Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 28

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Óeirðirnar í Azerbajdzhan: „Hræðilegir glæpir“ framdir í Sumgait - segir vararíkissaksóknari Sovétríkjanna Moskvu. Reuter. ALEXANDER Katusev, vararík- issaksóknari Sovétríkjanna, hef- ur staðfest, að ofsóknir hafi átt sér stað í iðnaðar- og hafnar- borginni Sumgait við Kaspíahaf í lok síðasta mánaðar og alls 32 menn látið lífið i óeirðunum þar, að því er sagði í dagblaði, sem gefið er út í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan. „Mikil óöld ríkti í borginni, og íkveikjur og fleiri grimmdarverk framin — hræðilegir glæpir,“ sagði Katusev viðtali við dagblaðið Bakin- sky Rabochy, málgagn kommún- istaflokksins í Bakú. Armenar, sem flúðu frá Sumgait, sögðu í Moskvu, að ofsóknimar hefðu átt sér stað 28. febrúar. Hafi Armenar verið Bandaríkin: Viðskipta- hallinn minnkaði í lok síðastaárs eltir uppi og drepnir, hvar sem til þeirra náðist, en flestir þeirra hafi farið í felur. Armenar eru um 18.000 af um 240.000 íbúum Sumgait. Þetta er í fyrsta sinn, sem sov- éskur embættismaður- hefur nefnt orðið „ofsóknir" til þess að lýsa atburðunum í Sumgait — með greinilegri tilvísun til þjóðemislegs eðlis atburðanna. Fyrr í þessum mánuði var staðfest í Kreml, að 32 menn hefðu látið lífið í borginni í átökum Armena og Azerbajdzhana. Áður höfðu tveir ungir Azerbajdzhanar látið lífið í átökum, sem bmtust út vegna tillagna um, að landamærum Sovétlýðveldanna tveggja yrði breytt. Katusev sagði í viðtalinu við Bakinsky Rabochy, að margir af forsprökkum óeirðaseggjanna hefðu þegar verið handteknir og yrði rannsókn málsins haldið áfram, þar til sérhver þeirra, sem átt hefðu hlutdeild í skipulagningu grimmd- arverkanna eða tekið þátt í þeim, væri kominn undir lás og slá. Reuter Frá átökum lögreglu og vinstrisinnaðra stúdenta við bandaríska sendiráðið í Manila. Stúdentamir kröfð- ust lokunar bandarísku herstöðvanna á Filippseyjum. Utanríkisráðherra Filippseyja: Leysingar íkjölfar fannfergis Reuter Mannskapurinn á brúnni er fús til að leiðbeina bifreiðareigandanum sem lenti í basli i bænum Mosbach í Vestur-Þýskalandi í gær vegna vatns- elgs. Mikil flóð fylgdu í kjölfar snjókomunnar í Evrópu um heigina sem meðal annars lokuðu af bæjum í skíðahéruðum í austurrísku Ölpunum aftur leiðar sinnar Ziirich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÚSUNDIR ferðamanna, sem voru tepptir í austurrísku Ölpun- um yfir helgina, komust loks leið- ar sinnar síðdegis i gær. Her- menn og sjálfboðaliðar höfðu þá hreinsað snjóflóð og skafla af alfaraleiðum. „Það er nú bíll við bíl á leiðinni héðan frá Lech,“ sagði Jóna E. Jónsdóttir, skíða- kennari, þegar Morgunblaðið hafði samband við hana i gær. „Þeir rétt mjakast áfram og lög- regla er á hverju homi til að stjórna umferðinni." Þrír íslendingar voru meðal þeirra sem voru tepptir í Lech vegna snjókyngis. Þeir fóru frá bænúm strax í gær. „Það var tilkynnt skömmu eftir hádegið að vegurinn yrði opnaður klukkan fjögur,“ sagði Jóna. „Strax upp úr þrju fóru bíla- raðir að myndast á götunúm. Það er glaðasólskin og mjög hlýtt hér í dag. Fæstir fóru því á skíði en sátu þess í stað óþreyjufullir á ferðatösk- um og biðu eftir að komast í burtu." Um tuttugu íslendingar eru enn í Lech. Þeir eru þar í hálfsmánað- arfríi og ætla heim um næstu helgi. Einn þeirra meiddi sig í hnénu á föstudag en hafði ákveðið að láta skera það í Lech áður en allar leið- ir til bæjarins lokuðust. Aðgerðin tókst vel. Hollenska konungsijölskylldan varð innlyksa í Lech eins og svo margir aðrir. Henni var ekið í burtu um fjögurleytið í gær í lögreglu- fylgd. Var vinstri akrein vegarins notuð fyrir bílalest konungsQölskyl- dunnar. Fjöldi ferðamanna gerði sér lítið fyrir og slóst í lestina til að komast hraðar heimleiðis. Washington, Reuter. Viðskiptahalli Banda- ríkjanna fór niður í 38,99 millj- arða dollara síðustu þijá mán- uði ársins 1987, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Ársfjórðunginn þar áður hafði viðskiptahallinn verið 43,44 millj- arðar dollara, og hafði aldrei verið eins mikill. Árið 1987 var við- skiptahallinn lú0,69 niilljarðar dollara, en árið þar áður var hall- inn um 141,35 milljarðar. Hagstæðari viðskiptajöfnuður á síðasta ársfjórðungi ársins 1987 er talinh geta orðið repúblikönum til framdráttar í komandi forseta- kosningum. Austurríki: Ferðamenn komast Herstöðvarnar þjóna aðeins bandarískum hagsmunum arnar gegna ákaflega mikilvægu hlutverki en ríki Suðaustur-Asíu- sambandsins (ASEAN) hafa ekki tekið undir það opinberlega, að Sin- gapore undanskyldu. Japanir, sem þó eru ekki í ASEAN, hafa tekið afdráttarlausa afstöðu með stöðv- unum og sagt þær nauðsynlegar vegna mikilla hemaðarlegra um- svifa Sovétmanna í þessum heims- hluta. Til harðra átaka kom fyrir utan bandaríska sendiráðið í Manila í gær er vinstrisinnar efndu þar til mótmæla. Kröfðust þeir þess að bandarísku herstöðvunum yrði lok- að. Stúdentar köstuðu gijóti að sendiráðinu og lögreglu, sem reyndj að bijóta mótmælin á bak aftur. Hópur manna slasaðist, að sögn talsmanns lögreglunnar. Filippseyingar vilja hærri greiðslur vegna stöðvanna Manila. Reuter. RAUL Manglapus, utanríkisráð- herra Filippseyja, sagði í gær að bandarísku herstöðvamar á eyj- unum þjónuðu aðeins hagsmun- um Bandaríkjamanna. Em þetta hörðustu yfirlýsingar ráðamanns á Filippseyjum um bandarísku stöðvarnar en fyrir dymm standa samningaviðræður um framtíð þeirra. Viðræðum um framtíð banda- rísku herstöðvanna á Filippseyjum hefur verið frestað og hefjast þær 5. apríl. Vaxandi andstaða er við stöðvamar innan stjómar Corazon Aquino, forseta. Manglapus sagði að menn yrðu að sýna raunsæi er þeir tækju afstöðu til stöðvanna. í raun og vem þjónuðu þær ekki Filippseyingum, heldur eingöngu bandarískum hagsmunum. Samningur um rekstur Clark- flugstöðvarinnar og Subic-flota- stöðvarinnar norður af Manila renn- ur út árið 1991. Samkvæmt honum em Bandaríkjamenn skuldbundnir til að borga 180 milljónir dollara á ári fyrir afnotin, qn síðustu tvö árin hafa þeir borgað rúmlega 400 millj- ónir dollara hvort árið. Manglapus sagði að krafizt yrði enn hærri borgunar í nýjum samningi. Bandaríkjamenn segja herstöðv-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.