Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.02.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 35 Jómfrúræða Jóns Sæmundar Sigurj ónssonar: Sovéskum fuUvirðisrétti deilt niður á trilluhorn HÉR fer á eftir jómfrúræða Jóna Sæmundar Sigurjónssonar (A/Nv) sem flutt var í umræðum um kvótamál 28. desember sl.: Herra forseti. Mér er það mikill heiður að í fyrsta skipti sem ég tek til máls á hinu háa Alþingi skuli ég tala í sambandi við málefni sjómanna. íslenskur sjávarútvegur er undirstaðan að okkar efnahagslífi. Sjó- mennirnir eru driffjöðrin þar sem án þeirra verður ekkert og er ekkert. Þegar við erum að ræða um stjóm fiskveiðistefnu, fiskveiði- mála, verðum við að vanda vel til. Við verðum að gera vel við þessa Ekki í anda starfsáætlunar ríkisstjórnarinnar Ríkjandi kvótakerfi hefur iengi verið undirorpið mikilli gagnrýni í mínum flokki, Alþfl., þannig að þegar við alþýðuflokksmenn geng- um til kosninga á sl. vori vorum við með stefnu sem gekk nokkum veginn þvert á ríkjandi lög, kvóta í sjávarútvegi, allt öðm vísi að upp- byggingu og anda. í stómm drátt- um vildúm við að í sjávarútvegi kæmi á stjómkerfi sem lagaði sig að frjálsum fiskverðsákvörðunum. Stefnt yrði að sveigjanlegri beitingu veiðileyfa með veiðiréttindum sem komi í hlut útgerðar en ekki á hvert skip, þannig að aflamönnum sé gert kleift að njóta sín og byggðar- lögum sé tryggð öflun hráefnis bet- ur en nú er gert. Við hugsuðum að sveigjanlegt veiðileyfakerfi af þessu tagi skapaði svigrúm fyrir eðlilega endumýjun fiskiskipaflot- ans. Við lögðum sem sagt áherslu á þrennt. Við vildum losa kvóta frá skipi, við vildum leggja áherslu á byggðaatriðið og við vildum leggja áherslu á að eðlileg endumýjun fiskiskipaflotans ætti sér stað. Þetta vom einnig atriði sem fundu sér stað í starfsáætlun ríkis- stjómarinnar. í kaflanum um sjáv- arútveg segir að skipa skuli nefnd sem m.a. skyldi taka afstöðu til eftirfarandi atriða, með leyfi for- seta: „Hvemig og hverjum veiðiheim- ildir skuii veittar. M.a. verði athug- að hvort veiðiheimildir verði ein- vörðungu bundnar við skip. Hvemig taka megi meira tillit til byggðasjónarmiða við mótun fisk- veiðistefnu, auka athafnafrelsi og svigrúm til endumýjunar í sjávarút- vegi, hvers konar reglur skuli setja um færslu veiðiheimilda milli aðila og hve lengi meginreglur um stjom fiskveiða skuli gilda.“ Bæði þessi plögg, starfsáætlun ríkisstjómarinnar og stefnumál Alþfl., em ekki í anda ríkjandi laga um kvóta og þau em ekki í anda þess frv. sem hér hefur verið lagt fram um væntanlegt fyrirkomulag í stjom fiskveiða. Mikil gagnrýni Helstu gagnrýnisatriði á ríkjandi kerfi em e.t.v. þessi: Kerfið er staðnað og miðstýrt og minnir á sovéskt framleiðslukerfí þar sem kvaðir em settar á fram- leiðslueiningamar, þar sem menn stijúka ekki um frjálst höfuð, þar sem frjálst framtak er steypt í helsi. Einnig er kvótinn í þessu kerfí bundinn við skip. Byggðasjón- armiðið fær ekki að njóta sín. í mínu byggðarlagi urðum við fyrir því að allt í einu vom seldir tveir togarar öllum að óvömm í byggðar- laginu. Þetta dundi yfír eins og reiðarslag. Kvótinn hvarf úr bæn- um. Atvinnupláss hurfu úr bænum. Og þó það væri einungis fyrir dugn- að og atorku manna að kvótinn minnkaði ekki, þá er það kerfi engu að síður slæmt sem getur valdið þessu. Gagnrýnispunktur er einnig, að öll framkvæmd á þessu kerfi er í höndum ráðherra. I 21. grein í því frv. sem hér er lagt fram em 25 málsgreinar þar sem segir: Sjávar- útvegsráðherra skal ákveða með reglugerð .. . Ráðherra er heimilt aðp ákveða í reglugerð... í reglu- gerð má ákveða ... Ráðherra getur í reglugerð... Getur ráðherra ákveðið ... Jafnframt getur ráð- herra gefið kost á... 25 sinnum kemur þetta fyrir í frv. sem er að- eins 21 grein og þar af er ein heil grein sem segir einungis: Ráðherra skal setja nánarí reglur varðandi framkvæmd þessara lagá — mitt í milli 25 annarra setninga. Þó segir í athugasemdum með þessu frv., með ieyfi forseta: „Raunar má segja að óeðlilegt sé að sjávarútvegsráð- herra axli einn ábyrgð á slíkum ákvörðunum." Nú má vera að í augnablikinu búum við við mjög traustan sjútvrh., en við getum ekki sniðið lög frá Alþingi í kringum einn mann. Það getur ekki verið. Það má segja í þriðja lagi að ríkjandi kvótakerfi hafí valdið því að stækkun flotans sé komin úr böndum. Við þekkjum þá gagnrýni sem beinst hefur að smábátamönn- um og smábátaflotanum, um hversu óeðlileg stækkun flotans hafí orðið. A ráðstefnu um öryggismál sjó- manna, sem haldin var 18. septem- ber á þessu hausti, segir í grein eftir Steinar Viggósson skipatækni- fræðing, með leyfi forseta, að reyndar hafi verið alls konar ieiðir til að finna út úr þessu kerfi. Reynt hafi verið að koma upp reglu: Skip á móti skipi. Ef keypt væri nýtt skip skyldi annað tekið úr. Gallinn væri bara sá að alltof mörg skip, sem sett voru upp í ný, lentu á ein- hvem hátt aftur inn í landið, þann- ig að flotinn hélt áfram að stækka. Það var reynt við 20 tonna reglu, sem ekki reyndist vel. Síðan var sett upp 33%-regla og um það seg- ir Steinar Viggósson: „Hafi iyrri reglugerðir haft slæm áhrif á mögu- íeika manna til að endumýja skip sín með nýjum fullkomnum skipum þá var þessi hálfu verri. Á það sér- staklega við um þá sem eiga minni og meðalstóra báta.“ Veígamiklar umbætur Gagnrýni á ríkjandi kvótakerfi er því mikil og að því er mér virðist á öllum veigamestu punktum kerf- isins. Þó er ekkert svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Nokkrar breytingar hafa orðið á ríkjandi kerfi sem vel em þess virði að eftir sé tekið þannig að menn geti vel við unað. T.d. hljóðar 3. málsgr. 5 gr. svo, með leyfi forseta: „Geti skip, sem fengið hefur leyfí með sóknarmarki, vegna óviðráðan- legra atvika ekki nýtt sóknardaga í fjóra mánuði samfellt eða iengur, er heimilt að úthluta því botnfisk- ieyfí með því aflamarki sem það hefði fengið í upphafí árs hefði það valið þann kost.“ Það hefði verið mjog gott ef þessi regla hefði verið til þá þrír togarar með sóknarmarki af flómm togur- um í sama byggðarlagi í mínu kjör- dæmi vom í lamasessi og varð fisk- vinnslan að kaupa sér kvóta annars staðar frá, kaupa sér kvóta, sem aðrir höfðu fengið gefíns. Hin fyrir- hugaða breyting á meiri sveigjan- leika sýnir að kerfið stefnir í rétta átt. í 1. gr. þessa frv. segir að fiski- stofnar á Islandsmiðum séu sam- eign íslensku þjóðarinnar. Þetta er e.t.v. gott veganesti fyrir þriðja atriðið, sem er verulega til bóta, Jón Sæmundur Siguijónsson en það er ákvæði til bráðabirgða þar sem segir að sjútvrh. skuli skipa nefnd samkvæmt tilnefningu þing- flokka og skuli sú neftid móta tillög- ur um breytingar á þessum lögum á gildistíma þeirra eftir því sem til- efni verður til. Nefndin skuli m.a. kanna áhrif laganna á afkomu og hagkvæmní í sjávarútvegi og skyn- samiega nýtingu fiskistofna. Þetta atriði tel ég vera það mikilvægt að það bjargi þessu máli, sem hér stendur til atkvæða: Hvort við vilj- um eða viljum ekki. Alvarlegir ágallar Einhvem tímann var hér frv. til atkvæðagreiðslu, þar sem einn stuðningsmaður ríkisstjómarinnar kvað já við með semingi, e.t.v. not- færi ég mér þennan seming þegar ég segi já við þessu frv. og sam- þykki það til laga. Ég held að þetta ákvæði til bráðabirgða sé bað mikil- vægt að við getum samþykkt frv. Þó er eitt atriði í frv. sem ég get alls ekki fellt mig við, eins og kom fram hjá flokksbróður mfnum, Áma Gunnarssyni, hér áðan, og þá á ég við 10. gr. laganna. Hún er þess eðlis, bæði eins og hún var i upphaf- iegum drögum frv. og eins og hún . kemur frá Ed., að ég get alis ekki fellt mig við hana í þvf horfi sem hún er í dag. Menn hafa sagt að þessi ströngu ákvæði varðandi báta undir 10 brl. séu tilkomin vegna fjölgunar bát- anna. Sérstaklega hefði orðið að grí'pa til ráðstafana til að spoma við þessari flölgun. Ég er sammála því að fjölgunin hefur verið gífur- leg. Það verður að stemma stigu við þessu því að þróunin á þessu sviði hefur, keyrt um þverbák. Það er rétt. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að hér sé skotið með fall- byssum á spörfugla. Mér finnst ráðstafanir það strangar, að þær séu úr öllu lagi. Við verðum nefni- lega að gera greinarmun á áhuga- veiðimönnum, sem stunda veiðar einungis hluta úr ári, og svo hinum, sem em mun færri og era eiginlega minnihlutahópur meðal trillukarla, þ.e. þeim sem eiga sína afkomu undir sjósókn á þessum litlu bátum árið um kring. í grg. Landssambands smábáta- eigenda segir, með leyfí forseta: „10. gr., í þeirri mynd sem hún er, flækir veiðifyrirkomulag smá- báta til mikilla muna. í núverandi fyrirkomulagi er hópnum skipt í tvennt: í fyrsta lagi handfæra- og línu- veiðar í banndagakerfí. í öðra lagi netabátar með sóknar- marki yfir hávertíðina. En það sem nú er boðið upp á er í fimm greinum: 1. Handfæra- og línubátar undir 6 brl., sem era í banndagakerfí. 2. Aðilar undir 6 brl., sem geta fengið netaveiðileyfí eftir ákveðinni uppskrift. 3. Veiðileyfí handa bátum yfir 6 brl., sem eingöngu stunda hand- færa- og línuveiðar. 4. Veiðileyfi með aflahámarki handa bátum yfir 6 brl., sem neta- veiðar stunda og er þeim skipt í 6—8 brl. og 8—10 brl. 5. Sérstök reglugerð fyrir botnfisk- veiðar báta sem stunda skel- og rækjuveiðar. Kerfið allt er gert miklu flókn- ara.“ Frelsi fyrir trillukarla Eins og áður sagði í starfsáætlun núv. ríkisstjómar, þá er tekið fram um sjávarútvegsmál, að sérstakt tillit skuli tekið til byggðarsjónar- miða og athafnafrelsis manna í sjávarútvegi. 10. gr., sú sem hér er fjallað um, gengur í þveröfuga átt þegar athafnafrelsi manna er skert með jafnveigamiklum hætti og raun ber vitni. Öllum ætti að vera ljóst, að því minni höft sem lögð era á smábátana, þvi hagstæð- ara verður það fyrir atvinnu og lífsafkomu smæstu sjávarpláss- anna. Enginn ætti að takmarka sjó- sókn þessara fiskimanna nema höf- uðskepnumar sjálfar. Og til þeirra telst ekki hæstv. sjútvrh. Þessir menn era sfðustu fulltrúar þessa frelsis, sem einu sinni ríkti í útgerð á íslandi. Við skulum varðveita þessar leifar vel og ekki færa þessa góðu menn í ónauðsynlega fjötra kerfísins. Ég er sérstaklega á móti því, að takmörk séu sett á sjósókn trillukarla á meðan stundaðar era önglaveiðar, þ.e. línu- og hand- færaveiðar. í grg. Landssambandsins segir einnig, með lejrfi forseta, að gert sé ráð fyrir að skipta hópnum í tvennt. Annars vegar þeir, sem geta fengið netaveiðileyfi og svo þeir, sem ekki geta fengið þau. Þeir síðamefndu era settir í banndagakerfí með svipuðu sniði og verið hefur sl. tvö ár. Þá er tal- að um að flölga banndögum um 30% á sama tíma og talað er um að draga 10% úr þorskafla. Mér finnst öðra máli gegna, þegar um þorsk- fisknetaveiðar er að ræða, enda er þar þegar um stórvirkari veiðiað- ferð að ræða. Veiðarfærakostnaður þeirra sem eiga allt sitt undir sjó- sókn allt árið hlýtur að vera meiri. Það skal bent á, að grásleppuvertíð hefst undir vertíðarlok á vetrar- vertíð við Vesturland, en grásleppu- vertíð á Norður- og Austurlandi er samtímis vorvertíðinni. Flestir ef ekki allir þeir aðilar á Norður- og Austurlandi eiga úthald á hvort tveggja. En úthald þeirra til þorsk- fisknetaveiða yrði með þessu gert verðlaust og ónýtt. Þessir menn hljóta að spyija hversu langt stjóm- völd geti gengið 'i að gera eigur þeirra verðlausar. Lífvænlegt aflahámark^ Ef hins vegar er sett aflahámark á þessa báta, þá á það ekki að skipta máli hvemig þessum afla er náð, hvort heldur er með netum eða önglum. Ef aflahámark er hins veg- ar einungis sett á þorskfískneta- veiðar, þá hljóta ákvæði 4. mgr. 5. gr. einnig að gilda um báta und- ir 10 brl., en þar segir, með leyfí forseta: „Ráðherra getur ákveðið að fisk- ur undir ákveðinni stærð eða fískur sem veiðist á línu skuli ekki aðeins að hluta talinn með í aflamarki eða sóknarmarki fiskiskips." Mjög mikilvægt er og raunar skiptir öllu máli að þeir sem hafa sína aðalatvinnu af sjósókn á trillum geti þá líka lifað af bvf. Alþingi getur ekki sent frá sér lög þar sem það er undir hælinn lagt eða háð svokallaðri „nánari ákvörðun ráð- herra" hveiju sinni hvert verður væntanlegt aflamark hverrar trillu fyrir sig. Það nær ekki nokkurri átt að einungis hjá þessum hópi sjómanna sé aflahámark miðað við ósíægðan físk, eins og fram kemur i framdrögum að reglugerð frá 11. des. um veiðar smábáta árið 1988. Þama verður að koma viðmiðun sem er mælanleg í landi og menn vita um hvað er að ræða og þar á ég við þolanlega tölu af slægðum fiski. Fram að þessu hefur verið um 80 tonn að ræða, en út frá þeim granni er hægt að tala um afkomuöryggi trillukarla, sem stunda sjómennsku sína af alvöra. Setning aflahámarks til báta undir 10 brl. verður að vera með skýram hætti, þannig að vilji Aþing- is komi ljóslega fram og þar með sé tekin sú kvöð af hæstv. ráðherra að deila niður sovéskum fullvirðis- rétti á hvert og eitt trilluhom f iandinu. Ég mun bíða og sjá hvaða ameðferð þes§i grein fær í sjútvn. Nd. og áskil mér rétt til að flyfya' brtt. við þessa grein, ef hún verður ekki þannig að sómi verður af. Gallerí Svart á hvítu opnar í nýju húsnæði GALLERÍ Svart á hvitu hefur frá stofnun, haustið 1986, verið til húsa við Óðinstorg. Strax frá upphafi var ljóst að of þröngt var um galleríið á þessum stað og þegar stærri salur stóð til boða við Laufás- veg 17 var þegar ákveðið að flytja starfsemina um set. Galleríið opnar í dag, föstudaginn 19. febrúar, kl. 20. Nýja húsnæðið er á tveim hasðum, á jarðhæð er rúmgóður sýningarsal- ur og á efri hæð verður umboðssala gallerísins í björtum og vistlegum húsakynnum. Ætlunin er að leggja meiri áherslu á þátt umboðssölunnar í starfsemi gallerísins framvegis. Listamenn sem hafa verk í umboðs- sölu gallerísins era: Gunnar Öm, Sigurður Guðmundsson, Jón Óskar, Sigurður Örlygsson, Björg Örvar, Erla Þórarinsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákon, Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, Georg Guðni, Stefán Axel, Edda Jónsdóttir, Halld- ór Ásgeirsson, Halldór Bjöm Run- ólfsson, Borghildur Óskarsdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Eggert Pétursson, Margrét Á. Auðuns, Kees Visser, Tumi Magnússon, Krist- bergur Pétursson, Björg Þorsteins- dóttir, Grétar Reynisson, Sveinn Bjömsson, Sigurður Þórir, Guðrún Kristjánsdóttir, Ómar Stefánsson, Karl Kvaran, Jón Axel, Tolli, Guðrún Tryggvadóttir, Kristinn Guðbrandur Harðarson og Pieter Holstein. Sýningarhald verður með svipuðu sniði og var við Óðinstorg — meginá- hersla verður áfram iögð á að sýna það besta sem er að gerast S Sslenskri myndlist á hveijum tíma og kynna erlenda listamenn efir því sem kost- ur gefst. Fyrsta sýning í nýja salnum að Laufásvegi verður á verkum Ólafs Lárassonar. Þá tekur við sýning á verkum Rönku (Ragnheiðar Hrafn- kelsdóttur). . Af öðram listamönnum sem fyrír- hugað er að sýna á næstunni má nefna Karl Kvaran, Saskja de Viijed- endt (Hollandi), Jón Óskar, Boang Kyu Im (S-Kóreu), Jón Óskar, Stef- án Axel, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Jón Axel o.fl. Gallerí Svart á hvítu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12—18. (Fréttatilkynning)""

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.