Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 26

Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Frá IBM bama- og unglingamótinu í skák um síðustu helgi. Spennandi tafllok draga að sér at- hygli áhorfenda. IBM barna- og unglingamót í skák: Þátttakendur voru 475 talsins Gunnar Hansson forstjóri IBM afhendir einum yngstu keppend- anna viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Arnar Gunnarsson, sigurvegari i flokki níu ára og yngri. Hann fékk að sigurlaunum þetta myndarlega taflborð og taflmenn að auki. Frábært samstarf við Skáksambandið og TR segir forstjóri IBM UM helgina var haldið í Reykjavík bama og unglingamót í skák. Það var IBM á íslandi sem stóð að mótinu í samstarfi við Skáksamband Islands og Taflfélag Reykjavíkur. Að sögn Gunn- ars Hanssonar forstjóra IBM var mótið mjög vel heppnað í alla staði og komust færri að en vildu. Mótinu var skipt í þijá aldurs- flokka: 9 ára og yngri, 10 til 12 ára og 13 til 16 ára. I elsta flokkn- um sigraði Hannes Hlífar Stef- ánsson með fullt hús vinninga, hann vann allar níu skákirnar. I næstu sætum voru Héðinn Steingrímsson, Sigurður Daði Sigfússon, Þröstur Arnason, Magnús Teitsson og Eyjólfur Gunnarsson. í flokki 10 til 12 ára sigraði Helgi Áss Grétarsson. Hann hafði einnig fullt hús, níu vinninga. Næstir komu Magnús Öm Úlfarsson, Páll Agnar Þórar- insson, Hálfdan Daðason, Kjartan Maack og Þórleifur Karlsson. í flokki níu ára og yngri sigraði Amar Gunnarsson með átta og hálfan vinning. Næstir komu Pét- ur Oskar Sigurðsson, Bergsteinn Ó. Einarsson, Jóel Karl Friðriks- son, Bjöm Margeirsson og Torfi Leósson. Veitt vom verðlaun fyr- ir sex efstu sætin í hveijum flokki. Þátttakendur á mótinu voru alls 475, þar af 119 í elsta flokkn- um, 199 í flokki 10 til 12 ára og 167 í yngsta flokki. Að sögn Gunnars Hanssonar var ekki hægt að skrá fleiri keppendur vegna skorts á töflum. Sagði hann fjölmarga skákklúbba og skákfélög víða um land eiga þakkir 'skildar fyrir að hlaupa undir bagga og lána töfl, án þeirra aðstoðar hefði þetta mót ekki getað orðið svo flölmennt. Hætt var skráningu þátttakenda þegar sýnt þótti, að ekki væri •fleiri töfl að hafa og sagði Gunn- ar, að annars hefði mótið getað orðið mun fjölmennara miðað við ásókn. Gunnar Hansson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að mótið hefði verið einstaklega vel heppn- að. „Þetta var einstaklega ánægjuleg helgi, það var gífur- Moryunblaðið/ÓI.K.M. Hannes Hlífar Stefánsson. Hann sigraði flokki 13 til 16 ára með fullt hús, niu vinninga. legur áhugi bamanna og margar skemmtilegar skákir tefldar. Það kom mér á óvart hvað þau tóku þessu af mikilli alvöru og sýndu mikla prúðmennsku. Ef upp kom ágreiningur, þá réttu þau upp hönd og kölluðu á skákstjóra. Þá var gaman að sjá hvað foreldrar vom duglegir að koma og fylgj- ast með bömunum," sagði Gunn- ar og bætti því við, að samstarfið við Skáksambandið og TR hefði verið frábært, sömuleiðis við skákfélög á landsbyggðinni. Ekki hefur, að sögn Gunnars, enn ver- ið ákveðið hvort aftur verður haldið samskonar mót á vegum IBM. IBM bama og unglingamótið fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og í Breiðagerðis- skóla. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson. 12. áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands: Sigrún Eðvaldsdótt- ir leikur einleik SIGRÚN Eðvaldsdóttir, hinn ungi og efnilegi fiðluleikari, verður einleikari á 12. áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem haldnir verða nk. fimmtudag, 17. mars, i Háskólabíói og hefjast kl. 20.80. Stjómandi er Pólveijinn Zygmunt Rychert. Tónleikamir heflast með Orpheus eftir Franz Liszt og því næst verður fluttur fiðlukonsert eftir Sibelius, þar sem Sigrún leikur einleik. Tónleikun- um lýkur með Sinfóníu nr. 3 eftir Lutoslavsky, en þetta er nýlegt verk eftir eitt merkasta tónskáld tuttug- ustu aldar. Lutoslavsky stendur nú á sjötugu. Við flutning þessa verks þurfti að fjölga verulega flytjendum í hljómsveitinni, þannig að þeir verða um 90. Þeir, sem bætast nú í hljóm- sveitina, hafa flestir að undanfömu verið í prófum hjá hljómsveitinni. Sigrún Eðvaldsdóttir er vaxandi einleikari, þótt hún sé ung að árum, rétt rúmlega tvítug. Hún hóf fiðlu- nám 5 ára og 11 ára fór hún í Tón- listarskólann í Reykjavík og lærði þar hjá Rut Ingólfsdóttur og Guðnýju Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Guðmundsdóttur, þar til hún útskrif- aðist 16 ára með einleikaraprófl. Hún hefur leikið einleik með mörgum unglingahljómsveitum, m.a. í Svíþjóð og Michigan í Bandaríkjunum. Hún stundar nú nám við „The Curtis Inst- itute of Music" í Philadelfíu í Banda- ríkjunum og lýkur BM-prófl þaðan í Grænlendingar heimsækja ASI ÞRJÁTÍU grænlenskir nemendur í vetrarskóla grænlensku verka- lýðshreyfingarinnar eru væntanlegir hingað til lands í kvöld. Þeir eru í námsferð og munu kynna sér íslenskt atvinnulif, hlýða á fyrirlestra og heimsækja vinnustaði. Alþýðusamband íslands tekur á móti þeim og héfur skipulagt dvöl þeirra hérlendis sem stendur Zigmunt Rychert vor. Pólski stjómandinn, Zygmunt Rychert, nam tónsmíðar og hljóm- sveitarstjóm við opinbera tónlistar- háskólann í Posnan. 1970 hlaut hann verðlaun í pólsku samkeppninni í þessum greinum. Hann hefur stjómað hljómsveitum innan Póllands og utan, s.s. í Sov- étríkjunum, Tékkóslóvakíu, Austur- og Vestur-Þýskalandi og flölmörgum öðrum löndum Evrópu, auk Banda- ríkjanna og Japans. Hann er stofn- andi Baltycka fílharmóníuhljómsveit- arinnar og listrænn leiðbeinandi hennar. Hann hefur hlotið verðlaun fyrir framlag sitt í þágu listarinnar í Póllandi. (Fréttatilkynning) í 11 daga. Nemendumir em á aldrinum 19-33 ára og stunda nám við Sulis- artut Höjskoliat, sem er nokkurs konar lýðháskóli, rekinn á vegum grænlensku verkalýðshreyfingar- innar, SIK, í Julianehaab. Að sögn Ragnhildar Ingólfsdóttur hjá ASÍ, sem hefur unnið að skipulagningu heimsóknarinnar í samvinnu við MFA, er ein ástæðna námsfarar- innar sú að SIK þurfti að nota skólahúsið fyrir þing á vegum þess. Því hafi nemendumir tekið á það ráð að fá að koma í náms- ferð hingað. Hópurinn mun m.a. hlýða á fyr- irlestra um sögu íslands og sjálf- stæðisbaráttu, atvinnulíf, byggða- þróun og íslensk stjómmáL Þá mun hann skoða nokkra fjölmiðla; útvarp, sjónvarp og blöð. Nemend- umir munu einnig kynna sér íslenskan landbúnað, fara til Sel- foss og Flúða auk þess sem þeir munu skoða Gullfoss og Geysi. Þá fara þeir til Akraness, þar sem þeir kynna sér fískveiðar og iðnað. Síðasta dag heimsóknarinnar munu nemendur hitta þingmenn í Vestnorræna þingmannaráðinu. Ragnhildur sagði Alþýðusam- bandið ekki áður hafa tekið á móti hópi í námsferð en sagði að ef vel tækist til nú, gæti orðið um frekari heimsóknir að ræða. ASÍ hefur átt samstarf við SIK á und- anfömum ámm, en þessar hreyf- ingar, auk verkalýðshreyflngunni í Færeyjum, mynda Verkalýðs- hreyfinguna í Norður-Atlantshafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.