Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
43
Jóna Guðný Frans-
dóttir-Afmæliskveðja
90 ára er í dag, Jóna Guðný
Fransdóttir, Skógargötu 17b, Sauð-
árkróki. Hún er fædd 16. mars
1898 í Garðhúsi á Höfðaströnd.
Hún flutti með foreldrum sínum út
í Málmey 1910. Þegar bróðir henn-
ar verður fyrir voðaskoti 1914 og
foreldrar hennar kaupa Skálá og
flytja í land, fer hún að vinna fyrir
sér og var m.a. í Kolkuósi hjá Hart-
manni og Kristínu. Þar átti hún á
þessum árum sitt annað heimili.
Til Reykjavíkur fer hún þrisvar fót-
gangandi til að leita sér lækninga
og er þá í vist á góðum heimilum.
Hún menntast þar og lærir hjá
„góðum konum" og sækir hann-
yrðanámskeið.
13. dsember 1928 giftist hún
Kristjáni Sigfússyni f. 17.01.1902
og hófu þau búskap að Geirmundar-
hóli í Hrolleifsdal 1929, en að
Bræðraá bjuggu þau 1930—1932,
er þau fluttu búferlum að Róðhóli.
Á Róðhóli bjuggu þau síðan í 37
ár eða þar til þau brugðu búi 1969
og fluttu til Sauðárkróks. Kristján
lést 5. maí 1982.
Foreldrar Jónu voru: Frans Jóna-
tansson bóndi Málmey, leiðsögu-
maður, forsöngvari og kennari
Jónatanssonar bónda Bæ Höfða-
strönd, Ögmundssonar („ýmsir telja
son sr. Jóns á Bægisá) b. í Litla
Árskógi Árskógsströnd og Jóhanna
Gunnarsdóttir, Guðmundssonar
Vatni Höfðaströnd, Jónssonar Orm-
staðahjáleigu í Norðfirði, en Verón-
ika kona Gunnars var Eiríksdóttir,
Sigurðssonar b. Hofi í Mjóafírði sem
var sonur Ingibjargar dóttur Her-
manns í Firði í Mjóafirði. Systkini
Jónu eru: Guðlaug Verónika f.
16.03. 1896, bús. í Reykjavík, g.
Eiði Siguijónssjmi kennara og
hreppstjóra Skálá. Eiður dó 1964.
Hjálmar, f. 24.08. 1901, d. 09.01.
1914. Böm: Áður en Jóna giftist
átti hún: Stefán Stefánsson smið á
Reykjalundi, f. 14.01. 1928, bús. í
Mosfellsbæ ókvæntur og bamlaus.
Jóna og Kristján eignuðust 4 böm.
Þau eru: Valgerður húsfreyja
Þrastastöðum Höfðaströnd f. 27.10.
1929, gift Þorvaldi Þórhallssyni
bónda og eiga þau 4 börn og 9
bamaböm.
Dagmar Valgerður húsfreyja
Sauðárkróki, f. 15.02. 1931, gift
Kára Steinssyni íþróttakennara og
sundlaugarstarfsm. og eiga þau 5
böm og 10 bamaböm. Jóhanna
húsfreyja Róðhóli Sléttuhlíð, f.
07.07.1934, gift Jóni Bimi Sigurðs-
syni bónda og bifreiðastjóra og eiga
þau 6 börn 13 bamaböm. Sigmund-
ur Franz heildsali í Reykjavík, f.
14.01. 1941, giftur Hrafnhildi Vil-
helmsdóttur snyrtifræðingi og eiga
2 böm. Eitt bam á Sigmundur frá
fyrra hjónabandi og 1 barnabam.
Alls eru afkomendur Jónu nú
orðnir 56.
V.K.
Jóna tekur á móti gestum í
Safnaðarheimili Sauðárkróks-
kirkju á afmælisdaginn frá kl. 4
sd.
Dagskrárbrot síðustu tíma
eftirJónas Pétursson
Mikið var spjallað um halla á ríkis-
sjóði síðari hluta hins liðna árs. Við
stjómarmyndun, sem telja má mjög
eðlilegt, og rekur þá minni til stórra
orða áður fyrr, ekkert síður úr munni
eða penna þeirra, er nú töldu halla
á ríkissjóði með minni háttar punkt-
um. Og eins og fyrr þá frusu sumir
fastir við fyrirheit, að hækka ekki
skatta. En hallarekstur á ríkissjóði
á tveimur mestu tekjuárum þjóðar
er samkv. bamalærdómi hin glæfra-
legasta glópska. Svo fór einnig er
alvara þingstarfanna sagði til sín
og stjómin fór að hugsa, — að
ákvörðun kom um jafnvægi fjárlaga.
Mörgum álengdar mun hafa komið
til hugar að leitað yrði á mið gróð-
ans í góðærunum. Niðurstaðan varð
þó á þá lund, sem tuggið hefír verið
ótæpilega, matarskattur — og nógu
mikið til að eyru eru að hætta að
heyra og augu að sjá. Flestir sjá þó
að undir engum kringumstæðum gat
stjómin staðið að fjárlögum með
halla.
Gróðaöflin virðast hingað til nokk-
uð „stikkfrí" og hvað var þá til ráða?
Eins og alltaf reynist, þá verður það
almenningur, þjóðarþunginn, sem
tekur á sig að bjarga. Sá stóri hluti,
megin þjóðarinnar, sem skilur fjár-
hagslegt sjálfstæði. Ifyrst er að rétta
ríkissjóðinn — næst er að borga
erlendu skuldirnar! Venjulegum
íslendingi er^það óþægileg vitneskja
að skuldir islendinga við erlenda
kröfuhafa skuli stórhækka bæði
þessi mestu framleiðsluár, sem auk
þess nutu hagstæðra viðskiptakjara.
Orsökin er stjómieysi! ótakmarkað
frelsi til að eyða, — gjaldeyrinum
beinlínis rænt með atbeina ríkis-
Jónas Pétursson
„Venjulegnm íslendingi
er það óþægileg vitn-
eskja að skuldir íslend-
inga við erlenda kröfu-
hafa skuli stórhækka
bæði þessi mestu fram-
leiðsluár, sem auk þess
nutu hagstæðra við-
skiptakjara.“
stjómar, langt undir sannvirði. Eng-
in ríkisstjóm hefír kosið að míga svo
hroðalega ( skóinn! (Haraldur Guð-
mundsson nefndi það að pissa í út-
varpsræðu, líkl. árla 1939!).
Ögn meira um söluskattinn.
Skömmu eftir 1980 var horfíð að
því ráði að undanþiggja matvörur
söluskatti. Ég man það að mér
fannst þetta óráð og af þeirri ástæðu
að mismunandi regla torveldaði eft-
irlit og myndi leiða af sér söluskatt-
svik, — með almennri nafngift. Ég
hefí að vísu aldrei í alvöru búist við
söluskatti á innlenda matvöru.
Nú eru uppi heitstrengingar um
þrepaskatt, gefið heitið virðisauka-
skattur. í 20 ár hefir hann verið á
döfinni. Á síðustu þingmannsárum
mínum virti ég fyrir mér þá hug-
mynd. Mergur málsins í mínum huga
var að sá skattur kæmi ekki með
þunga á búvöruframleiðsluna, sem
ég eygði í því að framleiðslustig
vörunnar, sem nefnt er verð til fram-
leiðenda, væri undanþegið. En sölu-
meðferð eftir það, fengi þann þrepa-
skatt, sem þar gilti á sama hátt og
aðrar vörur. Ekki ætti að þurfa fjöl-
yrði um þá sjálfsögðu málsmeðferð
að innlend framleiðsla sé vemduð
við hlið innfluttrar, svo sem kostur
er og á þennan hátt má það vera
einfalt mál í framkvæmd. Ef að sú
hugsun er á sveimi meðal íslenzkra
þegna nú, að sömu reglur eigi að
gilda um íslenzka framleiðslu og
innflutta vöru, þá er það hrein
landráðahugsun.
Mig langar að segja alþingis-
mönnum — já íslenskri þjóð einföld
sannindi! Boðorð Kfsins! Orða það
ekki upp á nýtt. Tæpast gert skýrar:
Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvemig sem striðið þá og þá er blandið,
það er Að elska, byggja og treysta á
landið.
HH.
í hlaupársmánuði 1988.
Höfuadur er fyrrverandi alþingis-
maður.
Þegar Gunnar
Bjarnason heim-
sótti Búnaðarþing
eftirHjörtE.
Þórarinsson
í Morgunblaðinu og Tímanum 1.
mars er skýrt frá því, er Gunnar
Bjamason fyrrverandi hrossaræktar-
ráðunautur snaraði sér inn á Búnað-
arþing í byijun fundar og útbýtti því
sem hann kallar starfsskýrslu sína
til Búnaðarfélags íslands fyrir árin
1986 og 1987.
„Starfsskýrsla" Gunnars með
fylgiskjölum er býsna löng, einar 20
vélritaðar síður, og er þar rakin
starfssaga hans við hrossaræktar-
málin og sér í lagi útflutning hrossa.
Það er skemmst frá því að segja
að í „starfsskýrslunni" er sveigt all-
hressilega að Búnaðarfélagi íslands
fyrir afskipti þess af hrossaútflutn-
ingi. í fréttagreinum blaðanna kemur
raunar fram aðeins örlítið brot af
gagnrýninni. Þó er það nóg til þess
að lesandinn má skilja að félagið
hafi alltaf verið hinn versti þrándur
í götu skynsamlegrar stefnu í þessum
málum. Ef fyrirmælum þess hefði
verið hlýtt „hefði fslenska gæðinga-
kynið lent í saurþró landsmanna á
sjötta áratugnum", hvað sem það nú
þýðir.
Búnaðarþing tók þessari óvenju-
legu skýrslugjöf með jafnaðargeði
þess, sem telur sig hafa góða sam-
visku. En hin góða samviska Búnað-
arþings og þar með Búnaðarfélags
íslands byggist í þessu tilfelli á því,
að það hefur aldrei lagst gegn út-
flutningi hrossa, en hins vegar haft
forgöngu um mótun lagaákvæða í
sambandi við útfíutninginn, sem eru
til þess ætluð að draga úr Ifkum á
skaðlegum áhrifum hans á ræktun
reiðhestakynsins hér innanlands.
Mismunandi skoðanir á fram-
kvæmd þessarar stefnu sem flestir
eru f rauninni sammála um, er ein
meginorsök þess ágreinings sem
stundum hefur verið milli Gunnars
Bjamasonar og Búnaðarfélagsins.
Og þó að það skuli fúslega viður-
kennt að Gunnar Bjamason hafi unn-
ið ágætt starf í hrossaútflutningsmál-
um og skapað sér heiðursnafn í fé-
lagsskap eigenda og unnenda
íslenskra hesta erlendis, þá er fráleitt
að hægt sé að samþykkja að án hans
tilverknaðar hefðu mál þróast á ein-
hvém allt annan og ógæfulegri veg
og fslenska hestakynið glatað gildi
sínu fyrir þjóðina, (sbr. „lent í saur-
þijó Þjóðarinnar".)
En þjóðfélagslegt hlutverk hestsins
hér heima á Fróni er þó væntanlega
það sem mestu máli skiptir f þessu
sambandi með allri virðingu fyrir gildi
hans sem útflutningsgreinar og aug-
lýsingar erlendis á landi okkar og
þjóð.
Samskiptum Búnaðarfélags Is-
lands og Gunnars Bjamasonar er nú
lokið og hafa staðið f nærri hálfa
öld, oft í góðum friði og sátt, stundum
töluverðum brösum. Stjóm Búnaðar-
félags íslands vill ekki að þessar frá-
sagnir blaðanna þann 1. mars, verði
Hjörtur E. Þórarinsson
það síðasta, sem á prent kemur um
þessi samskipti.
Nú er útfiutningur hrossa aðallega
f höndum félags hrossabænda og enn
þykir nafh Gunnars Bjamasonar
skipta máli f sambandi við þessa
verslun. Hlutverk Búnaðarfélags ís-
lands er þar einvörðungu að votta
um ætt og uppruna hrossanna og
gefa útflutningnum opinberan stimp-
il. Um það er nú ekki ágreiningur
milli þessara aðila.
Sfjóm Búnaðarfélags íslands end-
urtekur því bókun sína frá 3. desemb-
er 1987, sem Gunnar vitnar f, þar
sem segir að búnaðarmálastjóra sé
falið að „tjá honum (G.B.) þakklæti
sitt fyrir langa þjónustu við félagið".
Gunnar Bjamason dregur í efa ein-
lægni þessara orða í „starfsskýrslu"
sinni. Það er algjör óþarfi.
Allir landsmenn og margir aðrir
hafa fylgst með því ævintýri sem er
framför íslenska reiðhestakynsins hér
innanlands sfðustu hálfa öld eða svo
og vaxandi og batnandi hesta-
mennska f víðustu merkingu. Jafn-
framt virðast menn, með ýmsum
undantekningum þó, sætta sig bæri-
lega við þá staðreynd að fslensk hross
em nú ræktuð f miklum mæli á er-
lendri gmnd, sem er óhjákvæmileg
afieiðing af útflutningi tímgunar-
hæfra gripa.
Búnaðarfélag tslands gengst ekki
við neinum sakargiftum Gunnars
Bjamasonar þó að það sé viðurkennt
að hann eigi gildan þátt f þessari
ævintýrasögu. Það verður aldrei af
honum tekið.
Búnaðarfélag íslands tjáir honum
þakklæti fyrir þetta mikilvæga fram-
lag hans. Það er engum vafa undir-
orpið að nafn hans verður alltaf tengt
þeim ómetanlega þætti þjóðlffsins
sem er hrossarækt og hestamennska.
Höfundur er formaður Búnaðar-
félags íslaads.
Verðfrá 37.736 kr.*
4 í íbúð 45.156 kr.*
2 í íbúð 48.972 kr.*
Hammamet er nýtískulegur bær
með endalausar baðstrendur og
glæsileg hótel. í Túnis er hagstætt
verðlag og þróuð fermannaþjón-
usta. En þar er líka að finna fram-
andi andrúmsloft og spennandi
arabíska markaði. Stuttar skoðun-
arferðir „aftur í tímann" til Karþagó
eða um Sahara eyðimörkina eru
áhugaverðar og heillandi. 2-3 vikur,
áætlunarflug um Kaupmannahöfn.
FERDASKRIFSTOFAN