Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 7 Stefán Hilmars- son með hálsbólgu Segist munu syngja á laugardag Frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni Horgunblaðsina í Dyflinni. STEFÁN Hilmarsson, söngvari Beathoven, fékk í fyrrakvöld hálsbólgu sem hefur ágerst og er hann nú undir læknishendi. Stefán taldi þó næsta vist að hann myndi syngja á laugardag. „Læknirinn sagði mér að ég væri með hálsbólgu og síðan bronkítis. Hann bannaði mér að tala og ég mun halda mig innan dyra fram að keppninni og einung- is fara á æfingamar tvær sem eftir eru og svo á úrslitakeppnina sjálfa," sagði Stefán I gær. Hann hélt að ástæða hálsbólgunnar væri fyrst og fremst löng og köld útivera á íþróttaleik á sunnudag. Þá hefði hópurinn verið önnum kafinn alla vikuna og ekkert næði gefist tii að hvflast. Hermann Gunnarsson, Bjöm Emilsson og Jón Páll Sigm- arsson hafa sömuleiðis verið með hálsbólgu síðustu daga. Aðspurður sagði Stefán að ekki hefði hvarflað að sér að hann gæti ekki sungið á laugardag. Ágústa Kristinsdóttir frá sjónvarpinu taldi að ef svo ólfklega vildi til að Stefán gæti ekki sungið mundi ísland falla frá þátttöku í keppninni. NJjar upplýsingar frá veðbönk- um á írlandi benda til þess að lag Sverris Stormskers hafni í 13. sæti í úrslitakeppninni og Sviss er spáð sigri. Á miðvikudag var hins vegar talið að fslenska lagið hafnaði í 15.-21. sæti. Morgunblaðið/Sverrir Celine Dion er nú talin ein af þeim sigurstranglegustu í söngvakeppninni annað kvöld. Við hlið hennar situr svissneski stjómandinn, Attilla Serestug. Evrópusöngvakeppni sjónvarpsstöðva: Tekþátt í keppniimi tíl að vinna — segir Celine Dion, sem syngur lag Svisslendinga Dyflinni, frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. KANADÍSKA stúlkan Celine Dion syngur lag Svisslendinga sem flestir veðja á að vinni sam- kvæmt fyrstu tölum veðbanka hér. „Ég held að veðmál hafi engin áhrif á úrslit keppninnar en ég er óskaplega hjátrúarfull og þvi er mér illa ivð spár sem þessa,“ sagði Celine í samtali við Morgunblaðið. Celine er aðeins tvítug en á að baki langan söngferil. Hann hófst þegar hún var fimm ára og þrett- án ára gaf hún út sína fyrstu plötu. Celine segist komin til ír- lands f þeim tilgangi að vinna söngvakeppnina. „Þátttaka mín hér er til að vekja athygli á mér sem söngkonu. Vinni ég verð ég fræg á einni nóttu. Ef ég vinn ekki munu allar þær milljónir sem horfa á keppnina vonandi fá áhuga á að heyra meira frá mér,“ segir Celine. í frönskumælandi hluta Kanada er hún mjög þekkt og þar fyllti hún 2400 manna tónleikahöll 35 sinnum í röð. Hún nýtur einnig nokkurrar hylli á meginlandi Evrópu en hún starfar aðallega í París og Róm. Hún segist gera klassískar raddæfing- ar á hveijum degi. „Þær eru mér eins nauðsynlegar og líkamsrækt er íþróttamanninum," segir hún. Þegar Celine er ekki í nánd við kennarann sinn, sendir hún hon- um uptökur af æfingunum. Celine er yngst níu systra og fimm bræðra, sem öll eru tónlist- arfólk. Celine segir sönginn aðal- áhugamálið. „Ég er alltaf tauga- óstyrk þegar ég stíg á sviðið," segir hún. „En tilfínningin að standa fyrir framan sal fullah áhorfenda, hún er engu lík.“ Svissneskur kollega skaut því að blaðamanni að nokkuð væri deilt um þátttöku Celine í Sviss þar sem hún væri ekki innfædd. Sjálf sagð- ist hún ekki hafa heyrt óánægju- raddir en höfundur lagsins er svissneskur. Starfsmenn Flugleiða íhuga að stofna sérstakt stéttarfélag TILLAGA var lögð fram á aðal- fundi Starfsmannafélags Flug- leiða sl. miðvikudag, um að kanna grundvöll fyrir stofnun sérstaks stéttarfélags Flugleiða- starfsmanna. Nú munu starfs- menn fyrirtækisins vera í nálega 40 stéttarfélögum. Að sögn Omars Jósepssonar starfsmanns Flugleiða, hefur hug- mynd um stofnun sérfélags oft ver- ið rædd manna á meðal í fyrirtæk- inu, en það er fyrst nú að málið kemst á þennan rekspöl. Tillaga var lögð fram á aðalfundi Starfsmanna- félagsins og hljóðar upphaf hennar svo: „Lagt er til að komið verði á fót vinnuhópi til að kanna grund- völl fyrir stofnun sérstaks stéttarfé- lags Flugleiðastarfsmanna. í hópn- um verði fulltrúar sem flestra hópa innan félagsins." Ómar sagði verk- fa.ll VR hafa ýtt á, að umræðumar innan félagsins um þessi mál færð- _ ust frá því að vera spjall yfir kaffi- bollum í formlegar umræður og til- lögugerð á áðalfundinum. í tillög- unni er lagt til, að skipaður verði fjögurra manna hópur, sem leiði vinnu við að kanna möguleikana á stofnun stéttarfélagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundin- um. Verkfall VR hefur mikil áhrif í ferðaþjónustunni og hafa nokkrar umraeður verið í röðum starfsfólks á ferðaskrifstofum og hótelum um stofnun sérstaks stéttarfélags. Var það mál m.a. rætt á óformlegum fundi í vikunni. Ný orlofslög 1. mai: Póstgíró- stofan hætt- ir imiheimtu NÝ lög um orlofsgreiðslur taka gildi 1. mai n.k. og mun póstgiró- stofan þá ekki lengur innheimta orlofsgreiðslur heldur verða fyr- irtækin sjálf ábyrg fyrir greiðsl- nnnm. Samkvæmt lögunum eru orlofslaun reiknuð af heildarlaun- um launþega og greidd út næsta virkan dag fyrir töku orlofs en heimilt er að greiða mánaðar- kaupsmönnum orlofslaun á sama tima og reglubundnar launagreiðslur fara fram. Samkvæmt nýju lögunum reiknast orlofslaun við hveija launagreiðslu þannig að heildarlaun eru margföl- duð með 10,17% að lágmarki miðað við lágmarksorlof, 24 orlofsdaga á heilu ári. Orlofslaunin eru kaup- tryggð þannig að deilt er í orlofs- launaupphæðina með dagvinnukaupi starfsmannsins þannig að orlofslaun- in reiknast í dagvinnutímum sem síðan safnast upp eftir því sem líður á árið. Næsta virkan dag fyrir töku orlofs eiga orlofslaunin að greiðast út og er þá miðað við það dagvinnu- kaup sem viðkomandi starfsmaður hefur þá stundina. Stéttarfélögum er heimilt að semja um að oriofslaun séu jafnharðan lögð inn á sérstaka orlofsreikninga í bönk- um og sparisjóðum. Standi launa- greiðandi ekki í skilum með útborgun oriofslauna vegna greiðsluerfiðleika mun ríkissjóður innleysa kröfur laun- lega. Varnarliðs- flutningarnir: Njarðvík verði áfram aðalhöfn Utanríkisráðherra hefur til- kynnt sendiherra Bandaríkjanna og yfirmönnum varnarliðsins þá ákvörðun, að Njarðvík skuli áfram vera aðallöndunarhöfn fyrir flutninga fyrir varnarliðið. í frétt frá utanríkisráðuneytinu er þetta sagt óhjákvæmilegt, m.a. vegna breytinga sem Bandaríkja- menn hafa gert á útboðsskilmálum vegna flutninganna og til að koma í veg fyrir aukna umferð flutninga- bfla um Keflavíkurveg. Kvikmyndatímaritið Millimeter: A Mendingur í hópi efni- legustu framleiðenda hefur gert myndbönd fyrir fjöl- marga þekkta popptónlistarmenn, til dæmis Sting, Bruce Springsteen, Johnny hates jazz, Jodie Watley, Agnethu úf ABBA, Loverboy og Rick Springfield. The Blue Igvana, sem að sögn Siguijóns er leynilögreglumynd í gamansömum dúr, verður frum- sýnd í Bandaríkjunum um næstu helgi. Sigurjón sagði að stjóm Can- nes-hátíðarinnar hefði valið mynd- ina til sýninga á hinum svokallaða „hálfa mánuði leikstjóranna“, en þá eru sýndar myndir eftir fjórtán unga og efnilega leikstjóra. Siguijón hefur dvalið við nám og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum í tíu ár, en komið nokkrum sinnum heim til íslands, meðal annars færði hann upp sýningu Hins leikhússins á Litlu hryllingsbúðinni fyrir fáein- um árum. BANDARÍSKA kvikmyndatíma- rítið Millimeter hefur valið íslenska kvikmyndaframleiðand- ann Sigurjón Sighvátsson einn af fimmtiu efnilegustu framleið- endum í öllum greinum bandarísks kvikmyndaiðnaðar. Mynd Sigurjóns, The Blue Igu- ana, sem gæti útlagst „Bláa eðl- an“, hefur verið valin til sýning- ar á kvikmyndahátíðinni í Can- nes í Frakklandi, sem haldin verður i maimánuði. Siguijón sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði komist í hóp hinna útvöldu hjá Millimeter einkum fyrir framlag sitt til gerðar tónlistarmyndbanda. Fyrirtæki Sig- uijóns og félaga hans, Propaganda Films er nú stærsta myndbandafyr- irtæki heims, sem framleiðir um 150 myndbönd á ári, sjónvarpsaug- lýsingar og bíómyndir. Fyrirtækið AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.05.88-01.11.88 kr. 295,59 1984-3. fl. 12.05.88-12.11.88 kr. 282,13 Mnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.