Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 43
Hrafn Sæmundsson
„Gamalt fólk í góðri
elli á að fá sömu mögu-
leika á að njóta lífsins
og þær kröfugerðar-
kynslóðir og stéttir sem
nú eru jafnvel byrjaðar
að kvíða því að „þurfa“
og gefa öldruðum
möguleika á „viðunandi
framfærslueyri“.“
aðrir. Auðvitað er þetta ekkert
leyndarmál. Kjararannsóknanefnd
og skattskýrslur segja þessa dapur-
legu sögu. En meðan þessi veruleiki
ríkir úti í þjóðfélaginu eru „aðilar
vinnumarkaðarins" stöðugt að
semja um lágmarkslaunin.
Og þá kemur að hinum svarta
bletti í þessu máli. Þau lágmarks-
laun sem verið er að semja um eru
notuð til viðmiðunar fyrir mjög fjöl-
menna hópa í þjóðfélaginu. Þá hópa
sem fá skammtað. Öryrkja- og elli-
lífeyrisþegar fá skammtað eftir
þessari viðmiðun. Meira að segja
hefur verið talað um að þessir aðil-
ar ættu að fá sem svarar lágmarks-
launum. Að þessir aðilar gætu
hugsanlega komist upp á það launa-
stig sem enginn getur lifað af. Og
auk öryrkja og lífeyrisþega eru í
þessum hópi ýmsir hinna lægst
settu í verkalýðshreyfíngunni.
Sóknarkonur, Iðjuverkafólk og al-
mennir verkamenn eiga oft ekki
möguleika á að auka tekjur sínar.
Margt af þessu fólki verður að leita
til félagsmálastofnana til að geta
lifað. Hvaða sögu segir þetta okk-
ur? Með þessu er verkalýðshreyf-
ingin óbeint að semja um laun fyr-
ir tugþúsundir manna sem eru það
lág að útilokað er að lifa af þeim.
Hér er ekki um „mannsæmandi" líf
að ræða heldur spurninguna um
nauðþurftir. Verkalýðshreyfíngin er
fyrir löngu hætt að semja um kaup
og kjör meðlima sinna. Þeir samn-
ingar fara að langmestu leyti fram
út í frumskógi þjóðfélagsins.
„Viðunandi fram-
færslulífeyrir“
Það væri fróðlegt að rekja nokk-
uð þá framtíðarsýn sem blasir við
ýmsum hópum í þjóðfélaginu miðað
við þá þróun sem nú er í gangi.
Hvemig verða til að mynda lífskjör
ellilífeyrisþega og öryrkja í framtíð-
inni? Þeir sem nú stjóma verkalýðs-
hreyfíngunni og þjóðfélaginu em
famir að búa fólk undir þau kjör
sem á að skammta. Það hefur verið
komið upp hugmyndafræði um
þetta. Fleiri og fleiri em byijaðir
að tala um þá „dapurlegu tíma"
þegar ellilífeyrisþegum hefur fjölg-
að svo að þeir verða kannski einn
á móti þrem „vinnandi". „Vinn-
andi" kynslóðin á að standa undir
lífeyri aldraðra og tónninn er sá að
aldraðir megi þakka fyrir og hlaða
á sig samviskubiti fyrir það að fá
að skrimta. Þetta er alveg ótrúleg
hrollvekja. Og þessa þulu heyrir
maður æ oftar og étur hver eftir
öðmm og það er mikil ógnun í þess-
ari ræðu.
í annars góðri grein í Vinnuni
vekur Ásmundur Stefánsson máls
á lífeyrismálum ellilífeyrisþega. Þar
er m.a. verið að tíunda mismun
lífeyris og það óréttiæti að greiðslur
úr lífeyrissjóðunum skerði tekju-
trygginguna en annar sparnaður
einstaklinga ekki. En á einum stað
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 43
Fyrsta kröfugangan
segir Ásmundur: „Ég tel að þjóð-
félagið beri ábyrgð á því að öllum
sé tryggður viðunandi framfærslu-
eyrir.“ „Framfærslueyrir" og hann
„viðunandi" er framtíðarsýn sem
þarf að slökkva o£ það hið bráð-
asta. Við höfum „framfærslueyri"
nú þegar. Það em nauðþurftimar,
sú hungurvísitala sem nú er
skammtað eftir. Vonandi ber verka-
lýðshreyfingin gæfu til að hætta
að taka þátt í þeim söng að ellilíf-
eyrisþegar séu og verði ennþá meiri
baggi á „vinnandi" fólki. Vegna
reynslunnar treysti ég verkalýðs-
hreyfíngunni þó ekki til að standa
þama vörð um réttindi þeirra sem
ekki hafa verið eða em í kröfugerð-
ardansinum. Ég tel lífsnauðsyn að
þeir sem nálgast verkalokin geri sér
grein fyrir þróuninni og fari sjálfír
að beijast fyrir rétti sínum og
lífskjörum í ellinni. Tími hinnar
miklu nægjusemi er liðinn.
Jón Bjömsson félagsmálastjóri á
Akureyri orðar þetta á þennan veg:
„Það er að koma að fólkinu sem
var ungt í stríðinu, þegár ísland
breyttist. Það er allt öðmvísi fólk
en það sem nú er gamalt. Það verð-
ur ekki eins mikið um fólk sem man
tímana tvenna. Og guð hjálpi okkur
þegar það fólk fer að krefja okkur
um það sem það á inni hjá okkur.“
Það er komið að þessu uppgjöri.
Sá slóði, sem verkalýðshreyfingin
dregur á eftir sér, sú blinda á þróun-
ina, það skilningsleysi á breyttar
aðstæður — þessu verður að linna.
Framtíð gamals fólks má ekki verða
enn einn svartur blettur á starfí
verkalýðshreyfingarinnar.
Þama verður fólkið sjálft að rísa
upp. Það fólk í verkalýðsfélögunum
sem sér út úr augunum og það fólk
í verkalýðsfélögunum sem nálgast
verkalokin. Þetta fólk verður að
taka höndum saman og stöðva þá
hugmyndafræði, að gamalt fólk sé
baggi á „vinnandi" fólki. Gamalt
fólk á að hafa sömu eða betri
lífskjör þegar starfsævinni lýkur og
það hafði áður. Þetta er spuming
um skipulag og siðfræði og ekkert
annað.
Fólk má ekki leggjast niður og
taka undir sönginn um nægjusem-
ina. Það má ekki viðurkenna að það
séu góð lífskjör í elli að svelta ekki.
Gamalt fólk í góðri elli á að fá sömu
möguleika á að njóta lífsins og þær
kröfugerðarkynslóðir og stéttir sem
nú eru jafnvel byijaðar að kvíða
því að „þurfa“ og gefa öldmðum
möguleika á „viðunandi fram-
færslueyri".
Að lokum
í stuttri blaðagrein er útilokað
að gera þessu efni nokkur tæmandi
skil. Hér er aðeins drepið á nokkra
þætti. Hér em lagðar fram spum-
ingar um starf og tilgang verka-
lýðshreyfíngarinnar í nútíma vel-
ferðarríki sem auk þess er eitt af
því ríkasta í heiminum. Hér er spurt
í upphafi: Þurfum við ný orð? Þurf-
um við nýjar aðferðir? Þurfum við
nýtt gildismat? Þurfum við nýja
hugsun?
Hér er spurt af gefnu tilefni og
nefnd dæmi um það hvemig vel-
ferðarþjóðfélagið traðkar á vissum
hópum í þjóðfélaginu, hvernig
frumskógarlögmálið ríkir á mörg-
um sviðum. Það hefði mátt minna
á miklu fleira. Til að mynda betur
á gildismatið. Það mætti spyija
hvort að svo rík þjóð getur ekki
fengið meira fyrir peningana —
meiri hamingju fyrir einstakling-
ana. Hvað skyldu margir foreldrar
missa af því að sjá bros bama sinna
á frumbemsku og fylgjast með
þroska þeirra? Hvað missa margir
af því að njóta hvíldar og margra
þeirra áhugamála sem liggja opin
fyrir fólki en þurfa tíma? Hvað
missa margir af því að tengjast og
vera með eldri kynslóðinni, að sinna
foreldrum sínum og öldruðum ætt-
ingjum sem nú eru oft í einangrun
eða er staflað inn á stofnanir?
Þannig mætti lengi telja. En
verkalýðshreyfingin virðist ekki
telja það hlutverk sitt að taka bein-
an þátt í mótun þjóðfélagsins.
Kannski er það stærsta tímaskekkj-
an.
Höfundur er atvinnumálafulltrúi
Kópa vogsbæjar.
eftir Pétur Pétursson
í dag em liðin 65 ár síðan fyrsta
kröfuganga verkalýðsfélaga gekk
um götur Reykjavíkur. Þótt það sé
talinn dijúgur mannsaldur em enn
ofan moldar ýmsir sem tóku þátt í
göngunni eða komu við sögu með
ýmsum hætti. Oft hefír verið fjallað
um þessa fyrstu göngu og greint
frá göngumönnum. Hér skal enn
aukið við fáum orðum.
Þess hefir áður verið getið að sá
sem átti hvað drýgstan þátt í því
að tekinn var upp sá siður „er-
lendra stéttarbræðra, að marka sér
hin fyrsta dag maímánaðar til há-
tíðarhalda“ var Hendrik Ottósson
tungumálakennari og síðar frétta-
maður Ríkisútvarpsins. Flutti
Hendrik um það tillögu í fulltrúa-
ráði verkalýðsfélaganna í öndverð-
Frú Ingibjörg Þórðardóttir
Langholtskirkja:
Kaf fisala fyrir
minningarsjóð
VIÐ ANDLÁT frú Ingibjargar
Þórðardóttur, fyrstu prestsfrúar
við Langholtskirkju i Reykjavík
var stofnaður minningarsjóður,
sem ætlað er það hlutverk að
styðja kirkju- og menningarmál
innan prestakallsins, og einnig
þá er hallt standa í lifinu í höfuð-
borginni. Úr sjóðnum hefur siðan
árlega verið veitt.
Fjár til sjóðsins er aflað með
sölu minningarkorta, fijálsum
framlögum og svo árlegri kaffísölu
kvenfélags safnaðarins. í dag, 1.
maí, verður kvenfélagið með veislu-
kaffí til sölu eftir messu, klukkan
15, sjóðnum til styrktar.
(Úr fréttatilkynningu)
um aprílmánuði 1923. Ýmsir félag-
ar Hendriks voru vantrúaðir á að
tillagan næði samþykki, einkum
vegna þess að dagurinn væri ekki
heppilegur vegna tíðarfars. Þarf-
laust er að fjölyrða um framhald.
Ollum er ljóst að þrátt fyrir ótrú
og úrtölur var lagt af stað frá Báru-'
búð hinn 1. maí 1923, og síðan
gengið ár hvert til þess að fylkja
liði og treysta bönd.
Ljósmyndarar hafa jafnan fylgst
með göngumönnum og gætt þess
að fylgja hveiju spori þeirra, ef svo
niá segja. Gísli Ólafsson, bakari,
sem nú lifir í hárri elli, var ungur
iðnsveinn er fyrsta gangan gekk
niður Laugaveg. Hann fylgdist með
göngunni, mundaði vél sína er
göngumenn gengu hjá verslun Bier-
ings á Laugavegi og fylgdist með
göngunni allt til þess er numið var
staðar við Hverfisgötu á grunni
væntanlegs Alþýðuhúss. Segja má
að myndin sem hér birtist sé sögu-
leg í margvíslegum skilningi. Hend-
rik Ottósson, sem var „hugmynda-
fræðingur" göngunnar, ef svo má
segja, sést í fararbroddi. Engin
mynd hefír áður birst í dagblöðum
af Hendrik í þessari fyrstu göngu.
Reykjavíkurblöðin, sem rituðu um
gönguna, töldu sum hver að 40—50
manns hafí tekið þátt í henni, full-
orðnir menn og konur „en hitt.smá-
böm sem lofað hafði verið með til
skemmtunar og uppfyllingar". _
Svo sem geta má nærri eru fáir
til frásagnar um gönguna og flestir
þátttakendur og áhorfendur fallnir
frá. Undirritaður hefír lengi leitast
við að nafngreina þá sem tengjast
fyrstu kröfugöngunni, þátttakend-
ur, og hina, sem fylgdust með.
Nýlega tókst að afla upplýsinga um
nöfn þeirra sem fara fyrir göngu-
mönnum. Hendrik Ottósson er til
vinstri við fánabera, í ljósum frakka
og ber í barmi stóra slauffu, merki
gönguforingja. Fánaberinn, sem
horfír hátt, er Sigurður í Brekk-
holti, kunnur Vesturbæingur og
verkamaður, bróðir Gunnars í Von,
er var þekktur kaupmaður í
Reykjavík á sinni tíð. Þá má greina
Einar búfræðing Jóhannsson. Hann
er til hliðar við ljósklædda telpu á
miðri mynd. Einar var ræðumaður
er gangan nam staðar við gmnn
Alþýðuhússins. Fremst á myndinni
sést hópur norskra drengja. Þar
má greina ýmsa sem síðar urðu
kunnir menn. Martin Jensen, starfs-
maður Ríkisútvarpsins og LantlT-
síma, er með derhúfu, „sixpensara"
í annarri röð. Nærri honum, á hægri
hönd, eru tveir glaðbeittir félagar.
Greinarhöfundur var nýlega stadd-
ur í fískbúð Hafliða Baldvinssonar
á Hverfísgötu og beið afgreiðslu.
Þar, í hópi viðskiptamanna, var
góðkunningi frá fyrri árum, frú
Anna Maack. Mér kom til hugar
að hún kynni skil á einhveijum í
hópnum, dró fram myndina úr tösku
minni og spurði:
„Þekkir þú einhveija á mynd-
inni?“
Anna svaraði að bragði. „Þetta
er Palli Leví og þama er Pétur
minn.“
Það voru þeir Páll Leví, soniíf'
Ragnars Leví, kaupmanns, og
Margrétar Leví, og Pétur Maack,
stýrimaður, sonur Péturs Maccks
skipstjóra. Páll Leví dó ungur en
Pétur Maack fórst með föður sínum
á togaranum Max Pemberton.
Á myndinni má greina ljósklædd-
an pilt með derhúfu. Hann er f
fremstu röð. Þar er trúlega Adolf
Bjömsson, er síðar varð rafvirki og
bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á
Sauðárkróki. Pilturinn lengst til
vinstri, í þriðju röð, hefir greinilega
gert sér dagamun. Hann er með
spýtubijóstsykur, kannske í „tilefni
dagsins".
Kann einhver deili á fleiri göngu-
mönnum?
Höfundur er þulur.
1. IVIAI
Verkamenn!
Takið þátt í 1. maí kröfugöngunni í dag
og útifundinum á Lækjartorgi.
Verkamannafélagið Dagsbrún