Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 58

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 58 hef rnjog Utinntima. Hv/ar eru sm&sö^urrtar ?*' Með morgunkaffinu Við erum ekki fyrstu kett- imir hér ... HÖGNI HREKKVÍSI Endurtakið sýninguna Ólafur H. Torfason hringdi: „Síðastlinn sunnudag var opið hús á Landspítalanum í tilefni Norræns tækniárs. Mjög vel var að þessu staðið, það var aðgengi- legt og fóðlegt að litast þarna um og ótrúlegt hvað starfsfólkið gat sýnt þarna margt á stuttum tíma. Eg álít að mjög vel hafi verið að þessu staðið. Eini gallinn var að ekki var opið nema í einn dag. Ég álít að þessu hefði átt að dreifa á fleiri helgar og ég veit um marga sem eru á sama máli. Vil ég beina því til yfirmanna Landspítalans að þessi sýning á starfsemi spítalans verði endur- tekin síðar á tækniárinu." Umferðarlögin ekki kynnt Ökumaður hringdi: „Ég tel gagnrýnisvert að farist hefur fyrir að kynna nýju um- ferðarlögin en mér skilst að sér- stakur kynningarbæklingur um þau hafi átt að koma út fyrir 1. mars á þessu ári. Fyrir bragðið þekkir almenningur ekki til þess- ara laga nema þá einstök atriði eins og t.d. að ljós skuli ávalt að loga meðan á akstri stendur. Ég tel þessi nýju umferðarlög gölluð og þau bera þess merki að alþingi samþykkti þau í hálfgerðu tíma- hraki. Samkvæmt þeim þarf t.d. ekki að endumýja ökuskírteini lengur og hljóta allir að sjá að það er óskynsamlegt. Eins eiga ökumenn sjálfir að fylla út skýrsl- ur í mismunandi hugarástandi eftir árekstur. Hætt er við að mörgum verði hált á þessari skýrslugerð og svo býður þetta uppá að ökumenn fari að hylma yfir umferðarlagabrot." Úr Kvenmannsúr fannst við Móg- ilsá við Esju á föstudag. Upplýs- ingar í síma 611847. Vantar aðgengilega sýningarskrá F.S hringdi: „Ég fór í Listasafn íslands með ijölskyldunni fyrir skömmu. Það kom okkur á óvart að þar fékkst ekki einföld sýningarskrá með upplýsingar um verk og höfunda. Hins vegar var hægt að fá bók sem kostar 900 krónur sern fjallar um verkin í safninu. Að vísu er aðstoðarfólk með lista en það hafði í mörgu að snúast því alltaf var verið að spyija það um ein- stök verk og höfunda þeirra. Nú er alls ekki víst að allir sem safn- ið heimsækja kæri sig um að kaupa þessa bók eða hafi efni á að sjá af 900 krónum. Eins er bókin að mínu áliti fremur óhand- hæg þegar maður er að skoða safnið. Þarna ættu að liggja frami einhverjir listar, sem mættu gjarnan vera ljósritaðir en sem kostuðu lítið. Eins mætti merkja hvetja mynd og bæta þannig úr þessu.“ Ráðhús við Austurvöll Til Velvakanda. Það er ljóst að um helmingur Reykvíkinga er á móti fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu í Tjörninni. Það skiptir engu máli hvort það eru 40% eða 60% af borgarbúum sem eru með eða á móti heldur hlýtur aðalat- riði málsins að vera það að bygging ráðhússins á þessum stað er varla slíkt nauðsynjamál að ástæða sé tii þess að spilla þessum fagra og við- kvæma stað fyrir helmingi borg- arbúa. Hafa ber í huga að aðeins örfáir staðir í borginni eru jafn „við- kvæmir“ og þessi í augum margra borgarbúa. Andstæðingar ráðhússins hafa þegar tíundað helstu rök gegn byggingu ráðhúss í Tjörninni og eru þau mikilvægustu byggð á smekk þeirra, en eru þó ekki verri sem rök fyrir það. Borgarstjórn hefur hing- að til aðeins gefið eina haldbæra röksemd með byggingu hússins, þ.e. að það vanti ráðhús fyrir yfir- stjórn borgarinnar, en engin góð rök hafa komið fram sem styðja einmitt þessa staðsetningu hússins. Væntanlega mætti a.m.k. fegra þetta horn Tjarnarinnar á annan hátt með minni tilkostnaði. Það er þó skiljanlegt að borgar- stjórn kjósi að hafa aðsetur sitf í hjarta borgarinnar, en eins og bent hefur verið á eru ýmsar leiðir til að koma ráðhúsi fyrir í miðbænum og alls ekki víst að þörf sé á að byggja nýtt hús til þess. Lítum fyrst á — hvert er hjarta borgarinnar? Sumir myndu segja Lækjartorg, sumir Austurstræti, en líklega myndu flestir segja Austurvöllur, enda má segja að hann hafi í ára- tugi gegnt hlutverki ráðhússtorgs í Reykjavík þegar mikið hefur legið við. Við Austurvöll stendur og eitt hið fallegasta af eldri húsum borg- arinnar Hótel Borg. Það mætti auðveldlega breyta Borginni í ráð- hús með litlum tilkostnaði og það myndi ekki særa fegurðartilfinn- ingu nokkurs manns. Um staðsetn- ingu hússins ætti ekki að þurfa að deila og innangengt yrði úr núver- andi skrifstofuhúsnæði borgarinn- ar. Reykvíkingar — borgarstjórn! Slíðrum nú sverðin, friðum Tjörnina og sameinumst um Austurvöll_ og Borgina fyrir ráðhúsið okkar. A.R. Víkverji skrifar Síðastliðinn sunnudagsmorgun var stungið dreifibréfi inn um póstlúguna hjá Víkveija. Jafnframt tók hann eftir því, að samskonar bréf hafði verið fest á bifreiðar í götunni. Var það maður nokkur sem gekk hús úr húsi með þetta blað og festi jafnframt eintök á bíla. Þegar betur var að gáð, kom í ljós, að textinn var ósmekkleg árás á nafngreindan, þjóðkunnan mann, sem hefur verið óragur við að láta skoðanir sínar í ljós. Höfundur dreifíbréfsins virðist leggja þennan mann í einelti. Víkveija þótti þetta óskemmtileg sending og velti því fyrir sér, hvort menn væru varnarlausir gagnvart áreitni sem þessari. Maður sem hefur póstlúgu á íbúð sinni hefur boðið öðrum að leggja það inn um þessa lúgu^ sem þeir vilja koma á framfæri. A hinn bóginn verða þeir sem nota þetta tækifæri að halda sig innan marka almenns velsæmis. Þótti Víkveija þessi sunnudags- sending utan þessara marka. Atti hann að hringja í lögregluna og kvarta? Og hvað um þann nafngreinda einstakling sem verður fyrir árásum eins og þeim, sem hér um ræðir? Er hann varnarlaus gagnvart ófrægingarherferð þessari? Eiga fulltrúar almannavaldsins að grípa í taumana að eigin frumkvæði eða þurfa einhveijir borgarar að taka sér fyrir hendur að kvarta formlega undan þessum ófögnuði? xxx Umhyggja fyrir umhverfinu og breyttir lifnaðarhættir birtast í ýmsum myndum. Herferðin fyrir vemdun hvala er okkur íslending- um lærdómsrík áminning um það, að samtök umhverfisvemdarmanna eru alþjóðleg. Þeir virðast geta stig-, magnað aðgerðir sínar með skipu- legum hætti og látið þær teygja sig frá einu landinu til annars. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er þetta staðreynd. Hér er um samtök almennings að ræða, sem starfa ekki á vegum stjórnvalda einstakra ríkja heldur oftast í andstöðu við þau. Okkur hættir til þess hér þegar mál eins og hvalamálið ber á góma að líta þannig á, að rétta leiðin til að bregðast við þrýstingi að utan sé að kvarta við stjómvöld í þeim löndum, þar sem andróðurinn er mestur. Þetta á ekki við í hvalamál- inu. Mesta einstaka viðskiptaland okkar á síðasta ári var Bretland en ekki Bandaríkin eins og um langt árabil. Það er einmitt í Bretlandi, þar sem hvalavinir hafa látið mest að sér kveðá til að spilla fyrir sölu á íslenskum fiski. Víkveiji telur, að það myndi bera lítinn árangur að snúa sér til frú Thatcher og mæl- ast til þess við hana að Greenpeace láti af andstöðu sinni við íslenskar fiskafurðir. xxx I* Bretlandi ræða menn um „grænu kynslóðina“, sem sé að meðaltali um 35 ára og hefur tekið upp nýja lifnaðarhætti svo sem í mataræði. Til að einfalda málið má segja, að þetta fólk leggi áherslu á að hverfa aftur til náttúrunnar og fínna sjálft sig með heilbrigðú líferni og sjálfskönnun. Telja Bret- ar, að áhrif þessara nýju hátta séu alls ekki bundin við þessa kynslóð. Þannig hafi nýleg Gallup-könnun sýnt, að 35% bresku þjóðarinnar segist nú borða minna kjöt en áður eða alls ekkert kjöt. Hefur fyrir- tækjum, sem sérhæfa sig í sölu og dreifingu á grænmeti fjölgað. Hvaða áhrif á þetta eftir að hafa á fisksölu til Bretlands?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.