Morgunblaðið - 03.05.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1988
Forsætisráðherra ræð-
ir plútóníumflntninga
við Bandaríkjastjórn
FULLTRÚAR allra þingflokka lýstu, í umræðnm utan dagskrár í
sameinuðu þingi í gær, yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum flutn-
ingum flugleiðis á geislavirku plútoníumi frá Frakklandi til Japan.
Flutningar þessir verða liður i samstarfi Bandaríkjanna og Japan
um friðsamlega nýtingu kjamorku. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, skýrði frá því að hann myndi skýra Bandaríkjastjóm frá sjón-
armiðum íslendinga í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna
siðar i mánuðinum.
Flutningar þessir eiga að hefjast
árið 1990 eða 1991 en utanríkisráð-
herra hefur þegar gefíð út fyrir-
mæli um að hvorki verði veitt lend-
ingarleyfí á íslandi fyrir flugvélar
Þrjár bifreið-
ar lentu saman
NOKKRIR árekstrar urðu í
Reykjavík um helgina, en flestir
smávægilegir og hið sama má
segja um meiðsli á fólki.
Einn árekstranna varð á brúnni
á Bústaðavegi síðdegis á sunnudag.
Þar rákust saman þijár bifreðar,
lítill sendibíll, Trabant og Lada.
Bifreiðamar skemmdust nokkuð,
en enginn slasaðist alvarlega.
sem hafa slíkan farm innanborðs
né verði þeim heimilað að fljúga
um lofthelgi íslands. Einnig hefur
utanríkismálanefnd Alþingis beint
því til ríkisstjómarinnar að hún
reyni að koma í veg fyrir þessa
flutninga og leita samstarfs um
málið við grannþjóðir okkar.
{ máli þingmanna komu fram
miklar áhyggjur um hvaða afleið-
ingar það gæti haft ef flugvél með
svona farm færist á hafsvæðinu í
grennd við ísland. Þorsteinn Páls-
son, forsætisráðherra, sagði að
ríkisstjómin myndi fyrir sitt leyti
gæta hagsmuna íslands eins og
hægt væri. Höfðað yrði til ákvæða
alþjóðasamninga til að veija lög-
boðna hagsmuni íslands og gerði
hann ráð fyrir að gera Bandaríkja-
stjóm grein fyrir viðhorfum íslend-
inga í opinberri heimsókn sinni
þangað síðar i mánuðinum.
Félagsmálaráðherra:
___2___________
Fjórða kæran vegna
ráðhússins komin
ÍBÚAR við Tjamargötu hafa
kært til félagsmálaráðherra veit-
ingu byggingarleyfis fyrir vænt-
anlegt ráðhús við Tjömina og
er það fjórða kæra ibúanna
vegna ráðhússins. Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra
segir að byggingarleyfið taki
ekki gildi fyrr en borgarstjóm
hafi staðfest fundargerð bygg-
ingaraefndar á fundi sínum 5.
maí næstkomandi.
lagsstjómar ríkisins og byggingar-
nefndar Reykjavíkurborgar en í
umsögn beggja aðila er veiting
graftarleyfís talin lögleg.
Þá hafa íbúamir ennfremur sent
félagsmálaráðuneytinu kæru vegna
stærðar ráðhússlóðar og bíður ráð- •
herra umsagnar skipulagsstjómar
ríkisins og byggingamefndar
Reykjavíkurborgar um hana.
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Telpurnar bíða eftir þjálp piltanha á jullunni.
Komið í land heOu og höldnu.
Á flæðiskeri staddar
TVÆR telpur úr Kópavogi lentu
í vandræðum á sunnudag, þegar
þær óðu út í sker í Fossvogi tíl
að tína skeljar. Þegar flæddi að
komust þær ekki þjálparlaust í
land aftur, en tveir piltar á jullu
komu þeim dl bjargar.
Það var skömmu fyrir kl. 14.30
á sunnudag sem lögreglunni í
Kópavogi var tilkynnt að tvær telp-
ur væru á flæðiskeri staddar í
Fossvogi, rétt norðan við Sæbóls-
hverfíð I Kópavogi. Vegfarendur
höfðu þá tekið eftir telpunum, þar
sem þær böðuðu út öilum öngum
til að vekja á sér athygli. Þegar
lögreglan kom á vettvang var
tvennt til ráða; annað hvort að
bíða á meðan náð var f bát, eða
vaða út í og ná í telpumar. Þar
sem nokkur tfmi hefði farið í að ná
í bátinn þótti vænlegast að vaða,
en áður en til þess kom buðu tveir
piltar fram aðstoð sína. Þeir voru
með jullu skammt frá og reru út
að telpunum og komu þeim í land.
Þær vom nokkuð miður sín eftir
reynsluna, en varð ekki meint af.
Að sögn lögreglu vom telpumar
ekki í sérstakri hættu á meðan þær
héldu kyrm fyrir á skeijunum.
Hins vegar er mikil botnleðja á
þessum stað og þvf erfitt að vaða
þar um án þess að festast.
Fréttastj órastaða hjá
Rikissj ónvarpinu:
FJonr
hyggjast
sækjaum
stöðuna
ÞRÍR fréttamenn Rfkissjón-
varpsins hafa staðfest við Morg-
unblaðið að þeir ætli að sækja
um fréttastjórastöðu hjá stofn-
uninni. Þetta eru þeir Helgi H.
Jónsson, Ögmundur Jónasson
og Hallur Hallsson. Auk þeirra
sækir Sigrún Stefánsdóttir, for-
stöðumaður fræðsluvarpsins,
um stöðuna. Umsóknarfrestur
um stöðuna rennur út næstkom-
andi sunnudag, 8. maí.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa aðrir fréttamenn á
fréttastofu Ríkissjónvarpsins ekki
sýnt stöðunni áhuga. Ekki hefur
heldur verið staðfest að neinn ut-
anaðkomandi hyggist sækja um.
Að sögn Ingu Jónu Þórðardótt-
ur, formanns Útvarpsráðs, verða
umsóknir um stöðuna lagðar fyrir
fund ráðsins föstudaginn 13. maí.
Vaninn mun vera sá að mál af
þessu tagi séu ekki tekin fyrir
fyrr en á næsta fundi eftir að þau
eru lögð fram, en Útvarpsráð get-
ur þó tekið umsóknimar fyrir
strax, óski útvarpsstjóri þess sér-
staklega.
Markús Öm Antonsson, út-
varpsstjóri, sagði að gögn um
umsækjendur yrðu send öllum út-
varpsráðsmönnum strax eftir að
umsóknarfrestur rynni út, þannig
að þeir gætu verið búnir að kynna
sér þau fyrir fundinn 13. maí.
„Það er svo útvarpsráðsmanna að
meta það, hvort þeir taka umsókn-
imar fyrir strax eða hvort þeir
bíða með það,“ sagði Markús Om.
„Það verður hins vegar ósk stofn-
unarinnar að þessari afgreiðslu
verði flýtt svo að nýr fréttastjóri
geti hafið störf sem fyrst."
Útvarpsstjóri ræður endanlega
í stöðuna að fengnu áliti Útvarps-
ráðs.
Kæra íbúanna vegna veitingu
byggingarleyfisins, sem afgreitt var
á fundi byggingamefndar 28. apríl,
barst ráðuneytinu með símskeyti
fyrir helgi. Þar segir að á næstu
dögum muni íbúamir senda ráðu-
neytinu greinargerð máli sínu til
stuðnings. „En á það ber að líta
að byggingarleyfíð tekur ekki gildi
fyrr en borgarstjóm hefur staðfest
það,“ sagði Jóhanna. „Ég lít því svo
á að ekkert byggingarleyfí sé í gildi
á þessu augnabliki." Þegar bygg-
ingarleyfíð hefur verið staðfest og
ráðuneytinu borist greinargerð íbú-
anna verður leitað umsagnar skipu-
lagsstjómar ríkisins og byggingar-
nefridar Reykjavíkur.
Kæra íbúanna vegna stækkunar
á byggingarreit ráðhússins var
vísað frá af félagsmáiaráðherra en
úrskurðar vegna kæru á veitingu
graftarleyfís er að vænta á næstu
dögum. Beðið var umsagna skipu-
Frumvarp um stjóm umhverfismála:
Saing’öngiiráðuneyti verði
ráðuneyti umhverfismála
t FRUMVARPI tii laga um sam-
ræmda stjóra umhverfismála,
sem nefnd á vegum forsætisráð-
herra hefur samið, er gert ráð
fyrir að samgönguráðuneytið sjái
um samræmingu umhverfismála,
auk þess sem það fari með mál-
efni sem snerta varnir gegn
mengun sjávar, náttúruverad, þar
með talið landverad, verndun
náttúrulegs skóglendis og friðun
dýra. Lagt er til að ráðuneytið
breyti um nafn og heiti sam-
göngu- og umhverfisráðuneyti og
innan þess verði stofnuð um-
hverfismálaskrifstofa. Einnig sjái
félagsmálaráðuneyti um skipu-
lagsmál og heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneyti fári með mál-
efni sem snerta mengunarvarnir
aðrar en varnir gegn mengun
sjávar.
Umhverfismál heyra nú undir átta
ráðuneyti en í stjómarsáttmála ríkis-
Afgreiðsla bjórfrumvarpsins í Neðrí deild:
Námsstjóri og fulltrúi í Afen
vamamefnd sögðu starfi sínu
TVEIR opinberir starfsmenn,
Ingólfur Guðmundsson, náms-
stjóri í fræðslu um ávana- og
fíkniefni i Skólaþróunardeild
menntamálaráðuneytísins og
Árni Einarsson, fuiltrúi þjá
Áfengisvaraarráði, hafa sagt upp
störfum sínum i lýölfar atkvæða-
greiðslu Neðri deildar Alþingis
um bjórfrumvarpið. Ingólfur
sagði i samtali við Morgunblaðið
áð ástæðan fyrir - uppsögn sinm'
væri fyrst og fremst sú óskamm-
feilni og tvískinnungur sem fram
kæmi í afstöðu þeirra þingmanna,
sem væru fylgjandi bjóraum, en
hefðu jafnframt samþykkt
ákvæði frumvarpsins um áfram-
haldandi áfengisvarnarfræðslu.
Þeir Ingólfur og Árni hafa ritað
opið bréf til ráðherra heilbrigðis- og
tryggingaméla og menntamála þar
sem segir meðal annars að afstaða
meirihluta- þtngmaima Neðri deildar-
Alþingis við afgreiðslu bjórfrum-
varpsins sé mikið áfall fyrir fræðslu-
og upplýsingastefnuna í áfengis- og
fíkniefnamálum og að með þessu
hafí ráðherramir og fleiri þingmenn
komið slfku óorði á fræðslu sem leið
í forvamaretarfí að hún sé rúin
trausti. Því telji þeir sér ekki fært
að sinna störfum sfnum áfram.
stjómarinnar er gert ráð fyrir að
samræming umhverfismála verði
faiin einu ráðuneyti. Skipuð var
nefnd 3. september sl. til að gera
drög að frumvarpi um samræmda
yfíretjóm umhverfismála og lauk
hún störfum 26. apríl.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að skipuð verði sérstök stjómar-
nefnd umhverfismála, sem skipuð
verði fulltrúum ráðuneytanna
þriggja, Sambands fslenskra sveitar-
félaga og Náttúruvemdarþings. Þá
komi umhverfísmálaráð í stað Nátt-
úruvemdarráðs og stöðuheimildir
ráðsins flytjist í samgöngu- og um-
hverfismálaráðuneyti. Þá er lagt til
að verkefni heilbrigðisfulltrúa sveit-
arfélaganna verði aukin, m.a. við
mengunareftirlit. Heimildarákvæði
er um tímabundna friðun ákveðinna
svæða.
Með gildistöku frumvarpsins fær-
ast náttúruvemdarmál og friðunar-
mál frá menntamálaráðuneyti og
ákveðnir þættir landgræðslu og
skógræktar frá landbúnaðarráðueyti
til samgönguráðuneytis. Segir í at-
hugasemdum frumvarpsins að eðli-
legt sé að tengja náttúruvemdarmál
og samgöngu- og ferðamál og sam-
gönguráðuneytið sé ennfremur til-
annast umhverfísmál. Þvf ætti að
reynast auðveldara að byggja upp
séretaka umhverfismálaskrifstofu
innan þess en f hinum tveimur.
Meðal annarra nýmæla í frum-
varpinu er að samgöngu- og um-
hverfisráöuneyti verði heimilt að
setja gjaldskrá vegna notkunar á
ýmiss konar einnota umbúðum og
lagt er til að stofnaður verði um-
hverfisvemdarejóður sem stjómar-
nefrid umhverfísmála stjómi.
Tekjustofn sjóðsins verði umbúða-
gjaldið og úr honum verði sveitarfé-
lögum úthlutað styrkjum til um-
hverfísvemdarmála. Einnig er gert
ráð fyrir að Vio hluta sjóðsins verði
varið til fræðslu og upplýsingastarfa
á sviði umhverfismála.
í bráðabirgðaákvæðum er lagt til
að ríkisstjómin geri, fyrir 1. júní
1989, áætlun f samvinnu við sveitar-
félög um frágang skolp- 0g frá-
rennslislagna. Þá er lagt til að notk-
un á blýbensfni verði óheimil eftir
1995, og dregið verði úr notkun
efnasambanda sem valdið geti eyð-
ingu á ósonlaginu, þannig að hún
minnki um 25% fyrir 1991 og um
50% fyrir 1999.
Nefndina skipuðu Sigurður M.
, ,, 00 ., , ,. , . o—o--------------................ ™ Magnússon sem var formaður, Alda
Sja & bls. 28 opið bréf þeirra tölulega lítið og miklu minna ráðu- Möller, Hennann SYeinbjömsspn og i
néýfi'én'hfri tvð'sém' éiririig rriúriú fngimar Sigurðsson.
----Ingólfs og- Áma til ráðberra. -