Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.02.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 31 Forsetaframboð í Bandaríkjunum: Haig hættir við að bjóða sig fram -lýsir yf ir stuðningi við Dole Manchester f New Hampshire, Reuter. ALEXANDER Haig', fyrrverandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, tilkynnti i gær að hann drægi sig í hlé í baráttunni fyrir útnefningu Repúblikanaflokks- ins til forsetaframboðs. Sagðist hann styðja Robert Dole og sagði hann bera höfuð og herðar yfir George Bush, varaforseta. „Ég tilkynni hérmeð að ég hef dregið mig í hlé sem frambjóðandi til forsetatilnefningar Repúblikana- flokksins og lýsi yfir stuðningi Ítalía: Abu Nidal dæmdur til lífstíðar- fangelsis Rómaborg, Reuter. ABU NIDAL, hryðjuverkamaður- inn illræmdi, var i gær dæmdur til lífstíðarfangelsis af ítölskum dómstóli fyrir hryðjuverkaárás flokks hans á Rómarflugvöll árið 1985. Dómurinn var kveðinn upp að Nidal fjarstöddum, en i árá- sinni létu 16 manns lifið og fjöldi annarra særðist illa. Rétturinn féllst ekki á kröfu sak-' sóknara um lífstíðarfangelsi yfir hin- um eina árásarmannanna, sem komst lífs af úr árásinni, og dæmdi hann til 30 'ára fangelsis. Maðurinn heitir Ibrahim Mahmoud Khaled og er 20 ára gamall, en alls voru árásar- mennimir Qórir. Auk Abu Nidals sjálfs var næst- ráðandi hans, Rashid A1 Hamieda, dæmdur til lífstíðarfangelsis að hon- um fjarstöddum, en talið er sannað að þeir félagar hafí skipulagt ódæðið. Hryðjuverkið átti sér stað á Leon- ardo da Vinci-flugvelli hinn 27. des- ember 1985 og réðust hryðjuverka- mennimir á afgreiðslur bandarísks og ísraelsks flu^félags með vélbyssur og handsprengjur að vopni. mínum við þann frambjóðanda, sem ég tel hæfastan til þess að leiða þjóðina," sagði hershöfðinginn fyrr- verandi á blaðamannafundi í gær — aðeins fjómm dögum áður en for- kosning fer fram í New Hampshire, en hún er talin geta skipt sköpum um gengi hinna ýmsu frambjóðenda í öðmm ríkjum. Haig, sem eitt sinn var yfírmaður herafla Atlantshafsbandalagsins og utanríkisráðherra um skeið í ríkis- stjóm Ronalds Reagans, hvatti stuðningsmenn sína til þess að snú- ast á sveif með öldungadeildar- þingmanninum Robert Dole. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum er Bush nokkm vinsælli en Dole í New Hampshire, en þar munar þó ekki miklu. Fréttaský- rendur telja að í herbúðum Repú- blikana kunni úrslitin um endanlega tilnefningu flokksins að ráðast í New Hampshire, en segja stöðuna hjá demókrötum enn svo óljósa að vonlaust sé að ráða í úrslitin á þriðjudag, hver sem þau annars verða. Líklegast er talið að Michael Dukakis, ríkisstjóri nágrannaríkis- ins Massachusetts, verði hlutskarp- astur. Haig viðurkenndi á blaðamanna- fundinum að stuðningur sinn hefði takmarkað gildi, en sagði að ef stuðningsmenn sínir fæm að ráðum hans, kynni það einmitt að valda þeim gæfumuni, sem Dole þyrfti á að halda. Bandaríkin: Reuter Táningar skotnir á vesturbakkanum Lík 14 ára pilts, sem israelskir hermenn skutu á vesturbakk- anum í gær, borið burt. Piltur- inn er annar tveggja Palestínu- manna, sem féllu þar í gær. Fimm ungmenni særðust er hermenn hófu skothríð á ungl- inga, sem köstuðu gijóti, flösk- um og eldsprengjum. Talsmað- ur ísraelska hersins sagði að hermennirnir hefðu skotið á unglingana í nauðvöm i mið- borg Nablus. Annar hinna látnu var 17 ára gamall fjarskyldur frændi utanríkisráðherra Jórd- aníu. Tilkynnt var í Washington í gær að Georg Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, myndi fara til Miðausturlanda í lok mánaðarins til þess að reyna að koma skrið á tilraunir til að stuðla að friði í þessum heimshluta. Endurheimta frumkvæði í geimrannsókmim Washington. Reuter. STJÓRN Ronalds Reagans, Bandaríkj aforseta, birti i gær nýja stefnu sína á sviði geimvís- inda. Tilgangur hennar er að Bandaríkjamenn nái aftur frum- kvæðinu í geimrannsóknum. Hin nýja stefna stjómarinnar ger- ir ráð fyrir aukinni þátttöku einka- fyrirtækja í geimferðum og geim- rannsóknum, sem verið hafa nær eingöngu á hendi NASA, ríkisgeim- vísindastofnunarinnar. Samkvæmt þessu er NASA ætlað að leigja rannsóknaraðstöðu um borð í geimstöð, sem fyrirtækið Space Industries í Houston hyggst koma á braut um jörðu í síðasta lagi árið 1991. Þá fá einkafyrirtæki í fyrsta sinn afnot af skotpöllum á Kanaver- alhöfða og í Edwards-flugstöðinni. Tilgangurinn með þvi að örva einka- fyrirtæki til geimferða er að laða aftur viðskiptavini, sem snúið hafa sér til fransk-evrópsku stofnunar- innar Ariane, og nú nýlega til Jap- ans, Kína og Sovétríkjanna. Að sögn James Fletcher, forstöðu- manns NASA, gera markmið hinnar nýju stefnu ráð fyrir því að banda- rískir geimfarar lendi aftur á tungl- inu og að þeir stigi á fjarlægari hnetti upp úr aldamótum. Þá verður fljótlega ráðist í smíði mannaðrar geimstöðvar, sem áætlanir hafa ver— ið um að smíða. LAUNAMISRETTIÐILANDINU Þórir Stella Ásmundur Friðrik Þorsteinn Guðmundur Sigurður Grétar Ólafía KVQLDRADSTEFNA IHOTEL SELFOSSI MIÐVIKUDAGSKVOLDID 17.FEBRUARKL20.30 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi boðartil opins fundar í Hótel Selfossi þar sem rætt verður um launamisréttið í landinu. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambands ís- lands. Friðrik Sóphusson, iðnaöarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Stella Steinþórsdóttir, verkamaður, Ólafía M. Guðmundsdóttir, Ijósmóð- ir, Selfossi Þórir N. Kjartansson, framkvæmda- stjóri, Vík í Mýrdal. Geir Grétar Pétursson, verkamaður, Þorlákshöfn. Sigurður Óskarsson, forseti Alþýðu- sambands Suðurlands. Að loknum framsöguræðum verða umræður og fyrirspurnir, en á fund- inum geta menn skráð sig í vinnu- hóp, sem mun fjalla um efni fundarins á næstu vikum. Fundarstjóri verður Árni Johnsen, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlands kjördæmi. ritari Verkalýðsfélags Norðfjarðar. Kjördæmisráð Sjáifstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.