Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 45

Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 45 -1- Morgunblaðið/SPB Fyrsti verulegi snjór vetrarins féll á Húsavík skömmu eftir páska. Börnin láta sér tíðarfarið vel lynda, gera göng í skafla og renna sér á snjóþotum. HÚSAVÍK Snjóþung sumarbyrjun Eftir óvenju góðan vetur á Husavík tók að kyngja niður snjó í vikunni eftir páska. Eins og sést á myndunum sem Sigurður P. Bjömsson fréttaritari blaðsins á staðnum tók á sumardaginn fyrsta var vetrarlegt um að litast, enda munu bæjarbúar vart hafa tekið eftir sumarkomunni. Snjórinn kom rétt á undan farfuglunum, en að sögn Sigurðar sást nýlega til lóu á Húsavík. Segir hann engan gadd hafa fylgt snjónum og líklegt sé að hann hverfi í næstu sunnan- átt. Menn hefðu helst áhyggjur af vatnavöxtum ef vindur snérist of snemma. Þótt oft hafi siyóað meira að þessu húsi þau 97 ár sem það hefur staðið, er þetta óvenjuleg sjón fyrsta sumardag. Arni á Fossi mokar tröppurnar heima oftar og betur en yngri menn. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Reiðhjól, svefnpokar og segulbandstæki til getspakra Verðlaun voru nýlega veitt fyrir réttar lausnir í „Þrautakóngi", spumingaleik Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ungir gestir á opnu húsi hjá Rafmagnsveitunni, sunnu- daginn 17. aprfl, fengu spuminga- blað við komuna. Athugulir þátttak- endur í „Þrautakónginum" komu svo auga á svörin á leið sinni um húsakynni Rafmagnsveitunnar. Dregið var úr réttum iausnum og tíu ungmenni leyst út með reið- hjólum, segulbandstælqum eða svefnpokum við athöfn sem fram fór í mötuneyti starfsmanna í lok fyrri viku. Rafmagnsveitan tilefni af norrænu tækniári og komu um tvö þúsund manns til að skoða húsakynni stofnunarinnar að Suð- urlandsbraut 34 en um fimm hundr- uð gestir heimsóttu rafstöðina við Elliðaár. Góð þátttaka var í spum- ingaleiknum, en alls bárust Raf- magnsveitunni kringum þúsund lausnir. Vinningshafar í spumingaleik Rafmagnsveitu Reykjavíkur og full- trúar þeirra ásamt rafmagnsveitustjóra, Aðalsteini Guðjohnsen, sem afhenti verðlaunin. COSPER -Hvers vegna kvartarðu ekki við þjóninn um að maturinn sé ekki nógu heitur? RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN ÞÚ SUMAR DEKKIN Nú er vetur liðinn og tímabært að búa bílinn til sumaraksturs. Frá 1. maí er óheimilt að aka á negldum hjólbörðum. Negldir hiólbarðar stórskemma götur borgarinnar. ^1" Vértu sumarlegur í umferðinni og skiptu tímanlega yfir á sumarhjólbarðana. Gleðilegt sumar! Gatnamálastjórinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.