Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 voru börn einstæðra mæðra. En eru uppvaxtarskilyrði íslenskra bama ólík því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum? „Það fer svolítið eftir við hvað er miðað. Suður-Evrópubúi ætti til dæmis erfitt með að koma auga á mismun í þessum löndum. En við sem þekkjum betur til teljum að það sem ólíkt er yfirgnæfi skyldleik- ann,“ sagði Baldur. „Með framan- greindum fyrirvara tel ég að það sé umtalsverður munur á bamæsku hér og á hinum Norðurlöndunum. Þar ræður mestu að samfélags- þróunin er hægari á hinum Norður- löndunum og að miklu leyti afstað- in. Ólgan í íslensku þjóðfélagi endur- speglast mjög vel í bamæsku og uppeldi. Sumar kröfur sem gerðar eru til bama eiga í raun og veru ekki heima í samtímanum heldur fyrri samfélagsháttum. Islenskir uppalendur virðast gera jafn miklar kröfur til bama um að þau bjargi sér sjálf. Það sem virðist vera ólíkt er að íslensk böm njóta mun minni leiðsagnar og vemdar fullorðinna en önnur böm. Vafa- laust uppskerum við sjálfstæða ein- staklinga sem spjara sig á eigin spýtur, en það er stór spuming hvort þessar væntingar séu líklegar til að skapa heilsteypta einstaklinga með nægan félagslegan og sálrænan þroska. Það var athyglisvert að út úr viðtali við nokkur böm hillti und- ir heimsmynd sem var miklu kröfu- harðari í þeirra garð en foreldrar og fóstrur virtust almennt gera sér grein fyrir. Nýlegar tölur frá Land- læknisembættinu sýna að slysatíðni hjá bömum er hvergi í Evrópu hærri en hér. Eg tel að það tengist því, hve samvistir foreldra og bama virð- ast oft vera litlar og fljótt á litið virðist mér að íslenskir foreldrar leggi minni áherslu á að taka frá tíma til að vera með bömum sínum en foreldrar á hinum Norðurlöndun- um. Eitt megineinkenni samtímans er að smábamaforeldrar eru ekki leng- ur einir um uppeldið. Dagvistar- heimilin eru ekki ein um að veita foreldrunum samkeppni um bömin því fjölmiðlar, aðallega sjónvarp, gera í vaxandi mæli tilkall til bam- anna og ógna hefðbundnu valdi for- eldranna. Þar sem þetta er ný staða, sem foreldrar þekkja ekki frá eigin uppvexti, er eðlilegt að það vefjist fyrir mörgum hvemig bregðast beri við þessari samkeppni. Því var einn- ig aflað vitneskju um hvemig for- eldrar tækju þessari nýju félags- mótun. Hvort þeir taki upp sam- vinnu við hana eða líta hana tor- tryggnum augum, eða taki henni gagnrýnislaust opnum örmum. Foreldrar, sem ekki ólust upp við sjónvarp sjálfir eða minna en nú er algengt, virðast vera nokkuð ber- skjaldaðir fyrir sjónvarpinu og vita ekki hvemig á að bregðast við því. Þetta á sérstaklega við um foreldra- í A-hópi. Oft ríkir því annað hvort algjört frelsi um hve mikið má horfa á sjónvarp eða miklir árekstrar verða um það. M-foreldramir virð- ast ráða öllu betur við samkeppnina frá sjónvarpinu og liggur munurinn kannski í því að A-foreldramir eru ginnkeyptari fyrir sjónvarpinu sjálf- ir og bjóða bömum sínum síður upp á einhvem valkost, svo sem að lesa bók.“ Baldur sagði að nokkuð bæri á að foreldrar teldu síðdegisbamatíma sjónvarpsstöðvanna vera aðför að friðhelgi fjölskyldunnar og ógnun við forræði þeirra til að stjóma fjöl- skyldulífinu. Mörgum fannst sjón- varpið leggja stein í götu þeirra og hindra eðlilegar samvistir með böm- unum við kvöldmatarborðið og að vinnu lokinni. Nokkuð bar á áhyggj- um út af hve mikið af bamaefni tengdist stríði og átökum og finna foreldrar almennt til vanmáttar- kenndar hvað þessi atriði varðar. Samanborið við foreldra á hinum Norðurlöndunum virðast íslenskir foreldrar öllu grandalausari fyrir áhrifum sjónvarps á böm. í Noregi er venja að foreldrar horfí á sjón- varp með bömum sínum, jafnvel á bamaefnið. í Danmörku er ekki óalgengt að sjónvarpsfréttir séu bannaðar bömum. Er það rökstudd þannig að böm skilji ekki harðn- eskju heimsins og allt það ofbeldi sem í fréttum má sjá. Rannsóknin afsannar síður en svo agaleysið Talið barst að aga og hvort það sé rétt sem oft heyrist að íslending- ar séu óagaðir. Baldur segir að rannsóknin afsanni síður en svo þessa fullyrðingu hvað forskólaböm varðar. „En engin viðhlítandi svör feng- ust um af hverju agaleysið kunni að stafa," sagði hann „enda þyrfti að kafa djúpt ofan í þjóðarsálina til þess. Því er ekki að leyna að oft fylgir mikið tímaálag og streita nútíma fjölskyldulífí þar sem báðir foreldrarnir vinna langan vinnudag. Þetta kemur ekki síður niður á böm- um en foreldrum. Böm sem búa við slíkar aðstæður eru oft óróleg sem kemur út eins og agaleysi. A dag- vistarheimilunum gilda yfírleitt mjög ákveðnar hegðunarreglur en oft virðist sem þeim sé ekki fram- fylgt nógu kröftuglega af fóstmn- um. Að þessu leyti virðist talsverður munur á dagvistarheimilum á ís- landi og öðmm Norðurlöndum. Hér skal ósagt látið hverju er um að kenna, en áherslan á að böm ráði sjálf fram úr sínum málum án nær- vem fullorðinna er þó kannski veigamesta ástæðan fyrir vaxandi agaleysi." — Hvað kom fram í könnuninni um afstöðu foreldra til dagvistar- heimila? „Foreldrar vom almennt ánægðir með dagvistarheimilin. Margir töldu dagvistun nauðsynlega fyrir böm sín þar sem engin önnur böm vom heima eða í nágrenninu á daginn og því ekkert við að vera. Leikskól- inn virðist komast næst því að skapa svipað andrúmsloft og áður var á bammörgum heimilum þar sem allt- af var eitthvað um að vera. Nokkuð var um að foreldrar væntu þess að dagvistarheimilin haldi hvers kyns þjóðlegum fróðleik að bömunum, kenni þeim um íslensk kvæði, skáld og önnur stórmenni og gamla siði, svo eitthvað sé nefnt. Margir nútíma foreldrar fínna til vanmáttarkenndar hvað þessi atriði varðar. Það er því engu líkara en að eitt síðasta vígi torfbæjarmenn- ingarinnar sé að fínna á nýtískuleg- um uppeldisstofnunum. Væntingar foreldra til dagvistar- stofnana em oft mjög ólíkar og ill- samræmanlegar. Sumir foreldrar, einkum úr A-hópi, vænta þess helst af leikskólunum að bömin fái þar félagsskap af öðmm bömum. Aðrir foreldrar, oft úr M-hópi, ætlast hins vegar til að á leikskólunum fari fram alvöru undirbúningur undir skólann. Oft er því erfítt fyrir fóstmmar að uppfylla svo ólíkar væntingar sem hvor um sig á fullan rétt á sér. Mér fínnst að langflestar fóstmr og starfstúlkur vinni mjög gott starf og leggja sig yfírleitt mjög fram við að sinna þörfum hvers bams fyrir sig. Sumir foreldrar telja að dagvist- arheimili séu hart og miskunnar- laust umhverfí þar sem sá sterkasti ráði. Ég tel ekki að það eigi frekar við um dagvistarheimilin en þjóð- félagið í heild sinni. Dagvistar- heimilin em hluti af því þjóðfélagi sem verið er að byggja upp.“ Höfum við gengið til góðs . . . — Að lokum, Baldur. Hvort hafa þessar breytingar orðið til góðs eða ills? „Ég álít að dagvistarheimilin bæti upp það sem heimilin geta ekki veitt og fylli upp það tómarúm sem myndast vegna útivinnu for- eldra. Þrátt fyrir að mjög miklar kröfur séu gerðar til bama er ýmis- legt jákvætt við uppvaxtarskilyrði nútímans. Lífskjör em almennt betri en áður var og bömin þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því hvort nóg sé til að borða. Aukin menntun og meðvitund foreldra er einnig já- kvæð og ljóst er að dagvistarheimil- in vinna ekki gegn fjölskyldunni heldur með henni.“ ÁH Hilmar veit hvað hann vill Hann valdi eldunartæki Hiimar B. Jónsson matreiðslumeistari, útgefandi Gestgjafans um árabil, valdi Blomberg eldunartæki í matreiðsluskólann sinn* heimilistækin fyrir þá sem gera kröfur um gæði og glæsilegt útlit. í;íá", Eínar Farestveit&Co.hf. * skóiinn heitir BORGARTUN 20, SIMAR: (91) 10995 OG 622900 - NÆG BILASTÆÐI MatreÍÖSlUSkÓlinn Okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.