Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 98. tbl. 76. árg. Nýja Kaledónía: Frakkar gera árás á aðskiln- aðarsinna Noumea. Reuter. FRANSKUR varðbátur gerði í gær árás á búðir skæruliða Kan- aka á Nýju Kaledóníu, sem hald- ið hafa 23 Frökkum í gíslingu i tæpa viku. Er þetta í fyrsta skipti sem Frakkar beita hervaldi gegn mannræningjunum, sem berjast fyrir sjálfstæði Nýju Kaledóníu. Að sögn franskra stjómvalda hóf varðbáturinn fallbyssuskothríð á búðir skæruliða í Poubo, um 400 kflómetra norð-austur af höfuð- borginni Noumea, eftir að skærulið- ar höfðu skotið á sveitir öryggislög- reglu. Skæruliðamir lögðu á flótta en enginn mun hafa fallið eða særst í árásinni. í síðustu viku myrtu skæruliðar §óra franska öryggislögreglumenn og tóku 21 í gíslingu. Að auki hafa þeir franskan dómara og yfirmann víkingasveitar frönsku öryggislög- reglunnar á valdi sínu. Sex manns hafa fallið undanfarna daga í átök- um aðskilnaðarsinnaðra Kanaka og hvítra íbúa Nýju Kaledóníu, sem hlynntir eru yfirráðum Frakka. Mannræningjamir halda til á hæð einni á eyjunni Ouvea og ótt- ast stjómvöld í Frakklandi að þeir kunni að myrða gfslana á hverri stundu. Að sögn talsmanns frönsku landsstjómarinnar er foringi skæmliðanna reyndur hryðjuverka- maður og hlaut hann þjálfun til ofbeldis- og óhæfuverka í Líbýu. Persaflói: Aukin flota- vemd Banda- ríkjamanna Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hefur ákveðið að auka flotavemd Bandaríkjamanna á Persaflóa, að sögn ónafn- greindra heimildarmanna Reut- ers-fréttastofunnar. Hingað til hefur Bandaríkjafloti ábyrgst öryggi 11 olíuskipa frá Kuwait, sem sigia undir fána Banda- ríkjanna. Háttsettur bandarískur embætt- ismaður sagði að Reagan forseti myndi brátt gera ákvörðun sína heyrinkunna. Sagði hann að gert væri ráð fyrir því að floti Banda- ríkjamanna á Persaflóa kæmi til vamar skipum hlutlausra ríkja ef á þau yrði ráðist. Kvað hann engu gilda hvort íranir eða Irakar væm ábyrgir fyrir árásunum. Embættismaðurinn lagði áherslu á að Bandaríkjamenn hygðust ekki ábyrgjast öryggi allra þeirra skipa sem sigldu um Persaflóa á degi hveijum. „Við höfum ekki í hyggju að taka að okkur löggæslu á Persa- flóa,“ sagði heimildarmaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Stærsta laxeldisstöð heims tek- in í notkun Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Margfunblaðsins. NORSKT fyrirtæki hóf rekstur stærstu laxeldisstöðvar i heimi síðastliðinn fimmtudag. Um er að ræða sjókvíaeldi, og er eldisstöðin um 10 sjómilur vestur af Væroy í Norðlandsfylki. Með þvi að hefja rekstur þessarar geysistóm eldisstöðvar em aðstand- endur hennar á löglegan hátt að hliðra sér hjá því að þurfa að sækja um leyfi, því að daginn eftir gaf norska stjómin út lög, þar sem kveð- ið er á um, að leyfí þurfi til hvers kyns fískeldis innan 200 mílna efna- hagslögsögu landsins. Lögin hafa þó ekki afturvirk áhrif, svo að forr- áðamenn nýju eldisstöðvarinnar geta haldið áfram starfseminni úti á sjó. Verkefni þetta hefur hlotið nafnið „Gigante“,_ enda er umfang þess risavaxið. í stöðinni verða 20 stórar kvíar, alls 285.000 rúmmetrar að stærð. Það svarar til stærðar 30 þeirra sjóeldisstöðva, sem starfrækt- ar em með ströndum fram í Noregi. Kviamar em festar í skip og taka þær yfir um einn og hálfan kfló- metra. í skipinu em íbúðir starfs- manna og þar á forvinnsla aflans að fara fram. Sjókvíamár em af nýrri gerð. Þær em keilulaga og nót strengd yfir til að koma í veg fyrir, að fiskur tapist í ölduróti. Tilraunir með sams konar búnað fara fram í Biscaya-flóa á vegum norskra aðila. Nokkrar efasemdir vom uppi staðsetningu stöðvarinnar, þar sem mjög stórviðrasamt getur verið á þessum slóðum. Vandalaust reyndist þó að tryggja stöðina, en hins vegar þótti tryggingafélaginu aflatrygging of áhættusöm. Eldisfyrirtækið UFN í Bode, sem rekur risasjóeldisstöðina, vonast til, að með þessu framtaki sínu muni fyrirtækið valda straumhvörfum í fiskeldi. Póiland: Tilraun til þess að flytja tvo andófsmenn úr landi Fjöldi andófsmanna handtekinn fyrir 1. maí hátíðahöldin Varajá, Reuter. PÓLSK yfirvöld gerðu i gær misheppuaða tilraun til þess að flytja tvo þekkta andkommúnista nauðuga úr landi. Kornel Morawiecki og Emil Kolodziej, sem eru leiðtogar klofningshópsins Baráttusamtaka Sam- stöðu og hafa setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar, voru í gær skyndi- lega fluttir úr klefum sinum { Rakowiecka-fangelsi og út & Varsjárflug- völl, þar sem setja átti þá um borð í flugvél á leið til Ítalíu. Þeir harð- neituðu hins vegar að fara um borð og streittust á móti. Eftir nokk- urt þóf gáfust yfirvöld upp og voru mennirnir fluttir i fangelsið aft- ur. Þ& hafa pólsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að handtaka á fimmta tug stjórnarandstæðinga til þess að stemma stigu við hugsanlegum mótmælaaðgerðum i dag, á hátiðisdegi verkalýðsins. Atvik þetta á sér stað á sama tíma suðurhluta landsins eru í verkfalli, og um 16.000 pólskir verkamenn í en þar ræðir um mestu mótmælaað- gerðir gegn stjómvöldum frá árinu 1981, en þá voru sett á herlög eftir langvarandi ólgu í landinu. Pólsk yfirvöld sögðu í fyrstu að mönnunum yrði „sleppt af mannúð- arástæðum" og kváðu þá fara til ít- alíu að leita sér lækninga. „Þeir fara utan til langrar læknis- meðferðar, en ekki er ljóst hversu langan tíma hún mun taka — lækn- amir ákveða það,“ sagði opinber embættismaður áður en f ljós kom, að verið var að reyna að flytja menn- ina nauðuga úr landi. Hann sagði ennfremur að þriðja leiðtoga þessara samtaka, Krzysztof Szymanski, hefði verið sleppt úr haldi í borginni Gdansk, en gat þess að sá væri ekki á leið úr landi. Moraiwecki og félagar hans klufu sig úr Samstöðu, hinum ólöglegu verkalýðssamtökum, árið 1985 og eru Baráttusamtök Samstöðu mun eindregnari en Samstaða í afstöðu sinni gegn kommúnistastjóminni í Varsjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.