Morgunblaðið - 19.02.1988, Page 58

Morgunblaðið - 19.02.1988, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988 QQQ Vetrarólympíuleikarnir í Calgary 1988 StefflWalter varði titilinn „STEFFI er stórkostleg og hún á sigurinn skilió,u sagði Bonny Warner, Bandarfkjunum, sem varð í sjötta sœti f sleðakeppni kvenna f gærkvöldi. Steffi Wait- er sigraði og varð þar með sú fyrsta, sem ver ólympíutftil í sleðakeppninni. En það var ekki eina metið, því austur-þýskar stúlkur höfnuðu í þremur fyretu sætunum eins og á síðustu Ólympíuleikum, og slíkt hefur ekki geret fyrr. „Við hefðum allar getað sigrað, svo jafnar erum við, en vegna ffestunarinnar var þetta ef til vill spuming um taug- amar,“ sagði sigurvegarinn, sem var ekki valinn í austur-þýska hóp- inn fyrr en eftir Evrópukeppnina í janúar. Walter, sem er nýbyijuð að keppa eftir að hafa tekið sér áre frí vegna bamsburðar, fór ferðimar Qórar á samtals 3:3.973 mínútum. Evrópu- meistarinn Ute Oberhofftier hafnaði í öðru sæti og heimsmeistarinn Ceretin Schmith fékk bronsið. Úrsllt f slaAa- keppni lcvenna 1. Steffi Walter, A-Þýskalandi, (45.828/46.173/45.969/46.003) 3:03.973 2. Ute Oberhoffner, A-Þýskalandi, (45.906/46.057/46.150/45.992) 3:04.105 3. Cerstin Schmidt, A-Þýskalandi, (46.078/46.020/46.069/46.024) 3:04.11 i U/eronika Bilgerí, V-Þýskalandi, t56.321/46.375/46.369/46.605) 3:05.670 5. Julia Antipova, Sovétrfkjunum, (46.449/46.425/46.610/46.303) 3:05.787 6. Bonny Wamer, Bandaríkjunum, 3:06.056 7. Marie Claude Doyon, Kanada,... 3:06.211 8. Nadezhda DanUina, Sovétr.,...3:06.364 9. Cameron Myler, Bandar.,......3:06.835 10. Irína Kousakina, Sovétr.,...3:07.043 11. Eríca TerwiUegar, Bandar.,..3:07.291 12. Andrea Tagwerker, Austurr.,.. 3:07.501 13. Veronika Oberhuber, Italfu..3:07.516 14. Gerda Weissensteiner, ítalfu,... 3:07.665 16. Maria Rainer, ítalfu,....... 3:08.145 16. A. Abemathy, Jómfrúarcyjum, 3:09.237 17. Iivia Pelin, Rúmenfu,........3:09.651 18. Mina Tanaka, Japan..........3:11.242 19. Kathy Salmon, Kanada,.......3:11.707 20. Alyson Wrefoiid, Bretlandi,.3:13.730 21. Hitomi Koshimizu, Japan,....3:14.126 22. Laurence Bonici, Frakklandi,... 3:14.406 23. Simoneta Racheva, Búlgarfu,.. 3:14.857 2A. ^Bihuei Teng, Taiwan,........3:17.127 S«rgel Makarov i lausu lofti eftir að hafa skorað fyreta mark Sovétmanna gegn Bandarfkjamönnum. Reuter Reuter Staffl Waltar á fleygiferð í braut- inni í gær. Reuter Staffl djúpt hugsi áður en hún leggur af stað í gær. Fetissov hetja Sovétmanna - er þeir sigruðu Bandaríkjamenn í íshokký í gær SOVÉTMENN unnu Banda- ríkjamenn 7:5 f æsispennandi leik í b-riðli fsknattleikskeppn- innar f fyrri nótt og eru þvf enn ósigraðir eins og Vestur-Þjóð- verjar, sem unnu Austurrfki 3:1. Viatcheslav Fetíssov, fyrir- liði Sovótmanna, skoraði tvfvegis og átti þrjár stoðsend- ingar. Fetissov gerði út um leikinn, er tvær mínútur voru til leiksloka, en áður höfðu Bandaríkjamenn sett þijú mörk í röð og átt eitt stangar- skot. Leikurinn var hraður og skemmti- legur og að loknum fyreta leikhluta var Btaðan 2:0 fyrir Sovétmenn, en þá höfðu Bandaríkjamenn farið illa með tvö góð færi. f miðhlutanum voru Sovétmenn mun ákveðnari og skoruðu Qögur mörk, en Banda- ríkjamenn tvö. Bandaríkjamenn náðu að minnka muninn í eitt mark í síðasta hlutanum, en Fetissov gerði vonir þeirra að engu. Austurríkismenn náðu óvænt for- ystu gegn Vestur-þjóðveijum eftir tæplega tvær mfnútur, en Gerd Truntschka jafnaði skömmu síðar. Vestur-íjóðveijar skoruðu síðan tvívegjs í miðhlutanum, en síðasti hlutinn var markalaus. Tékkar hreinlega skautuðu yfir Norðmenn, höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum og unnu 10:1. Bojan Krizaj fötbrotnaði Júgóslavinn Bojan Krizaj, hand- hafi heimsmeistaratitilsins í svigi, fótbrotnaði á miðvikudag- inn. Hann var á æfingu í Calg- ary, þar sem hann undirbjó sig fyrir alpagreinakeppni Ólympíu- leikanna f næstu viku. Þetta eru sorgarfregnir fyrir íslenaka skíðamenn, því til stóð að Bojan kæmi hingað til lands og keppti sem gestur á Landsmót- inu sem fram fer á Akureyri f byijun aprfl, hafði reyndar tekið boði Akureyringanna vel. Krizaj fór út úr æfíngabrautinni, rakst á tré og sköflungur hægri fótar brotnaöi. Ennfrekari frestanir I gær KEPPNI f bruni kvenna á vetrarólympíuleikunum f Caigary f Kanada var frestað f gœr vegna vinds, en vindhraðinn á Aiian- fjalii, þar aem keppnin á að fara fram, mœldlst mest 70 km á klukku- stund. Mótshaldarar létu samt keppnina hefjast, en fyrsti keppandinn, Birgitte Oertli frá Sviss, sleppti hliði f byrjun og var greini- ' *<égt að vindur var of mikill. Oertli var ekki dæmd úr leik og fær því að byija á ný. Ef aðstæður leyfa fer brun- keppnin fram í dag. Ef ekki verður keppt í tvíkeppnisbruni eða tvíkeppnissvigi kvenna. Pam Ann Fletcher, Banda- rflqunum, var fyrst í rásröð- inni í gær, en hún var flutt á sjúkrahús klukkustund áður en keppnin átti að htfyast eft- ir að hafa fótbrotnaði. Starfs- maður mótsins skiðaði á hana, þar sem hún var að hita upp, með fyrmefndum afleiðing- um. Sveitakeppni í stökki af 90 m palli var einnig frestað, annan daginn í röð, vegna vinds. Nú hefur verið ákveðiö að keppn- in verði næstkomandi mið- vikudag. HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNIN Getum sigrað þettaliðhér - segir Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildarVíkings, um viðureignina við ZSKA Moskvu „VIÐ höfum oft náð góðum ár- angri í Evrópukeppninni. Þaö er allt annaö andrúmsloft í hópnum f kringum þá leiki en deildarieiki. Ég tala nú ekki um ef Höllin er full af fólki — þá er alltaf virkílegur hugur f mönnum," sagði Siguröur Gunnarsson, stórskytta úr Vfkingi, á fundi með blaða- mönnum, f tilefni viðureignar fólagaina viö ZSKA Moskvu í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á sunnudags- kvöldið. Leikurinn liðanna hefst kl. 20.30 og verður honum sjónvarpað í heild í ríkissjónvarpinu. „Við teljum það styrk fyrir okkur að leiknum verði sjónvarp beint. Við tökum að vísu nokkra áhættu með því en það er mikill áhugi fyrir leiknum og þetta er góð auglýsing fyrir félag- ið,“ sagði Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings. „Möguleikar þeirra á sigri eru meiri en við eigum engu að síður mögu- leika. Við eigum að geta sigrað þetta lið hér. Við förum inn á með því hugarfari að vinna og fara áfram. Það er styrkur Víkings í gegnum árin að hugarfarið hefur alltaf verið mjög gott — það er lyk- illinn að velgengninni," sagði Hallur ennfremur. Sigurður Gunnarsson benti á að við ramman reip yrði að draga á sunnu- daginn. „Menn mega ekki horfa fram hjá þvf að að ZSKA Moskva er eitt besta lið sem hingað hefur komið. En þeir eru þó ekki örugg- ari en það að þeir þora ekki að spila báða leikina hér. En ég lít svo Sovéski risinn Valeri Savko ásamt Ingvari Viktorssyni, stjómarmanni i HSÍ og nefndarmanni f U-18 ára landsliðsnefnd. Þjálfari sovéska piltalandsliðsins tók þessa mynd á heimsmeistarakeppninni í Júgóslavfu í haust. Ingvar (sem er til hægri!) er tæplega 1,80 m á hæð en virkar ekki stór við hliðina á Savko, enda er sá sovéski 2,20 metrar. Hann verður í sviðsljósinu á fjölum Laugardalshallar á sunnudagskvöldið. á að hlutur áhorfenda verði jafn stór okkar. Með þeirra aðstoð get- um við unnið þetta sovéska lið,“ sagði Sigurður Gunnareson. Foreala aðgöngumiða á leikinn verður í Laugardalshöll á morgun, laugardag, kl. 12.00-16.00 og á sunnudag frá kl. 18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.