Morgunblaðið - 29.04.1988, Síða 54

Morgunblaðið - 29.04.1988, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 ■ BORGAR YFIR VÖLD í Birmingham á Englandi buðust f gær til að halda sumarólympíuleik- ana 1996, þrátt fyrir að borgin hafi enn ekki fengið stuðning bresku ólympíunefndarinnar. Birm- ingham sótti einnig um að fá ólympíuleikana 1992, en nú hefur verið ákveðið að leikamir verði '^aldnir í Barcelona á Spáni. Tvær enskar borgir hafa sótt um leikana 1996, Birmingham og Manchest- er. Margir télja þó að vegna 100 ára afmælis nútíma ólympíuleika verði þeir haldnir í Grikklandi. ■ A USTUR—Þ ÝSKA lögreglan hefur handtekið um 20 ólátabelgi eftir leiki í 1. deildinni síðustu vik- ur. Flestir þessara manna eru stuðningsmenn efsta liðsins Loko- motiv Leipzig, en þeir eru þekktir fyrir ólæti. Eftir leik Leipzig gegn botnliðinu Union Berlin voru 13 manns handteknir og 10 eftir leik Leipzig gegn Madgeburg fjórum dögum síðar. Austur-þýsk yfírvöld hafa miklar áhyggjur af þessari þróun og þeir sem handteknir voru munu án efa fá þungan dóm. ■ CARLO ÍVeis leikmaður með landsliði Luxemburgar í knatt- spymu hefur í hyggju að kæra ítalskan kollega sinn Gianluca Vialli. Luxemburg og Ítalía mætt- ust í vináttulandsleik í fyrrakvöld og lauk honum með sigri Itala 3:0. Eftir leikinn segir Weis að Vialli hafí ráðist á sig ásamt þremur leik- mönnum ítalska liðsins. „Hann sló wig þrisvar eða fjórum sinnum í andlitið í leiknum, að ástæðulausu og eftir leikinn elti hann mig ásamt þremur félögum sínum. Ég var einn og veit ekki hvað hefði gerst ef lögreglan hefði ekki komið mér til bjargar," sagði Weis. Hann hefur rætt við lögfræðing sinn og belgíska knattspymusambandið hefur einnig mótmælt framkomu ítalanna. „Weis og fleiri leikmenn komu mjög illa fram við okkur. Þeir reyndu að ögra okkur allan leikinn, frá upp- hafí til enda. Ég var því aðeins að reyna að veija mig,“ sagði Vialli. ■ GUNNAR Gunnarsson, handknattleiksmaður sem lék með í*IFK Malmö í sænsku 1. deildinni í vetur, hefur ákveðið að leika með íslands- og bikarmeisturum Vals næsta vetur. Gunnar hefur víða komið við á handboltaferlinum. Hann lék áður með Víking, Fram og Þrótti og eins lék hann með danska liðinu Rybe. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaöiö/Horstmúller Páll Ólafsson hefur fylgst með félögum sínum í Dusseldorf-liðinu af áhorf- endapöllunum að undanfömum. Hér fylgist hann með einum leiknum, með vinstri hönd í fatla. Aflur undir hnrfinn eftir þvjár vikur - segir Páll Ólafsson, sem telur nær öruggt að Gummersbach verði meistari „ÉG verð ánægður þegar óg verð laus við þessar umbúðir,11 sagði Páll Ólafsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem gengur með vinstri hönd í fatla þessa dagana. „Ég verð laus við umbúðirnar eftir þrjór vik- ur. Þá fer ég aftur undir hnífinn, saumar verða teknir og nagl- inn, sem settur var til að halda beinunum saman, verður fjar- lægður," sagði Páll í viðtali við Morgunblaðið í gær. verð orðinn góður fyrir fympíuleikana í Seoul,“ sagði Páll, sem hefur ekki getað þátt í lokabaráttu Diisseldorf um meist- aratitilinn. „Kristján Arason og félagar hans hjá Gummers- bach eru með pálm- ann í höndunum. Þeir leika sinn síðasta leik gegn SigmundurÚ. Steinarsson skrifarfrá V-Þýskaiandi Dortmund, sem er fallið. Dusseldorf á aftur á móti erfiðan útileik í Ess- en. Liðið verður að sigra þar til að tryggja sér rétt til að taka þátt í IHF-keppninni næsta vetur. Éssen var að leika erfíðan bikarleik nú í vikunni, og þá leikur liðið fyrri bik- arúrslit sinn gegn Massenheim í næstu viku. Því hef ég trú á að Alfreð Gíslason og hinir leikmenn Essen taki það rólega gegn Duss- eldorf," sagði Páll. Alfreð var ekki á sama máli. „Við munum leika til sigurs gegn Diiss- eldorf og eigum að vinna eins og við gerðum gegn félaginu í bikar- keppninni fyrir stuttu á heimavelli," sagði Alfreð. Þegar ein umferð er eftir er Gumm- ersbach með 39 stig og marka- töluna 517:436, Diisseldorf er með 38 stig og markatöluna 501:456 og Kiel er með 37 stig 582:513. Essen er í Qórða sæti með 30 stig. KORFUKNATTLEIKUR Haukar leika í Evrópukeppni NÝKRÝNDIR íslandsmeistar- ar Hauka hafa ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða á næsta ári. Þeir verða þar með fýrsta liðið til að taka þátt í Evrópukeppni í þrjú ár, eða síðan þeir mættu sænska liðinu Táby Basket í Evrópukeppni bikar- hafa 1985. Haukar féllu að visu úr keppni í fyrstu umferð með litlum mun, en ætla að mæta óhræddir til leiks að nýju. Það þýðir ekki að sitja alltaf heima, við verðum ekki betri þannig,“ sagði Pálmar Sigurðs- son, þjálfari Hauka í samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum bara að ijúka af stað og prófa að vera með. Það gæti kannski bitnað svolítið á fyrstu leikjunum hjá okkur í haust, en það verður bara að hafa það.“ Samkvæmt reglum körfuknatt- leikssambands Evrópu mega lið nota tvo útlendinga. Haukar léku með einn útlending gegn Taby, Mark Scheibe, og r.iunu líklega nota einn eða tvo útlendinga í leikjum sínum í haust. Njarðvíkingar einnlg með? Njarðvíkingar eru nú að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að taka þátt í Evrópukeppni bikarhafa. „Það eru miklar líkur á því að við verðum með. Við erum að spá í þessi mál og athuga hvaða lið eru í keppninni," sagði Júlús Valgeirs- son, aðstoðarþjálfari Njarðvík- inga. „Við leggðum þá ekki allt í að komast áfram, heldur miklu fremur að leyfa strákunum að spreyta sig. Þetta er þó ekki alveg komið á hreint, en ef við tökum ekki þátt í þessari keppni þá förum við í keppnisferðalag," sagði Júlíus. ÓEFNI Ostjóm á vormótum í knattspymu ER stætt á að vetja ekki Pétur Pétursson í landsliðið? Verður landsliðið skipað þeim, sem hringja fyrstir? Hópíþróttir eru því marki brenndar að árangur bygg- ist fyrst og fremst á samvinnu og sterkri liðsheild. Þeir sem setja markið hátt leggja metnað sinn í að æfa hópinn markvisst saman og tefla fram sem sterkustu liði hveiju sinni. Hjá íslensku knatt- spymuliðum miðast allur undirbúningur við íslandsmótið. Meistaraflokksliðin leika æfingaleiki og síðan taka stað- bundin mót við. Á árum áður biðu knattspymuáhuga- menn spenntir eftir Reykjavíkurmótinu, það var vorboðinn hvað sem öllum ló- um og spóum leið. Áhorfendur skiptu þúsundum á Mela- vellinum og í þá daga fylgdi Reykjavíkurmeist- aratitli vegsemd og virðing. Nú er öldin önnur, þjálfarar nota leiki mótsins til að móta liðin fyrir íslandsmótið og þó enn sé farið eftir reglum í meistaraflokki, hefur lengi viðgengist að ólög- legir leikmenn hafa ieikið með 1. flokki. Þetta er æfingamót, segja þjálfaramir, og við verðum að nota hvert tækifæri til að koma mönnum í leikæfíngu, bæta þeir við. Þjálfaramir hafa nokkuð til síns máls. Sigur i Reykjavfkurmótinu, litlu bikar- keppninni, stóru bikarkeppninni ,eða Tactic-mótinu telur hvorki til stiga eða titla ( íslandsmót- inu. En til hvers að halda mót með Miklar og oft óraunhæfar kröfur em gerðar til landsliðsins, en því skal ekki gleymt að erfíðlega gengur að fá lykilmenn í leiki, einkum vináttuleiki, sem leik- mennimir hafa engu að síður óskað eftir að væm sem flestir fyrir átök í stórmótum eins og undankeppni Ólympíuleika, heimsmeistaramóts eða Evrópu- móts. í haust hefst undankeppni næsta heimsmeistaramóts. Framundan er vináttuleikur við Ungveija í Búdapest og fyrir nokkm var ljóst að bestu íslensku atvinnumennimir verða ekki með. Þeir sem setja stefn- una hátt reyna að tjalda því besta sem völ er á hveiju sinni og því vekur mikla athygli að Pétur Pétursson, besti miðheiji Pétur Pétursson hefur ekki hringt og látiö vita aö hann vilji leika í landsliöinu. ákveðnum reglum, sem menn virða að vettugi? Til hvers að ala upp í mönnum sljóleika gagnvart lögum og reglum? Hvers eiga strákamir í Þrótti að gjalda, sem unnu Fylki 7:1 í Reykjavíkurmóti 1. flokks, en töpuðu samt, þar sem Þróttur var með ólöglega menn og gaf því leikinn 4:0 fyrirfram (gefínn leikur tapast 3:0 samkvæmt reglugerð)? Er ekki kominn tími til að viðurkenna staðreyndir og hætta þessum skrípaleik? Annað hvort á alfarið að líta á vormót- in sem æfíngamót, þar sem allir em löglegir eða hefla þau til virðingar, þar sem farið er eftir settum reglum. Annað er óstjóm, sem bitnar á þeim, er síst skyldi. En ekki er öll vitleysan eins. íslands til margra ára sem hefur í gegnum tíðina látið landsliðið sitja fyrir, er ekki valinn í hóp- inn vegna þess að hann tók brúðkaupsferð fram yfír lands- leik í október sem leið og hefur ekki tilkynnt landsliðsþjálfaran- um prívat og persónulega að hann hafí áhuga á að leika með íslenska landsliðinu! í óefni er komið ef landsliðið hveiju sinni er skipað þeim leik- mönnum, sem fyrstir em til að hringja. Þá gætum við setið uppi með byijunarlið Árvakurs í næsta landsleik, en leikmenn félagsins hafa samþykkt að þeir séu tilbúnir að leika í iandsliðinu hvar og hvenær sem er, að nóttu sem degi ef því er að skipta. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.