Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Andrea Chénier í Islensku óperunni Placido Domingo í hlutverki Andrea Chéniers í uppfærslu frá Co- vent Garden sem sýnd verður í íslensku óperunni næstkomandi þriðjudagskvöld. eftir Gretar ívarsson Styrktarfélag íslensku óperunn- ar sýnir af myndbandi óperuna Andrea Chénier eftir Umberto Giordano þriðjudaginn 3. maí kl. 20.00 í Gamla bíói. Sýningin er upptaka frá Covent Garden í Lund- únum frá árinu 1985. Með helstu hlutverk fara Placido Domingo (Andréa Chénier), Anna Tomowa- Sintow (Maddalena) og Giorgio Zancanaro (Gérard). Stjórnandi er Júlíus Rudel. Unberto Giordano og saga óperunnar Höfundur óperunnar Andrea Chénier, Umberto Giordano (1867—1948), samdi alls níu og hálfa óperu á ferli sínum. Síðustu óperuna, II Re samdi hann ásamt kunningja sínum árið 1929 en eyddi síðustu 20 árum ævinnar í að njóta lífsins og hlusta á hljómplötur sem hann hafði mikið dálæti á. Giordano kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1888 en þá var haldin samkeppni um óperusmíðar á Ítalíu. Yfír 70 óperur bárust í keppnina og eins og allir óperuunnendur vita, sigraði Cavalleria rusticana eftir Pietro Mascagni. Yngsti keppandinn var Giordano og þótt óperan hans, Mar- ina, bæri ekki sigur úr býtum, hlaut hún lofsamleg ummæli dómnefndar. Árangur Giordanos varð til þess að hann fékk styrk til að semja óperu. Sigur Mascagnis og vinsældir Caval- leriu rusticana, ollu vissum straumhvörfum i óperusmíð þess tima. Ný stefna kennd við verismo eða nokkurs konar raunsæisstefna skaust upp á óperuhimininn og átti sitt blómaskeið á árunum 1890— 1920. Verismo-stefnan lagði áherslu á efni sem tengdist raun- veruleikanum og lífí almúgans, í stað þess að leita efnis í hetju- og goðsög- um eða flókinni hugmyndafræði. Helstu tónskáld sem fylgdu þessari stefnu voru þeir Mascagni, Leon- cavallo, Giordano, Zandonai ogjafn- vel Puccini, þó erfítt sé að flokka þann síðastnefnda til einhverrar ákveðinnar stefnu. Næsta ópera Giordanos, Mala vita (1892), hlaut góðar undirtektir og Giordano fékk launahækkun. En veraldlegt gengi er fallvalt og eftir að þriðja ópera Giordanos, Regina Diaz (1893), var tekin af sýningar- skrá eftir nokkrar sýningar og Giordano rekinn, hugðist hann hætta að semja óperur og snúa sér að kennslu í skylmingum. Hér gripu örlögin í taumana. Tónskáldið Al- berto Franchetti hafði verið fenginn til að semja óperu um skáldið Andrea Chénier. Hann fékk Giordano endur- ráðinn á sömu kjörum og afsalaði rétti sínum á óperunni Andrea Chénier til Giordanos. Luigi Illica átti að semja textann við óperuna, en hann samdi m.a. texta við marg- ar óperur Puccinis (Manon Lescaut, La Bohéme, Tosca og Madame Butt- erfly). Giordano flutti frá Napóli til Mílanó til þess að geta starfað náið með Illica og fékk aðsetur í vöru- geymslu hjá útfararstofnun. Sam- vinna þeirra var þó ekki alltaf með besta móti, enda stóð sá síðamefndi í ástarsambandi við messósópran að nafni Frandin sem hann hugði stóran hlut í óperunni. Vildi Illica þröngva Giordano til að semja aríu fyrir ást- konu sína en Giordano neitaði. Illica heimsótti þá Giordano vopnaður skammbyssu og stóð yfír honum meðan hann samdi aríu fyrir hina heittelskuðu. Illica fékk aríuna sína en ekki fékk Frandin þessi að syngja í óperunni. Arían var seinna flutt yfír á hlutverk blindu konunnar í þriðja þætti. Þrátt fyrir þessa minni háttar samstarfsörðugleika var óperan til- búin í janúar 1896 og stóð til að setja hana upp í La Scala. En hér sannaðist orðatiltækið að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Vegna óstöðugleika í stjómmálum ítala neituðu yfirmenn La Scala að setja upp óperu sem fjallaði um bylt- ingu. Enn gripu örlögin í taumana. Giordano ferðaðist til Flórens til að ná tali af Mascagni sem átti að vera heiðursgestur við opnun á fyrsta rafmagnssporvagni í þeirri borg. Fundum þeirra bar saman í þann mund er Mascagni var að stíga um borð í sporvagninn og varð þess valdandi að Mascagni missti af jóm- frúferðinni. Þetta reyndist gæfuleg- ur fundur fyrir báða, því hemlar sporvagnsins biluðu, sporvagninn fór út af teinunum og margir fór- ust. Mascagni, fullviss um að Giord- ano hefði bjargað lífí sínu, beitti áhrifum sínum í La Scala og fékk fyrri ákvörðun breytt. Æfíngar á óperunni gengu vel en á síðustu stundu hætti tenórinn, Alfonso Garulli, við að syngja hlut- verk Andrea Chéniers. Honum þótti einsýnt að óperan yrði misheppnuð í augum hinna krítísku áhorfenda La Scala. Gengi La Scala-óperuhúss- ins hafði verið misjafnt og almenn- ingur orðinn mjög gagnrýninn á allt sem þar var á fjölum. Nýlega höfðu verið sýningar á Henry VIII eftir Saint-Saéns, La Navarraise eftir Massenet og Carmen eftir Bizet, óperur sem allar fengu slæma útreið hjá áhorfendum. Giordano og Illica gekk illa að fínna annan söngvara í hlutverk Chéniers en af tilviljun hittu þeir á götu ungan tenór að nafni Giuseppe Borgatti. Borgatti var hér að hefla feril sinn og var óhræddur að takast á við hlutverk Chéniers. Borgatti varð síðan einn aðalhetjutenór ítala næstu 30 árin. Frumsýningin á Andrea Chénier var 28. mars 1896 og var hún stór- kostleg. Áhorfendur hreinlega stur- luðust af hrifningu. Ula gekk að halda sýningunni áfram því söngvar- amir urðu sífellt að endurtaka aríur og dúetta. Giordano hafði náð hát- indi ferils síns. Ýmsir gagnrýnendur kvörtuðu yfír ófrumleika verksins og töldu að Giordano væri fyrst og fremst að apa eftir gömlum meistur- um. Verkið hefur þess vegna aldrei hlotið þá viðurkenningu sem það á skilið hjá gagnrýnendum og gleym- ist oft í umræðunni um tímamóta- verk í sögu óperunnar. Áhorfendur hafa hins vegar alltaf látið þessa gagnrýni sem vind um eyru þjóta. „Hvaða máli skiptir þótt hann sé ekki frumlegur og api eftir öðrum? Enginn gerir það eins vel og Giord- ano!“ Óperan Andrea Chénier tryggði Giordano ekki aðeins frægð og frama, heldur einnig eiginkonu. Gi- ordano var ástfanginn af ungri þýskri stúlku að nafni Olga Spatz- Wurms. Faðir hennar átti eitt besta hótelið í Mílanó. Faðirinn var eðlileg- ar áhyggjufullur um hag dóttur sinnar enda Giordano þá bæði fá- tækur og óreyndur óperuhöfundur. Það vildi svo vel til að Verdi bjó á hótelinu og faðir stúlkunnar sýndi Verdi nótumar að Andrea Chénier og spurði um álit hans. Verdi lokaði sig inni í nokkrar klukkustundir með „Sanna valútan er tíminn, hann endurtekur sig ekki og það þarf að nota hann vel,“ hafði Hallfríð- ur dóttir eldhugans Guðbrandar Magnússonar, fyrrum forstjóra Áfengisverslunarinnar, eftir föður sínum. Afmarkaður líftími hverrar manneskju er víst býsna dýrmæt- ur. Ekki sama hvað við hann er gert. Nýtingin hér á skerinu í norðri er auðvitað ýmist í ökla eða eyra, ofnýting eða vannýting. Hvað annað? Okkar stfll, að nýta tímann um miðbik ævinnar af þvflíkum fítonskrafti og lífsgræðgi, að allt verður undan að láta í skrokk og umhverfi, til þess svo á gefnum punkti að ætla að steinhætta að nýta tímann og hverfa í aðgerðarleysi úti á hliðar- spori. Þaðan í frá skal hver og einn setja í hægagír, sem fyrr en varir verður afturábakgír. Með lengri lfftíma og betri heilsu leng- ist sífellt þetta vannýtta tímabil í iífi hvers og eins. Og viðhorf og stéttarfélög hafa um langt skeið rembst við að lengja það enn meir með styttingu á starfsæ- vinni. Þeir sem haldið hafa öðru fram, sagt sem svo að betra sé fyrir manneskjuna að þreytast en ryðga, hafa gjaman legið undir ákúrum fyrir að unna öldruðum ekki hvíldar. Gáruhöfundur hefur í hita kappræðunnar stundum tek- ið svo sterkt til orða að mesti skepnuskapurinn í ókkar velferð- arþjóðfélagi sé að neyða fólk við fulla andlega og líkamlega heilsu út af vinnustað og úr samfélagi samstarfsfólks, skáka því afsíðis upp á hillu til að hafa það gott! Þetta ekki aldeilis þótt góð latína. Þó kom Reykjavíkurborg á borg- arstjómaránim þessa pistlahöf- undar ein á sveigjanleika á starfs- lokum bogarstarfsmanna upp að 72 árum. En þeir síðustu verða gjaman fyrstir og þeir fyrstu síðastir, seg- ir í metsölubók allra tíma. í kjöl- far hóprannsóknar Hjartavemdar og skýrslu Ólafs Ólafssonar land- læknis og Þórs Halldórssonar yfir- læknis, sem sýna að fólk haldi lengur heilsu ef það fái að halda áfram vinnu sinni og að flest eldra fólk hætti vinnu af illri nauðsyn, er nú allt í einu komin fram á alþingi þingsályktunartillaga um nýjar reglur um sveigjanlegri starfslok og.starfsréttindi. Takið eftir, það eru réttindi að fá að vinna, mannréttindi. Nú byggt á þeirri skoðun að fólk eigi að fá að velja hvenær vinnu sé hætt. Þetta gleður auðvitað ónefnda, sem stillir sig um að segja „sagði ég ekki“, minnug ljóðs Steingríms Thorsteinssonar: „Hefði eg bara varkár verið! Af vamarleysi slysið hlaust" „Já, hefðirðu ekki hleypt á skerið, heilt væri skipið efalaust." Skynsemin sagði, að skerið tefði og skipið þyldi ei slíka raun. En skeð er skeð, og „hefði hefði" héðan af stoðar ekki haun. Nú er semsagt komið í ljós að vinnugeta og hæfni eldra fólks helst lengur en áður og með könn- unum sýnt fram á að flarvistir þeirra sem vinna til 74 ára eru svipaðar og 47-66 ára fólks. Og undir lækniseftirliti em ekki fleiri 67-74 ára en þeir sem em 50-67 ára. Aftur á móti eykst neysla taugaróandi lyfla allt upp í 50% hjá körlum og svefnlyfja hjá kon- um um 80% eftir að fólk kemst á eftirlaunaldur. Ljóst orðið að ein- manaleiki, depurð og leiði em al- geng þegar svona er komið og eykur lyfjanotkun. Segir land- læknir að nærtækasta skýringin sé að fólkið þjáist af vanlíðan og leiða: „Meðferð öldmnar er ekki alger hvfld heldur andleg og líkamleg örvun og þar af leiðandi em lög um vinnulok við 67 ára aldur ekki læknisfræðilega rétt- lætanleg." Þama er semsagt orðin mikil stefnubreyting, undirbyggð með rannsóknum. Áður fyrr var rosknu fólki taliö hollast að hvflast og setjast í „helgan stein", eins og staðurinn utan vegarins, sem þjóðfélagið og lífíð rennur um, var nefndur. Kemur aldeilis ekki heim við nútima læknisfræðiþekkingu og verður að teljast úrelt. Til að fólk haldi líkamlegri og andlegri hæfni sem lengst er líkamleg og andleg örvun nauðsynleg, segir í skýrslunni. Rannsóknir á sjötugu fólki fyrir og eftir þjálfun eykur ekki aðeins vöðvastyrk heldur aukast einnig viðbögð skjótvirkra vöðvaþráða. Með þjálfun hugans er hægt að hafa áhrif á andlega getu og hún getur líka hamlað beineyðingu og efnaskiptabreyt- ingum. Þarf raunar ekki læknis- fræðiþekkingu til, fólk á öllum aldri þarfnast örvunar og ögmnar til að drífa sig á fætur af því eitt- hvað sem máli skiptir blður, þ.e. ef heilsan er í sæmilegu lagi. Annars eiga auðvitað allir á öllum aldri rétt á viðeigandi meðferð fyrir sjúka. Þetta vekur upp spumingu um hvað séu yfírleitt llfsins gæði. Milli fæðingar og dauða. Þessara tveggja atburða í lífí hvers manns, sem í raun em einn og hinn sami, en sýnast samt mestu andstæð- umar. Hver em gæði lífsins frá forleiknum og þar til tjaldið fell- ur? Alla vegana ekki að sitja hjá, eða hvað? Af hveiju þá að halda að einhveijir vilji vera settir hjá eitthvert árabil á lífsleiðinni eða af því að þeir hafa sérþarfír? Eftir Rochefoucauld nokkmm em höfð fleyg orð: „að ekki sé hægt að horfa beint í sólina eða framan I dauðann". En svo vildi til að fyrir tveimur ámm fylgdist ég með sjónvarpsþáttum í Frakkl- andi um lífsgæði lífið á enda, þar sem svo sannarlega var horft framan í dauðann — og lífíð. Kom- ið feimnislaust á elliheimiliö þar sem krepptur öldungurinn var baðaður eins og nýfædda bamið, og hjúfmðu sig bæði á sama hátt. Komið var I bamadeild krabba- meinssjúklinganna á Curie-stofn- uninni, þar sem sköllótt böm af meðulum horfðu framan í dauð- ann — af meiri lífsró en fullorðn- ir. Og farið var og rætt við kon- una, sem legið hefur allömuð síðan 1957 og vildi lifa. Þar var engu síður horft framan í dauðann en lífíð, Íífíð í öllum sínum marg- breytileik. Þótt einhveijir áhorf- endur kveinkuðu sér þá var þetta svo vel gert, skýrt og af alvöru en án tilfinningasemi og ekki unn- ið með neinum asa. Kom fram að meðan læknar, hjúkmnarkonur og sálfræðingar leggja sig fram um að gera lífíð mannúðlegra í upphafi og í lokin, þá ræðst fólk með aðra þekkingu í rannsóknir í því skyni að bæta framleiðsluna „rnaður". Það er greinilega harðvítugt átak. Hægt að loka augunum og skrúfa fyrir sjón- varpið og ýta frá eilinni, en varla komast blindur á leiðarenda í lífínu. Það er einmitt andstæða þess markmiðs að vera fullur þátt- takandi í lífínu allt til enda og við allar aðstæður. Engum sé ýtt út í hom, svo þeir sjáist ekki og séu ekki fyrir. í ritið Nordisk kontakt skrifaði Norðmaðurinn Oddvar Hellerad, eftir að hafa með styrk frá Norð- urlandaráði skoðað stöðu aldraðra á Norðurlöndum og niðurstaða hans var hrein og klár: “Stjóm- málamennimir verða að draga að aldraða og gera þá virka í sam- félaginu." Kannski afturhvarf til söngsins, sem norrænir syngja á hátíðarstundum: „Han skal leve, han skal leve, han skal leve til han dör.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.