Morgunblaðið - 29.04.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 29.04.1988, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Askorun frá tón- listarmönnum Morgunblaðinu hefur borizt til birtingar eftirfarandi áskorun frá nokkrum tónlistarmönnum: Við undirritaðir tónlistarmenn skorum á hið háa Alþingi að sam- þykkja hið fyrsta frumvarp til laga um Tónlistarháskóla íslands sem nú hefur loksins verið lagt fram. Það er trú okkar að lög þessi verði íslensku tónlistarlífi til blessunar, enda eru þau staðfesting á þeirri þróun sem þegar hefur átt sér stað. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Anna Áslaug Ragnars- dóttir píanóleikari, Anna Júlíana Sveinsdóttir óperusöngkona, Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Árni Kristjánsson píanóleikari og fyrrver- andi tónlistarskólastjóri, Bergljót Jónsdóttir frkvstj. fsl. tónverkamið- stöðvar, Edda Erlendsdóttir píanó- leikari, Egill Rúnar Friðleifsson kór- stjóri, Einar Jóhannesson klarinettu- leikari, Einar Grétar Sveinbjömsson konsertmeistari, Elísabet Erlends- dóttir óperusöngkona, Engel Lund söngkona, Fjölnir Stefánsson tón- skáld og tónlistarskólastjóri, Gísli Magnússon píanóleikari og tónlistar- skólastjóri, Guðfinna D. Ólafsdóttir kórstjóri, Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri, Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari, Gunn- ar Bjömsson prestur og sellóleikari, Gunnar Egilson klarinettuleikari og skrifstofustjóri, Gunnar Kvaran sellóleikari, Halldór Haraldsson píanóleikari, Hafliði Hállgrímsson tónskáld og sellóleikari, Halldór Vil- helmsson óperusöngvari, Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, Hermína S. Kristjánsson píanókennari, Hjálmar H. Ragnars- son tónskáld, Hulda Bima Guð- mundsdóttir frkvstj. Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar, Hörður Áskelsson organleikari og kórstjóri, Ingólfur Guðbrandsson kórstjóri, Jón Ásgeirs- son tónskáld, Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarskólastjóri, Jón Þórarinsson tónskáld, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Jónas Tómasson tón- skáld, Karólína Eiríksdóttir tónskáld, Kristinn Hallsson ópemsöngvari, Kristinn Sigmundsson óperusöngv- ari, Kristján Þ. Stephensen óbóleik- ari, Lárus Sveinsson trompetleikari, Leifur Þórarinsson tónskáld, Manu- ela Wiesler flautuleikari, Margrét Eiríksdóttir pfanókennari, Marteinn H. Friðriksson dómorganisti, Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari og tónlistarskólastjóri, Paul Zukofsky fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri, Rut Ingólfsdóttir fíðluleikari, Rut Magn- ússon óperusöngkona og fram- kvæmdastjóri, Rögnvaldur Sigur- jónsson planóleikari, Sieglinde K. Bjömsson óperusöngkona, Sigríður Ragnarsdóttir tónlistarskólastjóri, Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari, Sigurður Bjömsson óperusöngvari og framkvæmdastjóri, Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari, Snorri Sigfús Birgisson tónskáld, Stefán Edelstein tónlistarskólastjóri, Stefán íslandi ópemsöngvari, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Þorkell Sigur- bjömsson tónskáld, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Hörður Áskelsson Nikolaus Bruhns Tónlist Jón Ásgeirsson Þriðju orgeltónieikamir af fjór- um, sem Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur fyrir og helgaðir em norður-þýsku barokkmeistur- unum, vom haldnir sl. sunnudag. Orgelleikari Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, flutti öll orgel- verk Nikolaus Bmhns, sem J.S. Bach, samkvæmt ummælum C.P.E. Bachs, mun hafa haft sér til fyrirmyndar um ýmislegt er iaut að gerð orgeltónverka. Bmhns var talinn einn besti orgelleikari norðanmanna, næst á eftir Buxtehude, en fá verka hans hafa varðveist. Þijú af orgelverk- um Bmhns vom prentuð í 1. hefti Musica sacra, er Franz Commer gaf út árið 1883. í Ríkisbókasafn- inu í Berlín er til bók sem inniheid- ur 13 kantötur og mótettur fyrir kór og hljómsveit og er það, ásamt þeim fimm orgelverkum sem Hörður lék, er líklega allt sem varðveist hefur eftir þennan snill- ing. Hörður lék fjórar prelúdíur, sem í raun em að mestu fantasíur að formi til, en feikna falleg verk og fjölbreytileg í gerð. Einn sálm- forleikur fylgdi með og er það hið sérkennilegasta verk. Hörður lék verkin mjög vel og var auðheyrt að hann lagði sig eftir því að draga fram sérkenni tónskáldsins, án þess að ofleika með skemmtilegar tóntiltektir hans, eins og t.d. í e- moll prelúdíunni hinni stærri og sálforleiknum, sem er unninn yfír sálmalagið Nun komm der Heiden Heiland. Þetta vom sérlega ánægjulegir tónleikar og er þessi tónleikaröð Listvinafélags Hallgrímskirkju merkiiegt og gott framtak. Þetta vom þriðju tónleikaramir, en áður hafa verið leikin verk eftir Buxte- hude, Böhm og Lubeck. Á síðustu tónleikunum, sem ráðgerðir em 29. maí nk., verða á efnisskránni tónverk eftir meistara Bach, sem mun hafa svikalaust nýtt sér þá kunnáttu er norður-þýsku orgel- meistaranir höfðu aflað sér. Þessi samanburður á Bach og eldri meisturam er sérlega fróðlegur, fyrir utan þá ánægju að hlýða á vei leikna orgeltónlist gömlu meistaranna. Útsæði til sölu Eyfirzka kartöflusalan hefur um þessar mundir til sölu útsæði frá viðurkenndum framleiðend- 1. Næsti gjalddagi húsnæðislána mai MEÐ SKILVISI HAGNAST Rj Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú hagnast á skilvísinni því þú getur notað peningana þína til gagnlegri hluta, til dæmis í að: mála stofuna fyrir sumarið setja ný blöndunartæki á baðherbergið eða leggja parket áforstofuna. | mai 1 15.,__________ _................................ maí { Greiðslufrestur er til 15. maí. Pann 16. reiknast dráttarvextir. Lán með lánskjaravísitölu. M Lán meö byggingarvísitölu 31._________________........................_ maí | Greiðsiufrestur er til 31. maí. Pann 1. júní reiknast dráttarvextir. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öll- um bönkum og sparisjóðum landsins. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVIK S: 69 69 00 Eyfírzka kartöflusalan er til húsa að Bfldshöfða 10 í Reykjavík og sel- ur útsæði síðustu þijá daga þessa mánaðar, fimmtudag, föstudag og laugardag frá klukkan 8.00 til 19.00. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.