrt sé að þeir beri höfuð og herðar yfir aðra í þessum efnum. Voru nemendur sammála um að ekki væri völ á betri kennslu en þegar þeir tveir leggja saman. Reyn- ir kvaðst ánægður með útkomuna út úr þessu miðað við þann stutta tíma sem notaður var. Benti hann á að sambærileg námskeið erlendis stæðu yfir í tvær.vikur frá morgni og fram á kvöld en þetta hefði stað- ið yfír í viku, frá fimm á daginn og fram á nótt. Sagði Reynir að þeir Eyjólfur hefðu ekki átt von á að aðrir næðu þessu prófi en þeir sem höfðu einhveija reynslu í reiðkennslu en raunin hefði orðið önnur og væru þeir fyrir sitt leyti ánægðir með út- komuna. Hestar Valdimar Kristinsson FÉLAG tamningamanna gekkst í síðustu viku fyrir námskeiði og prófi fyrir reiðkennara sem mun tryggja þeim sem prófinu náðu réttindi til reiðkennslu í fram- tíðinni. Meðal þátttakenda voru flestir fremstu reiðmenn og reið- kennarar landsins en þeir fremstu meðal jafningja í þessum efnum, þeir Reynir Aðalsteinsson og Ey- jólfur ísólfsson, voru leiðbeinend- ur og jafnframt prófdómarar. I framtiðinni má búast við að til að stunda reiðkennslu þurfi menn að hafa tiltekin próf sem tryggja lágmarksþekkingu og reynslu í viðfangsefninu og er þetta próf talið marka tímamót í þessa átt. Fram til þessa hefur hefur lítið verið gert til að tryggja lágmarks- kunnáttu reiðkennara og má segja að þetta próf sé hið fyrsta sem geri verulegar kröfur til nemendanna. Enda fór það svo að rúmlega helm- ingur þátttakenda féll í einum eða fleiri hlutum prófsins. Eftir þetta próf munu reiðkennarar skiptast í tvo hópa .þ.e.a.s. þeir sem hafa B- próf og svo þeir sem hafa A-próf. Þátttakendur voru 19 talsins en að- eins sex stóðust. B-prófið en einn, Sigurbjöm Bárðarson, tók A-prófið og er hann jafnframt fyrstur manna til að taka þáð próf. Hæstu einkunn í prófinu hlaut Trausti Þór Guð- mundsson, en segja má að hann hafi borið höfuð og herðar yfir aðra próftaka. Til að ná B-prófi þurfa menn að hafa tekið inntökupróf F.T. og ná lágmark 7,0 í eftirtöldum verkefn- um; munnlegt erindi um einhvem þátt hestamennskunnar, verkleg reiðkennsla, létt brokkáseta, úttekt á þjálfunarstigi hests og að segja til um hvert sé eðlilegt framhald í þjálfun hans og byggingardómur á hrossi. Til að ná A-prófi þarf próf- taki að hafa lokið meistaraprófí F.T. og ná lágmark 7,0 úr eftirtöldum verkefnum, létt áseta á brokki og siijandi áseta við taum, úttekt á hesti á sama hátt og í B-prófinu, verkleg reiðkennsla og kynbótadóm- ur á hrossi þar sem bæði er tekið fyrir bygging og hæfíleikar. „ Að sjá til þeirra og heyra er mér góður skóli“ Meðal þátttakenda vakti athygli frammistaða þýskrar stúlku Móniku en hún hlaut m.a. tíu í einkunn fyr- ir reiðkennslu, og níu fyrir erindið og varð hún önnur hæst í aðalein- kunn. Mónika sem er 22 ára hefur starfað við tamningar hérlendis í tvö ár að Skarði í Lundaireykjadal en áður en hún kom til íslands hafði hún kynnst íslenskum hestum í reið- skóla. Hún tók það reyndar fram að þama hefðu ekki verið góðir hest- ar og lítið farið fyrir töltinu hjá þeim. Einnig kvaðst hún hafa farið tvisvar á reiðnámskeið á stórum hestum. Stuttu áður en hún kom til ísiands Staður allra sem vilja skemmta sér án áfengis. Templarahöllin Eiríksgötu 5 - Simi 20010 fór hún á tveggja vikna námskeið hjá Elísabet Berger sem er kunn fyrir reiðkennslu á íslenska hesta þar ytra. Mónika kvaðst mjög ánægð með þetta námskeið og sagðist hafa lært mikið á því að fylgjast með þessum reyndu mönnum sem voru með henni á námskeiðinu. „Bara að sjá til þeirra og heyra þá segja frá reynslu sinni er mér góður skóli," sagði Mónika. Að síðustu var hún spurð hvort hún hygðist nota rétt- indi sín til reiðkennslu á íslandi og Þýskalandi og svaraði hún á þá: „Ég’ stefni að því að kenna á námskeiði hérlendis en ég held ekki í Þýska- landi. Mig langar bara að vera hér á íslandi." Formaður Félags tamningamanna er hinn kunni reiðmaður Benedikt Þorbjömsson og var hann spurður um ástæður þess að félagið réðist í þessi próf nú og sagði hann að þeim í stjóminni hafi fundist það orðið tímabært að reiðkennarar tryggðu sér einhveija lágmarks þekkingu og MorgunblaðiðA'aidimar Kristinsson Dúxinn, Trausti Þór Guðmundsson, vegur hér og metur höfuð hests- ins sem hann var látinn dæma í prófinu og honum til aðstoðar er væntanlega upprennandi reiðkennari, Edda Rún Ragnarsdóttir, sem þarna var stödd fyrir tilviljun. Það voru þeir Reynir Aðalsteins- son og Eyjólfur ísólfsson sem sáu S.G.T. Sigurbjöm Bárðarson fyrstur ís- lendinga til að ná A-reiðkennara- prófi. þegar umsjónarmaður „Hesta" innti hann álits á þessu prófi og sagðist hann hafa lært mikið þessa daga. „Ég vissi reyndar ekki að hveiju ég gekk þegar ég lét skrá mig en hing- að kom ég með opnum huga,“ sagði Magnús sem tók sem kunnugt er við starfi Ingimars Ingimarssonar við Bændaskólann á Hólum á síðasta ári þar sem hann mun m.a. sinna tamningum, tamningakennslu og umsjón með hrossakynbótabúi skól- ans. Og hann heldur áfram: „Mér finnst ég hafa lært mikið, t.d. hvem- ig á að byggja upp vinnustund með hest í gerði. Það má kannski segja reynslu. Einnig benti hann á að ástæðan fyrir þvi að F.T. tæki þetta að sér væri sú að Reiðskóli íslands væri ekki til í dag en að sjálfsögðu myndi hann yfirtaka útskrift reið- kennara þegar þar að kæmi og vonaðist hann eftir að F.T. myndi eiga gott samstarf við skólann. Að- spurður um það hvort hann óttaðist ekki að þau réttindi sem þetta próf veitti myndu falla út þegar Reiðskól- inn tæki við með nýjum og erfiðari prófum kvaðst Benedikt ekki óttast. það og benti á að meðal próftaka nú væri Magnús Þórir Lárusson sem ynni undirbúningsstarf fyrir starf- semi Reiðskóla Islands og þar sem þessi próf sem nú eru þreytt væru það erfið teldi hann ekki ósennilegt að þau yrðu höfð til hliðsjónar þegar lagður verður grunnur að prófum reiðskólans í framtíðinni. Kom hingað með opnum huga Ekki var annað að heyra en Magn- ús Lárusson væri hinn ánægðasti að ég hafi ekki verið nógu vel undir þetta búinn því mér finnst eins og gengið hafi verið út frá því að menn hefðu töluverða reynslu í reiðkennslu fyrir og þar sem ég hef aðeins hald- ið tvö námskeið fyrir krakka má segja að þar hafi skort nokkuð á. Þá hefði ég einnig mátt vera með heppilegri og betur undirbúna hesta. Með mína stöðu í huga hefði mér fundist þurfa meiri kennslu á nám- skeiðinu og einnig hefði mátt vera búið að skipuleggja námskeiðið bet- ur áður en það hófst. En þrátt fyrir þessar aðfinnslur er ég ánægður með þetta í heildina," sagði Magnús og tók hraustlega í nefíð um leið og hann bauð nokkur kom skóla- bróður sínum Erling Sigurðssyni sem var á góðri leið með að ánetj- ast tóbakinu fyrir atbeina Magnúsar. Ánægður með þetta framtak F.T. Sigurbjöm Bárðarson sem þama glímdi fyrstur manna við A-prófið eins og áður getur kvaðst vera án- ægður með þetta framtak F.T. „Námskeiðið hefur verið að mótast hægt og sígandi frá því það byijaði sem er kannski ekki óeðlilegt þar sem þetta er fyrsta námskeið sinnar tegundar. Sjálfur tel ég mig hafa haft mjög gott af þessu bæði hvað reiðkennslunni viðvíkur og eins gagnvart ásetu og stjómun hjá mér sjálfum. Það er alltaf nauðsynlegt að fá ábendingar öðru hvoru og ég tel að menn ættu að gera meira af því að koma saman og segja hvor öðrum til og gagnrýna eitt og annað sem betur mætti fara,“ sagði Sigur- bjöm. Útkoman betri en við áttum von á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.