Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988 64 Kvikmynd ítalans Bernardo Bertolucci, Siðastí keisarinn, sem hlaut níu Oskarsverðlaun og sýnd er í Regnboganum, fjallar um ótrúlega sögu manns, sem varð keisari ekki einu sinni heldur þrisvar og drottnaði yfir fjórðungi mannkynsins snemma á öldinni, varð fangi kommúnista og gerðist garðyrkjumaður í Peking á efri árum. Keisarinn, sem hafði verið dýrkaður sem guð, týndist í mannhafinu í Kína, en varð einn af fyrirmyndarborgurum aiþýðulýðveldisins og undi glaður við sitt unz hann féll frá skömmu eftir að „menningarbyltingin" skall á fyrir um tveimur áratugum. Pu Yi, þriggja ára keisari Kína (1908): „Umkomulausasti drengur í heimi.“ arinn, sem hafði m.a. 185 mat- sveinum á að skipa, lifðu áfram í óraunverulegri draumaveröld og héldu við fornum hefðum, form- legum athöfnum og ströngum sið- um. Helzta breytingin varð sú að Johnston gaf keisaranum reiðhjól og hirðmenn hans urðu skelfingu lostnir þegar hann fór að æfa sig á því. Johnston færði honum einn- ig tennisspaða og átti hugmyndina að því að hann tók sér nafn þess konungs Englands, sem hann dáði mest, Hinriks VIII. Bandaríkja- menn kölluðu hann „Hank“. Pu Yi kynntist aldrei Peking, jafnvel ekki þá sjaldan að hann fór úr „gullbúri" sínu og tók þátt í opinberum athöfnum utan múranna. Lífverðir hans fylgdu honum hvert fótmál og hann var í raun fangi hirðarinnar, fyrst og fremst 1.200 geldinga hennar, sem smjöðruðu fyrir honum. Eng- inn fékk að yrða á hann án leyfís og þótt klifað væri á því við hann að hann gæti gert allt kom alltaf betur og betur í ljós að hann gat í rauninni ekkert gert. Gamall keisarasinni, Chang SÍÐASTI KEISARINNN Söguhetjan, Aisin Gioro Pu Yi, sem fæddist í Peking 1905 og var sonur Chu’un prins, var frændi (systurdóttursonur) hinnar frægu keisaraekkju Tze-Hsi, sem réð lög- um og lofum í Kínaveldi í 47 ár og minnti á Katrínu miklu. Skömmu áður en hún lézt fékk hún bifreið að gjöf, en hún notaði hana aldrei, því að bílstjórinn sat fram í og enginn mátti sitja fyrir framan hana. Þegar ungum prins var gefið reiðhjól lét hún hýða hann svo óþyrmilega að hann hneig niður dauður. Reiðhjól voru hættuleg að hennar dómi og það var fyrir neðan virðingu kínversks prins að láta sjá sig á slíku farar- tæki. Pu Yi hitti frænku sína aðeins einu sinni og varð svo hræddur við hana að hún greip til þess ráðs að gefa honum ávexti til að róa hann. Þáverandi keisara, sem var raunverulegur fangi hennar, var byrlað eitur og hún valdi Pu Yi eftirmann hans. Daginn eftir fannst hún látin. Ótrúlegævi söguhetju Bertoluccis Sonur himinsins Móðir Pu Yis varð að sætta sig við að sonur hennar var fluttur til „Forboðnu borgarinnar" í Peking. Hann var aðeins þriggja ára þegar hann settist í kínverska „drekahá- sætið" og varð „keisari Kína og heimsins, sonur himinsins og herra hinna tíu þúsund ára“. Seinna minntist hann þess að hann grét þegar hann var færður í þungan krýningarskrúða og að ráðherra, sem reyndi að hugga hann, sagði: „Hafðu engar áhyggjur — þetta tekur enga stund.“ Litli keisarinn ólst upp í furðu- legri gerviveröld í keisarahöllinni, sem í voru 9.999 herbergi (Kínveijum var talin trú um að höll með 10.000 herbergjum væri aðeins til á himnum) og var reyrð- ur í fjötra strangra og fáránlegra siða 2000 ára keisaradæmis. Skozkur einkakennari hans, Sir Reginald Johnston, kallaði hann „umkomulausasta dreng í heimi“. Hann fékk ekki að hitta móður sína og systkini fyrr en hann var orðinn 10 ára. Jafnvel frændur hans urðu að kalla sig „þræla“ hans þegar þeir ávörpuðu hann. Hann hafði 200 einkalækna í höli- inni og var alltaf kappklæddur að boði þeirra. Þeir bönnuðu honum að reyna á sig, bæði vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af heilsu hans og vegna þess að talið var óviðeigandi að keisari léki sér, þótt ungur væri. Venjuleg leikföng voru bönnuð í höliinni. Ef keisarinn ungi vildi leika sér varð hann að fá til þess sérstakt leyfi og þess var vandlega gætt að enginn sæi tii hans. Hann var sjóndapur, en ekki þótti við hæfi að leita til „ósiðmenntaðs" augnlæknis, sem hafði menntazt á Vesturiöndum, og Johnston varð að heyja langa og erfiða baráttu fyrir því að hann fengi gleraugu. Fangi í höllinni Keisaradæmið hrundi til grunna í byltingu lýðveldissinna Sun Yat- sens 1912, fjórum árum eftir að Pu Yi steig í hásætið. Enginn sagði honum hvað gerzt hafði, en lýð- veldissinnar snertu ekki hár á höfði og leyfðu honum að búa áfram í Forboðnu borginni. Hins vegar höfðu þeir strangt eftirlit með honum, því að þeir óttuðust að tilraun yrði gerð til að endur- reisa keisaradæmið, en þeir greiddu honum rífiegan lífeyri — fjórar milljónir (kínverskra) doll- ara á ári. Einkennilegt líf Pu Yis og 3.000 manna hirðar hans breyttist lítið á næstu 12 árum þrátt fyrir bylt- inguna. Hjól sögunnar virtist hafa stöðvazt fyrir utan háa og rauða múra hallarinnar. Hirðin og keis- Hsun, gerði gagnbyltingu 1917, þegar Pu Yi var 12 ára og flestum gleymdur, og „sonur himinsins“ varð keisari á ný, en aðeins í nokkrar vikur. Byltingarleiðtoginn fékk aðra herforingja upp á móti sér, þótt þeir væru einnig hollir keisaranum, og keisaraættin varð fyrir svo miklum álitshnekki að fleiri tilraunir voru ekki gerðar til að koma henni aftur til valda í Kína. Flóttinn Johnston og aðrir, sem þekktu Pu Yi vel, töldu hann gáfaðan og næman, áhrifagjarnan og ekki í nógu miklu andlegu jafnvægi. Hann var gæflyndur, alúðlegur og hógvær, en vinum hans duldist ekki að hann var einmana og van- sæll í þeirri óeðlilegu gerviveröld, sem hann lifði og hrærðist í. Hann krafðist þess að geldingamir yrðu reknir frá hirðinni og hann fengi að taka upp einfaldari lífshætti, en stjórnvöld virtu kröfur hans að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.