Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 68
SYKURLAUST WRIGLEYS NÝTT FRÁ KODAK ÍTIrTíui HIGH POWER BATTERY RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. \ J Alþj óðahvalveiðiráðið: __ * Tillögnr Islendinga ' ekki ræddar form- lega á ársfundi TILLOGUR þær, sem íslendingar og Bandaríkjamenn eru að móta um breytta starfsháttu vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, verða hvorki ræddar formlega á fundi nefndarinnar né á ársfundi ráðsins, sem verður eftir um það bil mánuð. Talið er að tillögurnar ráði ekki úrslitum um afstöðu aðildarþjóðanna um hvalveiðar íslendinga i vísindaskyni og breyti ekki afstöðu Banda- ríkjamanna til þeirra. Tillögur þessar eru í samræmi við samkomulag milli íslendinga og Bandaríkjamanna vegna hval- veiða okkar í vísindaskyni. Tillög- íslendinga hafa verið sendar vestur um haf, en þær miða að því að aukið tillit verði tekið til vistfræðilegs samhengis við ákvörðun stofnstærðar hvala og skynsamlegrar nýtingar þeirra en verið hefur. Fljótlega er búizt við athugasemdum Bandaríkjamanna við þessar tillögur, en þær eru ekki á dagskrá fundar vísinda- nefndarinnar í næstu viku. Tillög- umar eru heldur ekki formlega á dagskrá ársfundar Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem hefst eftir um það bil mánuð, en búizt er við að þær verði kynntar óformlega þar. Mikið hefur verið gert að und- anfömu til að bæta málstað ís- lendinga meðal annarra Norður- landaþjóða að undanfömu og segja íslenzkir embættismenn að það starf sé að skila árangri. Sjá frétt á bls. 4. -6ímasvæði98 og 99 sameinuð UM leið og ný símaskrá kemur út í seinni hluta maí, verða síma- svæði 99 á Suðurlandi og 98 í Vestmannaeyjum sameinuð í eitt, sem mun hafa svæðisnúm- 73 ökumenn teknir fyr- ir of hrað- an akstur SJÖTÍU og þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Ártúnsbrekku á tímabilinu frá klukkan 20 á föstudagskvöld og í fyrrinótt. Sá sem hraðast ók var á 112 km hraða og var hann sviptur ökuleyfinu á staðnum. Þá óku tveir bifhjólum á rétt yfir 100 km hraða á Laugavegi við Bolholtið. erið 98. Að sögn Ágústs Geirssonar, símstjóra og ritstjóra símaskrár- innar, erþessi breytinggerð vegna .þess að mikið er um að fólk, sem hringir frá útlöndum til íslands, gleymir að sleppa tölustafnum 9 í svæðisnúmerinu, sem kemur á undan símanúmerinu sem hringt er í. Þá fer oft svo, að samband næst við númer á Suðurlandi þótt Vætlunin hafí verið að hringja til annarra svæða vegna þess að þar er síðari stafurinn í svæðisnúmer- inu 9. Að sögn Ágústs kemur nýja símaskráin út í seinni hluta maí- mánaðar og verða afhendingar- seðlar sendir til símnotenda er hún verður tilbúin til afhendingar. Nokkrar breytingar verða á síma- númerum með útkomu nýju skrár- innar, til dæmis verða öll fjögurra stafa númer á Suðuriandi nú fímm stafír. Nýir tímar - nýjar tunnur Það er fátt, sem stenzt tímans tönn. Áður fyrr voru trétunnur stór hluti sfldarævintýris- ins. Ævintýrið heldur áfram, en plast hefur leyst tréð af hólmi. Það er til bóta að sögn saltenda, en það tekur tima að breyta ímynd- inni. Keflavíkin kom við I Noregi á dögunum til að lesta plasttunnur og tók meira en helm- ingi styttri tíma að lesta þær en áður tók að lesta trétunnurnar. Á síðustu vertíð var rúmur helmingur síldar- innar saltaður í plasttunnur og á komandi vertfð verður plastið allsráðandi. Ökumaðurinn sem hér um ræð- ir er 23 ára gamall og hefur áður verið sviptur ökuleyfí fyrir ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar virðist hraðaakstur síst fara minnkandi þrátt fyrir nýleg dæmi um alvarleg umferðarslys sem af þessu hafa hlotist og er áberandi meirihluti þeirra sem teknir eru fyrir of hraðan akstur ungir menn. Bestí fískurmn fer óunn- ínn á erlendan markað - segir Jóhann Þorsteinssson hjá sjávarafurðadeild Sambandsins Jóhann á mót í Þýskalandi JÓHANN Hjartarson tekur þátt í sterku skákmóti í Mtinchen f Þýskalandi, en taflmennskan þar hefst á sunnudag. Mótið er í 12. styrkleikaflokki FIDE. Meðal keppenda eru Jóhann, Robert Hubner, Artur Jusupov, Zoltan Ribli, Jan Smejkal, van der Stprren, Ralf Lau, Kinderman og Hecht. Auk þeirra keppa þrír ungir Þjóðveijar á mótinu. „BESTI fiskurinn er fluttur út óunninn en sá lakari fer m.a. á fiskmarkaðina hér og frystihús á þeim stöðum þar sem mikið er flutt út af óunnum fiski, eru með verra hráefni en hin húsin,“ sagði Jóhann Þorsteinsson, deild- arstjóri lyá sjávarafurðadeild Sambandsins, f samtaii við Morg- unblaðið f gær. Jóhann sagðist hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa borið saman hráefnismat á vöru í frystihúsum, sem hefðu sl. 3 ár búið við tiltölulega óbreytta hráefn- isöflun, og frystihúsum á þeim stöð- um þar sem mikið hefði verið flutt út af óunnum fiski en þau hefðu m.a. aflað hráefnis á fiskmörkuðun- um. „Elsti fískurinn," sagði Jó- hann, „fer t.d. á fiskmarkaðina en ekki í gáma. Fiskurinn er hins veg- ar yfírleitt ekki flokkaður, eða dag- merktur, á mörkuðunum þannig að það má segja að þar sé verið að kaupa köttinn í sekknum. Menn héldu hins vegar að einn af kostun- um við fískmarkaðina yrði sá að þar yrði hráefnið flokkað eftir gæð- um og fiskvinnslan gæti því greitt þar hátt verð fyrir góðan físk sem hefði skilað sér í hærri verði til sjó- manna. Vegna aukinnar ísfisksölu má ætla að gæði þess hráefnis, sem eftir verður fyrir fískvinnsluna, verði sífellt lakara þegar á heildina er litið," sagði Jóhann. Mikið um ref Borg í Miklaholtshreppi. MIKIÐ hefur borið á fjölgun villtra refa. Þegar sporrakt hefur verið í vetur hafa för eftir refi verið allveruleg. Leiðir þeirra hafa oftast legið til sjávar því þar er frekar ætisvon. - pýj)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.