Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
67
1. maí ávarp samtaka
kvenna á vinnumarkaði
garðyrkju Pu Yis virðist honum
ekki hafa vegnað alls kostar vel í
því starfí, því að lokum var honum
fengin staða í þjóðskjalasafninu,
þar sem hann lauk við sjálfsævi-
sögu sína. Þegar hann var um
sextugt kvæntist hann fertugri
hjúkrunarkonu frá Hangchow.
Hann bjó hjá Pu Jie, bróður sínum,
þar til hann lézt úr krabbameini
í nýrum 1967.
„Dropi í hafinu“
„Þegar ég var hjá honum í höll-
inni kallaði ég hann aldrei bróður
minn, því að hann var keisari,"
sagði Pu Jie síðar. „Við urðum
eiginlega ekki bræður fyrr en ég
kom aftur frá Sovétríkjunum." Pu
Jie er enn á lífí og verður áttræð-
ur á þessu ári. Hann naut beinnar
vemdar Chou En-lais í menningar-
byltingunni 1966-1976 og komm-
únistaflokkurinn fól honum að
berjast fyrir bættri stöðu Mansjú-
tnanna, sem fengu slæma útreið
á þeim árum. Hvorki hann né bróð-
ir hans lærðu mansjúrísku og hann
hefur enn ekki náð valdi á henni,
en nýtur aðstoðar vinar síns, próf.
Zhao Zhan, sem situr í svokölluðu
þjóðarbrotaráði.
Flokkurinn hefur veitt Pu Jie
fulla uppreisn æru, en þótt hann
sé kommúnisti er hann ekki félagi
í flokknum. Nýlega sagði hann
fréttamanni Financial Times að
hann teldi sig aðeins „dropa í hafí
milljarðs Kínveija“. Hann kvaðst
hafa átt erfítt með að sætta sig
við það á yngri árum að geta ekki
átt samneyti við venjulegt fólk,
en telji sig nú leggja sitt af mörk-
um til þess að Kína geti orðið
nútímaríki. „Ég tel mig mjög
heppinn," sagði hann. „Ég hef
öðlazt mikla reynslu . . . Flokkur-
inn hefur tekið rétta stefnu í mál-
um Mansjú-manna og annarra
þjóðarbrota. Nú skilur fólk að við
erum allir Kínveijar."
Pu Jie hefur séð kvikmynd
Bertoluccis og hafði gaman af
henni, en telur hana ekki nógu
nákvæma og Zhao Zan, sem las
handritið, tekur í sama streng. Pu
Jie hefur áhuga á garðrækt eins
og bróðir hans og hefur ritað end-
urminningar sínar eins og hann,
en þær hafa ekki komið út.
I kvikmyndinni fer aðstoðar-
menningarráðherra Kína, Ying
Ruocheng, með hlutverk fangelsis-
stjórans, sem stjómaði „endur-
hæfíngu“ síðasta keisarans. í lok
kvikmyndarinnar lofsyngur Pu Yi
menningarbyltinguna, en reynir
uð bjarga fangelsisstjóranum, þeg-
ar rauðir varðliðar taka hann
höndum.„Hver ert þú?“ spjrr ungur
maoisti. „Ég er garðyrkjumaður,"
svarar hann.
Bertolucci, sem sjálfur er marx-
>sti, fékk fyrstur ailra vestrænna
kvikmyndagerðarmanna að
mynda að vild í Forboðnu borg-
>nni. Nítján þúsund kínverskir her-
menn koma fram í kvikmyndinni.
Þótt hún þyki stórbrotin, einkum
í Hollywood, virðist ýmislegt orka
tvímælis og ekki er víst að síðasta
Mansjú-keisaranum sé nákvæm-
lega rétt lýst, enda var kvikmynd-
in gerð með leyfí Kínveija. Hún
er fyrst og fremst listaverk.
- GH
Kjarasamningamir sem gengið
hafa eins og draugur yfír alla verka-
lýðshreyfínguna nú í vetur voru
búnir til á Vesturgötunni og fluttir
vestur á ísafjörð í fæðingarbæ fjár-
málaráðherra. Frá ísafirði lá leiðin
í Dagsbrún þar sem samningamir
voru afgreiddir með mjög vafasöm-
um hætti.
Eftir þessi herfræðilegu útspil
var samningsréttur í raun tekinn
af öðrum félögum Alþýðusam-
bandsins. Þrátt fyrir það að samn-
ingamir hafí verið felldir í flestum
félögum og jafnvel tvisvar í sumum
þá skulu þeir samt'í gegn hvað sem
það kostar.
Verkalýðshreyfíngin hefur sýnt
með þessum kjarasamningum að
hún er alls ófær að standa í bar-
áttu fyrir hagsmunum félaga sinna.
Síðustu mánuðir hafa einnig sýnt
hvílíkt gífurlegt bil er orðið á milli
félaga og forystu. Þjóðarsáttir
síðustu ára hafa gert forystuna
værukæra og um leið leyft atvinnu-
rekendum og ríkisvaldi að valsa að
vild með launakjör. Geðþótta-
ákvarðanir sem sundra launafólki
eru orðnar rílqandi. Víða á vinnu-
stöðum er bannað að ræða laun og
launaseðlar jafnvel merktir sem-
trúnaðarmál.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
heita því á launafólk að standa sam-
an innan verkalýðshreyfíngarinnar
og skilja að án samstöðu og sam-
takamáttar næst ekkert fram, ann-
ars verða uppreisnir einstakra fé-
laga andvana fæddar.
Launafólk, við verðum að gera
okkur grein fyrir því að barátta
sérhvers verkalýðsfélags er barátta
okkar allra.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
benda líka á að verkalýðsbarátta
er alþjóðabarátta og styðja því
heilshugar þá mannréttindabaráttu
sem nú er háð í S-Afríku og skora
á íslensk stjómvöld að samþykkja
viðskiptabann á S-Afríku.
Barátta verkalýðsfélaga er líka
barátta heildarsamtaka. í undan-
gengnum átökum hefur lítið sem
ekkert heyrst frá Alþýðusambandi
íslands, enda hafa félagamir ekki
treyst heildarsamtökum eftir
reynslu síðustu ára.
Því er tími hreinsunardeildarinn-
ar kominn.
Við þurfum verkalýðsfélög sem
nýtast okkur í baráttu fyrir bættum
kjörum og öðmm félagslegum rétt-
indamálum. '
Við þurfum heildarsamtök sem
nýtast okkur til samræmingar og
samstöðu í baráttu.
Við höfum ekkert að gera við
steinrunnar stofnanir eða ferða-
klúbba.
Við þurfum hreyfingu lifandi
fólks sem skiptir sér daglega af
öllum málum.
Sérhver launakona, sérhver
Starfsfólk
óskast
ýmist í fullt starf
cóa hlutastarf
Starísmenn og aÓstoðarmenn
Landspítalinn.
Aðstoðarmenn vantar á svæfingadeild, vökudeild
og dauðhreinsunardeild Landspítala og á Tungu-
hálsi.
Upplýsingar gefa hjúkrunarframkvæmdastjórar
Landspítala, sími 29000.
Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra
Landspítala.
Geðdeild Landsprtalans.
Ræstingarstjóri óskast á geðdeild Land-
spítalans, Landspítalalóð.
Fullt starf.
Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri
Þórunn Pálsdóttir, sími 38160.
Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra
geðdeilda á Kleppi.
Starfsmaður óskast í býtibúr Geðdeildar Land-
sprtalans á Kleppi.
Fullt starf. Vinnutími 08.00-16.00. Unnið eina
helgi í mánuði.
Um er að ræða störf í borðstofu og eldhúsi.
Nánari upplýsingar gefur Anna Jónsdóttir mat-
ráðskona, sími 38160.
Starfsmenn óskast til ræstinga á Geðdeild Land-
spítala á Landspítalalóð, Kleppi og víðar.
Reykjavík, 11. apríl 1988.
RIKISSPITALAR
STARFSMANNAHALD
■
launamaður ber ábyrgð á kjörum
sínum. Þess vegna segjum við nei
við ómögulegum kjarasamningum.
Við neitum að bera ábyrgð á því
að geta ekki framfleytt okkur.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
styðja heilshugar þau félög sem enn
standa í baráttu.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
telja forkastanlegt að laun séu und-
ir skattleysismörkum, þó 42 þúsund
kr. á mánuði dugi skammt til að
framfleyta fjölskyldu.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
kreQast þess að sett verði 3 skatt-
þrep, stóreignaskattur aukinn og
skattafrádráttur atvinnurekenda
aflagður, enda ástandið slæmt þeg-
ar fyrrverandi framkvæmdastjóri
atvinnurekenda lýsir áhyggjum
vegna sívaxandi skattbyrðar launa-
fólks.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
krefjast nægra og góðra dagvistar-
stofnana — strax.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
krefjast 9 mánaða fæðingarorlofs.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
fordæma ummæli formanns at-
vinnurekenda er hann taldi lífeyris-
sjóðina ekki eign verkalýðsfélag-
anna, héldur sjóði sem hans nótar
gætu sölsað undir sig.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
fordæma sífelldar árásir á físk-
vinnslufólk, nú síðast af borgar-
stjómaríhaldinu þegar 50 manns
var sagt upp í Granda.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
átelja stöðugan flutning á fjár-
magni frá landsbyggðinni til dekur-
drengja Reykjavíkur.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
skora á verkalýðshreyfinguna að
standa vörð um öll þau réttindamál
sem áunnist hafa, ekki síst um
samningsrétt verkalýðsfélaga sem
hefur verið ráðist á hvað eftir ann-”
að að undanfömu af hálfu ríkis-
valdsins með Félagsdómi og af
hálfu atvinnurekenda með óskum
um breytingu á vinnulöggjöf og
síaukinni notkun á sáttasemjara.
Duglaus verkalýðshreyfíng nær
engu fram umfram það sem ríkis-
vald og atvinnurekendur hafa
ákveðið sín á milli.
Valdið er hinsvegar í höndum
fólksins, takist að virkja það — þar
stendur ekki á okkur.
Samtök kvenna á vinnumarkaði
skora á launafólk að rísa upp og
taka sín réttmætu völd.
Þriúþúsund
sjotiu og rjonr
starfsmenn
óska eftír samstarfí vió þig
Aðstoðariæknar
Blóðmeinafræðideild Landspítala.
Aðstoðarlæknir óskast á blóðmeinafræðideild frá
1. júní nk. Ráðning til eins árs.
Nánari upplýsingar veitir forstöðulæknir sími
29000-415.
Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist
Sigmundi Magnússyni forstöðulækni fyrir 15. maí
nk.
LANDSPÍTALINN KVENNADEILD.
Aðstoðarlæknar óskast í tvær stöður á kvenna-
deild Landspítalans frá 1. júní nk. eða eftir sam-
komulagi.
Ráðning í aðra stöðuna er til tólf mánaða, en hina
til sex mánaða.
Möguleikar á framlengingu.
Nánari upplýsingar gefur próf. Gunnlaugur Snæ
dal, sími 29000.
Umsóknir sendist próf. Gunnlaugi Snædal, Land
spítala, fyrir 15. maí nk. á umsóknareyðublöðum
lækna.
Hjúkrunarfoeðingar
Landspítalinn, skurðstofa.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar á
skurðstofu Landspítalans. Fullt starf eða hluta-
starf. Dagvinna og gæsluvaktir. Góður aðlögun-
artími. Skurðstofan er nýuppgerð og starfsað-
staða því góð.
Æskilegt að umsækjendur hafi unnið á handlækn-
ingadeild.
Umsóknir sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri Bergdís Kristjánsdóttir, sími 29000-508.
Reykjavík, 1. maí 1988.
RÍKISSPÍTALAR
IANDSPÍTAUNN