Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 19
19 Friðrik Haraldsson „Ferskustu dæmin um lagalega nauðsyn þess, að útlendingar haf i at- vinnuleyfi handbært við komu til landsins, hyggist þeir starfa hér- lendis, er erlenda starfsfólkið í fisk- vinnsiunni, pólska áhöfnin á einu farskip- anna okkar og dávaid- urinn, sem ætlaði að lækna með dáleiðslu. Þetta er vafalaust það, sem Einar Guðjohnsen nefnir „einkarétt“ þann, sem leiðsögu- menn krefjast." Hverja er verið að útiloka? Einar segir, að barátta okkar MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 fyrir því að landslög séu í heiðri höfð stuðli að útilokun einhvers eða einhverra hópa. Þetta er eitt þeirra röklausu og heimskulegu slagorða, sem gripið er til, þegar menn verða blankir. Hingað mega og geta komið allir, sem hirða um að fylgja settum reglum. Hinir eru bezt geymdir heima hjá sér. Það eru engar nýjar fréttir, að hingað komi gestir, bæði í hópum og sem einstaklingar, sm vilja ferð- ast um á eigin vegum. Vonandi verður svo áfram og veri allir vel- komnir. Hin hliðin á málinu er sú, að fjöldi ferðaútgerða erlendis þyk- ist hafa fundið lausn frá íslenskum lögum á þessum vettvangi og það með dyggri aðstoð örfárra hér- lendra fyrirtækja sem byggja af- komu 'sína á ferðaþjónustu eins og hinir. Þetta kallast að éta útsæðið sitt, svo að ekki sé meira sagt. Menntun leiðsögnmanna Bókvitið eitt gerir engan full- færan til starfa og sumir verða aldrei hæfir í því starfi, sem þeir hafa menntað sig til. Leiðsögu- menn þurfa að ljúka eins vetrar ströngu grunnnámi, sem er upp- hafið að stöðugri viðbótar- og end- urmenntun. Nám þetta stunda þeir í skóla Ferðamálaráðs, sem þar að auki heldur endurmenntunamám- skeið af og til. Félag leiðsögu- manna heldur auk þess uppi öflugri fræðslustarfsemi, sem er stunduð af alúð og áhuga meðal þeirra, sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera landið okkar aðlaðandi og vinalegt á fleiri sviðum en náttúra þess sjálfs býður upp á. Samkvæmt ummælum þúsunda gesta okkar er vandleitað að jafn- góðri eða betri leiðsögu en á Is- landi. Hveijir eru leiðsögumenn Þeir eru breiðfylking velmennt- aðs fólks úr öllum þrepum þjóð- félagsins og búa þar af leiðandi yfir kunnáttu og þekkingu, sem nægir til að sinna þeim verkefnum, sem þeim eru falin hveiju sinni. Hingað til hafa verkefnin verið fleiri en virkir félagar eru margir og m.a. þess vegna hefur verið til- tölulega auðvelt fyrir útlendinga að fá jákvæðar umsagnir stéttarfé- lags leiðsögumanna vegna um- sókna um atvinnuleyfi. Því má ljóst vera, að styrinn stendur ekki um útilokun útlendinga frá því að starfa við hlið okkar, heldur um það að fara eftir landslögum. Frá eigin hjarta Hvað varðar umfjöllun Einars um persónulegar athafnir mínar, bendi ég honum á að kynna sér betur lög og reglur um dvalar- og atvinnuleyfi í aðalviðkomulöndum íslendinga, ef hann hefur lyst á, en muna samt, að íslenzk lög gilda á íslandi líkt og þýzk lög gilda í Þýzkalandi. Hvers vegna? Það kemur spánskt fyrir sjónir, að talsmenn þessara örfáu fyrir- tækja, sem áttu málsvara í DV mánudaginn 15. febrúar sl., skuli ekki þora að taka þátt í opinberri umræðu um þessi mál en beita Einari Guðjohnsen fyrir sig í stað- inn. Skýringin kann að vera sú, að Einar er vel ritfær og þekktur á síðum blaðanna en hinir vilja ferðast í skugganum. Samt held ég að illa sé gert, að fá jafnréttsýn- an mann og Einar til að leggja svona slæmum og ólöglegum mál- stað lið. Bezt væri, að hann reyndi að hrista þessa óværu úr pilsfaldin- um sínum hið allra fyrsta. Höfundur er formaður Félags leiðsögumanna. Gódan daginn! VARAHLUTIR Verðkönnun Verðlagsstofnunar sýnir hagstætt varahlutaverð okkar. Eigum ávallt fyrirliggjandi varahluti í fíestar tegundir bifreiða og vinnuvéla, m.a. þurrkublöð, síur, kveikjuhluti o.fí. DÆMI UM OKKAR VERÐ: Daihatsu Lada MKsubishi Charade Lux Galant Olíusíur kr. 216 200 200 Viftureimar kr. 155 158 127 Vatnsdælur kr. 1.430 1.250 2.145 Startarar kr .4.620 7.957 5.825 Bremsuklossar kr. 1.075 836 800 Geríð verðsamanburð. n BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO Þéttni og þykkt beina eykst þar til um fertugsaldur. Mikilvægt erað bein hafi náð fullum styrk og þroska þegar úrkölkun ágerist. Einnig verðurað gæta þess að fá nægilegt kalk úr fæðunni tilað hamla á móti beingisnun. \ V Víð eðlilegar aðstæður getur mjólk dregið úr tannskemmd- um. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magnium er verndandi fyrir tennurnar. Tilþess að beinabygging verði eðlileg þarfhlutfall hinna ýmsu steinefna í fæðunni að vera rétt. I mjólk eru þessi hlutföll mjög hagstæð. Hvernig ertu inn viö beiniö? Hefurðu hugsað út í það að beinin eru kalkbanki líkamans-banki sem er í stöðugri endumýjun, líka á fullorðinsárum. Ef líkaminn fær ekki nægilegt kalk úr fæðunni gengur hann á forða kalkbankans og úrkolkun beina (beingisnun) á sér stað. Þess vegna er afar mikilvægt að tryggja sér nægilegt magn af kalki úr fæðunni alla ævi. Mjólk og mjólkurvörur eru lang mikilvægasti kalkgjafinn og alhliða næringargildi mjólkurinnar er með því besta sem við þekkjum. Kalkþörfin er mismunandi eftir kyni og aldri frá 2-4 mjólkurglös á dag. MJOLKURDAGSNEFND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.