Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 40
og hef séð þess mörg dæmi hvemig
menn yerða af aurum apar og egó-
istar. Ég hef bara áhuga á pening-
um að því marki sem ég get skapað
eitthvað úr þeim, einsog kvikmynd-
ir, og nota ekki mikið af þeim í
einkalífinu."
Líturðu fyrst og fremst á þig sem
pólitískan listamann?
„Nei, í rauninni er það gamli
góði innblásturinn, sem kemur mér
í gang með flest af því sem ég
geri. Hinsvegar erum við félagamir
sífellt að velta þjóðfélaginu fyrir
okkur, og þess vegna ekki óeðlilegt
að verk okkar séu oftast að meira
eða minna leyti pólitísk. En það er
alls ekki þannig að við séum með
einhveija miðnefnd sem leggi
línurnar varðandi texta dagsins.
Fyrir mér er það póesían, skáld-
skapurinn, sem skiptir mestu máli.
Ég gef ekki mjkið fyrir svokallaða
pólitíska list, sem er oftast ekki
skáldlegri en venjulegt lesendabréf
í dagblaði.
En mér finnst nauðsynlegt sem
listamanni að trúa því, að hægt sé
að breyta heiminum. Ég aðhyllist
hina stöðugu byltingu, bæði hjá ein-
staklingnum og samfélaginu í heild.
Einsog málum er háttað hjá okkur
Vesturlandabúum um þessar mund-
ir finnst mér mikilvægast að beij-
ast gegn þeim hugsunarhætti sem
neysluþjóðfélagið hefur fest okkur
í. Það er sífellt verið að ganga á
hið mannlega í okkur og breyta því
í einhveija vöru sem við þurfum
síðan að kaupa aftur. Allt miðast
við þarfir framleiðslunnar. Neyslan
er orðin það sem allt snýst um.
Þetta kemur ekki síst fram í þeim
breytingum sem eru að verða á
tungumálinu, blæbrigðin eru að
hverfa og það er að fletjast út í
eitthvert hagfræðilegt mál sem
miðast við efnahagslegar stærðir.
Núna hittir maður ekki lengur kær-
ustuna sína í maímánuði, heldur
17du eða 18du viku. Alvarleg
menningarpólitísk umræða er á
undanhaldi og fer að mestu fram í
akademískum tímaritum sem fáir
lesa. Það er oft sagt að listin sé
spegill samtímans og ef við lítum
í þann spegill sjáum við að flestir
rithöfundar og málarar eru á kafi
í tilvistarspumingum, í angistar-
fullri leit að sjálfum sér. Og kvik-
myndagerðin gengur að langmestu
leyti útá afþreyingu, enda er hún
sú listgrein sem peningaöflin ráða
mest yfir. Spegillinn segir okkur
semsagt, að við séum efnahagslega
rík, en á andlega sviðinu veikburða
og fátæk. Hlutverk framsækinnar
listar í dag er því fyrst og fremst
að hrista uppí fólki, skapa óróleika
í samfélaginu og koma því á hreyf-
ingu sem er í andstöðu við valdaöfl-
in, sem reyna að halda öllu í ró og
reglu því það þjónar hagsmunum
þeirra best."
Texti: Páll Pálsson
Myndir: Sölvi Ólafsson
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
Afölkassa
upp á breiðtfald
og til baka
pólitískar samkomur. Eitt af því
stórkostlegasta sem ég hef verið
með í var flóttamannakonsertinn
sem við Sylvester, Kim Larsen og
hljómsveit hans Bellami héldum í
Tívolí. Hann hófst eftir að skemmti-
garðurinn lokaði á miðnætti, og
þetta er í fyrsta skipti sem hliðin í
Tívólí hafa bókstaflega verið rifin
upp vegna mannfjölda. Og þrátt
fyrir að fólk væri þarna komið til
að skemmta sér var samstaðan með
málefninu mikil. í lokalaginu, þegar
Kim stóð einn á sviðinu með kassa-
gítarinn sinn og söng gamalt danskt
þjóðlag sungu allir með. Allt glimm-
erið og sjóið varð þannig einskonar
tæki til þess að ná því upprunalegu
sambandi sem ríkti þarna milli
fólksins og kassagítarsins á sviðinu;
ógleymanleg stund. Það er þetta
sem ég meina með því að ég vilji
að hægt sé að nota hlutina."
Hvenær fórstu svo að gera kvik-
myndir?
„Mig hafði dreymt um að gera
kvikmyndir allt frá því ég sá ítölsku
neo-realistísku myndimar frá
fimmta áratugnum. En ég hafði
ekki öðlast kjark til þess fyrr en
um fertugt. Ég byijaði í sjónvarpinu
með allskyns grínþætti byggða á
þeim persónum sem við Sylvester
höfðum verið með. Og þijár fyrstu
bíómyndimar mínar — Cirkus Casa-
bianca, Felix og Rocking Silver —
eru um margt framhald af þeim.
^fær tvær síðustu — Manden í mán-
en og Rami og Júlía — eru alvar-
legri og í þeim er meiri áhersla lögð
á myndbygginguna, samanber það
sem ég sagði áðan um að ég er í
æ ríkara mæli farinn að líta á kvik-
myndagerð sem framhald af mál-
verkinu."
Fyrirtæki þitt, Film Cooperativet
Danmark, er rekið á öðrum forsend-
um en flest önnur ...
„Já, þetta er um þijátíu manna
hópur leikstjóra, handritahöfunda
og tæknimanna, sem starfar í anda
sjöunda áratugarins. Þetta gengur
útá peninga og við erum algerlega
sjálfráðir um það sem við gerum
listrænt séð. Við fáum bara okkar
laun, sem eru ekki meiri en gengur
og gerist, og ef við græðum þá fer
allur gróðinn í önnur verkefni. Við
höfum þannig, fyrir utan mínar
myndir, getað framleitt nokkrar
heimildarmyndir, til dæmis um erf-
iðleika Lappanna í kjölfar Tsjemó-
bylslyssins, og myndir um Nig-
araqua og vandamál Suður-
Ameríku. Við erum semsagt litlir
bissnisskallar, en á hinn bóginn
sjálfstæðir og getum sagt og gert
það sem okkur býr í bijósti og það
er að mínum dómi sá mesti munað-
ur sem hægt er að veita sér í
nútímasamfélaginu.
En þrátt fyrir að við gerum ódýr-
ar myndir — Rami og Júlía kostaði
rúmlega 40 milljónir íslenskar —
gætum við ekki haldið áfram að
framleiða leiknar myndir ef við
fengjum ekki styrk frá Dönsku
kvikmyndastofnuninni. Og þarsem
við höfum orð á okkur fyrir að vera
vinstrisinnaðir eigum við ekki mikla
möguleika á að fá styrk frá einka-
fyrirtækjum. Við þessar aðstæður
er auðvitað útilokað fyrir okkur að
keppa við fjármagnsrisana í kvik-
myndagerðinni svosem þá amerísku
hvað varðar tæknilega fullkomnun
og fleira sem kostar mikla peninga.
Við getum hinsvegar keppt við þá
með einlægninni, heiðarleikanum
og óttaleysinu við að segja hlutina
hreint út og manneskjulega. A
seinni árum, eftir að myndimar
mínar hafa verið sýndar víða um
lönd, hefur mér skilist þetta æ bet-
ur. Það streyma til mín bréf frá
almenningi hvaðanæva úr heimin-
um sem ganga fyrst og fremst útá
hversu sjaldgæft það sé að sjá ein-
lægar kvikmyndir, lausar við allt
skrum og söluformúlur."
Þrátt fyrir að hann hafi meira
en nóg að starfa við kvikmyndafyr-
irtækið er Erik á stöðugum faralds-
fæti með trúðleika sína og treður
oftastnær upp tvisvar til þrisvar í
hverri viku. Og hann skemmtir oft
ókeypis á stöðum einsog fangelsum
og sjúkrahúsum og ýmiskonar
pólitískum samkomum. — Hvað
heldur honum gangandi? Hvers
vegna leggur hann svona mikið á
sig?
„Ég hætti sjálfsagt seint að troða
einn upp fyrir fólk, því það veitir
mér mesta ánægju af öllu því sem
ég geri útávið. En hvort sem ég
geri eitthvað fyrir margar danskar
milljónir á breiðtjaldi, stend á öl-
kassa útí bæ eða við málaratrönum-
ar héma heima hjá mér eða sit á
kránni og segi sögur, þá er útgangs-
punkturinn alltaf sá sami: tjáning-
arþörfín, að finnast ég hafa eitthvað
að gefa frá mér. Ég reyni að gefa
tilveru minni lit. Ég er í sjálfu sér
ekki að leitast við að gera eitthvað
einsog ég. Og þá tók hann sig til
og skrifaði handritið að Midt om
natten, sem við báðum svo Erik
Balling um að leikstýra og lékum
sjálfir aðalhlutverkin. Sú mynd skil-
aði miklum gróða, en hann fór allur
í að fjármagna Cirkus Himmelblá,
sem varð líka fjárhagslega vel lukk-
að fyrirtæki. Við greiddum okkur
þó bara venjuleg laun fyrir hann
og notuðum allan gróðann til þess
að stofna Circus Himmelblá-sjóð-
inn, sem styrkir ungt heimilislaust
fólk. Hér í Kaupmannahöfn er mik-
ið af ungu fólk sem lifir á götunni;
unglingar sem hlaupist hafa að
heiman og enginn reynir að hafa
uppá og gera eitthvað fyrir. Okkar
hefðbundnu stofnanir henta þeim
ekki og þeirra bíður auðvitað ekk-
ert annað en afbrotaferill og rónalíf.
En það er engin ástæða til þess að
gera okkur að hetjum fyrir vikið,
því skatturinn borgar þetta í raun
og veru. Við urðum einfaldlega
varir við þetta ástand og fannst við
verða að reyna að gera eitthvað í
májinu.
Ég held að maður verði heimskur
á því að græða of mikla peninga
Eric Clausen sem götutrúður.
nýtt; það er ekkert nýtt undir sól-
innj einsog við vitum.
Ég vil bara fínna að ég sé lif-
andi, að ég sé ekki einungis neyt-
andi, einhver hlutlæg eining í efna-
hagskerfínu. Frægð og frami skipt-
ir mig engu máli og ég er ekki að
reyna að græða peninga. Það halda
margir að það sem ég hef fengist
við hafi skilað miklum peningum,
en það er ekki rétt. Ég þéna ekki
mikið meira á ári en venjulegur
verkamaður. Ég hef hinsvegar
nokkrum sinnum verið með í hlutum
sem hafa gefíð vel af sér, til dæm-
is hefur flest það sem ég hef gert
með Kim Larsen skilað miklum
peningum í kassann. Midt om natt-
en? Já, hugmyndin að þeirri mynd
fæddist héma útí garði þegar Kim
kom heim frá Ameríku með skottið
á milli lappanna eftir að það hafði
mistekist að gera hann heimsfræg-
an. Hann var eitthvað að barma sér
yfír því að geta bara glamrað á
gítar og gaulað undir, á meðan ég
gæti gert svo margt: málað, grínast,
búið til bíómyndir. Ég bað hann
blessaðan að hætta þessu væli,
hann gæti alveg gert kvikmyndir
/
Wð viíjum vekja athygíi viðsfeptavina á því að 1. maí - 1. septemBer verður aðaísfuifstofa féíagsins opinfrá kí.
i BRunflBóniFánc isumns
Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055
Prufu-hitamælar
■4- 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
SöMirfl®(u;i)U)ir íJ(§)inj®©@[n)
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 -21480