Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 23 Jean-Louis Depierris og Djurdja kona hans. Morgunbiaðið/RAX varpsins og menningarrásina France Culture. Segir Depierris því ekkert undarlegt þótt hann hafi á þessum árum stoftiað til kynna við þá listamenn sem eitthvað voru að gera markvert. Tiu ljóðabækur Umræðan snýst um ljóð Depierr- is, sem viðmælandi hefur helst - nasasjón af úr 200 síðna bók eftir André Dom um höfundinn og þró- unina í skáldskap hans með ljóða- dæmum á árunum 1952-1976, er hann gaf út 8 ljóðabækur og af ljóðabókinni Bas-Empire,' sem út kom 1982 eftir dvöl skáldsins í Júgóslayíu. „í upphafi voru ljóðin mín að vissu leyti myrk og þung. Yfir þeim harmrænn blær, sem síðar átti eftir að víkja fyrir meiri birtu," útskýrir Depierris. Einkum virðast skilin verða eftir að hann kemur til Júgóslavíu. „Þar hitti ég líka konu mína,“ segir Depierris og þau líta kímin hvort á annað. Forsagan er sú að skyndilega hvarf Depierris frá París og öllu því sem hann þar var að fást við. „Ákvað bara að fara, án þess að ákveða nokkuð um hvað tæki við,“ segir hann. „Þótt mér þætti vænt um París, þá fannst mér hún ein- faldlega ekki lengur veita mér svigrúm til að vera sáttur við sjálf- an mig. Eg hafði einhvem tíma skroppið til Júgóslavíu til að hitta þar skáld og listamenn. Og nú hélt ég þangað, án þess að það hefði neinn sérstakan tilgang. Fékkst þar í fyrstu við þýðingar og fór að kenna við háskólann í Sarajevo og sfðan Zadar og Split.“ Þama smáfærðist Depierris nær störfum í utanríkis- þjónustunni. Hann var beðinn um að taka að sér og síðan skipaður framkvæmdastjóri í menningarmið- stöðinni Institut de France í Split. Þá var Jean-Louis Depierris orð- inn enn tengdari Júgóslavíu, því Djurdja, sem hafði verið nemandi hans í háskólanum, var orðin eigin- kona hans. Hann átti þá þegar sex ljóðabækur að baki og var orðinn þekkt ljóðskáid í Frakklandi, og Júgóslavíuárin urðu mjög frjó ár fyrir hann. Ljóðin í fyrstu fjórum bókunum hans voru með mjög póet-' ísku yfirbragði, en í þeirri 4. og 5. er formið tekið að breytast. Fram að því vora ljóðin stutt, en eftir það verða þau lengri, líkari sinfóníum í 10-12 köflum, útskýrir hann. Þegar átökin í formi urðu upp úr 1960 vora ljóðin enn þung og dimm, en í sumum togstreita þar til jákvæða hliðin varð að lokum ofan á. Það varð bjartara yfir ljóðum hans. Honum hafði fundist hann hafa lok- ast inni án þess að ná að þróast áfram, en hafði nú brotist út úr því. Nú hafði hann fengið víðari sýn, að honum fannst, og þama skynjaði hann á hlutlægari og vits- munalegri hátt tengsli mannsins við heimsmyndina. í ljóðabókinni „Loge de Mer“, sem þá varð til, finnst mér ég hafa náð sáttum í þessari heimsmynd milli þáttar mannsins og höfuðskepnanna." Hann talar um hina fomu höll Diocletianusar í Split, sem hafði mikil áhrif á hann. Dalmatíuströndin varð honum orkuuppspretta, að honumf- annst.„Þegar ég skrifaði ljóðin í Bas Empire vildi ég sýna tengsli mannsins við höfuskepnumar, þ.e. sólina, steinana og kraftinn í vindin- um, við grimmúðugt hafið. Allir bæir á Dalmatíuströndinni era tengdir steininum. Höll Diocletian- usar hefur staðist tímans tönn. Hún er ekki rúst, heldur lifandi borg. Öll stríð hafa hripað af henni. Hart og gróft afl steinsins stendst þetta allt. Steinninn er tákn um mótstöð- una f manninum. Þama fann ég viðnám náttúrunnar, sem ekki breytist. Náttúrannar sem undir- stöðu alls. Og tala þá um náttúrana gegnum manneskjuna." Hvað er þá skáldskapur í hans huga? „Póesía eða opinberan til- finninganna. Spenna hugsunarinn-' ar þrengt í orðið. Efni — ljóminn og hvasst stálið — sem krefst líkam- legrar nálægðar. Aðskilið frá þögn- inni með fáum orðum. Orðin sem vega þar salt era persónur í harm- leik. Ljóðið sem ég er að skrifa verður svið fyrir minn sannleika," segir Depierris. Ljóð Depierris era ekki vanda- málaljóð eða pólitísk, þau era ná- tengdari máttavöldunum. „Ég hafnaði því alltaf að binda mig í þessum tískustefnum f ljóðlistinni, sem vora svo ofarlega á baugi á 7. áratugnum. Til dæmis í Tet- quel, sem varð að nokkurs konar tungumálavísindum í skáldskapn- um. Ég neitaði að taka þátt í slíku. Ég taldi, á þeim tíma er allir vora á andstæðri skoðun, ljóðið vera hugrænt. Skáld gæti ekki gengið einhveiju kerfi á hönd. Þar sem ég neitaði að fylgja þróun sero, saro- kvæmt samtíma gagnrýnendum, stefndi hraðbyri í að drekkja efninu í skoðun á textanum, og þar sem ég þvert á móti er sannfærður um að innri bygging verksins verður að samsvara innri byggingu andans og að það er í höfundinum sjálfum sem verður að leita þess lifandi kerfis sem verkið nærist af og býr yfir, þá get ég ekki gert greinar- mun á óháðum skáldskap og óháðu skáldi. Það verður aldrei óháður skáldskapur nema skáldið sjálft sé fijálst og óháð. Óháð öllu því sem ekki er höfundurinn sjálfur, slíkt skáld ætlast ekki til annars af sjálf- um sér en þess sem kemur frá hon- um sjálfum." Ahríf frá ýmsum stöðum Auk þess að skrifa og gefa út eigin ljóð meðan Depierris var í Júgóslaviu, unnu bæði hjónin að ljóðaþýðingum og að því að koma slíkum skáldskap á framfæri í báð- um löndunum. Djurdja hefur þýtt mikið af króatískum ljóðum á frönsku og frönskum ljóðum á kró- atísku. Hér á íslandi vinnur hún að þýðingu á miklu sagnfræðiriti eftir Femand Braudel, höfund hinn- ar svonefndu nýju sagnfræði í Frakklandi. Frá Júgóslavíu héldu þau til Marokkó þar sem Jean- Louis Depierris tók við forstöðu frönsku Menningarmiðstöðvarinnar í borginni Fez og 1981 var hann skipaður menningarfulltrúi við franska sendiráðið í Bruxelles í Belgíu. Á báðum stöðum bættist í ljóðasafn hans. Og hann hefur hér á íslandi gengið endanlega frá þeim ljóðum til útgáfu, sem urðu til fyrir áhrif þaðan. Fez er gömul borg frá 9. öld, sem alltaf hefur varðveitt sína miðaidamenningu og fslamst yfirbragð, segir hann. Og þar var viðfangsefni ljóðanna sem fyrr maðurinn í samhljóman við náttúr- una. „Þótt ljóðin verði til undir áhrifum frá þessum stöðum, þá era það ekki nein ferðamannaljóð og ég nefni aldrei staðamöfn, hvorki þar né neins staðar annars staðar. Þess vegna skrifaði George Duby formála til skýringar með ljóðabók- inni Bas-Empire, sem varð til í Júgóslavíu. Ég vil ekki að ljóðin séu bundin einhveijum ákveðnum stað heldur höfði til alheimsins. Þegar farandriddarinn hélt á miðöldum að heiman, fór hann land úr landi og safnaði reynslu til að hafa með sér heim. Þetta vora nokkurs konar námsferðir á nútímavísu. Famar til að reyna sig á framandi slóðum. Ég er eins og miðaldariddarinn, sem hélt frá höll til hallar, þar sem hann þurfti að leysa ýmsar þrautir, reyna sig við framandi aðstaeður og sanna sig. Sem tilvísun til riddaranna bera mörg ljóð mín í þessum bókum nöfti af vopnahlutum frá miðöldum, svo sem lensunni." Hafið, sólin og ástin Þegar hér er komið sögu getum við ekki stillt okkur um að spyija hvort ísland eigi á sama hátt eftir að setja svip sinn á ljóð Depierris. „Ég hefi unnið að ljóðagerð síðan ég kom hingað. Er byijaður að safna ljóðum sem hafa orðið til undir áhrifum af íslandi, en get ekki sagt hvað endanlega verður úr því,“ svaraði hann. Og hann bætir við að hann sé líka að vinna að því að velja íslensk ljóð með hjálp Sigurðar Pálssonar ljóðskálds og Gerards Lemarquis, sem þýðir þau yfír á frönsku, til að mynda franska sýnisbók nútíma íslenskra ljóða frá 1945-1975. Fyrstu ljóðin eftir 3 íslensk ljóðskáld hafa þegar birst í alþjóðaritinu Joumal des Poets. Sýnibókin á að koma út á sínum tíma hjá forlaginu Actes Sud, en þar komu út ljóð Steins Steinars. Gerard Lemarquis hefur líka verið að þýða í samvinnu við Karl Guð- mundsson yfir á íslensku ljóð eftir Jean Louis Depierris og fengum við góðfúslega leyfi til að birta hérmeð eitt af þessum ljóðum hans. Af ljóðum Jean Louis Depierris má sjá hve hlý og sólbökuð löndin kring um Miðjarðarhafið standa honum nærri, svo sem eðlilegt er. Hann fjallar mikið um þetta haf, sólina, jörðina og ástina. í löndun- um við Miðjarðarhafið er hann upp alinn og hefur lengt af dvalið þar. Síðan var hann sendur hingað norð- ur til íslands. „Já, þetta era mjög ólíkir staðir. Og þó! Hér er þessi sami harði kraftur höfuðskepnanna, sem ég talaði um áðan. Og þessi kraftmikli stormur. Þetta sama sem ég hitti fyrir hér kemur mikið fyrir í elstu ljóðunum mínum, þar sem ég nefni hraun, basalt, eld og ís. Kuldi og raki baga mig ekki neitt. Þveröfugt. Mér líkar það vel.“ Sjálfstæði í ljóðagerð Depierris kom þó ekki beint til íslands frá Belgíu. Á áranum 1984-86 dvaldi hann í Frakklandi við að skrifa og veija doktorsrit- gerð sína við bókmenntadeild Sor- bonneháskóla. Er hún að koma út í haust í Frakklandi í tveimur bind- um, mikið verk upp á 1000 blaðsíð- ur. Ritgerðin nefníst „Tradition et insoumissipn dans la poésie fran- caise", sem útleggst eitthvað á þessa leið, Erfðavenjur og sjálf- stæði í franskri ljóðagerð. „Þegar skáldið er sjálfu sér framandi, á það ekki annarra kosta völ en blanda sér í hópinn. En í því felst þá undir- geftii við erfðavenjurnar. Viljinn til að gefa af sjálfum sér krefst þess að gengið sé gegn lögmálunum eða erfðavenjunum. Þá fyrst rofnar strengurinn við siðvenjumar. En þegar höfundurinn er utan við allt, þá verður hann að vera hann sjálf- ur. Þá verður hann að nýju skáldi," útskýrir Depierris, sem væntanlega gefur hugmynd um efnisumfjöllun doktorsritgerðarinnar. í Mývatnssveit: Tónlistar- skólanum slitið Mývatssveit. Síðastliðinn vetur voru 38 nemendur i Tónlistarskóla Mý- vatssveitar. Auk skólastjórans, Viðars Alfreðssonar, kenndu 2 kennarar við skólann, Sigríður Einarsdóttir á fiðlu og Margref Bóasdottir sem kenndi söng og stjórnaði kórum skólans. Kennt var á píanó, orgel, tromp- et, básúnu, klarinett, þverflautu, saxafón, blokkflautu, gítar og fiðlu. Ennfremur tónfræði. Tveir kórar vora starfandi, eldri og yngri nem- enda. í febrúar vora haldnir tónleikar í Hótel Reynihlíð við mjög góða aðsókn. Þá tóku kóramir þátt í kóramóti sem haldið var í Hafra- lælqarskóka og Husavík. Vortón- leikar skólans vora haldnir í Skjól- brekku 24. apríl. Aðsókn var ágæt og undirtektir viðstaddra frábærar. Kristján Félagsráð- gjafar gefa út tímarit FÉLAGSRÁÐGJAFAR hafa hleypt af stokkunum tímariti sem ber nafnið „Félagsráðgjafablað- ið“. í fyrsta tölublaði þess er að finna fróðleik um fræðslufundi félagsins, fréttir frá útlöndum, greinar um hjónameðferð, fikni- efnamál unglinga og meðferð þeirra. Einnig er fjallað um sam- norræna ráðstefnu um ofbeldi gegn börnum. I ávarpi til lesenda segir Svava Stefánsdóttir fráfarandi formaður stéttarfélags íslenskra félagsráð- gjafa að það sé gamall draumur margra félagsmanna að gefa út slíkt tímarit. Um þrátíu ár era liðin síðan félagsráðgjöf nam hér land. Árið 1974 vora félagsráðgjafar Qórtán en nú er tala þeirra rúmlega 100. Svava segir að nú megi kenna flótta úr stéttinni og fáir skrái sig til náms við Háskóla íslands í þess- arigrein. í blaðinu er ætlunin að birta nauðsynlegar upplýsingar fyrir fé- lagsmenn, faglegar greinar, bóka- kynningar og fréttir af ráðstefnum. Þá verður tímaritið vettvangur skoðanaskipta fyrir félagsráðgjafa. (Úr fréttatilkynningu) Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla EINS og á undanförnum árum efnir Umferðarráð í samvinnu við Bifreiðaeftirlit rikisins, Bún- aðarfélag íslands, menntamála- ráðuneyti, Slysavarnafélag ís- lands, Stéttarsamband bænda, Vinnueftírlit ríkisins og Öku- kennarafélag íslands til nám- skeiðs í akstri og meðferð drátt- arvéla. Þau verða sett í dag kl. 10. Kennt verður í tveimur flokkum. Annars vegar er um að ræða for- námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 15 ára (fædda 1973-1975) og hins vegar réttindanámskeið fyr- ir 16 ára unglinga, sem endar með prófi og veitir réttindi til aksturs dráttarvéla á vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.