Morgunblaðið - 01.05.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1988
FRAM
1»
Fyrsta signrlið Fram 1911.
Enneru
Framarar
aðleggja
mátherja sína
að velli
Fyrsta unglingalið Framt fremsta röð f.v.: Karl Magnússon, Odd-
geir Hjartarson, Linneus Östlund, Sveinn Gunnarsson og sr.Sigurður
Lárusson. Miðröð f.v.: Þórólfur Karelsson, Tryggvi Forberg og Bolli
Thoroddsen. Aftast f.v.: Geir Haukdal, Gústaf Sigurbjamarson, Ós-
valdur Knudsen, Eiríkur Jónsson og Kveldúlfur Grönvold.
Fyrir nákvæmlega áttatíu
árum, nánar tiltekið 1. mai
1908, tóku sig saman hálfur
annar tugur 13 til 14 ára gam-
alla unglinga og stofnuðu
íþróttafélag í Reykjavík,
skammt fyrir vestan miðbæinn.
Félagið var skýrt Fram og æ
síðan hefur það verið eitt öflug-
asta íþróttafélag landsins, sérs-
taklega á sviði knattspyrnu og
handknattleiks. Fram er stór-
veldi í íslenska íþróttaheiminum
og undirstrikar það í dag á 80
ára afmælinu með opnun nýs
félagsheimilis á svæði sínu við
Safamýri. I fyrstu var þetta sér
til gamans gert, en 11. júní 1911
var leikinn opinber knatt-
spymuleikur í tilefni aldaraf-
mælkis Jóns Sigurðssonar og
var mótherjinn KR. KR hafði
verið stofnað 12 áram áður og
aldursmunur var nokkur á
strákunum í Fram annars vegar
og KR hins vegar í keppnis-
flokkinum. Samt sem áður
héldu Framarar jöfnu, ekkert
mark var skorað í leiknum sem
fór fram á malarvelli sem var
þar sem blokkirnar á Víðimeln-
um standa nú. Arið eftir gaf
Fram bikar þann sem Ieikið var
um á íslandsmótum næstu 50
árin. Síðan hefur mikið vatn
rannið til sjávar. Aðeins einn
strákanna forðum er enn á lífi,
Kristinn Albertsson, Framarar
era því nokkuð gamalt félag í
vissum skilningi, en þó ekki svo
að það nemi heilum mannsaldri.
Sem fyrr spgir, var keppt næstu
50 árin á íslandsmóti í knatt-
spymu um bikar þann sem Fram-
strákarnjr söfnuðu fyrir og lögðu
svo til. Á þeim árum, vann Fram
íslandsbikarinn alls 13 sinnum.
Allar götur síðan hafa þrír Islands-
meistaratitlar bæst við, þannig að
Fram hefur 16 sinnum orðið ís-
landsmeistari á 80 ára ferli sínum.
íslandsmótin hófust þó ekki fyrr
en árið 1912, þannig að Fram
hafði verið við lýði í þrjú ár áður
en mótin hófust. Síðast varð félag-
ið íslandsmeistari í knattspymu
árið 1986. Sex sinnum hefur og
félagið orðið bikarmeistari í bikar-
keppni KSÍ og nokkrum sinnum
Reykjavæikurmeistari. Oft hefur
Fram vegna þessara afreka sinna
verið fulltrúi Islands í Evrópumót-
um félagsliða, leikið alls 24 leiki
og oft átt láni og velgengni að
fagna. Auk þessarar upptalningar,
hefur mikil rækt verið lögð við
yngri flokka félagsins í knatt-
spymu og margir titlar segja sína
sögu um það starf.
Handknattleikur er önnur af
tveimur megin íþróttagreinum
Fram, en félagið tók fyrst þátt i
íslandsmóti karla árið 1940 og
vann sinn fyrsta íslandsmeistara-
titil 10 árum seinna, eða árið 1950.
Allar götur síðan hefur karlalið
Fram í handknattleik verið í
fremstu röð og oft í toppbaráttu.
Segja má þó, að á sviði hand-
knattleiksins hafi konumar stolið
senunni að nokkru keyti, sérstak-
lega þó á seinni ámm er karlaliðið
hefur átt dálítið erfítt uppdráttar
á köflum. Kvennadeildin var stofn-
uð árið 1943 og var fljótt í fremstu
röð, þannig vann meistaraflokkur
kvenna alls 19 mót á árunum 1948
til 1954. Síðustu ár hefur verið
uppgangsskeið kvennaliðs Fram
og það orðið margfaldur Islands-
og bikarmeistari. Islensk landslið
hafa ekki farið varhluta af bæði
kvenna- og karlaliðum Fram í
handknattleik og raunar ekki í
knattspymu heldur.
Skíðadeild Fram er starfrækt af
ákveðnum hörðum kjarna innan
félagsins. Á árunum 1946 til 1950
átti hún vinsældum að fagna, en
síðan lagðist hún undir feld og það
var ekki fyrr en árið 1972 að hún
var endurvakin og er nú mikil
gróska í deildinni.Hefur m.a. verið
unnið að smíði nýs skíðaskála og
lyftu i Eldborgargili í Bláflöllum.
Áuk þessa starfar blakdeild innan
Frá vallargerðinni við Stýri-
mannaskólann, f.v. Sigurbergur
Elísson, Agnar Jónsson, Ævar
Þráinsson, Þráinn Sigurðsson,
Sigurður E. Jónsson, Jón Sig-
urðsson og Böðvar Pétursson.
vébanda Fram og til skamms tíma
var þar einnig körfuknattleiks-
deild. Um hríð var Fram með eitt
af betri liðum úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik, en að sögn Birgis
Lúðvíkssonar var eigi lögð nægileg
rækt við yngri flokkana í körfunni
og því lagðist deildin af.
Fram hefur sannarlega sett mark
sitt á íslenska íþróttasögu og upp:
gangstímar virðast fram undan. í
fyrstu var liðið með malarvöll í
vesturbænum, en árið 1944 fékk
Fram úthlutað svæði við Stýri-
mannaskólann, beint á móti
Tónabíói sáluga. Það þótti góður
malarvöllur á sínum tíma, en hann
skemmdist í einu síldarárinu er
Fram lánaði völlinn til geymslu á
síldartunnum. Rann þá svo mikið
lýsi í mölina að hún harðnaði og
var sem malbik. Komust Framarar
þá á hrakhóla, en völlurinn og
svæðið var þar að auki óðum að
verða allt of litið fyrir félag í svo
örum vexti. Á 50 ára afmæli Fram,
1. mai 1958 afhenti síðan þáver-
andi borgarstjóri, Gunnar Thor-
oddsen, félaginu svæði það sem
það hefur yfir að ráða enn þann
dag í dag. Þá þegar hófst mikil
uppbygging og 10 árum síðar
skartaði svæðið tveimur knatt-
spymuvöllum, gras- og malarvelli,
öðrum flóðlýstum. 1975 var svo
fyrsti áfangi félagsheimilsins tek-
inn í notkun. í dag verður nýtt
og glæsilegt hús vígt, það er 300
fermetra hús að grunnfleti, en á
tveimur hæðum og með tilkomu