Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 66

Morgunblaðið - 15.03.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1988 KVIKMYNDIR Úr Djörfum dansi til Mars Patrick Swayze lék danskennara og hjartaknúsara í myndinni „Dirty Dancing" eða Djörf- um dansi. Hann er nú staddur í Astralíu þar sem tökur myndarinnar „Total Recall" eru nýhafnar. Myndin er mjög í anda vísindaskáldsagna og leik- ur Swayze mann sem fer til plánetunnar Mars árið 2040. Enn veit Fólk í frétt- um lítið meira um mynd- ina, sem frumsýnd verður um næstu jól. BRETLAND Enn af hátignum Ameðan erfingi bresku krún- unnar lendir í lífsháska í Sviss og hertogaynjan af York sætir ámæli fyrir að renna sér þunguð á skíðum, sinnir Anna Bretaprinsessa skyldustörfum við lítinn orðstír. Þessi eina dótt- ir Elísabetar drottningar fellur i skuggann af Karli, Díönu og Fergie sem eru í skíðafrii i Sviss. Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu slapp Karl Bretaprins naumlega og einn maður lést í snjóflóði skammt frá bænum Klosters síðastliðinn fimmtudag. Fólk í fréttum hyggst rétta hlut Önnu og birtir í þvi skyni mynd af henni við kynningarat- höfn kandidata frá Lundúnahá- skóla. Prinsessan er heiðursrekt- or háskólans og voru þeir sem útskrifuðust síðastliðið ár við- staddir athöfnina í Royal Albert Hall í vikunni sem leið. Árlega Ijúka um 15.000 nemendur námi við skólann. Nokkrir sjöttubekkingar notuðu tækifærið til myndatöku fyrir skólablaðið. Á innfeldu myndinni sjást slökkviliðsmenn en þeim gekk erfiðlega að þagga niður í brunabjöllunni. Brunabjöllu- hrellingar í MR MÖRGUM nemenda við Menntaskólann í Reykjavík varð heldur bilt við í síðustu viku, er brunabjalla skólans fór í gang. Þusti hluti þeirra út úr skólastofunum og beið komu slökkviliðsins sem birtist skömmu síðar. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði einn nemenda ýtt óvart á rofann Að sögn Jens Jenssonar gekk slökkviiiðsmönnum erfíðlega að þagga niður í bjöllunni þar sem vír í henni slitnaði þegar átti að slökkva á henni. Það hafðist þó að endingu og voru nemendur sendir aftur til kennslustofa sinna. Þetta mun vera í annað skipti á einu ári sem téð brunabjalla fer « í gang. Tæmdist skólinn á mettíma í fyrra skiptið. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Guðni Guðmundsson rektor sagði nemendum að snúa til kennslustofanna og halda áfram námi eins og ekkert hefði í skorist. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.