Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Byggingarmenn Til sölu Linden 30/38 byggingakrani. Upplýsingar í símum 92-12798 og 92-13363. Tilkynning til vörsluaðila opinberra sjóða Hér með er skorað á alla vörsluað- ila opinberra sjóða, sem enn hafa eigi sent ársuppgjör til ársloka 1987 að gera það nú þegar. Ríkisendurskoðun 29.apríl 1988. Nú vantar ■■ STOÐU VERÐI Með nýjum umferðarlögum, sem tóku gildi 1. mars 1988, er eftirlit með stöðubrotum bifreiða í borginni komið í hendur borgaryfirvalda. Til þess að sinna þessum skyldum við borgarana, þarf að fjölga stöðuvörðum. Hlutverk stöðuvarða er að hafa eftirlit með “stöðubrotum í borginni og fylla út gjaldseðla (gíróseðla) þegar svo ber undir. Hér er ekki um að ræða stöðumælavörslu eingöngu, heldur einnig almennt eftirlit. Tilvalin störf fyrir bæði konur og karla. Hálfsdagsstörf koma til greina. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, sími 18000. Sil Gatnamálastjórinn IIP V erkalýðshreyfingin og ellilífeyrisþegamir eftirHrafn Sæmundsson Þurfum við ný orð? Þurfum við nýjar aðferðir? Þurfum við nýtt gild- ismat? Þurfum við nýja hugsun? Eftir verkalýðsbaráttu sem staðið hefur hér á landi í nálega heila öld, er freistandi að spyija slíkra spum- ingá á þeim degi þegar verkafólk staldrar gjaman við í önn dagsins. Það er freistandi að leiða hugann að því hvað hefur breyst á þessum tíma. Hvaða árangur hefur náðst í þessari löngu baráttu? Það er freist- andi að halda því fram að allt hafí breyst nema ef vera skyldi sú hugs- un og þær starfsaðferðir sem notað- ar hafa verið í verkalýðsbaráttunni. Hvað eftir annað hafa tæknibylt- ingar breytt heimsmyndinni. Hugs- un mannsins og hugmyndir hafa verið í stöðugri endurskoðun. Allt virðist hafa breyst nema starfsað- ferðir og hugsun í verkalýðsbarátt- unni. Eftir nærri hundrað ára verka- lýðsbaráttu verða slíkar vangavelt- ur og spumingar áleitnar. Af hveiju þarf nýja hugsun, nýtt gildismat, nýjar starfsaðferðir, ný orð? Af hveiju þarf forusta verkalýðshreyf- ingarinnar til að mynda að tileinka sér nýja hugsun? Ef til vill þarf fomsta verkalýðshreyfíngarinnar og meðlimir verkalýðshreyfíngar- innar að tileinka sér þá heimspeki- legu hugsun sem Páll Skúlason heimspekingur skilgreinir á þennan einfalda hátt: „Heimspekileg hugsun er — eins og ég skil hana — endalaus viðleitni til að bijóta þá hlekki sem eru lagðir á hugsun fólks. Hún er tilraun til að virkja hug- arorku manna til að skoða og skilgreina veruleikann." Verkalýðsfomstan og almennir félagar í verkalýðshreyfíngunni hafa ekki tileinkað sér þessi ein- földu sannindi. Hugsunin hefur staðnað. Verkalýðshreyfíngin virð- ist ekki geta sett baráttuna í sam- hengi — hvorki sögulegt eða efna- hagslegt samhengi. Það er einblínt á einstaka þætti. Það er enn hugs- að á nákvæmlega sama hátt og frumheijamir gerðu. En nálega heil öld hefur liðið hjá og sú þróun er ekki tekin með í baráttuna. Það er ennþá verið að beijast fyrir ein- földustu fmmþörfum fólksins. 1 einu ríkasta þjóðfélagi veraldarinn- ar er það grátbroslegt að verkalýðs- baráttan skuli enn snúast um það MINOLTA NETTAR, LITLAR OG LÉTTAR UÓSRITUNARVÉLAR - og þær gera alit sem gera þarf á mlnni skrifstofum D-10 Lin, einlöld og þvl trausl Fyriitak á skrittxxöiðl Verö kr. 25.025.- stgr. _ D-100 Japönsk snilldarttönnun, þýsk ending og nákvæmni. Verö kr. 37.300.-stgr. 5 lita prentun ef vill, innsetning einstakra arka, innbyggöur arkabakki til aö spara pláss; hágæðaprentun og hagkvæmni I rekstri. Verökr. 54.200.-stgr. Ekiaran ______AflMÚLA 22. SiMI (Ht) 8 30 22. 10» REVKJAVlK að þurfa að beijast fyrir því að hækka bein laun upp á nauðþurftar- stigið. Ekki er allt sem sýnist Fyrir nálega einni öld var fátækt skilgreind á annan hátt en nú er gert. Fyrir einni öld vom félagsleg réttindi skilgreind á annan hátt en nú er gert. Margir munu segja að orðið hafí bylting í lífskjömm á þessum tíma. Auðvitað er það rétt. En ekki er allt sem sýnist. Ef við fömm út fyrir það nauðþurftarstig sem verkalýðshreyfingin er að beij- ast fyrir til handa sumum af með- limum sínum, hvemig er þá almenn- um réttindamálum almennings háttað og mætti þá einnig tala um almenn mannréttindi. I þessum samanburði verður að taka mið af ríkidæmi þjóðarinnar. Við skulum taka nokkur dæmi af handahófi um þetta. Húsnæðismál: Ungt fólk sem er að hefja búskap hefur enga trygg- ingu fyrir því að geta búið í hús- næði eða fengið húsnæði á eðlileg- um kjörum. Það unga fólk sem kemst í húsnæði — fer að byggja eða leigja — verður að leggja nótt við dag og dugar ekki til. Þetta unga fólk verður að leggja lífsham- ingju sína, böm sín, bestu ár ævinn- ar að veði fyrir þeirri einföldu fmm- þörf að hafa húsaskjól og fá að búa íjölskyldulífi á eðlilegan máta. Málefni aldraðra: Aldraðir hafa enga tryggingu fyrir því að fá nauð- synlegustu þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Þeir hafa heldur enga tryggingu fyrir því að geta notið eðlilegs félags- og menn- ingarlífs í annars góðri elli. Ellilíf- eyrisþegum er skammtað úr hnefa og miðað við þá hungurvísitölu sem miðuð er við brýnustu þarfír — að fólk svelti ekki. Verkalýðshreyfing- in lætur það meira að segja við- gangast að einkaeign fólks í lífeyr- issjóðunum sé látin skerða tekju- tryggingu, þannig að þeir fjármunir sem meðlimir verkalýðshreyfingar- innar leggja þannig til hliðar á starfsævi sinni nýtast þeim ekki nema að litlu leyti á lífeyrisaldrin- um, þó að aðrir sem lagt hafa fjár- muni fyrir á annan hátt — til dæm- is í bankakerfinu — fái óskerta tekjutryggingu og betri lífskjör. Málefni fatlaðra: Þó að viss þróun sé í málefnum fatlaðra og ýmsir hlutir að gerast á þeim vígstöðvum, er það staðreynd að fatlaðir og aðstandendur fatlaðra hafa ekki nema að hluta til mögu- leika á fullnægjandi þjónustu — lágmarksþjónustu sem eingöngu er miðuð við einföldustu frumþarfír. Stór hluti af mikið fötluðu fólki fær ekki húsnæði eða umönnun og stór hluti af mikið fötluðum bömum verður að treysta að verulegu leyti á orkuforða foreldra sinna þó að engin skynsamleg rök séu fyrir því að slíkt gagni. Og það gengur ekki. Arlega brotna margar Qölskyldur undan þessu álagi. Hjónabönd slitna iðulega og örvænting margra for- eldra er ólýsanleg vegna þess að ekki eru lagðir fjármunir til að skapa þau ytri skilyrði sem eru for- senda eðlilegs lífs. Málefni barna: Dagvistarmál eru í ólestri. Fólk hefur enga trygg- ingu fyrir dagvistar- eða leikskóla- plássi fyrir böm sín. Og fólk hefur heldur enga valkosti í þessum efn- um. Þjóðfélagið býður ekki upp á neinn sveigjanleika. Ekki er mögu- legt — meðal annars vegna ástands- ins í húsnæðismálum og launakjör- um ungs fólks — að annað foreldr- anna geti sinnt bömum sínum fyrstu árin. Uppeldi bama og vel- ferð er þannig einnig sett að veði fyrir einföldum frumþörfum eða vegna stöðu fólks á vinnumarkaði. Vinnutími: Síðustu áratugina hefur vinnutími á íslandi verið óhóf- legur. Félagslíf er í molum. Mann- leg samskipti sitja á hakanum. Að njóta lífsins á eðlilegan hátt eftir 10—12 tíma vinnudag er ekki hægt með eðlilegum hætti. Margir em orðnir slitnir og heilsuveilir á miðj- um aldri eftir gegndarlausan þræl- dóm um áratuga skeið. Og eðlilegt fjölskyldulíf er víða í molum af sömu ástæðum. Heilsugæsla: Almenn heilsu- gæslukerfí inni á sjúkrahúsum og á heilsugæslustöðvum er eitt af því fáa sem er tij algerrar fyrirmyndar hér á landi. Á þessum stöðum sitja allir við sama borð og þar er frábær þjónusta. Þó verður fólk að bíða lengi eftir ýmsum aðgerðum og endurhæfíngarþáttur heilsugæslu- kerfísins sem er góður, þarf að aukast og ná út fyrir stofnanimar sjálfar í ríkara mæli. En þegar kem- ur út fyrir stofnanimar breytast hlutimir. Þeir sem ekki geta nýtt sér þessa þjónustu inni á stofnunum em illa staddir. Öll fyrirbyggjandi þjónusta svo sem þjónusta sálfræð- inga, geðlækna og tannlækna svo eitthvað sé nefnt getur láglaunafólk ekki nýtt sér. Þá kemur hinn svarti blettur Hvað kemur þetta verkalýðs- hreyfingunni við? Eiga verkalýðs- hreyfingin og atvinnurekendur — aðilar vinnumarkaðarins — ekki að semja um kjör fólksins í landinu? Auðvitað. En um hvað er verið að semja? Það er verið að semja um lágmarkslaun — kannski 30—40 þúsund krónur á mánuði. Allir em í orði sammála um að enginn getur lifað af þessum launum — eða hvað? Það em tvær hliðar á því máli. Undanfarin ár eða áratugi hefur verið nokkum veginn næg vinna í landinu, raunar oft spenna á vinnu- markaðinum. Þá hefur fólk bætt lágu launin með mikilli vinnu — með launaskriði, með yfírborgunum og með ýmsum öðmm hætti. Og þar sem um fjölskyldufólk er að ræða vinna bæði hjónin og allir 8 x í viku FLUGLEIÐIR i -fyrir þíg- NEWYORK . ■! i. i . i ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.