Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 50

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Þið megið vera stolt af stórmeistaranum ykkar, Jóhanni Hjartarsyni — segir Elsie Wayne, borgarstjóri Saint John-borgar, í samtali um borgina hennar og skákhátíðina sem þar var haldin eftír Vigfús Geirdal Borgin Saint John í New Bruns- wick, einu Atlantshafsfylkja Kanada, stendur við minni sam- nefndrar ár er fellur út í Fundy- flóa. Franski landkönnuðurinn, Samuel de Champlain, gaf ánni upphaflega þetta nafn er hann og félagar hans komu að henni á degi heilags Jóhannesar 24. júní árið 1604 og upp úr því tók að myndast þarna svolítil frönsk byggð þar sem áður höfðu verið heimkynni Mic- macs og Maliseets-indíána. Árið 1763 komst þetta land formlega undir stjóm bresku krúnunnar. Þáttaskil urðu í sögu Saint John áríð 1783 er 14 þúsund loyalistar, sem flúið höfðu bandarísku bylting- una, komu þangað og settust þar að. 1784 varð New Brunswick formlega að fylki og árið eftir hlaut Saint John formleg kaupstaðarrétt- indi fyrst borga í Kanada. Upp úr 1840 tók mikili fjöldi kaþólskra íra að setjast að í Saint John þannig að þeir eru nú langfjölmennasta þjóðarbrotið í borginni. Fyrir utan Ira eru íbúar fylkisins að mestu leyti af breskum uppruna og í norð- urhluta þess á Ákadíu-skaga býr aðallega fólk af frönskum uppruna. Árið 1867 var New Brunswick eitt þeirra fylkja sem stofnuðu heima- stjómarríkið Kanada, reyndar í blóra við vilja meirihluta íbúa fylkis- ins þar eð það kom niður á þeim efnahagslega að taka þátt í þessu fylkjasambandi. Saint John á það ekki bara sam- eiginlegt með Reykjavík að vera u.þ.b. 200 ára gömul, þær eru líka mjög áþekkar að stærð og þær eru báðar hafnarborgir. Um Saint John höfn fara árlega um 12 milljón lest- ir af ýmiss konar vamingi og þaðan liggja jámbrautanet beggja stóru jámnbrautarfélaganna, Canadian National og Canadian Pacific, vítt og breitt um allt Kanada. í Saint John er líka ein helsta skipasmíða- stöð Kanada sem ekki alls fyrir löngu fékk það verkefni hjá Kanadastjóm að smíða freigátur fyrir meira en 30 milljarða dollara. Þar er mesta olíuhreinsunarstöð landsins og þama eru líka miklar sykur- og pappírsverksmiðjur auk margs konar annars atvinnurekst- urs. Mest af þessu er í eigu eins manns, K.C. Irwings, sem talinn er vera auðugasti maður Kanada. Hann á skipasmíðastöðina, hluta hafnarinnar, olíuhreinsunarstöðina, bensínstöðvar hingað og þangað um alla Norður-Ameríku, pappírsverk- smiðju, tvö helstu dagblöð Saint John-borgar, útvarps- og sjónvarps- stöðvar og hundruð annarra fyrir- tækja. Þessi upptalning á helstu at- vinnufyrirtækjum Saint John-borg- ar gefur tæplega til kynna að þama ríki beiniínis kamivalstemmning og ég verð að játa að ég var haldinn vissum fordómum gagnvart borg- inni þegar ég kom þangað. Atlants- hafsfyiki Kanada höfðu lengi staðið öðrum fylkjum landsins að baki efnahagslega. Þar hafði verið land- lægt atvinnuleysi og því mikill fólksflótti til vesturfylkjanna. Ég bjóst því ekki við miklu en þegar við komum á staðinn, Islendingam- ir, sem ætluðum að fylgjast með einvígi þeirra Jóhanns og Kortsj- nojs, þá blasti við okkur hin þrifa- legasta borg með hreint út sagt Elsie Wayne býður þátttakendur í áskorendaeinvígjunum velkomna. í fremri röðinni má sjá þá Jóhann og Kortsjnoj sitja hlið við hlið ásamt öðrum áskorendum. frábæra aðstöðu til ráðstefnuhalds og glæsileg verslunartorg innan- húss. Og er þá komið að þætti Elsie Wayne borgarstjóra. „Saint John var skítug, íhaldssöm loyalistaborg þangað til fyrir nokkrum árum að Elsie Wayne kom til sögunnar," sagði maður einn sem gaf sig á tal við mig á einum hinna ágætu veit- ingastaða við Markaðstorgið, „nú er alltaf eitthvað um að vera, stans- lausar hátíðir allan ársins hring. Þeim veitti ekki af því að fá svona kvenmann í sambandsstjómina." Þetta var viðkvæðið hjá mörgum fleiri. Elsie Wayne var líka einn helsti drifkrafturinn á bak við þessa miklu alþjóðlegu skákhátíð og það fór ekki hjá því að glæsilegur ræðu- flutningur hennar við opnunarat- Elsie Wayne borgarstjóri Saint John á milii þeirra Campomanesar forseta FIDE og Gligorics aðaldómara áskorendaeinvígjanna. höfnina hreif okkur íslendingana mjög. Ég átti þess kost að eiga sér- stakt viðtal við Elsie Wayne fimmtudaginn 28. janúar, skömmu áður en þeir Jóhann og Kortsjnoj tefldu hina dramatísku 4. skák sína. Við hittumst á skrifstofu hennar á áttundu hæð ráðhússins en það myndar hluta af skemmtilegri sam- stæðu ráðstefnuhallar, hótela, íþróttamiðstöðvar, verslana og veit- ingastaða sem byggjast utan um tvö innanhústorg, markaðstorg og Bmnswick-torg.. Hún byijaði á að sýna mér stórkostlegt útsýnið yfir miðborg Saint John og höfnina. Síðan vísaði hún mér til sætis við fallegt, kringlótt borð, sem hún hafði látið gera í tileftii 200 ára afmælis borgarinnar. í borðplötuna eru grópaðir silfurskildir með ále- truðum nöfnum allra borgarstjóra Saint John frá upphafi. Á borðinu lá eintak af kynningarriti því sem Skáksamband Islands hafði í sam- vinnu við Forskot sf. gengist fyrir að dreift yrði á mótsstað til að kynna íslenskt atvinnulíf, menningu og skák. Hún sagði mér að þeim mótshöldurum hefði þótt mjög vænt um þetta ísienska framtak, það hefði verið þeim mikil uppörvun og það hefði hafc mjög jákvæð áhrif á helstu stuðningsaðila skákhátíð- arinnar að fá í hendumar eintak af þessu tímariti. Elsie Wayne er fyrsta konan sem kosin er borgarstjóri í Kanada. Hún er gift, á tvo uppkomna syni og tvö bamaböm. Hún er með próf í við- skiptafræðum og síðustu 30 árin hafa þau hjónin rekið eigið fyrir- tæki sem framleiðir þætti fyrir sjón- varp. Borgarstjóri Saint John er kosinn í beinum kosningum og hann er ekki kosinn á grundvelli flokka- pólitíkur. Elsie er nú á öðru kjörtímabili sínu; hún neitar því ekki að hún hefur bæði verið beðin um að bjóða sig fram til fylkisþings og sambandsþingsins en hún segist ekki viss um að hún geti hugsað sér það. „Ég hef kynnst ýmsu því í starfi stjómmálafiokka sem mér fellur engan veginn í geð. í Kanada eru það sveitarstjómimar sem eru hinar raunverulegu stjómir fólksins — sambandsstjórnin og fylkisstjóm- in eru fyrst og fremst stjómir tiltek- inna stjómmálaflokka." Öfugt við það sem víðast tíðkast í Atlantshafsfylkjunum þá er Elsie borgarstjóri í fullu starfi. Borgar- stjóm Saint John er líka einstæð að því leyti að hún hefur lagt miklu meiri áherslu á efnahags- og at- vinnuþróun borgarinnar en títt er um sveitarstjómar- eða sambands- stjómir. „Það kemur að því að mann þrýtur þolinmæðina þegar manni finnst að hin stjómstigin tvö standi sig ekki í stykkinu hvað þetta varðar," segir Elsie þegar ég spyr hana út í þetta, „og þá verður maður að grípa til eigin ráða og það höfum við einmitt gert hér í Saint John.“ —Ég segi Elsie frá þeim fordóm- um sem ég hafi haft gagnvart borg- inni hennar og hvað hún hafi síðan komið mér þægilega á óvart sem blómleg og falleg borg í greinilegum vexti. Engu að síður hafi nokkrir unglingar sem urðu á vegi okkar íslendinganna kvartað undan því að það væri lítið um að vera hér og að þeir ætluðu að flytja héðan við fyrsta tækifæri til Toronto eða jafnvel til Bandaríkjanna. „Þeir koma aftur til baka, vertu viss," sagði Elsie ákveðin, „þeir snúa aftur því að það er orðin breyt- ing, borgin okkar hefur breyst. Við vitum hvaða orð fór af okkur lengi vel. En við höfum lagt mjög hart að okkur að breyta þessu og þess vegna leggjum við svona mikla áherslu á hvers konar kynningar- starfsemi. Við veitum sennilega meira fé en nokkur önnur borg í Kanada, ef miðað er við höfðatölu, í að kynna borgina og laða að ferða- menn. Ég hef gengið að þessu eins og hveiju öðru sölustarfi. Það er það sem við höfum verið að gera: Við höfum verið að selja borgina síðustu fimm árin sem ég hef verið borgarstjóri. Við höfum lagt á okk- ur ferðir til mismunandi svæða í Norður-Ameríku til að selja hana. Við höfum farið til Lundúna og til Briissel til að selja hana skákíþrótt- inni. Og þetta er loksins að skila sér. Ég á t.d. að fara til Toronto á laugardaginn og tala á fundi með 27 borgarstjórum um frumkvæði í ferðamálum, og þetta er í fyrsta skipti sem mér er boðið þetta, en hvað sem því líður, áður fyrr hefði ekki hvarflað að þeim að bjóða Saint John á svona samkomu. En það er búið að viðurkenna okkur núna og við höfum verið valin í hóp borga sem eiga að verða piiðstöðvar menningar og lista hér í Kanada. Ég get sagt þér það að fyrir sex árum var varla vitað að við værum til. En við höfum líka orðið að hafa fyrir hlutunum, við höfum lagt nótt við dag, við höfum ekki unnt okkur hvfldar einn einasta dag til að ná þessu marki. Nú er hringt í mig frá Vancouver, frá Saskatoon og það er verið að biðja mig að koma og tala á því sem þeir kalla fund borga í vesturfylkjunum. Fyrir nokkru síðan var ég á ferðinni í Calgary í Alberta til að flytja fyrirlestur um það hvemig við skipuleggjum hinar ýmsu hátíðir okkar. Eg endurtek það enn og aftur að þetta hefur kostað okkur mikið erfíði: Framtíð- in er ekki með þeim sem engu vilja hætta til. Við höfum þorað að taka áhættu og gæfan hefur verið með okkur." —Það er þá helst á sviði ferðaiðn- aðar og ráðstefnuhalds sem mögu- leikar borgarínnar liggja? „Við höfum lagt undir okkur ráð- stefnumarkaðinn hér í Atlantshafs- fyllgunum. Halifax í Nova Scotia 1 hefur sent hingað fólk að kynna sér það sem við erum að gera því að þeir hafa orðið að sjá á eftir ráð- stefnum hingað til okkar. Þetta hefðum við ekki getað gert án þeirr- ar miklu enduruppbyggingar sem orðið hefur á miðbæjarkjamanum héma og hún hefur tekist vegna samvinnu einkaíjármagns og hins opinbera. Einkaaðilar sáu um að byggja upp Brunswick-torgið og borgaryfírvöld lögðu fram fé til byggingar Markaðstorgsins. Við gátum ekki gert þetta fyrr en við höfðum komið okkur upp þessari aðstöðu. Fyrr gátum við ekki komið okkur inn á þennan markað. Núna höfum við hótelin, við höfum full- komna aðstöðu til ráðstefnuhalds og við erum í þann veginn að ráð- ast í nýtt verkefni sem er stór sýn- ingarhöll sem verður í beinum tengslum við alla þessa samstæðu. Þegar maður 'skoðar það sem þeir hafa verið að gera í Ontarío og Quebec og öðrum stærri fylkjum Kanada kemur í ljós að þeir hafa varið allt að 30 milljónum dollara í kaupstefnurekstur. Kynningar- starf og ráðstefnuhald skilar sér' líka til annarra atvinnugreina. Ég er héma með úrvalshöfn, ein- hveija fullkomnustu aðstöðu í heim- inum á sviði skipasmíða, stórkost- lega ráðstefnuaðstöðu, fjarskipta- miðstöð New Brunswick-símafé- lagsins og því ágæta aðstöðu fyrir alla fjölmiðlun. Hér er líka fullkom- inn spítali sem notaður er til kennslu og ég vil selja alla þá mögu- leika sem í þessu felast. Og eina leiðin til að fá fólk til að koma til okkar er að fá það hingað á ráð- stefnur og kaupsteftiur og aðrar sýningar. Við höfum allt að 12,4 milljónir dollara nú þegar inni á bankareikningi sem eiga að fara í að byggja sýningarhöllina. Mig vantar enn einar 6,4 milljónir í við- bót og við höfum sótt um fjárveit- ingu hjá sambandsstjóminni.“ — Þú nefnir aðstöðuna sem þið hafið upp á að bjóða en hvað fleira hefur fylkið að bjóða ferðamönnum? „Hér í New Brunswick er um tvö menningarsamfélög að ræða, enskt og franskt, sem gaman er að kynn- ast. Ef ferðast er héðan upp til Fredericton, höfuðborgar fylkisins, þá liggur leiðin m.a. til King’s Landing og þar má sjá þorp eins og þau voru árið 1783 þegar loyal- istamir, amerísku konungssinnam- ir, flúðu hingað undan bandarísku byltingunni, þama má ferðast um á litlum hestvögnum frá þessum tíma og virða fyrir sér fólk við brauð- og matargerð utanhúss, klætt að tíðarhætti 18. aldar og á sumrin lifir það algerlega í sam- ræmi við þessa tíma. Ef haldið er áfram norður á bóginn upp í Akadíu þá ber fyrir augu frönsk þorp sem á sama veg sýna lifnaðarhætti og menrtingu franskra Kanadamanna á 17. og 18. öld. Um allt fylkið er að fínna margs konar söfn og síðan verð ég að segja þér að New Bruns-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.