Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 6Í Minning: Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum Það mun hafa verið um mánaða- mótin október/nóvember 1937 sem maður, fremur lítill vexti en hvat- legur, kom gangandi neðan túnið í Eyhildarholti. Komumaður reyndist vera Jón Björnsson frá Stóru-Seylu, þá bóndi á Reykjahóli í Seylu- hreppi. Jón hafði þá stjómað karla- kómum Heimi f nokkur ár. Kórinn hafði nýlega haldið fund til þess að skipuleggja vetrarstarfið og kanna liðið. Kom þá í ljós, að af rúmum 20 mönnum, sem verið höfðu í kómum síðasta starfsárið, stóðu aðeins 9 söngmenn eftir. Hin- ir hlutu að hætta, af ýmsum ástæð- um. Af þessum níu mönnum vom 3 úr öðmm bassa, 3 úr fyrsta bassa, tveir úr öðmm tenór og að- eins 1 úr fyrsta tenór. En Jón söngstjóri var ekki á því að gefast upp, hvorki í þetta skipti né endranær. Hann lagði til að kórinn héldi starfinu áfram ef hægt væri að fá tvo menn til viðbótar í fyrsta tenór og einn í annan tenór þannig að þrír yrðu í hverri rödd. Og auðvitað var þessi tillaga Jóns samþykkt og honum falið að fínna hina nýju liðsmenn. Jón fór þegar á stúfana. Var nú búinn að telja Gísla Jónsson á Víðivöllum að koma til sín í annan tenór, Þorstein Sig- urðsson frá Stokkhólma í fyrsta tenór og leitaði nú til mín sem þriðja manns í þá rödd. Ég varð þegar við tilmælum Jóns en benti jafnframt á, að ég væri umluktur Héraðsvötnum á alla vegu og gæti því svo farið, ef þannig viðraði, að ég fengi ekki sótt allar æfingar. Þú ferð þá bara út á Krók og ég læt sækja þig þangað, svaraði Jón, en æfíngar vom í Varmahlíð. Og þar með var málið afgreitt. Mér sýndist það hinsvegar dálítið öfugsnúið að þurfa fremst framan úr Hegranesi og alla leið út á Krók til þess að komast í Varmahlíð. En ég átti eftir að kynnast því að í augum Jóns vom allir erfiðleikar smámunir einir þegar kórinn átti í hlut. Þetta vom mín fyrstu kynni af Jóni söngstjóra, eins og við félagar hans nefndum hann að jafnaði. Þau áttu eftir að verða mikil og góð, þótt fyrir kæmi að við rifumst eins og hundar í réttum. En það bætti bara samstarfið. Jón Björnsson var fæddur í Glaumbæ 23. febrúar 1903 en and- aðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt 18. nóvember sl. For- eldrar hans vom Bjöm L. Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Stóm-Seylu og fyrri kona hans, Steinvör V. Siguijónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldmm sínum og síðar stjúpu en móður sína missti Jón 8 ára gamall. Þótt Jón ætti, vegna hæfíleika sinna og annarra aðstæðna, ýmissa kosta völ, mun hann snemma hafa ákveðið að gerast bóndi. Hann kvæntist hinn 17. desember 1924 Sigríði Tijámannsdóttur frá Fagra- nesi í Öxnadal, mikilli mannkosta- konu. Hófu þau, til að byija með, búskap á Stóru-Seylu, en fluttu, áður en langt um leið, að Brekku hjá Víðimýri, þar sem þau bjuggu í 10 ár. Brekka er ekki stór jörð og mun Jóni hafa þótt þar þröng- býlt og athafnarými takmarkað. Auk þess var hann þar leiguliði og hefur sú aðstaða naumast verið Jóni að skapi. Frá Brekku fluttu þau hjón aftur að Stóm-Seylu. Þar varð viðstaðan þó aðeins eitt ár, því þá gafst þeim kostur til ábúðar á Reykjarhóli í Seyluhreppi. Enn mátti þó Jón una kjömm leiguliðans án þess að kunna því hlutskipti betur en áður. Að öðm leyti undi hann hag sínum ágætlega á Reykj- arhóli. Reyndi hann að fá jörðina keypta og hefði þá trúlega búið þar til æviloka, en hún lá ekki á lausu. En að því kom, að Jón gat óhindr- að notið athafnaþrár sinnar og at- orku á eigin jarðnæði. Árið 1939 gafst honum kostur á að kaupa meginhluta jarðarinnar Hafsteins- staða í Staðarhreppi. Var honum síst í hug að sitja það færi af sér. Bjó hann þar upp frá því þar til hann lét jörð og bú í hendur Stein- bimi einkasyni sínum og Ester Skaftadóttur, konu hans. Stein- bjöm féll skyndilega frá á besta aldri og nú býr sonur hans á Haf- steinsstöðum. Hafsteinsstaðir vom vildaijörð og vel setin á gamla vísu. En um það leyti sem Jón fluttist þangað má segja að nýtt landnám væri að hefjast í Skagafírði. Ræktunar- framkvæmdir vom þar að vísu í svipuðum mæli og gerðist í öðmm hémðum. Þar sem annars staðar komst ekki vemlegur skriður á þær fyrr en með hinum stórvirku rækt- unarvélum, sem fyrst tóku að flytj- ast til landsins í verulegum mæli upp úr síðari heimsstyijöldinni. En varanlegar byggingar höfðu ekki viða risið í Skagafirði um þetta leyti. Hin þurrviðrasama veðrátta gerði það að verkum, að torfhús entust þar betur en víðast hvar annars staðar. Á Hafsteinsstöðum blöstu við Jóni ærin verkefni á allar hliðar. Hann hófst þegar handa um rækt- unina, sem nauðsynlega undirstöðu vaxandi bústofns og þar með frek- ari framkvæmda. Síðan kom bygg- ing íbúðarhúss og peningshúsa og er hvort tveggja með miklum mynd- arbrag. Þegar Jón lét af búskap á Hafsteinsstöðum upp úr 1970, var dagsverk hans þar orðið mikið og gott, enda ekki annars að vænta af slíkum kapps- og atorkumanni þegar hann var sestur að í eigin ríki. Hér hefur nú í örstuttu máli ver- ið drepið á búskaparsögu Jóns á Hafsteinsstöðum og er þó flest ósagt. Þótt hann væri mikill fram- fara- og athafnamaður einkennir það hann þó ekki svo mjög frá mörgum öðrum bændum. Þannig er ferill þeirra flestra. Það hefur verið og er lífsfylling þeirra og ljúf skylda við samtíð og framtíð, að fegra og bæta ábýlisjarðir sínar og um leið landið í heild. í þessari vösku sveit landnámsmanna nútím- ans stóð Jón á Hafsteinsstöðum í fremstu röð. Og þó er aðeins hálfsögð sagan af ævistarfi hans. Ógetið er þess, sem einkenndi hann svo mjög frá öðrum mönnum flestum og halda mun nafni hans lengst á lofti, en það eru störf hans að söng- og tón- listarmálum. Ungur að árum hvarf hann til Akureyrar í því skyni að nema þar söng og orgelleik. Akur- eyri átti þá á að skipa mörgum ágætum söng- og tónlistarmönnum, eins og jafnan síðan. Lærifeður Jóns í höfuðstað Norðurlands voru þeir Sigurgeir Jónsson, organisti, Magnús Einarsson, söngstjóri og söngkennari og hinn rómaði radd- maður, Geir Sæmundsson, vígslu- biskup. Þegar saman fór slíkt úrval kennara og dugnaður, áhugi og hæfileikar nemandans, var ekki annars að vænta en að árangur yrði góður. Akureyri var ekki fjöl- mennur bær á þessum árum en engu að síður þróaðist þar óvenju fjölskrúðugt og þróttmikið tónlist- arlíf. Óefað hefur það verið freist- andi fyrir Jón að setjast að i slíku umhverfí og auðvelt fyrir hann að neyta þar náms síns og hæfileika. En átthagamir vestan heiðarinnar slepptu ekki takinu. Jón hélt aftur á heimaslóðir, ákveðinn í því að sú þekking, sem hann hafði aflað sér á tónmenntamálum, skyldi bera ávöxt í Skagafírðinum. Karlakórinn Heimir var formlega stofnaður í janúar 1928. Jón var auðvitað einn af stofnendunum. Hann söng með kómum fyrstu tvö eða þijú árin en tók síðan við söng- stjóminni og hafði hana á hendi í hartnær 40 ár. Æfíngar voru aldrei sjaldnar en einu sinni í viku allt frá vetumóttum og fram á vor og raun- ar oftar þegar leið að því að kórinn syngi opinberlega. Auk þess annað- ist Jón að verulega leyti allar radd- æfingar og eyddi í það ófáum dög- um á ári hveiju. Þótt ætla mætti að starfið fyrir Heimi væri ærið verk einum manni, til viðbótar umsvifamiklum bústörf- um, þá leit Jón ekki þannig á. Ára- tugum saman var hann organisti við Glaumbæjar- og Reynistaðar- Þann 8. apríl síðastliðinn fór fram í Garðakirkju á Álftanesi útför Önnu Líndal. Athöfnin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. At- höfnin var virðuleg og látlaus að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Anna Líndal var fædd 2.9. 1908. Hún var dóttir Þorsteins Líndals, kaupmanns í Hafnarfirði, og Guðnýjar Gísladóttur. Þorsteinn var tvígiftur, fyrri kona hans var Hall- dóra, systir Ágústar Flygering. Þau áttu einn son, Þórð Líndal, sem var 12 ára þegar Anna fæddist. Með seinni konu sinni eignaðist Þor- steinn 5 börn, Önnu Sigríði, Svan- hildi, Ingibjörgu, Gísla og Dóru. Anna fór snemma að vinna fyrir sér, gekk í Verslunarskólann og lauk þar námi eftir 4 vetur, og út- skrifaðist dúx. Hún vann skrifstofu- störf á ýmsum stöðum. Og þannig kynntist hún undirrituðum, er hann auglýsti eftir skrifstofustúlku. Ég hafði ekki talað lengi við Önnu Líndal er ég sannfærðist um að þar fór verkmanneskja sem hentaði mér, og unnum við saman í fyrir- tæki mínu um 14 ára tímabil. Að mínu viti var hún óvenjulega glögg og vel gefín og húsbóndaholl með afbrigðum, og bar hún hag fyrirtækisins fyrir bijósti sem henn- ar eigið væri, og vann hvert það verk sem þurfti. Sem dæmi vil ég nefna að eitt sinn er ég var staddur erlendis og kona mín þurfti á hjálp að halda á heimilinu, sem nær úti- lokað var að fá þá, hringdi ég til Blómastofii Friöfinns SuÖurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. kirkjur og æfði og stjómaði kirkju- kórum. Þær æfingar fóru gjaman fram að sumrinu og þannig var Jón á kafí í söng og tónlist árið um kring. Þegar Jón svo lét af búskap og flutti til Sauðárkróks tók hann við kirkjuorganistastarfinu og kirkju- kómum þar. Stofnaði jafnhliða Samkór Sauðárkróks, sem hann stjómaði í nokkur ár og stjómaði kirkjusöng við Hvamms- og Ketu- kirkjur. Til viðbótar öllum þessum um- svifum var Jón mjög afkastamikið tónskáld. Samdi hann fjölda tón- verka, einkum lög fyrir einsöng og kóra en, einnig tvísöngva. Allmörg þeirra hafa verið gefin út og era landsþekkt. Þó hygg ég að annað eins eða meira hafí hann átt í hand- ritum. Vonandi verður þeim fjár- sjóði haldið til haga. Afköst Jóns við sönglagagerðina vora með ólík- indum. Á ári hveiju kom ég oftsinn- is í Hafsteinsstaði. Ævinlega settist Jón þá við orgelið og lék fyrir mig lög, sem hann hafði samið frá því við hittumst síðast. Iðulega kom það fyrir að hann, þessi mikli bú- forkur, hlypi úr miðju verki og heim í stofu, settist þar við orgelið og hripaði niður laglínu, sem fyrirvara- laust hafði fæðst í fjárhúsunum, fjósinu eða við heyskap úti á túni... Jón geymdi það aldrei til Önnu og var hún auðfús að hjálpa til á heimilinu hálfan daginn þó það væri algjörlega óskylt því sem hún var ráðin til. Anna var mjög ákveðin mann- eskja og hélt sínu striki þegar henni fannst hún hafa á réttu að standa, og líkaði mér það vel. Fyrir u.þ.b. 2 áram hringdi hún til mín og bað mig að heimsækja sig í hús sitt í Kópavoginum og segir svo kankvís- lega í símánii, að hún ætli að sýna mér tvö blöð, og bætir við: „Kannski hefði ég átt að gera það þegar ég fór að vinna hjá þér.“ Þá sýndi hún mér trrö stór viðurkenningarskjöl sem hún hafði fengið frá Verslunar- skóla þeim er hún var við nám í í Bretlandi, fyrir hæstu einkunn sem útlendingur hafði fengið í hraðritun og fyrir málakunnáttu. Anna tók kjörson sem hún ól upp til fullorðins ára, Þorstein LSndal, dýralækni. Hann er kvæntur Margréti sem er dóttir Sæunnar og Tryggva Einarssonar frá Miðdal, og eiga þau 3 börn. Áður en Þor- steinn kvæntist átti hann einn son, Óskar Þorsteinsson, sem nú er full- tíða maður, kvæntur og á tvö böm. Fyrir mig var Anna ómetanleg vegna menntunar sinnar og dugn- aðar. Einnig vora góð kynni milli morguns sem hann gat gert í dag og jregndi einu hvað það var. Eg heyrði það oft á Jóni að hann taldi sig mikinn hamingjumann. Og það var hann vissulega að því leyti, að honum auðnaðist að helga sig sínum hjartans málum. Þó fór þvi fjarri að sorgin sneiddi þar hjá garði. Sína miklu mannkostakonu, Sigríði, missti hann 1969. Einka- sonurinn, Steinbjöm, andaðist óvænt 1975, aðeins 49 ára, þá tek- inn við búi á Hafsteinsstöðum, úr- valsmaður á alla grein. Sambýlis- kona Jóns, eftir að hann fluttist tii Sauðárkróks, var Anna Jóhannes- dóttir frá Vindheimum, en einnig henni mátti hann sjá á bak. Þegar slík áföll riðu yfír var gott að eiga tónlistina að heimilisvini. Þeim mönnum, sem vinna að efl- ingu og útbreiðslu hverskonar lista út um byggðir landsins, verður seint fullþakkað. Þeir era sannkallaðir menningarvitar í bestu og sönnustu merkingu þess orðs. Jón á Haf- steinsstöðum var einn af ágætustu liðsmönnum þessarar óeigingjömu baráttusveitar. Að námi loknu hvarf hann heim svo að átthagamir fengju notið þekkingar hans og at- orku. Þar stóð hann á teignum í hartnær 60 ár. Slóð hans í tón- menntamálum Skagfirðinga mun reynast auðrakin um langa framtíð. Magnús H. Gíslason Önnu og fjölskyldu minnar, og ent- ist sá kunningsskapur milli hennar og Inga sonar míns til hennar hinstu stundar. Ég vil taka undir þau orð sem séra Bragi sagði við útförina, að lífsskeið hennar hafi verið snar þáttur í þjóðarsögunni. Að lokum ' votta ég aðstandendum hennar og vinum samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson LEGSTEENAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681 960 Húsbíll GMC Van Funtura 1982,4 snúningsstólar, svefnbekkur, isskápur, fata- skápur, ekinn 42.000 mílur. Ný innfluttur. Upplýsingar i síma 985-20066 og eftir kl. 19.00 i sima 92-46644. Minning Anna, Líndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.