Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 49 USÚ-þing á Höfn Iþróttadeild hestamanna- félagsins tekin í Ulfljót Höfn, Homafirði. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Frá þingi ungmennasambandsins Ulfljóts, sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í byijun mars. FIMMTUGASTA og sjötta ársþing ungmennasambandsins Úlfljóts í Austur-Skaftafellssýslu var haldið á Höfn 6. mars. Um þijátíu fulltrú- ar 9 félaga sátu þingið _ ásamt tveimur gestum frá UMFÍ, Þóri Haraldssyni og Herði Óskarssyni. Fyrir þinginu lá inntökubeiðni íþróttadeildar hestamannafélags- ins Hornfirðings, og var hún sam- þykkt. Fráfarandi formaður, Helga V. Sigjónsdóttir, flutti skýrslu stjómar. Stærsta verkefni síðasta árs var þátt- taka í landsmóti UMFÍ á Húsavík, en 50 manna hópur fór á landsmótið frá Úlfljóti. Sambandið stóð fyrir sex innanhéraðsmótum, og tók einnig þátt í sex mótum utan héraðs. A meistaramóti 14 ára ogyngri eignað- ist sambandið einn Íslandsmeistara, það var Kristinn Fjölnisson i lang- stökki. Á meistaramóti 15—18 ára varð Sigurður Eiríksson svo tvöfald- ur íslandsmeistari í 100 m og 200 m hlaupum. í skýrslu stjómar kom fram að aðstaða til fijálsíþróttakeppni er fremur bágborin í sýslunni, en í Nesj- um hefur verið hafist handa við gerð íþróttavallar, sem verður byggður sérstaklega með fijálsar íþróttir í huga. Mörg málefni vcru til umfjöllunar á þinginu, en skipting tekna af lottó- hagnaði einna mest áberandi. Þó vom fulltrúar fljótir að koma sér saman um skiptinguna, og gekk það mjög árekstralaust. Undir lok þings- ins var svo einnig samþykkt þakkará- lit til ýmissa styrktaraðila sambands- ins svo sem hreppsfélaga sýslunnar og atvinnufyrirtækja. Formaður nýrrar stjómar Úlfljóts og var kosinn Ari G. Hannesson frá Umf. Val á Mýrum. Með honum sitja í stjórn: Steinunn Benediktsdóttir, Magnhildur Gísladóttir, Zophonías Torfason og Sigurður Guðnason. Varastjóm skipa: Ágúst Ólafsson, Inga Kristín Sveinbjömsdóttir og Skúli ísleifsson. Fundarstjóri var Jón Gunnar Gunnarsson. - JGG Ótótlegir uppvakningar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: VÍTISKVALIR - HELLRAISER Leikstjóri og handritshöf- undur: Clive Barker. Brellur: Bob Keen. Klipping: Richard Marden. Tónlist: Christopher Young. Kvikmyndatökustjóri: Robert Vidgeon. Aðalleikend- ur: Claire Higgins, Andrew Robinson, Ashley Laurence, Sean Chapman, Oliver Smith, Robert Hines. Bresk. New World Pictures 1987. 92 mín. Fyrir rösku ári, eða svo, sá ég Stephen King bera lofsorð á nýja bók eftir (þá) lítt kunnan, breskan starfsbróður. Mér varð svo mikið um orð hins glúrna metsölu- skálds, „Eg hef séð inní framtíð hrollvekjunnar og hún heitir Clive Barker", og ennfremur: „Hann (Barker) er betri en ég um þessar mundir og mun röggsamari," að ég rauk til og pantaði kverið. Þessi orð em nú orðin fleyg og vel að merkja, þá áttu þau við bókina „In the Flesh“, og gátu svo sem vel staðist, hinsvegar er hæpið að finna þeim stað í um- fjöllun um kvikmyndagerðina. Myndin „Hellraiser" er nefnilega engin framúrstefnumynd á einn né neinn hátt, við emm einfald- lega stödd í kunnuglegu umhverfi juiia er ídin við að mata uppvakninginn sinn á mannsblóði i hryllingsfantasíunni Vítiskvölum. tómatsósu, matarlíms og vel þekktra bellibragða. Hér segir af vonda bróðurnum, Frank, sem fyrir tilstuðlan dular- fullrar öskju vekur upp ára úr víti sem tortíma honum. Eldri bróðir hans, Larry (Andrew Rob- inson), flytur nokkm síðar á ætta- róðal bræðranna ásamt Juliu, konu sinni. Hafði hún áður átt vingott við mág sinn. Blóð sem drýpur úr sári Larrys verður til að kveikja aftur líf með illyrminu Frank og tekur nú frygðarfull mágkona hans til við að færa honum fómarlömb, svo hann megi ná fyrri reisn og bólfimi. Barker kemur óneitanlega inná flesta þá þætti sem er að finna í góðum hrollvekjum, óyndisleg skúmaskot í kjöllumm og á háa- loftum, blóðsugur, skrýmsli, drauga, djöfla, uppvakninga. En þrátt fyrir svona litskrúðugt rosa- lið saknar maður spennunnar, hræðslunnar. I mesta lagi fyllir leikstjórinn mann ógeði í sóðaleg- ustu atriðunum. En leiktjöldin, munimir og sviðssetningarnar em góðar og gálgahúmorinn er góð- ur, þó hann minni óneitanlega á „Eating Raoul", eftir Bartel. I það heila tekið held ég að næsta mynd komi til með að skera úr um hvort hryllingsframtíðin sé í höndum Barkers eður ei. Félags- manm fundUT Haldinn verður áríðandi félagsfund- ur í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, í dag kl. 17.00. Dagskrá: 1. Samningamálin. 2. Önnurmál. Stjórn FBM. Vöítvamótorar = HEÐINN = VÉtAVERSLUN SlMI 624260 o SÉRFRÆÐIÞJÚNUSTA - LAGER < LDJ Höfðabakka 9 Sími 685411 Sendum myndalista — póstkröfuþjónusta * BÆKUR BEINT FRA NEW YORK BAN DARISKI EINSTAKT IÆKIFÆRI - EINSTAKT VERO I VERSLUN OKKAR MARKADURINN 1 'ÖSTI iGJ ii r í 18. M 1A RS EYMUNDSSON Austurstræti 18-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.