Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustörf Stúlka óskast til skrifstofustarfa frá 1. júní 1988. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. maí nk., merktar: „Framtíð - 6673“. Tækjamaður Viljum ráða mann á beltagröfu. Aðeins vanur maður með full réttindi kemur til greina. Upplýsingar í síma 671210. Gunnarog Guðmundur sf., Krókhálsi 1. fjOrðungssjúkrahúsið á akureyri Óskum að ráða í stöðu læknafulltrúa II á lyflækningadeild frá 1. júní 1988 eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra fyrir 10. maí nk. Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga í sumar- afleysingar og/eða fastar stöður á geðdeild sjúkrahússins, 1. júní 1988 eða síðar. Æskileg mentun: Almenn hjúkrunarfræði með nám og/eða reynslu í geðhjúkrun. Geðdeildin er 10 rúma deild og tók til starfa í nýju húsnæði í apríl 1986. Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmda- stjóri (kl. 13.00-14.00) og deildastjóri. Óskum að ráða starfsstúlkur til afleysinga- starfa. Um er að ræða störf í skoli eða búri sjúkradeilda. Vinnutími: 4 klst. fyrri eða seinni hluta dags. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri alla virka daga kl. 13.00-14.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akueyri, sími 96-22100. ' B0RG ARSPÍTALINN Aðstoðarlæknar Staða aðstoðarlæknis við svæfinga- og gjör- gæsludeild er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí 1988. Hér er um að ræða ársstöðu. Umsóknir um stöðuna sendist til yfirlæknis svæfinga- og gjörgæsludeildar fyrir 1. júní nk., ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf. Staða aðstoðarlæknis á Dagdeild geðdeild- ar Eiríksgötu 5, er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Megináhersla er lögð á hóp- meðferð, en fjölskyldu- og einstaklingsviðtöl eru einnig ríkur þáttur í meðferðinni. Æski- legt er að umsækjandi hafi reynslu í geðlækn- ingum. Upplýsingar veitir Páll Eiríksson, geðlæknir í símum 13744 og 11534. Sjúkraþjálfarar í sumar/haust verður laus 50% staða sjúkra- þjálfara á dagdeild geðdeildar í Templara- höll. Unnið er í þverfaglegu teymi með öðru starfsfólki deildarinnar. Til greina kemur líka 100% staða þ.e. á dag- deildinni í Templarahöll og bráðadeild geð- deildar Borgarspítalanum eða annarri deild. Nánari upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 696366 eða 696723. Sálfræðingur Sálfræðingur óskast á meðferðarheimilið Kleifarvegi 15. Upplýsingar veitir Hulda Guðmundsdóttir, yfirfélagsráðgjafi og Ingvar Kristjánsson, geðlæknir í síma 13744. Umsóknir sendist til yfirlæknis geðdeildar Borgarspítalans. Starfsfólk Starfsfólk óskast í ræstingu á Borgarspítal- ann. Vinnutími kl. 16.00-20.00 virka daga. Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 696516. Ræstingastarf Þjóðminjasafn íslands vill ráða starfsmann til ræstinga. Um heilsdagsstarf er að ræða. Þarf að geta byrjað strax. Upplýsingar eru veittar virka daga milli kl. 8 og 16 í síma 28888. BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR hjúkrunarfræðinga á geðdeildum A-2 og í Arnarholti, Kjalarnesi Á A-2 vantar á dag- og kvöldvaktir. Við bjóðum upp á aðlögunartíma með vönum hjúkrunarfræðingum. í Arnarholti er unnið á 12 tíma vöktum í þrjá daga og þrír dagar frí. Tíminn sem fer í ferðir er borgaður. Ferðir frá Hlemmi alla daga. Á skurðdeild og svæfingadeild Þar eru sex skurðstofur. Aðalsérgreinar eru: ★ Almennar skurðlækningar. ★ Háls-, nef- og eyrnaskurðlækingar. ★ Heila- og taugaskurðlækningar. ★ Slysa- og bæklunarskurðlækningar. ★ Þvagfæraskurðlækningar. Góður aðlögunartími. Á slysa- og sjúkravakt sem skiptist í móttökudeild og gæsludeild. Starfsemin einkennist af víðtækri bráðaþjón- ustu og þar fer fram mjög fjölbreytt hjúkrun. Unnið er á þrískiptum vöktum. Semja má um aðra vinnutilhögun. Á báðum deildum er skipulagður aðlögun- artími. Möguleiki er á dagvistun barna. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, starfsmannaþjónustu, sími 696356. Fjölbreytt, erilsamt og krefjandi starf á auglýsingastofu Ein af stærstu auglýsingastofum landsins, vill ráða starfskraft í stjórnstöð. í starfinu felst m.a. * Símavarsla. * Ritvinnsla/telexvinnsla. * Sendingaumsjón. * Móttaka gesta. * Umsjón með fundarherbergjum. * Almenn skrifstofustörf. * ... og margt fleira. Flestir starfsmenn stofunnar koma til með að treysta á einn veg. eða annan á þennan starfskraft og eftirfarandi eiginleikar eru hon- um því nauðsynlegir. * Gott skap og lipurð. * Þægileg framkoma. * Stundvísi og reglusemi. * Samviskusemi og nákvæmni. * Þjónustulund. Góð almenn menntun er skilyrði t.d. versl- unarskólapróf eða sambærileg menntun. Einnig er skilyrði að viðkomandi reyki ekki. Góð laun í boði. Þægileg og skemmtileg vinnuaðstaða. Starfið er laust strax og æski- legt að væntanlegur starfskraftur geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar og umsóknir um starfið eru veittar á skrifstofu okkar. Farið verður með allar umsóknir í trúnaði. Umsóknarfrestur er til 7. maí nk. GuðniTónsson RÁÐCJÖF &RAÐN1NGARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVfK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Sölumenn - bóksala Vantar nokkra duglega og sjálfstæða sölu- menn, helst vana, til sölustaría um land allt. Verða að hafa bíl. Góð sölulaun í boði. Ein vinsælustu ritverkin og bækurnar í dag. Upplýsingar í símum 689815 og 689133 milli kl. 9.00-17.00 virka daga. Verkamenn óskast Óskum að ráða verkamenn til starfa í fóður- verksmiðju okkar í Sundahöfn. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri á staðnum. Ewoshf., Korngarði 12, 124 Reykjavík. Yfirverkstjóri -(framleiðslustjóri) Blaðaprent hf. auglýsir eftir tæknimanni í prentiðnaði til að annast yfirverkstjórn (fram- leiðslustjórn), hjá fyrirtækinu. Starfsmaður þarf að hafa víðtæka þekkingu á sem flestum sviðum prenttækninnar, hafa góða stjórnun- arhæfileika, eiga auðvelt með samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini. Framkvæmdastjóri gefurfrekari upplýsingar. Umsóknir sendist Blaðaprenti hf. fyrir 6. maí 88. Blaðaprent hf., Síðumúla 14, sími 685233. Rafmagnsveita Reykjavíkur Fulltrúi: Almennt skrifstofustarf, vélritun, skjávinnsla og skráningar. Æskilegt er að um- sækjandi hafi verslunarpróf eða stúdentspróf. Skrifstofumaður: Almennt skrifstofustarf, svara í síma og færa ýmsar tilkynningar. Innheimtumaður: Eftirrekstur og lokanir vegna vanskila á rafmagnsreikningum. Inn- heimtumenn fá stutt námskeið í þáttum sem tengjast starfinu. Skilyrði fyrir ráðningu: Hreint sakavottorð, bílpróf og eigin bfll. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður viðskiptadeildar og starfsmannastjóri RR í síma 686222. Sölumaður (efnavara) Fyrirtækið er O. Johnson & Kaaber hf., Sætúni 8, Reykjavík. Starfssvið: Innkaup og sala á kemískri efna- vöru, annast viðskiptasambönd innlend/ erlend, gerð pantana, viðskiptasamninga og söluáætlana. Við leitum að manni til að selja efnavöru til útgerðarfyrirtækja, frystihúsa, fóðurstöðva og fleiri fyrirtækja. Góð kunnátta í ensku nauðsynleg. Starfsreynsla af sölumennsku skilyrði. Starfið er laust í júní nk. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Ráðning- arþjónustu Hagvangs hf. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar, merkt- ar: „Sölumaður (248)“. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Bókhaldsþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.