Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
41
Ráðhúsið við Tjörnina;
V erkef nisstj órnin svarar
íbúum við Tjarnargötu
EIGENDUR húsa við Tjörnina í
Reykjavík hafa sent borgarráði
bréf, þar sem óskað er eftir upp-
lýsingum um hvaða áhrif vænt-
anleg ráðhúsbygging við norð-
vesturhom Tjarnarinnar geti
haft á nálæg hús og íbúa þeirra.
Erindinu var vísað til umsagnar
verkefnissljórnar um byggingu
ráðhúss og hefur því verið svar-
að.
í greinargerð sem fylgir svari
verkefnisstjómar kemur fram að
framkvæmdir hefjast í lok apríl eða
í byrjun maí næstkomandi. Verður
fyrst lagður garður út í Tjörnina
umhverfis fyrirhugaða gryfju og í
hann sett þétting svo að vatn úr
Tjöminni renni ekki í gryijuna.
Vinnusvæðið verður girt af og dælt
úr gryfjunni, vatni og botnleðju eft-
ir því sem unnt er og stálþil rekið
niður umhverfis alla gryfjuna. Tak-
ist ekki að dæla leðjunni burt verð-
ur vatnið látið síga úr henni og hún
síðan flutt burt á bflum.
Tekið er fram að fylgst verður
með grunnvatnsstöðu og grunn-
vatnsþrýstingi umhverfis grunninn
meðan á framkvæmdum stendur.
Einnig verður fylgst með hreyfing-
um á þili og jarðvegi umhverfís
grunninn og fastamerki í húsum
mæld reglulega.
Hér á eftir fara spurningar íbú-
anna og svör verkefnisstjómar við
þeim.
Spurning 1: Áhrif á
jarðvatnsstöðu og
burðargetu jarðlaga
a. Hver er jarðvatnsstaða nú
umhverfís byggingarstað og hvern-
ig verður hún á byggingartímanum?
b. hversu þétt verður stálþilið og
botn gryfjunnar þ.e. hversu miklu
vatnsmagni verður dælt burtu á
meðan á framkvæmdum stendur
og hversu miklu eftir að húsið er
risið.
c. Nákvæm greinargerð óskast
um gerð jarðlaga á svæðinu og þau
áhrif sem breytt jarðvatnsstaða
mun hafa á burðargetu þeirra.
d. Hvert verður leðjunni úr
grunninum dælt?
Svar:
la: Jarðvatnsstaðan á svæðinu
er nú nálægt hæðinni +2,0 m í
hæðarkerfi Reykjavíkurborgar.
Gert er ráð fyrir að lækka jarð-
vatnsstöðuna um 2 m næst stál-
þilinu á byggingartíma. Vatnsborð
Tjamarinnar verður óbreytt.
Gerðar verða ráðstafanir til þess
að hægt verði að dæla úr gryfju
ofan í jarðveginn umhverfis stálþilið
til að koma í veg fyrir lækkun
grunnvatnsborðs um meira en 2,0
m. í því skyni hefur nú þegar verið
lögð sérstök götuð lögn meðfram
holræsinu sem nú nýverið var end-
umýjað í Tjamargötu og Vonar-
stræti.
lb: Stálþilið sem keypt var til
framkvæmdanna er með sérstökum
þéttingum á samskeytum svo að
aðeins er gert ráð fyrir óverulegum
leka gegnum þilið. Hins vegar þarf
að dæla vegna lækkunar gmnn-
vatnsborðs og leka undir þilið. Búist
er við að dæla þurfí 50 — 100 1/sek.
Eftir að ráðhúsið er risið er ekki
gert ráð fyrir neinni dælingu á
grunnvatni.
lc: Jarðvegsaðstæður í grunni
ráðhússins hafa verið kannaðar all-
ýtarlega með bomnum. Botn Tjarn-
arinnar í gmnninum er nálægt hæð
+1,6 m. en algengasta vatnsborð
Tjamarinnar er +2,0 til 2,2 m.
Fylling er í norðvesturhorni gmnns
(Bámlóð). Botnleðja er þunn við
bakkana en þykknar fljótt er utar
dregur og fer allt í um 3,0 m þykkt
við suðaustuhorn ráðhussins. Undir
botnleðjunni er möl og sandur allt
niður í hæð +4 m til +5 m en þar
tekur við 2—3m þykkt móhellulag.
í vesturenda gmnnsíns (við
Tjarnargötuna) liggur móhellan of-
an á klöpp í hæð +6 m til +7 m
en austar em 1—3 m þykk malarlög
undir móhellunni og þar fyrir neðan
klöpp í hæð +10 m til +11 m. Berg-
gmnnurinn er efst hraun sem
storknað hefur í vatni en undir því
er setberg.
Sé óskað eftir frekari upplýsing-
um um jarðlögin verður að vísa til
jarðfræðiskýrslna sem liggja
frammi hjá Almennu verkfræðistof-
unni hf.
Varðandi burðargetu jarðlaga við
lækkun jarðvatnsborðs má segja að
lækkun jarðvatns um 2,0 m þýði
viðbótarálag á jarðlÖgin sem sam-
svarar um 1,0 m hárri malarfylling.
Almennt má segja að jarðlögin við
norðanverða Tjömina séu burðar-
mikil og áhrif gmnnvatnslækkunar
því lítil.
ld: Eins og fram kom áður verð-
ur öllu óhreinu vatni úr gryfjunni
dælt í „Lækinn".
Spurning 2: Hætta á
jarðvegsskriði undir
fyrirhugað stálþil
a. Við hliðstæðar framkvæmdir
erlendis hefur jarðvegsskrið orðið
undir stálþil vegna jarðþrýstings.
Hveijar yrðu afleiðingar af slíku
jarðvegsskriði fyrir hús í nágrenn-
inu?
b. Hver er reynsla hönnuða og
verktaka af slíkum frámkvæmdum
og hverja meta þeir hættuna á jarð-
vegsskriði?
2a: Hvað snertir hugsanlegt jarð-
vegsskrið undir stálþilið þá er fyrir-
hugað að reka stálþilið niður á klöpp
eða móhellu sem liggur ofan á
klöppinni meðfram Ijarnargötu.
Jarðvegsskrið undir þilið í þeim
mæli sem vísað er til í spurning-
unni er því nánast útilokað.
2b: Hönnuðir hafa langa reynslu
af sambærilegum framkvæmdum
sem em gerð hafnarbakka bæði í
Reykjavík og annars staðar á
landinu. Verktakinn hefur reynslu
af djúpum gryfjum m.a. frá virkj-
anaframkvæmdum og fleiri verk-
efnum hérlendis svo og erlendis.
Báðir aðilar meta hættu af jarð-
vegsskriði undir þil mjög litla.
Spurning 3: Flutningar
jarðvegs og byggingarefna
Samkvæmt upplýsingum borgar-
verkfræðinga í Dagblaðinu - Vísi
hinn 5. desember sl. verður gröfín
vegna fyrirhugaðs ráðhúss um 30
þúsund rúmmetrar. Því má ætla að
heildarflutningar á jarðvegi og
byggingarefnum vegna fram-
kvæmdanna verði um 100 þúsund
tonn.
a. Hversu stórir vömbílar verða
notaðir til flutninganna?
b. Hversu margar ferðir þarf- að
fara?
c. Hvaða leið eiga bílamir að fara
að og frá staðnum?
d. Á hvaða tímum sólarhrings má
gera ráð fyrir slíkri umferð?
e. Hvemig verður aðkoma íbúanna
að húsum sínum tryggð?
f. Greinargerð óskast um þá hættu
sem titringur af völdum vinnu-
véla og þungaflutninga skapar
fyrir undirstöður húsa í nágrenn-
inu.
Svar:
3a: Venjulegir 10—15 tonna
vömbflar og dráttarvagnar.
db: Vegna þungaflutninga er
áætlað að 7.000—10.000 bílar komi
að húsinu á um það bil tveimur
ámm. Til samanburðar má geta
þess að umferð um Vonarstræti er
um 10.000 bílar á dag.
3c: Þungaflutningar verða aðal-
lega um Suðurgötu, Lækjargötu,
Vonarstræti og Ijamargötu með-
fram gryfju.
3d: Reiknað er með 10—11 tíriia
vinnudegi en þó er verktaka heim-
ilt að vinna til kl. 22.00 þegar þörf
krefur.
3e: Eftirlitsmenn verða stöðugt
á verkstað sem sjá mun um að
aðkoma að húsum verði tryggð,
bæði fyrir íbúa og neyðarbfla.
3f: Ekki er talið að titringur af
völdum vinnuvéla eða þungaflutn-
inga skapi neina hættu fyrir undir-
stöður húsa. Titringur verður mest-
ur við þilrekstur en þilið verður
rekið svo langt frá húsunum að
þeim er engin hætta búin við rekst-
urinn. Hins vegar mun titringur
fínnast á götum og gangstéttum
og hugsanlega í húsum sambæri-
legt því sem er við jarðvegsþjöppun.
Hagvangskönnun um ökuhraða:
Flestir eru sáttir við
hámarkshraðann
♦
- en 36% telja hann of mikinn í þéttbýli
í síðasta hefti tímaritsins
Heilbrigðismála, eru birtar nið-
urstöður könnunar, sem Hag-
vangur gerði fyrir tímaritið.
Kannað var viðhorf fólks til
hámarkshraða, annars vegar í
þéttbýli, hins vegar í dreifbýli.
Niðurstöðurnar sýna, að meiri-
hluti aðspurðra er sáttur við
núgildandi hámarkshraða,
rúmlega þriðjungur telur hann
of háan í þéttbýli, 17% telja
hraðann of lítinn og jafnmargir
of mikinn í dreifbýli.
Könnunin var gerð í október
síðastliðið haust og er sú fyrsta
hér á landi um þessi málefni. í
úrtaki könnunarinnar voru eitt
þúsund manns frá átján ára aldri
til sjötugs. 78% svöruðu og flestir
þeirra tóku afstöðu til spuming-
anna, sem birtast í meðfylgjandi
töflum.
Um 58% töldu hámarkshraða í
þéttbýli hæfílegan, 36% töldu
hann of mikinn en aðeins 6% of
lítinn. Fleiri konur en karlar töldu
hámarkshraðann vera of mikinn
og eftir því sem fólkið var eldra,
dvínaði stuðningur við óbreyttan
hraða. Helmingur íbúa í dreifbýli
taldi að hraði í þéttbýli væri of
mikill.
é Orsakir umferðarslysa 1981- -85
Karlar Konur Alls
Ekið á gangandi vegfatanda 15 18% 20 56% 35 29%
Árekstur ökutækja 19 23% 6 17% 25 21%
Ökumaður missir stjóm á farartæki 36 43% 8 22% 44 37%
önnur umferðarslys 13 16% 2 5% 15 13%
83 36 119
Aldur látinna í umferðarslysum 1981-85 Karlar Konur
0-14 ára . 10 4
15-19 ára . . 19 11
20-24 ára . , 10 3
25-29 ára . 12 0
30-44 ára . . 10 1
45-59 ára . 9 2
60-74 ára . 11 9
75-89 ára . 2 6
83 36
Tveir af hveijum þremur töldu
núgildandi hámarkshraða í dreif-
býli hæfílegan, 17% töldu hann
Hvað finnst þér um núgildandi
hámarkshraða í þéttbýli?
Könnun Hagvangs f>Tir tímaritid Hcilbrigðismíil í októbcr 1987.
Svör 740 þátttakenda (af 782) sem tóku afstöðu.
Of Hæfi; Of
mikill legur lílill
Allir, 18-69 ára ............................ 36% 58% 6%
Karlar ....................................... 30% 63% 7%
Konur........................................ 42% 54% 4%
18-24 ára ka'rlar....... .................... 13% 69% 18%
25-39 ára karlar . ........................... 30% 66% 4%
40-54 ára karlar.............................. 31% 63% 6%
55-69 ára karlar............................. 43% 51% 6%'
18-24 ára konur ............................. 17% 79% 4%
25-39 ára konur .......................... • 44% 53% 3%
40-54 ára konur ............................. 38% 53% 9%
55-69 ára konur ..........y.................. 65% 35% 0%
íbúar á höfuðborgarsvaedinu.................. 32% 60% 8%
(búar í þéttbýli úti á landi ................ 36% 60% 4%
íbúar í dreifbýli ............................ 50% 49% 1%
Hvað finnst þér um núgildandi hámarkshrada í dreifbýli? Konnun Hagvangs ívrir tímaritid Heilbrigðismál i október 1987.
Svör 754 þátttakcr.da (af 782) scm tóku afstóðu OI Hæfi* Of
mikill legur líim
Alhr, 18-69 ára 17% 66% 17%
Karlar .... r li% 68% 21%
Konur 23% 65% 12%
18-24 ára karlar 3% 64% 33%
25-39 ára karlar 9% 68% 23%
40-54 ára karlar 9% 72% 19%
55-69 ára karlar 28% 66% 6%
18-24 ára konur 14% 67% 19%
25-39 ára konur 17% 72% 11%
40-54 ára konur 23% 65% 12%
55-69 ára konur 40% 51% 9%
íbúar á höfuðborgarsva?dinu 17% 65% 18%
íbúar í þéttbýli úh á landi 15% 67% 18%
Ibúar í dreifbýlí * 18% 74% 8%
of mikinn og jafnmargir of lítinn.
Jónas Ragnarsson, ritstjóri
Heilbrigðismála, segir í grein um
niðurstöður könnunarinnar:
„Samkvæmt þessu virðist Alþingi
ekki hafa verið á réttri leið er það
heimilaði allt að 100 kflómetra
hraða í nýju umferðarlögunum
sem taka gildi í mars 1988. Þeir
þingmenn sem lögðu til að hraða-
mörkin miðuðust við 110 kíló-
metra hraða (en það var ekki sam-
þykkt) hafa svo sannarlega verið
„úti að aka“ miðað við vilja kjós-
enda.“
Tvö banaslys á mánuði
í þessu sama tölublaði tímarits-
ins heilbrigðismála er grein um
tíðni banaslysa í umferðinni hér
á landi á árunum 1981 til 1985.
Þar kemur fram, að banaslys eru
að meðaltali 24 á ári, þ.e.‘ tvö á
mánuði. Dánartíðni vegna um-
ferðarslysa á þessum tíma er 10,0
af hveijum 100.000 íbúum og er
15% lægri en árin 1976 til 1980
og 1971 til 1975 (11.8 af
100.000). í greininni segir einnig,
að fara verði aftur til sjötta ára-
tugarins til að fínna lægri tíðni
og að miðað við fjölda bíla hafi
dánartíðni vegna umferðarslysa
farið ört lækkandi á síðustu árum.
Svo virðist sem slys á gangandi
vegfarendum séu nú hlutfallslega
færri en áður, en hins vegar virð-
ist hafa fjölgað slysum, þar sem
ökumaður missir stjóm á farar-
tæki, segir í greininni. Þá er sagt
frá því, að meðalaldur þeirra, sem
létust í umferðarslysum 1981 -
’85 var rúm 32 ár og voru gang-
andi vegfarendur að jafnaði eldri
en þeir, sem vom í ökutækjum.
Tímaritið Heilbrigðismál er
gefið út af Krabbameinsfélagi Ís-
lands, ritstjóri er Jónas Ragnars-
son.