Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 47
47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
hefði ekki komist í hendur SÍNE-
félaga fyrr en seint og um síðir.
Hinu er hinsvegar ekki hægt að
neita að þegar hér var komið sögu
þá var meirihluti SÍNE-stjómar
búinn að fá nóg af afskiptum Svan-
hildar á framboði „fimmmenning-
anna“. Það væri líka til að æra
óstöðugan ef allar athugasemdir
varðandi þetta mál hefðu átt að
birtast í blaðinu. Þá væri það að
öllum líkindum enn í vinnslu og
frekari skrif í Morgunblaðið óþörf.
Að sætta sig við lýðræðið
Ummæli Svanhildar um félaga
sína í stjóm SÍNE, sem vel að
merkja eru í meirihluta, skv. leik-
reglum lýðræðisins, em annars ekki
til þess fallin að hafa hátt um —
hennar vegna. Hún lætur að því
liggja að farið hafi verið á bak við
hana — henni hafí ekki verið gefinn
kostur á að koma athugasemdum
með blaðinu og meirihluti stjómar
hafi sett áður óþekkt met í að koma
blaðinu út til lesenda. Svanhildur
er greinilega ekki öll þar sem hún
er séð. Hún kemst ekki einungis
yfir óbirtar blaðagreinar og dreifir
þeim að höfundum óspurðum —
heldur sér hún yfir holt og hæðir
og þekkir fólk af hagsmunabaráttu
undir jörðinni.
Af skáldlegu innsæi lýsir hún því
fjálglega að meirihluti stjórnar
SÍNE hafi unnið að pökkun Sæ-
mundar með mikilli leynd „ ... í
kjallara tveimur hæðum undir jarð-
hæð í hálfbyggðu húsi upp í Arbæ,
„og í framhaldi af því veltir hún
því fyrir sér hver stundi nú „mold-
vörpustarfsemi“.
Vanþekking Svanhildar
Með þessum skrifum afhjúpar
Svanhildur hvað best áhugaleysi á
þeim störfum sem stjórn SÍNE að
inna af hendi. Henni til upplýsingar
er rétt að taka fram að pökkun
Sæmundar fór fram í prentsmiðju
Blaðaprents á Krókhálsi, en þar var
blaðið prentað. Það er að sönnu
engin sældarvinna að pakka tvö
þúsund og fimm hundruð blöðum
og vel má líkja því við moldvörpu-
starfsemi, en það get ég fullvissað
Svanhildi um að meirihluti stjórnar
SÍNE hafi annað að markmiði með
vinnu sinni en „moldvörpustarf-
semi“ — nefnilega það að koma
blaðinu út fyrir verkfall.
Að þurfa að grípa til þess ráðs
að gera nauðsynlega vinnu við út-
gáfu blaðsins tortryggilega í augum
lesenda Morgunblaðsins, sýnir
líklega hvað best hve málefna-
snauður málflutningur Svanhildar
er.
Staðreyndin um aukakosn-
ingaina
Svanhildur gerir sér tíðrætt um
lýðræði og lýðræðisleg vinnubrögð
og sakar undirritaðan, sem og
meirihluta stjórnar SÍNE, um ein-
ræðisvinnubrögð í anda einræðis-
stjóma í Suður-Ameríku. Nefnir
hún meðal annars í því sambandi
að „núverandi meirihluti stjómar
SÍNE kaus að hundsa sumarráð-
stefnu um að efna til aukakosning-
ar sl. haust þrátt fyrir að eindregin
tilmæli bæmst frá deildum að slíkar
kosningar skyldu haldnar". Enn
fremur vænir hún mig persónulega
um að hafa ekki kynnt fyrir öðrum
stjómarmeðlimum þessar „ein-
dregnu óskir“ deilda um aukakosn-
ingar.
Hér er ég borinn þeim þungu
sökum að virða_ ekki einungis að
vettugi óskir SÍNE-félaga heldur
einnig um óheiðarleg vinnubrögð
gagnvart félögum mínum í stjóm.
Þetta eru þungar ásakanir — og
ekki til þess fallnar að auka hróður
SÍNE — hvorki meðal félagsmanna
ná ráðamanna, sem taka ákvarðan-
ir er varða okkar hagsmuni. Því er
mér skylt að leiðrétta þetta um leið
og ég harma að Svanhildur sjái sig
knúna til að fara með slík ósann-
indi í blöð.
Hið rétta er að á sumarráðstefnu
SÍNE síðastliðið sumar, reyndi
Svanhildur, ásamt nokkmm félög-
um sínum, að ógilda kosningu
stjómar með þeim rökum að fram-
boð til stjómar hefðu borist nokkr-
um dögum of seint — þar með talið
hennar eigið. Miklar deilur urðu um
þetta á ráðstefnunni og var niður-
staðan sú, að leitað yrði álits deilda
um framkvæmd aukakosninga til
stjómar. Svo bar hins vegar við að
tillaga þessi fékk svo til engan
hljómgrunn meðal SÍNE-félaga og
komst meirihluti stjómar því að
þeirri niðurstöðu að ekki væri
ástæða til að efna til tímafrekra
og kostnaðarsamra aukakosninga,
sem aukið betur á sér enga stoð í
lögum SÍNE.
Að halda því fram að deildir
SÍNE hafí krafist aukakosninga er
tilhæfulaus ósannindi. Hvemig í
ósköpunum dettur Svanhildi Boga-
dóttur slík firra í hug, að ég sem
einstakur stjómarfélagi í SÍNE,
hafí getað stungið „eindregnum
óskum" deildanna undir stól, hefðu
þær komið fram. Telur hún virki-
lega að 64 starfandi deildir SÍNE
hefðu látið slíkt viðgangast? Og sé
þetta skoðun hennar, því í ósköpun-
um hefur hún sem stjómarmaður
SINE ekki gert deildunum viðvart
um þessa meintu valdníðslu mína?
Að vinna með öðrum
krefst þroska
Það er skoðun undirritaðs, að
ástæðumar fyrir því að Svanhildur
Bogadóttir ákveður að vega á jafn
ódrengilegan hátt, og grein hennar
ber vott um, að meðstjómendum
sínum í stjóm SÍNE, sé sú að hún
hefur ekki fengið að stjóma SÍNE
eftir eigin höfði. Og þó leiðinlegt
sé frá að segja, þá hefur Svanhildur
ætíð brugðist hin versta við ef hún
hefur orðið að láta í minni pokann
á stjómarfundum. Þannig hefur
hún að minnsta kosti tvisvar áður
hlaupið í fjölmiðla og farið niðrandi
orðum um samstarfsmenn sína í
stjórn SÍNE. Aukið betur hefur
Svanhildur oftsinnis hundsað
ákvarðanir stjómar SÍNE og bannie-
í raun sniðgengið þær lýðræðislegu
leikreglur sem starfsemi SÍNE
gmndvallast á.
Fram til þessa hefur stjóm SÍNE
reynt af fremsta megni reynt að
koma til móts við óskir Svanhildar
og jafnvel horft framhjá sumum
hennar gjörðum. Það var ætíð von
okkar að Svanhildur myndii komast
til þess félagslega þroska að hún
gæti starfað að heilindum með okk-
ur hinum að þeim brýnu hagsmuna-
málum sem íslenskir námsmenn
erlendis standa í baráttu fyrir. En
þar sem Svanhildur hefur nú ákveð-
ið að gera það að opinberu blaða-
máli hve erfiðlega henni gengur við
að starfa með öðram, sé ég mig sem
formann SÍNE neyddan til svara.
Harma ég mjög þessi vinnubrögð
Svanhildar og vona að þau verði
ekki til að veikja orðspor SÍNE.
Að lokum þetta
Ekki tel ég nauðsynlegt að fara
frekari orðum um þann tilhæfu-
lausa málatilbúning sem Svanhildur
Bogadóttir setur fram í Morgun-
blaðsgrein sinni varðandi störf mín
sem formaður SÍNE né starfshætti
meirihluta stjórnar SÍNE. í stuttu
máli sagt þá taldist mér til við lest-
ur greinarinnar að ekki færri en
30 ósannar fullyrðingar fælust í
henni um stjóm SÍNE og mig per-
sónulega. í þessari grein minni hef
ég einungis bent á lítinn hluta þeirra
ósanninda sem fram komu í grein
Svanhildar. Mörgum þungum ásök-
unum hef ég látið ósvarað, enda tel
ég grein hennar bera þess nægjan-
lega glögg merki að henni er ekki
sérlega annt um sannleikann né
heiðarlegan málflutning. En til að
taka af öll tvímæli þá vísa ég hér
með öllum hennar dylgjum og
ósannindum á bug og hvet hana
jafnframt til að huga betur að
mannorði sínu næst þegar hún tjáir
hug sinn á prenti.
Reykjavík, 27. apríl 1988.
Höfundur er formaður SÍ\E.
Islensk
orðsnilld
MÁL OG menning hefur gefið
út bók sem hlotið hefur nafnið
„íslensk orðsnilld". í bókinni er
að finna fleyg orð úr islenskum
bókmenntum frá Hávamálum til
nútimabókmennta. Ingibjörg
Haraldsdóttir ritstýrði verkinu,
en fjöldi fólks aðstoðaði við efn-
isöflun.
Bókinni er skipt í nokkra hluta
eftir því um hvað skáldin hafa látið
orð sín falla. Þarna er fjallað um
lífíð og dauðann, ástina, þjóðemið,
listina, sorgina og gleðina. Hver
kafli hefst með orðum úr Hávamál-
um en síðan taka tilvitnanir við og
er víða leitað fanga í næstum þús-
und ára sögu íslenskra bókmennta.
Hér era spakmæli, orðatiltæki, hug-
leiðingar og orðaleikir í einni
blöndu, og eiga það eitt sameigin-
legt að vel er að orði komist um
viðkomandi málefni. Kemur þá í ljós
að margt sem menn halda máltæki
á rætur að rekja til íslenskra bók-
mennta, var samið af íslenskum
skáldum.
„íslensk orðsnilld" hefur að
geyma rúmlega 500 tilvitnanir;
bókin er 200 bls. að stærð og unnin
í Prentsmiðju Odda hf.
(FréttatilkynningjP
TÖLVUPRENTARAR
C/ji
- 'ráóþjonust^
U T V-Z G-S B A
W-CUJR HRADPJCNUSTOJ UTVECSBAfatAMC
*«*•»’ Onó Ir**. t ***** 'tarwvwmd s»-n-
==«=«= S-SSS3SSS
ÚD -
oq Utvegsbanki Islandshf
' ~^>c*><VJDA; KOUsr
*. ****** Horsat,
Eittumslag..
..enginbiö!
Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur!
Pú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það.
Pú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans.
Við greiðum og millifærum samdægurs.
Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti.
Komdu og kynntu þér málið.
Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir.
Þú getur gengið frá umslaginu heima.
Pað borgar sig að skipta við Útvegsbankann!