Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 -\ „Hér er sannkölluð paradís fyrir kylfinga“ - Rœtt við Jóhann Sigurðsson í Lundúnum sem stofnað hefur fyrirtœki, er vinna mun að auknum ferðamanna- og viðskiptatengsl- um milli íslands ogBretlands Viðtal: Valdimar Unnar Valdimarsson Hinir glæsilegu golfvellir í Sundridge Park í suðurhluta Lundúna skörtuðu sínu fegursta hinn 8. apríl síðastliðinn er þar var haldið í fyrsta sinn svokallað Pre-Arctic Open golfmót. Golfmót eru auðvitað daglegur viðburður í hinu stóra Bretlandi en það er hins vegar ekki á hverjum degi sem slíkt mót þar í landi er haldið að frumkvæði íslendings. Svo var hins vegar að þessu sinni. Hugmyndina að Pre-Arctic Open og jafnframt allan veg og vanda af mótinu hefði Jóhann Sigurðsson, fyrrum umdæmisstjóri Flugleiða í Bretlandi. Var mót þetta raunar einn liður í þeirri viðleitni Jóhanns að auka viðskipta- og ferðamannatengsl á milli íslands og Englands. í því skyni hefur hann sett á stofn fyrirtæki, Anglo Icelandic Business and Travel Consultants. Morgunblaðið ræddi við Jóhann af þessu tilefni — um golfið, fyrirtæki hans og yfirleitt um áhuga Jóhanns á auknum tengslum milli íslands og Bretlands. Jóhann Sigurðsson Jóhann Sigurðsson af- hendir Des Sturdee far- andbikar Pre-Arctic Open, gefinn af Scand- inavian Bank Group. Ljósmynd/Bill Lovelace Bob Cameron, golfkennari hjá Sundridge Park Golf Club í Lundún- um. ** *t ** ** ** Jóhann Sigurðsson hefur búið í Bretlandi um fjögurra áratuga skeið og þar til á síðasta ári starfaði hann í Lundúnum sem umdæmis- stjóri Flugleiða í borginni. — Eftir að ég lét af störfum hjá Flugleiðum sá ég auðvitað fljótt að starfskraftar mínir voru fjarri því að vera þrotnir. Ég fann að ég hafði ennþá mikið af hugmyndum um það hvemig standa mætti að auknum tengslum og kynningu ís- lendinga og Breta. Mér þótti sjálf- sagt að bjóða fólki upp á að njóta góðs af þeirri reynslu og þekkingu sem ég hafði aflað mér með ára- tugastarfí fyrir íslensk flugfélög í Bretlandi. Þess vegna gekkst ég í að stofna þetta fyrirtæki, Anglo Icelandic Business and Travel Con- sultants, sem ætlað er að vinna að þessum auknu tengslum á sviði ferðamála og viðskipta. Það er raunar skemmst frá því að segja að undanfama mánuði hef ég verið jafn upptekinn af þessu fyrirtæki og ég var forðum er ég starfaði fyrir Flugleiðir. Ég stend auðvitað ekki einn í þessu. Eiginkona mín, Dorothy, stendur dyggilega við hlið mér og nýtur fyrirtækið góðs af þeirri reynslu sem hún á að baki í störf- um, sem snerta almenningstengsl og auglýsingar fyrir blöð og tíma- rit. Hún hefur til dæmis starfað fyrir blöð í Fleet Street, að auglýs- ingasölu, þekkir því til mála af þvf tagi og hvemig staðið skuli að kynningu á fyrirtæki á borð við það sem við höfum nú komið á fót. Éig- um við ekki að orða það svo að hennar reynsla komi að notum við að kynna starfsemi fyrirtækisins á meðan ég rekst í því að láta starf- semina sjálfa ganga upp. Golfparadís Snar þáttur í starfsemi þess fyrir- tækis sem Jóhann Sigurðsson hefur nú komið á fót í Lundúnum er að skipuleggja ferðir þeirra íslendinga, sem áhuga hafa á að leika golf á afbragðsvöllum í Bretlandi, við bestu aðstæður og tilsögn færustu manna. — Það er langt síðan ég fékk sjálfur golfbakteríuna, en vegna mikilla anna, sem fylgdu starfi mínu hjá Flugleiðum, er tiltölulega stutt síðan ég tók að stunda þessa íþrótt að ráði hér í Lundúnum, sem að mínu viti verður að teljast sannköll- uð golfparadís. Að minnsta kosti er ég mjög vel í sveit settur að þessu leyti. Þar sem ég bý í suður- hluta Lundúna má eiginlega segja að stutt sé í heilan frumskóg golf- valla. Til dæmis reiknast mér svo til að innan tíu mínútna akstursleið- ar frá heimili mínu séu einir 16 golfvellir og þessi tala fer upp í 30—40 sé akstursleiðin 20—30 mínútur. Sjálfur er ég félagi í golfklúbbi, sem hefur aðsetur í Sundridge Park, er státar af golfvöllum sem eru á meðal þeirra bestu í Suðaustur- Englandi. Þetta er rótgróinn og þekktur klúbbur, sem ýmsir mætir menn hafa átt aðild að. Til dæmis var Harold McMillan, sem á sínum tíma var forsætisráðherra Bret- lands, heiðursfélagi í þessum klúbbi. Það hafa auðvitað lengi verið uppi hugmyndir heima á íslandi um nauðsyn þess að gefa íslenskum kylfíngum kost á að kynnast hinum bestu golfvöllum érlendis, bjóða þeim upp á að stunda íþrótt sína i við bestu hugsanlegar aðstæður. é Sjálfur hef ég auðvitað ekki komist hjá því að sjá þá kosti sem að þessu leyti eru fyrir hendi hér í Lundún- Si um, með alla þessa golfparadís nán- ast rétt við bæjardymar. Það er þetta sem ég vil gefa löndum mínum kost á að njóta og þess vegna mun 1 fyrirtæki það, sem ég hef nú stofn- að, meðal annars skipuleggja ferðir I íslenskra kylflnga hingað út. Golfferðir Hvemig mun verða háttað þess- | um golfferðum sem þú munt sjá I um að skipuleggja? — Hér er einkum um að ræða .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.