Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 17 Svívirðileg aðför að fræðilegri þekk- ingu og áratuga starfi vísindamanna eftír Grím E. Ólafsson og Ólaf Sigurðsson Guðni Gunnarsson, ritstjóri tíma- ritsins Líkamsrækt og næring, fjall- aði um „vísindaleg" málefni í grein sinni í Morgunblaðinu um daginn (25.2). J'éllu þar stór orð um niður- stöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Að öðru leyti var vanþekking greinarhöfundar mjög áberandi, en verst þótti mér stærilætið. Deyr maður ef maður borðar fitu? Guðni fárast mikið yfir því hversu vel ríkisstjómin styrkir „sjúkdóms- kerfið" m.þ.a. greiða niður dýrafit- una. Það telur Guðni vera mjög slæmt vegna þess að: „Lengi hefur verið viðurkennt að dýrafíta, hvort sem hún kemur úr mjólkurafurðum eða af kjöti, inniheldur kólesteról sem sannað er að veldur hjarta- og æðasjúkdómum, svo ekki sé minnst á offítu." Það hefur aldrei tekist að sanna beint samband milli kólesteróls- neyslu eingöngu og tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. Það hefur aftur á móti verið varað við því að fullyrða um svo einhæf tengsl. Þetta er álit færustu sérfræðinga í heimi í þess- um málum. Læknar og rannsóknar- menn hafa ætíð bent á að þetta sé flókið mál sem ekki megi einfalda. Taka verður tillit til arfgengni sjúk- dómsins, reykinga, hreyfíngar, streitu, offítu, aldurs og fæðu að sjálfeögðu — auk fleiri þátta. Hvað varðar offítuna, þá er ýmis- legt sem getur valdið henni. Oft hefur verið talað um ofát eða neyslu umfram brennslu. Þá gildir einu hvort borðað er of mikið af fítu, kolvetnum, próteinum eða sykri. Einnig hefur mikið verið rætt um erfðir nýlega. í raun getur sú falskenning að kólesteról eitt og sér valdi hjarta- dauða eða álíka orðið til þess að fólk, sem hefur fulla þörf fyrir næringarríka fæðu, verði fyrir nær- Gervigreind og aðgerða- rannsóknir PÁI.I. Jensson, prófessor í véla- verkfræði, mun fjalla um gervi- greind og aðgerðarannsóknir á félagsfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 17. mars 1988 kl. 17.15 tii 19.00 í kaffistofu Raun- vísindastofnunar Háskólans að Dunhaga 3. Kaffi og meðlæti verður á borðum frá kl. 16.45. Gervigreind eða tölvuvit (Artific- ial Intelligence) hefur á undanförn- um árum verið í mjög örum vexti og víða eins konar tískuorð. Ein af hagnýtustu afurðum hennar eru þekkingarkerfí (expert systems). Stundum er þeim beitt á svipuð viðfangsefni og aðgerðarannsókn- um, þótt aðferðafræðin sé ólík. Páll Jensson dvaldi vestan hafe í rannsóknaleyfi síðastliðið haust og kynnti sér nýjustu þróun í þess- um fræðum. Hann mun m.a. fjalla um tengsl og mögulega samnýtingu gervigreindar og aðgerðarann- sókna. Pundurinn er öllum opinn. (Fréttatilkynniníf) u<niii*iUBIX UÓSRITUNARVÉLAR ingarskorti, m.þ.a. forðast áður- nefndar matvörur. Eitur í hverju horni En áfram heldur Guðni: „Þá má einnig nefna þá umræðu sem mjólk- urafurðir hafa fengið útí heimi. Þá á ég bæði við ókosti gerilsneyðing- ar, sem hefur áhrif á allt lífrænt ferli mjólkurinnar, og fituspreng- ingu, sem er talin mynda niturbasa (xanthine oxidase X-O), sem sér- fræðingar telja að hafí ekki minna að segja í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma." Hvemig væri að nefna þá um- ræðu sem mjólkurafurðir hafa feng- ið hér á íslandi? _A alþjóðlegri ráðstefnu um „Ahrif vinnslu á næringargildi mat- væla“ sem haldin var á Hótel Sögu í september 1987 var gerð fyrir- spum um áðumefnt atriði og xant- hin oxidasa. Þar var ráðstefnugest- um tjáð að þetta væri ósannað en þessu hefði verið haldið fram fyrir um 20 árum. Einnig var greint frá því að í blóðinu væri töluvert af mótverkandi efni gegn xanthin oxidasa (10% af IGG). Þessi kenn- ing var sem sagt talin umdeild og því er ekki von á banni við mjólkur- drykkju í bráð. Það er mesti misskilningur hjá Guðna að xanthin oxidase sé nitur- basi. Þetta er svonefnt flavoprótein (lífhvati), sem m.a. breytir nitur- basa í þvagsým sem við losum okk- ur svo við í þvagi. Ahrif gerilsneyðingar em hita- áhrif. Þau verða helst á mjólkurpró- teinin, þ.e. þau brotna niður að ein- hverju leyti og verða því meltan- legri. Vegna vægra hitunaráhrifa gerilsneyðingar er óvíst að þetta gerist að neinu marki. Þetta gæti frekar átt við um niðursuðu mjólk- ur. Að sjálfsögðu er það heldur ekki rétt að það sé ókostur að geril- sneyða mjólk og hafa áhrif á allt lífrænt ferli mjólkurinnar. Það verð- ur að drepa alfa sjúkdómsvaldandi gerla ef mjólkin á að fást í búðum á annað borð og vera hæf til dreif- ingar og neyslu. Það er því tví- mælalaust kostur að gerÚsneyða mjólk, við getum þá neytt hennar. Að lokum Ef þetta hefur átt að vera fræði- legi gmnnurinn, sem gagnrýni á ríkisstjómina byggist á,- í grein Guðna er aðeins eitt hægt að segja að lokum: Ríkisstjómin getur setið skamm- „Hvernig' væri að nefna þá umræðu sem mjólk- urafurðir hafa fengið hér á íslandi? Á alþjóð- legri ráðstefnu um „ Ahrif vinnslu á nær- ingargildi matvæla“, sem haldin var á Hótel Sögu í september 1987, var gerð fyrirspurn um áðurnefnt atriði og xanthin oxidasa. Þar var ráðstefnugestum tjáð að þetta væri ósannað en þessu hefði verið haldið fram fyrir um 20 árum.“ laust áfram, hvað sem Guðna Gunn- arssyni líður. Höfundar eru matvælafræðiagar. FÉLAGAR { FÉLAGI ELDRIBORGARA NJÓTIÐ ÆVIKVÖLDSINS í ÖRUGGU OG GÓÐU UMHVERFI (við Sólarlagsbrautina) íbúðir í mismunandi stærðum og gerðum. Allar íbúðimar henta fótluðum. Þvottaaðstaða í hverri íbúð. Svalir fylgja öllum íbúðunum. Fullkomið eldhús í hverri íbúð. Fullkomið öryggis- og eldvamakerfi er í íbúðunum. Stór og fallegur garður er umhverfis húsið. Fullbúin setustofa á hverri hæð. Fullkomið sjónvarpskerfi - (tengt dyrasíma). Húsvörður býr í húsinu. Fyrirhuguð þjónusta: Tannlæknir. Sólbaðs-, nuddstofa og gufubað. Snyrti- og hárgreiðslustofa. Þvottahús og efnalaug. Sölutum. Til sölu Grandavegur 47. Félagsmenn, sem hafa skráð sig fyrir íbúðum skulu hafa staðfest um- sóknir sínar fyrir 1. apríl nk. FIjLVCí ELDIU BOIK JAR4 Leitið upplýsinga hjá Félagi eldri börgara í Reykjavík, Borgartúni 31, símar 621477 og 20812.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.