Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
Ég er eins og
farandriddarinn
VIÐTAL VIÐ FRANSKA LJÓSKÁLDIÐ JEAN-LOUIS DEPIERRIS
Franska ljóðskáldið Jean-Louis Depierris á heimili sínu í Reykjavík, þar sem hann er nú menninjrarfulitrúi í franska sendiráðinu.
Franska ljóðskáldið
Jean-Louis Depierris er um
þessar mundir
menningarfulltrúi franska
sendiráðsins í Reykjavík.
Depierris er þekkt ljóðskáld,
sem hefur hlotið eftirsótt
verðlaun ljóðskálda í
Frakklandi, m.a. René-Guy
Cadou verðlaunin 1961 ogPrix
Antonin Artaud 19 71 og nú
síðast bókmenntaverðlaun
Academie des lettres
Pyréneennes 1984. í
Frakklandi hafa komið út eftir
hann 10 ljóðabækur, auk fjölda
annarra rita um
menningarmál, m.a. gagnrýni-
og viðtalsbækur, enda starfaði
hann um árabil hjá franska
útvarpinu sem gagnrýnandi og
við menningarþætti, hafði
umsjón með endurskoðun á
merkingu um 70 þúsund
franska orða við útgáfu Grand
Larousse orðabókarinnar
frönsku og var fyrr á æfínni
viðriðinn áberandi
bókmenntahópa og við útgáfu
bókmenntarita í því sambandi.
Síðan hann kom til íslands
hafa þessi víðtæku tengsli
iðulega vel nýst, því af
fyrmefndu leiðir að hann
virðist þekkja persónulega
flest það fólk sem framarlega
hefur staðið í Iistum og
bókmenntum í Frakklandi á
löngu árabili. Skemmst að
minnast að slík tengsli urðu
til þess að fá hingað með
sýningu franska listmálarann
Soulages og í haust til
fyrirlestrahalds einn þekktasta
sagnfræðing Frakka, Georges
Dupy, og hann hefur gengist
fyrir þýðingum og birtingu á
íslenskum ljóðum í tímariti
evrópskra ljóðskálda.
Fréttamanni Mbl. þótti því
hæfa að nálgast M. Depierris
ogræða við hann.
TEXTI:
ELÍN PÁLMADÓTTIR
Jean-Louis Depierris hittum
við á heimili hans og konu
hans Djurdju, sem er júgó-
slavnesk, í Þingholtunum í
Reykjavík. Hann kvaðst
þekkja lítið til íslenskrar ljóðlistar,
verða enda að lesa^ ljóðin í þýðingu,
en hafa dálæti á íslendingasögun-
um og skáldskapnum í þeim.
Tvenns konar þætti sé þar að finna
til skilningsauka, annars vegar ætt-
artengslin og hins vegar miklar og
ákaflega vel gerðar kenningar.
Þessu svipi til Gongora kvæða á
Spáni. Sem leiðir okkur að uppruna
hans sjálfs. Hann er fæddur í Pau
í Pýreneafjöllunum, um 100 km frá
spönsku landamærunum, og móðir
hans var fransk-katalónsk. Sjálfur
dvaldi hann í bamæsku norðar í
Languedoc-héraði, skammt frá To-
ulouse, í umhverfi sem fremur
minnir á trúbadorana. Ungur fór
hann á eftir foreldrum sínum til
Alsír og var með þeim í Oran þar
til hann ungur maður fór til náms
í bókmenntum í Sorbonne-háskóla
í París 1951, þar sem hann slóst í
hóp skálda og myndlistamanna.
Ekkert var honum eðlilegra, útskýr-
ir Depierris, því ættmenn hans voru
mjög bókmenntalega sinnað fólk,
með skáld og rithöfunda innan fíöl-
skyldunnar, m.a. rithöfundinn
Henri Nair. Og einn frændinn var
í miklu vinfengi við rithöfunda og
myndlistamenn í París á l.og 2.
áratug aldarinnar, Jean Giono,
Modigliani og þá hina, en gegn um
þau tengsli gekk ungi maðurinn
Jean-Louis Depierris strax inn í
slíka menningarhópa, ekki síður í
myndlistinni en bókmenntum, enda
benda gagnrýnendur gjaman á að
ljóð hans séu myndræn. Vegna
upprunans segir Depierris sum
fyrstu ljóða sinna ekki laus við
spænsk áhrif, sem einnig gætir
mjög í Oran, auk frönsku áhrifanna
frá nýlendutímanum.
í París var Depierris í áberandi
hópi, svonefndum Ecole de Roche-
fort, sem m.a. fjallaði um kenning-
ar og gerð skáldskapar á árunum
1941-61 og sem í voru m.a. Jean
Rousselot og Adrian Miatlev, ei
fyrstir vöktu athygli á ljóðum Depi
erris. Hann sat m.a. í ritstjóm rits
ins „Le Cadran Lunaire“ og slóst
hóp skálda sem gáfu út „Entretien'
í Rodez, en í þeim bæ í Suður
Frakklandi er haldin ljóðskáldahátí'
og veitt mikilvæg ljóðaverðlaun
Frakklandi. M.a. er myndlistarmað
urinn Pierre Soulages einmitt það
an. í bók André Doms um ljóðskáld-
ið Jean-Louis Depierris segir þó að
hann muni hafa staðið næst Tour-
de-Feu-skáldunum svonefndu, enda
gaf hann hjá forlaginu út tvær
ljóðabækur á ámnum 1955 og
1957.
Listagagnrýnandi
franska útvarpsins
í tíu ár var Jean-Louis Depierris
lista og bókmenntagagnrýnandi hjá
franska útvarpinu RTF og við spyij-
um hann í hverju það starf sé fólg-
ið. Hann útskýrir að um þetta leyti
hafí verið stoftiað til þess sem kall-
að var Controle artistique des Em-
missions eða listrænt eftirlit með
útsendingum, sem hann hafði yfír-
umsjón með. Hann starfaði þá sem
sjálfstæður gagnrýnandi á menn-
ingarþætti alla og skrifaði um þá
skýrslur fyrir stofnunina, auk þess
sem hann sá um viðtalsþætti og
aðra unna þætti útvarpsins. Starf-
aði bæði við aðalrás franska út-
Ljóð eftir
Jean-Louis Depierris
I
Guðirvillast
þarsem náttúran strandar
III
Faliðspennsli
steinhnúturieynist
Arm-sveifla
svipasveimar
Steinninnskalþola
brimblóðsins
IV
Hvelfíngþorstláta
ersattaðþitthróp
undir sjávarfleti grafíð
hörfí um daga
út um göngsprungins bjargs
Ogdijúpiánóttum
afhiminsængum hreysa
(Úr (jóðabókinni Bas-Empire. íslensk
þýðing: Gerard Lemarquis og Kurl Guð-
mundsson)