Morgunblaðið - 01.05.1988, Síða 1
96 SIÐUR B
98. tbl. 76. árg.
Nýja Kaledónía:
Frakkar
gera árás
á aðskiln-
aðarsinna
Noumea. Reuter.
FRANSKUR varðbátur gerði í
gær árás á búðir skæruliða Kan-
aka á Nýju Kaledóníu, sem hald-
ið hafa 23 Frökkum í gíslingu i
tæpa viku. Er þetta í fyrsta skipti
sem Frakkar beita hervaldi gegn
mannræningjunum, sem berjast
fyrir sjálfstæði Nýju Kaledóníu.
Að sögn franskra stjómvalda hóf
varðbáturinn fallbyssuskothríð á
búðir skæruliða í Poubo, um 400
kflómetra norð-austur af höfuð-
borginni Noumea, eftir að skærulið-
ar höfðu skotið á sveitir öryggislög-
reglu. Skæruliðamir lögðu á flótta
en enginn mun hafa fallið eða særst
í árásinni.
í síðustu viku myrtu skæruliðar
§óra franska öryggislögreglumenn
og tóku 21 í gíslingu. Að auki hafa
þeir franskan dómara og yfirmann
víkingasveitar frönsku öryggislög-
reglunnar á valdi sínu. Sex manns
hafa fallið undanfarna daga í átök-
um aðskilnaðarsinnaðra Kanaka og
hvítra íbúa Nýju Kaledóníu, sem
hlynntir eru yfirráðum Frakka.
Mannræningjamir halda til á
hæð einni á eyjunni Ouvea og ótt-
ast stjómvöld í Frakklandi að þeir
kunni að myrða gfslana á hverri
stundu. Að sögn talsmanns frönsku
landsstjómarinnar er foringi
skæmliðanna reyndur hryðjuverka-
maður og hlaut hann þjálfun til
ofbeldis- og óhæfuverka í Líbýu.
Persaflói:
Aukin flota-
vemd Banda-
ríkjamanna
Washington, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti hefur ákveðið að auka
flotavemd Bandaríkjamanna á
Persaflóa, að sögn ónafn-
greindra heimildarmanna Reut-
ers-fréttastofunnar. Hingað til
hefur Bandaríkjafloti ábyrgst
öryggi 11 olíuskipa frá Kuwait,
sem sigia undir fána Banda-
ríkjanna.
Háttsettur bandarískur embætt-
ismaður sagði að Reagan forseti
myndi brátt gera ákvörðun sína
heyrinkunna. Sagði hann að gert
væri ráð fyrir því að floti Banda-
ríkjamanna á Persaflóa kæmi til
vamar skipum hlutlausra ríkja ef á
þau yrði ráðist. Kvað hann engu
gilda hvort íranir eða Irakar væm
ábyrgir fyrir árásunum.
Embættismaðurinn lagði áherslu
á að Bandaríkjamenn hygðust ekki
ábyrgjast öryggi allra þeirra skipa
sem sigldu um Persaflóa á degi
hveijum. „Við höfum ekki í hyggju
að taka að okkur löggæslu á Persa-
flóa,“ sagði heimildarmaðurinn,
sem ekki vildi láta nafns síns getið.
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Noregur:
Stærsta
laxeldisstöð
heims tek-
in í notkun
Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara
Margfunblaðsins.
NORSKT fyrirtæki hóf rekstur
stærstu laxeldisstöðvar i heimi
síðastliðinn fimmtudag. Um er að
ræða sjókvíaeldi, og er eldisstöðin
um 10 sjómilur vestur af Væroy
í Norðlandsfylki.
Með þvi að hefja rekstur þessarar
geysistóm eldisstöðvar em aðstand-
endur hennar á löglegan hátt að
hliðra sér hjá því að þurfa að sækja
um leyfi, því að daginn eftir gaf
norska stjómin út lög, þar sem kveð-
ið er á um, að leyfí þurfi til hvers
kyns fískeldis innan 200 mílna efna-
hagslögsögu landsins. Lögin hafa
þó ekki afturvirk áhrif, svo að forr-
áðamenn nýju eldisstöðvarinnar geta
haldið áfram starfseminni úti á sjó.
Verkefni þetta hefur hlotið nafnið
„Gigante“,_ enda er umfang þess
risavaxið. í stöðinni verða 20 stórar
kvíar, alls 285.000 rúmmetrar að
stærð. Það svarar til stærðar 30
þeirra sjóeldisstöðva, sem starfrækt-
ar em með ströndum fram í Noregi.
Kviamar em festar í skip og taka
þær yfir um einn og hálfan kfló-
metra. í skipinu em íbúðir starfs-
manna og þar á forvinnsla aflans
að fara fram. Sjókvíamár em af
nýrri gerð. Þær em keilulaga og nót
strengd yfir til að koma í veg fyrir,
að fiskur tapist í ölduróti. Tilraunir
með sams konar búnað fara fram í
Biscaya-flóa á vegum norskra aðila.
Nokkrar efasemdir vom uppi
staðsetningu stöðvarinnar, þar sem
mjög stórviðrasamt getur verið á
þessum slóðum. Vandalaust reyndist
þó að tryggja stöðina, en hins vegar
þótti tryggingafélaginu aflatrygging
of áhættusöm.
Eldisfyrirtækið UFN í Bode, sem
rekur risasjóeldisstöðina, vonast til,
að með þessu framtaki sínu muni
fyrirtækið valda straumhvörfum í
fiskeldi.
Póiland:
Tilraun til þess að flytja
tvo andófsmenn úr landi
Fjöldi andófsmanna handtekinn fyrir 1. maí hátíðahöldin
Varajá, Reuter.
PÓLSK yfirvöld gerðu i gær misheppuaða tilraun til þess að flytja tvo
þekkta andkommúnista nauðuga úr landi. Kornel Morawiecki og Emil
Kolodziej, sem eru leiðtogar klofningshópsins Baráttusamtaka Sam-
stöðu og hafa setið í fangelsi fyrir skoðanir sínar, voru í gær skyndi-
lega fluttir úr klefum sinum { Rakowiecka-fangelsi og út & Varsjárflug-
völl, þar sem setja átti þá um borð í flugvél á leið til Ítalíu. Þeir harð-
neituðu hins vegar að fara um borð og streittust á móti. Eftir nokk-
urt þóf gáfust yfirvöld upp og voru mennirnir fluttir i fangelsið aft-
ur. Þ& hafa pólsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að handtaka á fimmta
tug stjórnarandstæðinga til þess að stemma stigu við hugsanlegum
mótmælaaðgerðum i dag, á hátiðisdegi verkalýðsins.
Atvik þetta á sér stað á sama tíma suðurhluta landsins eru í verkfalli,
og um 16.000 pólskir verkamenn í en þar ræðir um mestu mótmælaað-
gerðir gegn stjómvöldum frá árinu
1981, en þá voru sett á herlög eftir
langvarandi ólgu í landinu.
Pólsk yfirvöld sögðu í fyrstu að
mönnunum yrði „sleppt af mannúð-
arástæðum" og kváðu þá fara til ít-
alíu að leita sér lækninga.
„Þeir fara utan til langrar læknis-
meðferðar, en ekki er ljóst hversu
langan tíma hún mun taka — lækn-
amir ákveða það,“ sagði opinber
embættismaður áður en f ljós kom,
að verið var að reyna að flytja menn-
ina nauðuga úr landi. Hann sagði
ennfremur að þriðja leiðtoga þessara
samtaka, Krzysztof Szymanski, hefði
verið sleppt úr haldi í borginni
Gdansk, en gat þess að sá væri ekki
á leið úr landi.
Moraiwecki og félagar hans klufu
sig úr Samstöðu, hinum ólöglegu
verkalýðssamtökum, árið 1985 og
eru Baráttusamtök Samstöðu mun
eindregnari en Samstaða í afstöðu
sinni gegn kommúnistastjóminni í
Varsjá.