Morgunblaðið - 16.03.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
59
Slæm umgengni við Tjörnina
Til Velvakanda.
Hafa ráðamenn borgarinnar
gengið niður að Tjörn á sunnudegi
þegar sólin skín og horft á öll litlu
bömin með foreldrum sínum og
fóstrum gefa fuglunum brauð, og
hvað það er falleg sjón.
En líti maður svo niður á gang-
stéttina og tjarnarbakkann, hvað
blasir við augum. Pl^stpokar og
aftur plastpokar frá öllum stór-
mörkuðum borgarinnar og öllum
kaupmönnum á horninu og senni-
lega öllum sjoppunum líka, og
þvílíkt úrval af plastpokum, annað
eins hef ég varla séð áður.
Og þar sem ég stend þarna og
velti vöngum sé ég af hveiju þetta
er svona slæmt, því þarna bar að
tvær konur (ekki með fuglamat)
og þær hafa líklega hugsað líkt og
ég, af hveiju setur fólkið þetta ekki
í ruslakassana, sem eru þarna á
staurunum, þeim ofbýður og tína
upp nokkra poka og ætla að setja
þá í ruslakassana, nema hvað, þeir
em þá alveg stútfullir af plast-
pokum, svo þær settu nokkra í tóma
poka og bundu fyrir, og það varð
aðeins skárra yfir að líta.
En af hveiju em nú ekki hafðir
pokar í grind einhvers stáðar þarna
nálægt, og þó öllu frekar, af hyeiju
er ekki'.einhver þarna á staðnum
sem sér til þess að þetta líti ekki
svona út, ég er viss um að það er
einhvers staðar í borginni einhver
afinn sem er hættur störfum, en
myndi hafa ánægju af að vera þarna
stund úr degi og sjá um að hafa allt
í röð og reglu, og fá smá viðbót
við ellilífeyrinn sinn fyrir viðvikið,
en hafa ánægjuna af því að vera
þarna að auki.
Það væri nú líka hægt að hafa
skilti: „Ekki henda pokum eða msli
í Tjörnina eða á gangstéttina“, þó
ekki væri nema rétt til að minna
iolk á að ganga vel um, og ég er
viss um að eftir ekki langan tíma
myndi fólk skammast sín fyrir að
láta þetta msl sjást þarna, og hvað
það væri þá gaman að fara niður
að Tjörn.
Þennan góða dag var ís á tjörn-
inni, svo allir fuglarnir héldu sig á
sama staðnum, og kannski var
þetta bara það magn af msli sem
myndi dreifast útum alla Tjörn í
annan tíma, en hvað um það, þetta
var eins og bömin segja „alveg
ógeðslega ógeðslegt".
Og svo hélt ganga mín áfram og
inn í Listasafn íslands, og þvílíkur
léttir að hafa þetta rusl ekki í sjón-
máli lengur.
O.S.
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, em ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfti, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski naftileyndar. ,
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér !
dálkunum.
Ofbeldi í skólum:
SjáKstædar
hillur
eðaheðar
samslæour
Leitið upplýsinga
UMBOÐS- OG HEILDVBfíSL UN
BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44
0DEXION
IMPEX-hillukerfi
án boltunar
Útsölustaölr:
LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun
Ármúla 23 - Slmi (91)20680
STRAUMRÁS SF. — Akureyri
Sími (96)26988
LANDSSMIÐJAN HF.
SKIPASALA HRAUNHAMARS
<i
Þessi bátur, sem er 8,6 tonn, byggður 1987 með
130 ha vél og vel búinn siglinga- og fiskileitartækj-
um, ertil sölu. Greiðsluskilmálarmjög hagkvæmir.
SKIPASALA HRAUNHAMARS,
Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511.
Fleiri afa og ömmur í skólana
Velvakandi góður.
Tilefni þess að undirritaður
ávarpar þig er grein foreldris í dálk-
um þínum um daginn um ofbeldi í
skólum og einelti. Greinarhöfunciur
talar um að hér sé um að ræða
eitt af földu málunum í þjóðfélagi
okkar. Jafnfrarfit er talað um að
komast megi fyrir rætur vandans
með hjálp sálfræðinga og félags-
fræðinga. Þetta má vel vera rétt
þar sem slíkt fólk og fjármunir eru
fyrir hendi. Og ekki skal dregin dul
á að slíkir fræðingar vinna oft gott
starf. Hitt er annað að stundum
förum við jifír lækinn að sækja
vatn í þessum efnum sem öðrum.
Varsla í frímínútum er eitt óvin-
sælasta verk sem kennarar eru
skikkaðir til að vinna, jafnvel þó
það sé greitt með yfírvinnu. Sums
staðar hefur þessu oki verið létt af
kennurum við miklar vinsældir
meðal þeirra. Hefur þá verið ráðinn
„afí“ að skólunum til að gegna
starfí ganga- og húsvarðar. Starfs-
heitið „afí“ er gamalt og gott í
skólum landsins og má vera að eins-
hvers staðar séu einnig „ömrnur"
þar innan veggja.
Á Þingeyri var ráðinn „afi“ að
grunnskólanum á síðastliðnum
vetri. Þetta tel ég að hafi verið
gæfuSpor. Hlutverk hins nýráðna
starfsmanns er m.a. að sjá til með
nemendum þegar þeir eru ekki í
kennslustundum. Veita huggun, ráð
og hjálp þegar eitthvað bjátar á. í
stuttu máli sjá til þess að það sem
hér er til umræðu, ofbeldi og ein-
elti, eigi sér ekki stað, hvorki innan
skólans né utan. Hér er um að
ræða lífsreyndan eldri mann sem
farinn er að minnka við sig vinnu.
Heita má að árekstrar milli nem-
enda, sem nokkuð bar á áður, að
ekki sé talað um jafn alvarlegan
hlut og einelti, hafí algjörlega horf-
ið með tilkomu þessa starfsmanns,
sem allir kalla „afa“.
Kæri Velvakandi
Þegar mér barst í hendur
tímaritið Varðturninn sem Vottar
Jehóva gefa út, rakst ég á merki-
lega og jafnframt sláandi stað-
hæfingu í desemberhefti blaðsins
1987. Þar las ég eftirfarandi:
„Margir hafa borið því vitni, að
þeir hafí beðið Guð um hjálp rétt
áður en votturbarði dyra hjá þeim.“
(bls. 28).
I •'i, »s .
Þá minnist ég þess að þrisvar
hef ég beðið Guð um hjálp og leið-
sögn til að benda mér á þann hóp
manna sem eru honum velþóknan-
legir í öllum þessum frumskógi trú-
flokka og trúarbragða. í öll skiptin
var dagur að kvöldi kominn þegar
Nú er það spurningin hvort þeir
aðilar, sem þetta mál varðar, skóla-
yfírvöld, foreldrar og sveitarfélög,
séu nógu vakandi fyrir því hvort
ekki megi virkja gamla fólkið meira
til starfa í skólum landsins en geit
er. Lífsreyndur „afí“ eða „amma“,
með hjartað á réttum stað, getur
verið ómetanlegur starfskraftur í
skólastarfí ef rétt er á haldið.
Hallgrímur Sveinsson
skólastjóri Grunnskólans
á Þingeyri.
Vottar Jehóva knúðu á dyr heimilis
míns.
Lengi hef ég haft andstyggð á
flokkadráttum og stælum milli
kristina safnaða þegar hver flokk-
urinn hefur álitið sig vera guðsút-
valdan. Þá er mér spurn. Hvers
vegna sendi Guð einmitt Votta Je-
hóva sem svar við einlægri bæn?
Þessi hópur manna er fyrirlitinn af
mörgum. Þeir ganga þröngan og
mjóan veg, en einmitt svo hefur
Kristur lýst fylgjendum sínum.
Verðugt umhugsunarefni ef hér er
um líf eða dauða að tefla, ekki satt?
Margir biðja þessarar bænar í frum-
skógi trúflokka og synda þessa
síðustu og verstu tíma.
Einar Ingvi Magnússon
Verðugl umhugsunarefni
0f
'MW' Cosmetic AB
Gervineglur, styrking á eigin
nöglum, viðgerðir. Nýtt efni
sem ekki skemmir eigin negl-
ur, heldur styrkir og verndar.
Pantið tímanlega í síma
19660
Snyrtistofan NN
Laugavegi 27 - Sími 19660