Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ1988 39 99 Við getum keppt við fj ármagnsr isana með einlægninni, heiðarleikanum og óttaleysinu við að tala hreint út... u stoltur af því, — enda hafa þeir íslendingar sem ég hef hitt líka verið það, sérstaklega eftir nokkur glös... Mig langar mjög mikið til að endurnýja kynni mín af íslandi, ekki síst til að sjá hvort náttúrufeg- urðin er í raun jafn stórfengleg og hún lifír núna í minningunni. Konan mín, sem er málari, tekur líklegast þátt í norrænni samsýningu á næsta ári og þá fæ ég kannski að fljóta með. Jú, svo get ég sagt frá því að við Kim Larsen hefðum mikinn áhuga á því að troða upp á ís- landi, ekki með venjulegan diskó- konsert heldur framsækinn rokk- sirkus, eitthvað í ætt við Þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum einsog hún birtist okkur í kvikmyndinni Með allt á hreinu." Já, og þá erum við komnir inná íslenska kvikmyndagerð, — hvemig líst þér á hana? „Eg hef séð nokkrar íslenskar kvikmyndir og þótti þær alveg ágætar. Ég hef séð Land og syni, sem er mynd að mínum smekk; hún kemur við mann um leið og maður fær innsýn i íslenskan hugsunar- hátt. Nú, ég er búinn að nefna Með allt á hreinu, sem er að mörgu leyti í svipuðum anda og þær skemmti- myndir sem ég og félagar mínir höfum gert og byggjast á flippi og §öri. Ég dáist að hugrekki Islend- inga við að gera myndir á sínu eig- in tungumáli og meðal danskra leik- stjóra er oft vísað til þess hversu margir þurfí að sjá íslenska mynd til þess að hún standi undir sér. Þarf ekki hver íbúi helst að kaupa sig tvisvar inná sömu myndina? Jæja, en hér í Danmörku búa þó 5 milljónir og samt eru flestar danskar myndir framleiddar fyrir ekki mikið meira fé en þær íslensku. Annars þekki ég betur til íslenskra bókmennta og myndlistar en kvikmyndagerðarinnar, og ég er viss um að það á við um Dani almennt. islensk myndlist hefur til dæmis i seinni tíð haft geysileg áhrif í Danmörku og héma þekkja allir Halldór Laxness. Og ef við förum útí músíkina, þá er hljóm- sveitin Mezzoforte mjög hátt skrif- uð í Danmörku. En það er ljóst að 99 Eg vil bara f inna að ég sé lifandi, að ég sé ekki einungis neytandi... u við ættum að hafa miklu meira samband. Mér fínnst það til að mynda forkastanlegt hversu nor- rænt efni er sniðgengið í danska sjónvarpinu. Við sjáum alltof lítið frá öðrum Norðurlandaþjóðum fyrir utan Svíþjóð auðvitað því við náum báðum sjónvarpsrásunum þaðan — og ef gerðir eru einhverjir þættir þá ganga þeir meira og minna útá það, í hálfu niðrandi tóni, hvað það er furðulegt að fólk geti þrifist á þessum stöðum. Það ríkir ákveðinn hroki hér í Danmörku í garð ann- arra norrænna þjóða; sami hrokinn og býr til vandamál úr flóttafólki og innflytjendum. Þessi hroki er sennilega sprottinn af því að við 99 + Eg held að maður verði heimskur á því að græða of mikla peninga... u erum hluti af Evrópu landfræðilega séð, erum þetta smánes á megin- landinu. Við erum Evrópa gagnvart öðrum Norðurlöndum, stórborgin, líkt og París gagnvart restinni af Frakklandi. Það er fátt í fari landa minna sem mér líkar eins illa og þessi hroki." Eins og fram kom í upphafsorðun- um hefur Erik fengist við margt merkilegt um dagana og erfitt að gera því öllu skil í stuttu viðtali. En það verður ekki komist hjá því að biðja hann um að stikla á stóru og byija á byijuninni. „Mig dreymdi um það strax í æsku að geta tjáð mig listrænt. Það hafa reyndar ekki verið margir listamenn í þeim ættum sem að mér standa, en hinsvegar fjölmarg- ir litríkir persónuleikar, sem standa vel undir því að vera kallaðir lífskúnstnerar. Á ungtingsárunum fann ég fyrst farveg fyrir tjáningar- þörf mína. Það var í málverkinu og ég fæst reyndar við það enn. Málverkið hefur þann kost umfram flesta aðra listsköpun, að þegar maður málar veitist manni hvoru- tveggja í senn; yfírveguð rósemd 99 Blæbrigði tungn- málsins eru að hverfa o g fletgast út 1 einhverjar hag- fræðilegar stærð- ir u handverksmannsins og frelsi heim- spekingsins. Hugurinn getur flogið um alla heima og geima, en maður hefur samt traust jarðsamband í gegnum stússið með litina og pens- ilinn á striganum. Mér gengur lang- best að hugsa á meðan ég er að mála, Hinsvegar, ef ég sest á stól og ætla að fara að hugsa eitthvað ákveðið, næ ég aldrei að einbeita mér og er óðar farinn að velta mér uppúr allskonar smáatriðum óvið- komandi því sem ég hafði hugsað mér að hugsa um. Ég byijaði semsagt að mála og fór að halda sýningar og gekk ál- veg ágætlega. En að mála myndir er tiltölulega einangrað og upphafíð fyrirbæri, sem hentar ekki allskost- ar óþreyjufullri skapgerð minni, þannig að á seinni árum hef ég aðallega fengist við að mála eða skreyta veggi á stöðum þarsem það kemur að notum samstundis og hefur stöðugt einhveiju hlutverki að gegna í hversdagslífínu. Til dæmis lukum við Pemille, konan mín, fyrir ári við að myndskreyta heila bamadeild á Sundby-spítala, sem er héma í nágrenninu við okk- ur; máluðum beint á veggina og loftin. Ég geri líka sjálfur flest plak- öt og veggauglýsingar í sambandi við kvikmyndimar mínar og ýmis- legt fleira í þeim dúr, en núorðið lítið af málverkum sem slíkum. Og myndlistarsýningar höfða ekki lengur mikið til mín. Mér finnst þær hafa of lítinn slagkraft. Afturámóti upplifi ég kvikmyndagerðina æ meira sem hreina og klára mynd- list; að ég sé fyrst og fremst að miðla myndum, ekki orðum. Ég er mikill unnandi gömlu þöglu mynd- anna, sérstaklega þeirra þýsku ex- pressjónísku.“ Það urðu afgerandi timamót á ferli málarans þegar Erik fór að vinna með Leif Sylvester Petersen. Þeir hafa nú glennt uppi skjái og hláturrifur danskra í hartnær 20 ár og eru langtífrá búnir að vera. Margir Islendingar ættu að kannast við trúðana Clausen og Petersen frá flóttamannakonsert þeirra og Kims Larsens í tívolíi Kaupmannahafnar haustið 1986, en upptaka þaðan var sýnd tvisvar í RÚV í fyrra. „Já, eftir að ég hafði málað og sýnt i nokkur ár tókst samstarf með okkur Leif Sylvester. Við fór- um að sýna myndimar okkar sam- an, og til að lífga uppá sýningamar fómm við að vera með allskyns uppákomur og gjörninga. Þetta þró- aðist síðan í grínlistasýningar, sem vom mjög ögrandi í byijun, en eft- ir tíu ár orðnar óhemjuvinsælar meðal almennings. Þegar svo kom að því að það var farið að biðja um okkur einsog venjulega skemmti- krafta á virðulegum stöðum var bitið farið úr þessu og við hættum. Eftir það fómm við yfír í rokktón- listina og gerðum rokksjó; fyrst með Rade Mors Rock-cirkus, sem er nátengdur Víetnam-hreyfing- unni í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. Við ferðuðumst um með stórar og smáar rokkskemmtanir sem vom mjög anarkískar í uppbyggingu með trúðum, flugeldum, ræðuhöld- um og allskonar látum í bland vJT tónlistina. Það má segja að allt sem ég hef gert og kalla má pólitíska aksjón sé sprottið úr alþjóðlegu Víetnam- hreyfingunni á sínum tíma. Rode Mors Rock-cirkus var bam Víet- nam-hreyfíngarinnar og leysist upp um leið og hún, því þá var gmnnur- inn sem allt starfíð byggðist á horf- inn. Við hefðum vel getað haldið áfram og orðið ráðsett rokksirkus- grúppa, en það var hægt að gera á svo margvíslegan annan hátt og heiðarlegri. Til dæmis með því að stofna venjulega rokkhljómsveit, og það gerðum við líka. Við höfum alltaf verið að fást við hluti sem hægt er að nota praktískt, einsog 40 mínútna grínatriði sem hægt er að fella inní ___ Kaldársel eru sumarbúðir fyrir KFUM og KFUK í Flafnarfirði. Þær eru um 7 km fyrir austan Flafnarfjörð og hafa verið starfræktar frá árinu 1925. hverjum dvalarflokki eru um 35 börn, í viku til 14 daga í senn. Staðurinn býð- ur upp á mjög fjölbreytta náttúru sem óspart er notuð til skoðunar og skemmtun- ar, íþróttir eru stundaðar og áin og hraunið eru vinsæl til leikja. Á hverjum degi er einnig kvöldvaka og hug- leiðing á orði Guðs. Dvalarflokkar veröa sem hér segir sumarið 1988: Fyrir drengi 7-12 ára 30. maí - ð.júní 9. júní-23. júnf 30. júnf - 7.JÚIÍ 7. júlí-21. júlf 21. júlf - 28. Júlf Fyrir stúlkur 7-12 ára 28.JÚIÍ - 7. ógúst 7.ágúst-17. ágúst 17. ágúst-24. ágúst Innritun og nánari upplýsingar eru veittar eftir 1. maí á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17—19 að Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, sími 53362. V' 4 i. • *••• 1 Með dótturínni Louise og eiginkonunni og samstarfsmanninum Pern- ille. Með aðalleikkonunni í Rami og Júlía, Sylvía Graaböl sem er ein skærasta kvikmyndastj arna Dana um þessar mundir og lék nýlega með Donald Sutherland í Oviri og fór með hlutverk Tove Ditlevsen í Gata bernskunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.