Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 31

Morgunblaðið - 13.02.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 31 Forsetaframboð í Bandaríkjunum: Haig hættir við að bjóða sig fram -lýsir yf ir stuðningi við Dole Manchester f New Hampshire, Reuter. ALEXANDER Haig', fyrrverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, tilkynnti i gær að hann drægi sig í hlé í baráttunni fyrir útnefningu Repúblikanaflokks- ins til forsetaframboðs. Sagðist hann styðja Robert Dole og sagði hann bera höfuð og herðar yfir George Bush, varaforseta. „Ég tilkynni hérmeð að ég hef dregið mig í hlé sem frambjóðandi til forsetatilnefningar Repúblikana- flokksins og lýsi yfir stuðningi Ítalía: Abu Nidal dæmdur til lífstíðar- fangelsis Rómaborg, Reuter. ABU NIDAL, hryðjuverkamaður- inn illræmdi, var i gær dæmdur til lífstíðarfangelsis af ítölskum dómstóli fyrir hryðjuverkaárás flokks hans á Rómarflugvöll árið 1985. Dómurinn var kveðinn upp að Nidal fjarstöddum, en i árá- sinni létu 16 manns lifið og fjöldi annarra særðist illa. Rétturinn féllst ekki á kröfu sak-' sóknara um lífstíðarfangelsi yfir hin- um eina árásarmannanna, sem komst lífs af úr árásinni, og dæmdi hann til 30 'ára fangelsis. Maðurinn heitir Ibrahim Mahmoud Khaled og er 20 ára gamall, en alls voru árásar- mennimir Qórir. Auk Abu Nidals sjálfs var næst- ráðandi hans, Rashid A1 Hamieda, dæmdur til lífstíðarfangelsis að hon- um fjarstöddum, en talið er sannað að þeir félagar hafí skipulagt ódæðið. Hryðjuverkið átti sér stað á Leon- ardo da Vinci-flugvelli hinn 27. des- ember 1985 og réðust hryðjuverka- mennimir á afgreiðslur bandarísks og ísraelsks flu^félags með vélbyssur og handsprengjur að vopni. mínum við þann frambjóðanda, sem ég tel hæfastan til þess að leiða þjóðina," sagði hershöfðinginn fyrr- verandi á blaðamannafundi í gær — aðeins fjómm dögum áður en for- kosning fer fram í New Hampshire, en hún er talin geta skipt sköpum um gengi hinna ýmsu frambjóðenda í öðmm ríkjum. Haig, sem eitt sinn var yfírmaður herafla Atlantshafsbandalagsins og utanríkisráðherra um skeið í ríkis- stjóm Ronalds Reagans, hvatti stuðningsmenn sína til þess að snú- ast á sveif með öldungadeildar- þingmanninum Robert Dole. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum er Bush nokkm vinsælli en Dole í New Hampshire, en þar munar þó ekki miklu. Fréttaský- rendur telja að í herbúðum Repú- blikana kunni úrslitin um endanlega tilnefningu flokksins að ráðast í New Hampshire, en segja stöðuna hjá demókrötum enn svo óljósa að vonlaust sé að ráða í úrslitin á þriðjudag, hver sem þau annars verða. Líklegast er talið að Michael Dukakis, ríkisstjóri nágrannaríkis- ins Massachusetts, verði hlutskarp- astur. Haig viðurkenndi á blaðamanna- fundinum að stuðningur sinn hefði takmarkað gildi, en sagði að ef stuðningsmenn sínir fæm að ráðum hans, kynni það einmitt að valda þeim gæfumuni, sem Dole þyrfti á að halda. Bandaríkin: Reuter Táningar skotnir á vesturbakkanum Lík 14 ára pilts, sem israelskir hermenn skutu á vesturbakk- anum í gær, borið burt. Piltur- inn er annar tveggja Palestínu- manna, sem féllu þar í gær. Fimm ungmenni særðust er hermenn hófu skothríð á ungl- inga, sem köstuðu gijóti, flösk- um og eldsprengjum. Talsmað- ur ísraelska hersins sagði að hermennirnir hefðu skotið á unglingana í nauðvöm i mið- borg Nablus. Annar hinna látnu var 17 ára gamall fjarskyldur frændi utanríkisráðherra Jórd- aníu. Tilkynnt var í Washington í gær að Georg Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, myndi fara til Miðausturlanda í lok mánaðarins til þess að reyna að koma skrið á tilraunir til að stuðla að friði í þessum heimshluta. Endurheimta frumkvæði í geimrannsókmim Washington. Reuter. STJÓRN Ronalds Reagans, Bandaríkj aforseta, birti i gær nýja stefnu sína á sviði geimvís- inda. Tilgangur hennar er að Bandaríkjamenn nái aftur frum- kvæðinu í geimrannsóknum. Hin nýja stefna stjómarinnar ger- ir ráð fyrir aukinni þátttöku einka- fyrirtækja í geimferðum og geim- rannsóknum, sem verið hafa nær eingöngu á hendi NASA, ríkisgeim- vísindastofnunarinnar. Samkvæmt þessu er NASA ætlað að leigja rannsóknaraðstöðu um borð í geimstöð, sem fyrirtækið Space Industries í Houston hyggst koma á braut um jörðu í síðasta lagi árið 1991. Þá fá einkafyrirtæki í fyrsta sinn afnot af skotpöllum á Kanaver- alhöfða og í Edwards-flugstöðinni. Tilgangurinn með þvi að örva einka- fyrirtæki til geimferða er að laða aftur viðskiptavini, sem snúið hafa sér til fransk-evrópsku stofnunar- innar Ariane, og nú nýlega til Jap- ans, Kína og Sovétríkjanna. Að sögn James Fletcher, forstöðu- manns NASA, gera markmið hinnar nýju stefnu ráð fyrir því að banda- rískir geimfarar lendi aftur á tungl- inu og að þeir stigi á fjarlægari hnetti upp úr aldamótum. Þá verður fljótlega ráðist í smíði mannaðrar geimstöðvar, sem áætlanir hafa ver— ið um að smíða. LAUNAMISRETTIÐILANDINU Þórir Stella Ásmundur Friðrik Þorsteinn Guðmundur Sigurður Grétar Ólafía KVQLDRADSTEFNA IHOTEL SELFOSSI MIÐVIKUDAGSKVOLDID 17.FEBRUARKL20.30 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi boðartil opins fundar í Hótel Selfossi þar sem rætt verður um launamisréttið í landinu. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands. Friðrik Sóphusson, iðnaöarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Stella Steinþórsdóttir, verkamaður, Ólafía M. Guðmundsdóttir, Ijósmóð- ir, Selfossi Þórir N. Kjartansson, framkvæmda- stjóri, Vík í Mýrdal. Geir Grétar Pétursson, verkamaður, Þorlákshöfn. Sigurður Óskarsson, forseti Alþýðu- sambands Suðurlands. Að loknum framsöguræðum verða umræður og fyrirspurnir, en á fund- inum geta menn skráð sig í vinnu- hóp, sem mun fjalla um efni fundarins á næstu vikum. Fundarstjóri verður Árni Johnsen, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlands kjördæmi. ritari Verkalýðsfélags Norðfjarðar. Kjördæmisráð Sjáifstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.